Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 61
og Fríðu lá sterkur strengur sem aldrei slitnaði, ofinn á björtum bernskuárum. Það reyndi oft á hann þau ár sem nú fóru í hönd. Við fráfall Kaju missti Sammi kjölfestuna í lífi sínu. Allt varð erfiðara fyrir við- kvæma sál, og sem fyrr slógu hjörtu þeirra Nolla sjaldan í takt. Sammi vildi svo gjarnan gera pabba til geðs en tókst það einhvern veginn aldrei sem skyldi. Það skildi eftir sár sem seint vildu gróa. Þá verður lífið erfitt og menn leita huggunar þar sem síst skyldi. Og enn varð óhamingjunni allt að vopni. Tíu árum eftir dauða Kaju var Nolli einnig liðið lík. Eftir það varð engu breytt, ekkert lag- fært, engum gert til geðs. Það var líka erfitt. Mannkostir Samma, dugnaður og ljúfmennska nutu sín á góðu tímabil- unum í lífi hans. En veginum hallaði, fótfestan var léleg, skriðið of mikið. Að lokum varð engu breytt. Þessi yndislegi frændi minn valdi sér leið sem enginn gat fylgt honum á. Fríða og Þórir stóðu með honum meðan stætt var, studdu hann og elskuðu, vonuðu og báðu meðan einhver von var, og til þeirra ásamt Fríðu ömmu leitaði hann þegar élin voru sem dimmust og eins þegar upp stytti. Nú er hann horfinn á braut til ei- lífðarlandsins. Vonandi er gæfunni ekki jafnmisskipt þar og á okkar tilverusviði. Ég vil trúa því að Kaja frænka mín hafi tekið drenginn sinn í faðm sér og að Nolli elski hann nú á hans eigin forsendum. Því hann Sammi frændi minn var góður drengur. Ég ætla að minnast hans bjarts og brosandi með brúnu augun sín á vori lífsins. Guðfinna Ragnarsdóttir. Það var þriðjudagsmorguninn 11. september að ég fékk hringingu og mér var tjáð að Sammi vinur minn hefði látist í bílslysi. Slysið átti sér stað nærri heimili hans í Danmörku, þar sem hann hafði verið búsettur síðustu 11 árin. Fréttin um lát Samma tók verulega á mig og minn- ingarnar streymdu fram í hugann, um allt sem við brölluðum saman frá því við kynntumst í kringum ferm- ingu. En eftir stendur að horfinn er á braut einn minn albesti vinur. Á milli okkar ríkti alltaf gagnkvæmt traust og aldrei varð okkur sundurorða. Það er með söknuði að ég kveð þig, kæri vinur. Guð blessi þig og varðveiti. Björn Sæbjörnsson. Kveðja frá Danmörku Hér í Danmörku hafði vinátta Samúels mikla þýðingu fyrir mig og fjölskyldu mína. Það var mikið ör- yggi fyrir okkur að hafa hann á sveitabænum okkar og hann var allt- af boðinn og búinn að rétta okkur hjálparhönd þegar þurfti. Á jólum, páskum og afmælum var Samúel alltaf með okkur og við glöddumst yfir samverunni við hann. Hann var sérstaklega góður syni mínum Jesper en hann hefur talað mikið um Samúel frá því að hann dó. Nú þegar veturinn og myrkrið leggst yfir söknum við Samúels mik- ið og viljum að fjölskylda hans á Ís- landi viti hvað hann var okkur kær. Ég sendi mínar hlýjustu kveðjur til fjölskyldu Samúels. Takk fyrir allt, Samúel. Þinn vinur Helge. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 61 ✝ Systir AnnePauline (skírn- arnafn: Magdalena Schnase) fæddist í Flötenstein, þorpi í Vestur-Prússlandi 17. febrúar 1911. Hún lést á heimili St. Jósefssystra, Strandvejen 91 í Kaupmannahöfn, 24. okt. síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjón- in: María Schnase, fædd Selke og Jo- hann Schnase. Hún átti níu systkini, sem öll eru látin. Með- al þeirra var systir Lioba, sem um árabil var príorinna við St. Jósefsspítalann og skólastjóri barnaskóla St. Jósefssystra í Hafnarfirði. Systir Anna gekk í St. Jós- efsregluna 17 ára að aldri. Lauk hjúkrunarnámi við St. Jósefsspítalann í Kaupmannahöfn 1934, og starfaði á honum fram á árið 1935. Síðan á spít- ala systranna í Randers til 1936, en kom þá til Ís- lands. Starfaði við hjúkrun á Landa- kotsspítala til 1979 eða í 43 ár. Eftir starfslok dvaldist systir Anna á heimili St. Jós- efssystra við Holtsbúð í Garða- bæ uns hún fluttist til Danmerk- ur á miðju ári 1998. Systur Anne Pauline var sungin sálumessa í Immaculata- kirkju í Kaupmannahöfn þriðju- daginn 30. október. Aldrei verður fullþakkað hið merka framtak og frumkvæði St. Jósefssystra í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Með byggingu fyrsta almenningssjúkrahússins, Landa- kotsspítala, árið 1902 og St. Jós- efsspítalans í Hafnarfirði 1926 bætti St. Jósefsreglan úr brýnni þörf fyrir sjúkrahús og aðstöðu hér á landi til hjúkrunar. Hvatinn að þessu stórátaki var viljinn til að veita hinum sjúku kærleiksríka þjónustu með kristinn anda að leiðarljósi. Á þetta er minnt, þegar nú er látin 96 ára að aldri systir Anna, sem hvað lengstan starfsferil átti við hjúkrun á Landakotsspítala, eða í 43 ár, lengst sem deildar- hjúkrunarkona. En margir sjúk- lingar og aðrir eiga góðar minn- ingar um systur Önnu, sem með nærgætni, góðvild og hlýju lagði sig fram með óeigingjörnu starfi við að sinna þeim sjúku. Hún lifði fyrir það að líkna öðrum. Vinnudagur systranna var lang- ur og strangur. Eftir bænastund snemma morguns hófu þær störfin á spítalanum fyrir kl. 7 og unnu yfirleitt til kl. 8 á kvöldin. Og hver systir hafði oftast störf sem marg- ir sinna í dag, enda mikil hagsýni í öllum rekstri spítalans. Ég átti því láni að fagna að kynnast vel systur Önnu og henn- ar miklu mannkostum, en hún var móðursystir eiginkonu minnar. Varð á milli okkar einlæg og traust vinátta. Öll bréfin frá henni eftir að hún fluttist til Kaup- mannahafnar á heimili St. Jósefs- systra í júlí 1998 eru mér dýr- mætur sjóður. En allt fram á þetta ár skrifaði hún bréfin sín með eig- in rithönd. Systir Anna var aðeins 17 ára er hún gekk í St. Jósefsregluna, og kvað það hafa verið sína mestu lífsins gæfu. Og af trúmennsku fylgdi hún alla tíð því hlutskipti að helga líf sitt þeirri köllun að lifa fyrir Guð og sýna í verki fátækt og hljóðláta undirgefni í kærleiksríkri þjónustu við náungann. Systir Anna var mjög þakklát fyrir árin hér á landi eins og fram kemur í eftirfarandi þakkarorðum hennar í Morgunblaðinu eftir 90 ára afmæli hennar: „Það er mér mikil gleði að hafa mátt sinna sjúklingum á Íslandi í rúma fjóra áratugi og eignast vináttu margra Íslendinga og fengið að njóta í 63 ár fegurðar landsins. Mun ég ætíð í bænum mínum minnast ykkar, kæru vinir, með þakklátum hug“. Með bæn og einlægri þökk fyrir vináttu og göfug líknarstörf er systir Anna kvödd. Guð blessi minningu hennar. Árni Gunnlaugsson. Systir Anne Pauline Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elsku- legrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, GÍSLÍNU TORFADÓTTUR, Silfurtúni 14B, Garði. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunar- fólki á Landspítalanum við Hringbraut fyrir góða umönnun og hlýju. Ágúst F. Friðgeirsson, Torfi Gunnþórsson, Fjóla Svavarsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs bróður okkar, mágs og frænda, KARLS ÚLFARSSONAR frá Seyðisfirði, Grandavegi 47, Reykjavík. Guðrún Eva Úlfarsdóttir, Ágústa Ú. Edwald, Jón O. Edwald, Steindór Úlfarsson, Sigríður Jóna Jónsdóttir, Margrét A. Úlfarsdóttir, Guðbjartur I. Gunnarsson, Emelía D. Petersen, Vagner Petersen og frændsystkini. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og lang- afa, PÉTURS ÞORGRÍMS KRISTJÁNSSONAR. Gunnur Samúelsdóttir, Pétur Pétursson, Sigríður Lovísa Sigurðardóttir, Ragnar Örn Pétursson, Sigríður Sigurðardóttir, Ólafur Bjarni Pétursson, Lára Ólafsdóttir, Gunnar Pétursson, Ragnheiður Regína Hansen, Samúel Bjarki Pétursson, Júlía Rós Júlíusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, KRISTINS R. SIGURJÓNSSONAR, Ásbraut 7, Kópavogi. Ragna Halldórsdóttir, Steinunn Kaldal Kristinsdóttir, Reidar J. Kolsöe, Halldór Kristinsson, Fríða S. Kristinsdóttir, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Guðbjörg K. Kristinsdóttir, Ingólfur Ragnar Ingólfsson, Kristinn R. Sigurbergsson, Helga Guðrún Jónasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýnt hafa samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru LILJU GUÐRÚNAR HANNESDÓTTUR, Skúlagötu 20, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítala, Landakoti. Systkin, fóstursystkin og aðrir vandamenn. ✝ Við þökkum af alhug hlýju og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru dóttur, systur og barnabarns. KRISTÍNAR ÖRNU ARNARDÓTTUR. Sérstakar þakkir til sr. Hjálmars Jónssonar. Kristín Gunnarsdóttir, Örn Ármann Sigurðsson, Wim Van der Aa, Benedikt Ármann Arnarson, Theodór Fannar Benediktsson, Jónína G. Arnardóttir, Jacob Ohayon, Daníel og Karen Lilja Ohayon, Guðrún Lilja Halldórsdóttir. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GRÓA JÓHANNA SALVARSDÓTTIR, Flókagötu 12, sem lést á líknardeildinni á Landakoti laugardaginn 27. október, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 5. nóvember kl. 15.00. Aðalheiður Auðunsdóttir, Guðmundur Lárusson, Hákon Örn Halldórsson, Pálfríður Benjamínsdóttir, Ragnar Jóhann Halldórsson, Karen Q. Halldórsson, Björn Halldórsson, Árnína Sumarliðadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.