Morgunblaðið - 04.11.2007, Síða 54
54 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
www.valholl.is
www.nybyggingar.is
Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00.
Þórarinn M. Friðgeirsson, lögg. fast. s: 899 1882
Atvinnuhúsnæði - atvinnuhúsnæði
Vegna mikillar sölu undanfarið óskum við eftir öllum gerðum
atvinnuhúsnæðis á skrá, hvort heldur er um að ræða sala eða leiga.
Eða vantar þig verðmat á eignina.
Sími 588 4477
Bárður
Tryggvason
sölustjóri
896 5221
Heiðar
Friðjónsson
lögg. fast.sali
693 3356
Valhöll fasteignasala hefur um árabil verið í fararbroddi í sölu og leigu
atvinnuhúsnæðis. Áralöng reynsla og fumlaus vinnubrögð. Persónuleg og
traust þjónusta. Nú er að fara í hönd líflegasti tími ársins í sölu
atvinnuhúsnæðis, því óskum við eftir öllum gerðum atvinnuhúsnæðis á skrá.
Hafið samband við sölumenn okkar og kannið hvað við getum gert fyrir þig.
Hér er um að ræða svokallaðan BYKO-reit sem er á horni Sólvallagötu og Hringbraut-
ar. Heimilt er að byggja um 8.300 fm byggingu sem getur t.d. verið blandað íbúðar-
húsnæði auk ýmis konar verslunar- og þjónustustarfsemi. Hér er um mjög áhugavert
tækifæri að ræða. Allar nánari upplýsingar gefur Þorleifur St. Guðmundsson lögggiltur
fasteignasali í síma 824-9094.
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali.
Byggingarlóð á horni Sólvallagötu og
Hringbrautar (Byko-reitur) er til sölu
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Hraunhamar kynnir sérlega fallegt raðhús á þessum vinsæla stað við Hrafnistu í
Hafnarfirði. Húsið er 59,7 fm, það er á einni hæð. Skipting eignarinnar: Forstofa,
geymsla, stofa, eldhús, baðherbergi og svefnherbergi. Þetta er falleg eign sem vert
er að skoða. Verð 23,2 millj. Húsið er fyrir 60 ára og eldri. Laust fljótlega.
NAUSTAHLEIN - GBÆ. ELDRI BORGARAR
Efstihjalli 1C – 200 Kópavogur
Opið hús í dag milli klukkan 14 og 15
Berg fasteignasala, Háaleitisbraut 58
Sími 588 5530 • Netfang: berg@berg.is
Grétar J Stephensen Löggiltur fasteigna, fyrirtækja og skipasali
Falleg og vel skipulögð 142 fm íbúð á annarri og efstu hæð með fal-
legu útsýni til Esjunnar. Íbúðin er með sér inngang og stórum suður
svölum. Á aðalhæð (103 fm) eru þrjú góð svefnherbergi, baðherbergi,
sjónvarpsstofa, stofa og borðstofa, eldhús og forstofurými. Í kjallara
(39 fm) er frábært rými sem skiptist í parketlagt svefnherbergi og stórt
parketlagt tómstundarherbergi með þvottahúsi og geymslu innaf. Um
er að ræða mjög skemmtilega eign með miklum
möguleikum. Afhending fljótlega. V. 30,9 millj.
Ingimundur tekur á móti áhugasömum
M
b
l 9
31
78
3
Bergþórugata 61
Mikið endurnýjuð 3ja herb. íbúð
Opið hús í dag frá kl. 14-16
Glæsileg 80 fm íbúð á 3. hæð í góðu steinhúsi í miðborginni, eina íbúðin
á hæðinni. Íbúðin er afar björt og mikið endurnýjuð. Ný innrétting og
tæki eru í eldhúsi, baðherbergi allt endurnýjað og raflagnir og tafla eru
nýleg. Nýtt massívt stafaparket á gólfum. Opið eldhús, samliggjandi
skiptanlegar stofur og 1 herbergi. Fallegt útsýni úr stofum að Perlunni og
að Bláfjöllum. Sameign nýlega endurnýjuð og hús nýviðgert að utan.
Verð 24,5 millj.
Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16.
Verið velkomin.
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505.
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is
Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
VINSTRIHREYFINGIN –
grænt framboð stóð á dögunum
fyrir merkilegu málþingi um lýð-
heilsu og samfélag þar sem við lit-
um til framtíðar og
veltum fyrir okkur
leiðum til að efla heil-
brigði landsmanna til
framtíðar. Á mál-
þinginu var einnig
rætt um stöðu heil-
brigðisþjónustunnar
eins og hún er nú og
ljóst að þar eru ýmis
áhyggjuefni.
Hallarekstur Land-
spítala – Háskóla-
sjúkrahúss nemur um
einum og hálfum
milljarði í ár og
skuldar spítalinn birgjum sínum
óheyrilegar fjárhæðir. Ekki liggja
fyrir hugmyndir stjórnvalda um
hvernig á að rétta þennan halla af.
Vafalaust eru ýmsar leiðir til að
endurskipuleggja starfsemi sjúkra-
hússins til að ná fram sparnaði en
stærstur hluti hallans á sér rök-
réttar skýringar. Hærri með-
alaldur skapar aukna þörf á heil-
brigðisþjónustu, tækniframfarir í
heilbrigðisþjónustu skapa betri
þjónustu en líka aukinn kostnað,
ný lyf á markaði veita fjölda sjúk-
linga betra líf en skapa líka aukinn
kostnað. Hallinn sýnir
okkur því fyrst og
fremst að við gerum
auknar kröfur um
betri þjónustu en
stjórnvöld hafa ekki
gert ráð fyrir því að
mæta þessum kröfum.
Þannig er mál með
vexti að þó að halli
Landspítalans sé einn
og hálfur milljarður á
þessu ári er lagt til í
fjárlögum að hann fái
helming þeirrar fjár-
hæðar í hækkun á
rekstri á næsta ári og vandséð
hvernig spítalinn eigi þá að geta
veitt óskerta þjónustu.
Rekstrarhalli LSH snýst ekki
aðeins – og kannski síst – um
krónur og aura. Umræða um heil-
brigðismál er því marki brennd að
hún er fyrst og fremst umræða um
fólk. Það er reynsla mín þegar
heilbrigðismál eru rædd í pólitísku
samhengi að fólk segir sögur um
sjúkdóma sína og reynslu sína af
heilbrigðisþjónustunni. Sumum
þykir þetta leiðinlegt og vilja ekki
hlusta á slíkar reynslusögur en ég
tel einmitt að þetta samsafn af
reynslu fólks, karla og kvenna,
barna, gamalmenna, fólks með
ólíka sjúkdóma, mismunandi bak-
grunn og ólíkar væntingar til heil-
brigðisþjónustunnar, sé kjarni
pólitískrar umræðu um heilbrigð-
ismál því fyrst og fremst snýst
heilbrigðisþjónustan um að hjálpa
fólki, lækna fólk og stuðla að betri
heilsu. Það er sá árangur sem við
Mörg úrlausnarefni
í heilbrigðismálum
Katrín Jakobsdóttir fjallar
um hallareksturinn í heilbrigð-
iskerfinu
» Svona spurningargeta ekki aðeins
snúist um fjármuni
heldur einnig siðferði:
Getur efnað þjóðfélag
eins og okkar neitað
fólki um slík lífsgæði?
Katrín Jakobsdóttir
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111