Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 48
FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Klettahlíð - Hveragerði Fallegt og töluvert endurnýjað 232 fm einbýlishús ásamt 70 fm bílskúr á falleg- um útsýnistað í útjaðri byggðar. Björt stofa, borðstofa, eldhús og baðherbergi með nýlegi innréttingu. Möguleiki á fjór- um svefnherbergjum. Fallegur skáli með útgangi á stóra timburverönd. Mikil ofanbirta og góð lofthæð er í bílskúr sem er tilvalinn fyrir t.d. vinnustofu eða heildsölu. 1.068 fm lóð, ræktuð runnum og trjám. Aðeins 30 mín akstur frá Reykjavík. Verð 39,5 millj. Klausturhvammur - Hafnarfirði Fallegt og vel skipulagt 214 fm raðhús á tveimur hæðum með 30 fm innb. bílskúr. Eignin skiptist m.a. í eldhús með góðum borðkrók, tvö baðherb., flísalagt í hólf og gólf, arinstofu, setustofa með útgangi á verönd, borðstofu, 4 góð herb. og rúm- góða sjónvarpsstofu. Aukin lofthæð í stofum. Falleg ræktuð lóð með timbur- veröndum beggja vegna og skjólveggj- um. Upphituð innkeyrsla og stéttir. Hús nýlega málað að utan. Verð 52,9 millj. Hafravellir - Hafnarfirði 224 fm staðsteypt einlyft einbýlishús þ.m.t. 45 fm bílskúr. Húsið er vel skipu- lagt og skiptist m.a. í stofu, borðstofu, opið eldhús, 4 góð herb. og baðherbergi. Mikil lofthæð í húsinu eð a um 2,8 - 3,8 metrar. Gólfhiti er í húsinu og eru gólf flotuð, tilb. undir gólfefni. Lóð er grófjöfn- uð og er náttúrulegt slétt helluhraun á hluta lóðarinnar. Til afhendingar strax. Verð 45,0 millj. Mýrarás - einbýlishús á útsýnisstað 235 fm einbýlishús á einni hæð vel stað- sett á útsýnisstað innst í lokaðri götu. Eignin skiptist í forstofu, sjónvarpshol, gesta wc., stofu með arni og mikilli loft- hæð, eldhús, þvottaherbergi innaf eld- hús, 5 herbergi og baðherbergi. 943 fm ræktuð lóð með timburverönd og skjól- veggjum. Hitalagnir í stéttum. Tvöfaldur bílskúr. Stutt í skóla og þjónustu. Verð 68,0 millj. Sæbólsbraut - Kópavogi. Endaraðhús Fallegt 313 fm endaraðhús, tvær hæðir og kjallari á þessum eftirsótta stað. Rúm- góð og björt stofa/borðstofa, sólstofa með útg. á lóð, vandað eldhús, 4 rúmgóð herb. auk 3ja herbergja í kjallara. Góð lofthæð á efri hæð og svalir til suðvest- urs. Sauna í kjallara. Möguleiki er að inn- rétta 3ja herb.íbúð með sérinng. í kj. Ræktuð og gróin lóð með timburverönd, skjólveggjum og heitum potti. 23 fm bíl- skúr. Verðtilboð. Vættaborgir - parhús á útsýnisstað Glæsilegt 162 fm parhús á tveimur hæðum á frábærum útsýnisstað í lokaðri götu. Rúmgóð og björt stofa/borðsofa með arni, vandað eldhús með fallegri hvítri inn- réttingu, 3 góð herbergi, sjónvarpshol með útg. á flísalagðar svalir og flísalagt baðherb. auk gesta w.c. Gott útsýni er af báðum hæðum og aukin lofthæð á efri hæð. Falleg ræktuð lóð með timburverönd og skjólveggjum. Verð 53,7 millj. Kjarrvegur - Glæsilegt einbýlishús í Fossvogsdalnum við opið svæði Glæsilegt einbýlishús/tengihús í Foss- vogsdalnum staðsett við opið svæði, skógi vaxið með útsýni yfir Fossvogs- dalinn og til sjávar. Húsið er um 380 fm þ.m.t. 30,7 fm bílskúr, kj. og tvær hæðir, innréttað á vandaðan og smekklegan hátt og skiptist m.a. í 4 glæsilegar stofur, tvær garðstofur, eldhús með ljósum inn- réttingum, 5 góð herb. auk líkamsræktar- herb. og fataherb. og tvö baðherb. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar og granít, parket og flísar á gólfum. Suðursvalir út af efri hæð. Ræktuð lóð með fallegu holtagrjóti. Mikil timburverönd með skjólveggjum. Verðtilboð. 48 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VITASTÍGUR 10 - 101 REYKJAVÍK LAUST VERSLUNARHÚSNÆÐI ÁSAMT BYGGINGARÉTTI BORGARTÚN 29 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net REYNIR BJÖRNSSON ELÍAS HARALDSSON LÖGG. FASTEIGNASALAR Vorum að fá í einkasölu 129,4 fm húsnæði í hjarta Reykjavíkur. Hús- ið er á tveimur hæðum og var notað undir mat- sölustað. Gert er ráð fyrir að hægt sé að byggja tvær hæðir ofan á húsið ásamt því að byggja viðbyggingu á baklóð. Skv. nýjum drögum er gert ráð fyrir að stækka húsið upp í ca 270 fm með fjórum íbúðum og verslunar- húsnæði á jarðhæð. Tilboð óskast. HÚSAVÍK – GOTT ORÐSPOR – TRAUST VIÐSKIPTI Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu glæsilegt, 219 fm parhús með bílskúr, á tveimur hæðum á frábærum útsýnisstað við Kirkjubrekku 7 á Álftanesi. Eignin skiptist í for- stofu, hol, eldhús, stofu, borðstofu, gestasnyrtingu, geymslu og bílskúr. Á neðri hæð eru þrjú góð herbergi, baðherbergi, sjónvarpshol, þvottahús og geymsla. Eignin afhendist í núverandi ástandi fullbúin að utan með grófjafnaðri lóð. Að innan er að auki búið að slípa steypu í loft- um og milliveggjum. Útveggja einangrun fylgir. Öll heimtaugagjöld eru greidd. Björt og falleg eign við götu sem verður mjög flott. Mjög stutt í skóla, 2 leikskóla, sundlaug, golfvöll og verslun. Upplýsingar og teikningar á skrifstofu Hraunhamars. KIRKJUBREKKA - ÁLFTNES LAUGARDAGURINN 20. októ- ber var alþjóðlegur beinvernd- ardagur. Framtakið er þarft því beinþynning er mjög algeng á Ís- landi. Í tilefni dagsins var boðið upp á skyr- tertu og greinar skrif- aðar í dagblöð. Aðal- áhersla greinanna var forvarnir; ágæti hreyf- ingar, neysla kalks úr mjólkurvörum og D- vítamíns úr fisk- afurðum. Lítið var skrifað um beinþéttn- imælingar en nefnt að áhugasamir geti feng- ið beinþéttnimælingu á LSH og að Beinvernd, félagssamtök áhuga- fólks um beinþynningu, láni bein- þéttnimæla. Allt er þetta satt og rétt en dug- ar skammt til að draga úr þeim heilsuvanda sem beinþynning er og hjálpar ekki þeim þúsundum Ís- lendinga sem nú þegar eru með sjúkdóminn. Samkvæmt skilgreiningu Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, telst sá vera með beinþynn- ingu sem hefur brotnað við óveru- legan áverka, eða mælist með bein- þéttni lægri en tvö og hálft staðalfrávik frá meðalbeinþéttni fólks á „besta aldri“. Beinþéttni breytist með aldri. Við fæðingu er lítið kalk í beinum og þau mjúk. Með vexti eykst kalkinnihald bein- anna og þau styrkjast. Kalk og D- vítamín er því nauðsynlegt börnum, annars fá þau sjúkdóm er nefnist beinkröm. D-vítamín er einnig nauðsynlegt alla ævina, m.a. vegna beinanna. Um tvítugt eru beinin fullþroskuð, en örlítið bætist við kalkinnihald þeirra og þar með þéttni og styrk til þrítugs. Ef fólk er heilbrigt hald- ast beinin óbreytt næstu 10-15 árin en eftir það minnkar kalkinnihaldið, innra stoðkerfi þeirra hrörn- ar og þau verða brot- hættari. Þessar breytingar gerast hratt hjá konum við tíðahvöf en halda síðan áfram með svipuðum hraða hjá báðum kynjum. Þessar breytingar á gerð og efnasamsetn- ingu beina eru eðlilegar og ekki sjúkdómur, en ýmislegt getur vald- ið sjúklegri beinþynningu og því að beinin hrörna hraðar en eðlilegt er. Slíkt getur verið arfgengt, verið tengt sjúkdómum eða vegna lyfja, reykinga o.fl. Beinþynning er einkennalaus þar til beinin brotna en afleiðingar þessa sjúkdóms eru ótímabær brot svo sem samfallsbrot í hrygg og mjaðmabrot. Brotin eru sársauka- full, geta dregið fólk til dauða og eru oft sá atburður sem veldur því að aldraðir missa getuna til að ann- ast sig sjálfir, glata sjálfstæði sínu og heilsu og verða upp á aðra komnir. Áróður Beinverndar er eflaust vel meintur og það er gott að hvetja fólk til hollra lífshátta. Það hefur hins vegar ekki verið sýnt fram á að þessi áróður fækki brot- um. Jafnvel þótt svo væri gætu lið- ið 4-7 áratugir þar til árangur næst. Áróðurinn getur misskilist og gagnast ekki einn og sér þeim sem þegar eru komnir með beinþynn- ingu. Í starfi mínu hef ég oft hitt fólk með beinþynningu sem telur að allt sé í góðu lagi vegna þess að það drekkur mjólk og tekur lýsi. Því fer hins vegar fjarri að svo sé. Hvað er til ráða. 1. Skiplögð leit. Ef beinþéttni er mæld hjá fólki í áhættuhópum má fækka brotum. Þar með verður heilsa fólks betri og kostnaður þjóðfélagsins minni. Í áhættu eru m.a. þeir sem hafa brotnað án verulegs áverka, konur eldri en 65 ára og þær sem eiga systur eða móður sem hefur brotnað. Einnig reykingafólk og fólk með sjúkdóma eða á lyfjum sem valdið geta bein- þynningu. Mat á beinþéttni á að vera hluti af heilsuvernd og heim- ilslæknar mega margir taka betur á þessu vandamáli. Sama gildir um ýmsa aðra sérfræðilækna sem með- höndla fólk eftir brot eða með lyfj- um sem geta valdið beinþynningu. 2. Mæla skal beinþéttni með við- urkenndum aðferðum. Besta að- ferðin til að mæla beinþéttni í hrygg og mjöðm er svokölluð DXA- mæling. Slíka mælingu er einungis hægt að fá á LSH, en mætti vera víðar. Þetta er einföld, fljótleg og hættulaus rannsókn en miklu máli skiptir að hún sé gerð á réttan hátt og niðurstöðurnar túlkaðar af lækni sem hefur fengið til þess þjálfun. Eðlilegt er líka að sam- ræmis sé gætt við aðrar lækn- ingarannsóknir og að þessi rann- sókn sé annaðhvort gerð sem hluti af kerfisbundinni skimun eða að beiðni læknis. Eðlilegt er því að Tryggingastofnun ríkisins greiði fyrir hana að hluta eins og aðrar rannsóknir, en slíkt er ekki gert nú. Aðrar aðferðir og tæki til bein- þéttnimælinga, s.s. þau tæki sem Beinvernd notar og lánar, gefa ekki áreiðanlega mælingu á beinþéttni þeirra sem eru í áhættu og mæla ekki breytingu á beinþéttni af völd- um meðferðar. 3. Meðhöndla skal beinþynningu á réttan hátt. Margs konar lyf auka beinþéttni og styrk beina og draga þar með úr líkum á brotum. Sum þeirra minnka einnig verki í bein- um. Hreyfing, kalk og D-vítamín eru alltaf hluti af meðferðinni en eru svo til aldrei nægileg ein og sér. Meta þarf árangur meðferð- arinnar með annarri beinþéttn- imælingu eftir 1-3 ár. Meðferðin tekur oftast nokkur ár en er sjaldnast ævilöng. Margt má laga á Íslandi til að vel sé staðið að forvörnum og með- ferð á beinþynningu. Læknar og stjórnvöld mega bæta vinnubrögð sín og Beinvernd ætti að gera meira en að tala um hreyfingu, kalk og lýsi ef tilgangurinn er að fækka brotum. Ég trúi að öllum gangi gott eitt til en skorti leiðsögn og þekkingu til að taka betur á þessum heilbrigðisvanda. Beinvernd, vel meint en villandi Jón Atli Árnason fjallar um ráð gegn beinþynningu » Áróður Beinverndarfyrir aukinni hreyfingu og góðu mataræði er ekki nægj- anlegur til að draga úr beinþynningu. Bent er á leiðir til úrbóta. Jón Atli Árnason Höfundur er sérfæðingur í lyflækn- ingum og gigtlækningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.