Morgunblaðið - 04.11.2007, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 04.11.2007, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 47 OPIÐ HÚS – ERLUÁS 2 – HF. Opið hús laugardag og sunnudag frá kl 15-16, helgina 3.-4. nóvember. Glæsileg 104,4 fm, 4ja herbergja endaíbúð. Rúmgóð stofa með gólfsíðum gluggum og glæsilegu útsýni. Vandaðar innréttingar. Eign á frábærum stað sem vert er að skoða Sölumaður Stefán Bjarni s. 694 4388. Þverholti 14 | 105 Reykjavík | Sími 595 9000 | www.holl.is | holl@holl.is Björn Daníelsson löggiltur fasteignasali. Hver á Norðurpólinn? Málstofa um réttarstöðu Norður-Íshafsins Þjóðmenningarhúsinu föstudaginn 9. nóvember kl. 11-14. Dagskrá: 11.00 Ávarp Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra. 11.15 Ron Macnab, meðlimur Norðurskautsnefndar Kanada: The Central Arctic Ocean - Shrinking Ice and Expanding Jurisdiction. 11.45 Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar: Fiskveiðar á norðurslóð við breyttar aðstæður. 12.15 Veitingar í boði Hafréttarstofnunar Íslands. 13.00 Douglas Brubaker, Fridtjof Nansen-stofnuninni: The Northern Sea Routes - Legal Considerations. 13.30 Pallborðsumræður og fyrirspurnir. Þátttakandi ásamt frummælendum: Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði við Háskóla Íslands. 14.00 Slit. Málstofustjóri: Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands. Málstofan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir. Skipalón Sóleyjarrimi Glæsilegar fullbúnar íbúðir Hafnarfjörður, Hvaleyrarholt Skipalón 16-26, 2ja til 4ra herbergja. Fyrir 50 ára og eldri. Skipalón 25-27, 3ja, 4ra og 5 herbergja í almennri sölu. Reykjavík, Grafarvogur Sóleyjarrimi 19-21, 3ja og 4ra herbergja. Fyrir 50 ára og eldri. Sóleyjarrimi 23, 4ra herbergja íbúðir í almennri sölu. www.motas.is Sími 533 4040 | www.kjoreign.isSími 565 5522 | www.fasteignastofan.is Allar nánari upplýsingar um eignirnar á www.motas.is > Traustur byggingaraðili > Yfir 20 ára reynsla > Gerðu samanburð ÍS L E N S K A S IA .I S M O T 39 32 5 09 /0 7 Mótás, Stangarhyl 5, sími 567 0765 Jón Hólm Stefánsson Lögg. fasteigna-, fyr- irtækja- og skipasali www.gljufurfasteign.is Til sölu falleg landspilda nærri Þjórsá Til sölu um 10 ha land- spilda í Flóahreppi, rétt vestan Þjórsár. Landið er gróið og afgirt. Falleg sýn til fjalla og út yfir ósa Þjórsár. Landið liggur að vegi. Kalt vatn og rafmagn. Óskað er tilboða. Í MEIRA en hálfa öld hafa menn rætt um flóttann úr sveitunum, hvort unnt sé að draga úr honum og snúa honum við með ein- hverju móti. Samt vek- ur það eftirtekt í hvert sinn sem einhver flyst frá Reykjavíkursvæð- inu á landsbyggðina. Oft ráða atvinnu- eða menntunarmöguleikar búsetunni, en stundum skipta aðrir þættir miklu máli. Rangæingar hafa margir fylgt straumn- um, en héraðið hefur upp á fjölmargt að bjóða. Fegurð fjalla- drottningarinnar Heklu er óumdeild og kaldbrýnn Eyjafjallajökull er mik- ilfenglegur. Eins er gróðursældin í Landeyjunum ósvikin og víðernið á Rangárvöllunum sömuleiðis. Margir róma líka fegurð Fljótshlíðarinnar og vorblíðuna undir Eyjafjöllum. Rangæingum er gjarnt að vitna til Njálu þegar þarf að sannfæra við- mælanda um ágæti héraðsins, eða minnast Odda og Breiðabólstaðar og þess mannlífs sem þar blómstraði. Í Odda sátu Sæmundur fróði og Jón Loftsson og prestarnir Steingrímur Jónsson, síðar biskup, og skáldmær- ingurinn Matthías Jochumsson. Á Breiðabólstað sátu Jón Ög- mundsson, fyrsti biskup á Hólum, og Ögmundur Pálsson, síðasti kaþólski biskupinn í Skálholti. Ekki þarf að einblína á glæsta for- tíð, því margt er vel gert í nútíðinni. Á veturnóttum horfa ýmsir til liðins sumars, sem var um margt óvenju- legt. Vorið og fyrri hluti sumars var nær samfelld þurrkatíð. Margir fögn- uðu veðurblíðunni, en þeir sem starfa að gróðri höfðu áhyggjur af fram- vindu hans. Þurrkarnir voru erfiðir fyrir ungplöntur, en haustrigning- arnar hafa bætt vorþurrkana upp. Þrátt fyrir vætuna hefur haustið ver- ið óvenjufagurt og haustlitir náttúrunnar sjaldan ljómað skærar en nú. Mannlífið hefur einn- ig verið litríkt og hver viðburðurinn rekið ann- an. Á haustdögum 2006 gekkst Fræðslunet Suðurlands fyrir nám- skeiði um sögu Rang- árþings. Það var ein- staklega vel sótt og fyrirlesarar bæði víkk- uðu sjóndeildarhring þátttakenda og blésu þeim héraðsást í brjóst. Hápunktur námskeiðisins var samt erindi heimamanna, Mar- grétar Ísleifsdóttur og Matthíasar Péturssonar, um þéttbýlismyndun í héraðinu, atvinnurekstur á svæðinu og líf fyrstu íbúa í þéttbýli. Nýr sveitarstjóri, Unnur Brá Kon- ráðsdóttir, tók við starfi í Rang- árþingi eystra fyrir liðlega ári síðan. Jafnframt tók til starfa ný og öflug menningarnefnd. Síðan hefur hver listviðburðurinn rekið annan. Framkvæmdin hefur hvílt á menningarnefndinni, sem Katrín Óskarsdóttir stýrir. Tónninn var gefinn með opnun á málverkasýningu í Gallerý Ormi, sýningarsal Sögusetursins á Hvols- velli. Þar voru til sýnis Fundnir fjár- sjóðir, málverk Ólafs Túbals, sem komu í leitirnar í gamla bænum í Múlakoti, þar sem var fyrst rekin menningartengd ferðaþjónusta á Ís- landi. Síðan hefur hver listviðburðurinn rekið annan. Það hafa verið mál- verkasýningar, ljósmyndasýningar og sýning á verkum Nínu Sæmunds- son, eins frægasta höggmyndasmiðs landsins, sem var fædd og uppalin í Fljótshlíðinni. Tónlistarviðburðir hafa verið fjölmargir, svo sem minn- ingardagskrá um Sigríði Sigurð- ardóttur og Friðrik Guðna Þórleifs- son, sem voru fastknýtt Tónlistarskóla Rangárþings. Margir þekktustu tónlistarmenn þjóðarinnar hafa heimsótt Hvolsvöll. Jónas Ingi- mundarson lék á haustdögum og eins Sigrún og Selma. Enn er von á Jónasi og þá verður Sigrún Hjálmtýsdóttir með í för. Eins hafa verið listamenn lengra að komnir svo sem frá Rúss- landi um Skagafjörð. Nú stendur yfir sýning helguð börnunum í okkur öll- um, sýning á myndum í Barna-Njálu. Menningarnefndin minntist þess mjög veglega að 200 ár eru liðin frá fæðingu Tómasar Sæmundssonar, Fjölnismannsins og prófastsins á Breiðabólstað. Ekki má heldur gleyma Töðugjöldunum á Hellu eða Kjötsúpuhátíðinni á Hvolsvelli og loks má telja héraðsvökuna á vet- urnóttum með 5 daga samfelldri dag- skrá. Af því sem hér hefur verið upptalið má sjá að mannlíf í Rangárþingi stendur í miklum blóma og sam- kennd íbúa er mikil. Íbúar svæðisins þurfa því ekki að flytja burt vegna fá- sinnis. Mannlíf í Rangárþingi Sigríður Hjartar segir frá ýmsum menningarviðburðum í Rangárþingi »… mannlíf í Rang-árþingi stendur í miklum blóma og sam- kennd íbúa er mikil. Sigríður Hjartar Höfundur er skógarbóndi í Fljótshlíð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.