Morgunblaðið - 04.11.2007, Síða 70

Morgunblaðið - 04.11.2007, Síða 70
Hinn bláa ég fokking meina það dauða- drykk/ dreypti á honum af þínum eitruðu vörum… 73 » reykjavíkreykjavík SOMETIME er hugarfóstur Daníels Þor- steinssonar, sem er best þekktur sem trommari Maus, en sveitin varð til fyrir ríf- lega tveimur árum fyrir hálfgerða slysni. „Ég var í partíi þar sem DJ Dice var líka og vinur hans, víst geðveikur Maus- aðdáandi, vildi endilega að ég settist á bak við trommusett sem þarna var og sýndi list- ir mínar. Ég fór að tromma og Dice fór að skratsa. Þá fór bara eitthvað að gerast. Curver kom svo þarna að og datt inn í stemninguna með okkur.“ Ímynd Bandið varð svo fullmótað er Danni hitti söngkonuna Rósu Birgittu Ísfeld, eða Diva de la Rosa, á fylliríi á Sirkus og taldi hana á að koma á æfingu. Eftir nokkuð stöðugt tónleikahald síðustu misseri er loks hægt að nálgast hljómlist sveitarinnar á plötu, en hin skrýtilega nefnda Supercalifragil- isticexpialidocious dregur nafn sitt af lagi í myndinni Mary Poppins. „Rósa semur allar sönglínurnar en ég sem alla tónlistina undir,“ segir Danni. „Ég spila þetta á hljómborð og er ég orðinn nokkuð leikinn á nóturnar, þó ég geti seint farið að spila dinner. Curver og Dice setja svo sinn snúning á þetta. Ég á í dálitlum erfiðleikum með að lýsa tónlistinni, utan að David Lynch er mikið átrúnaðargoð hjá okkur öllum. Við höfum frá upphafi lagt áherslu á að hafa ímyndarvinnuna góða og reynum að búa til dálítið sérstakt andrúms- loft í kringum þetta. Rósa setur svona djassdívuáferð á þetta og þess má geta að ég spilaði hina stórkostlegu plötu Silent Shout með The Knife algerlega á gat þegar hún kom út og áhrif þaðan síuðust inn í lagasmíðarnar.“ Eigið plötufyrirtæki Danni segir að það hafi verið þrælerfitt að taka plötuna upp, ferlið hafi verið langt og strangt, og mestöll ábyrgðin hafi verið á hans herðum. „Í Maus deildum við með okkur ábyrgð- inni en núna var þetta að mestu bara ég sem keyrði þetta áfram. Það var siglt í gegnum erfiða strauma stundum en þetta hafðist. Og ég er skrambi ánægður með hvernig til tókst. Við gerðum mikið af því í upphafi að djamma saman á æfingum en svo var bara á einum tímapunkti orðið tímabært að berja þetta saman í lög. Platan kemur út á merkinu mínu, Itsuka, en Smekkleysa dreifir fyrir okkur. Það er ekk- ert vit í öðru lengur en gefa þetta bara út sjálfur.“ Brenndur Á plötunni er svo leynigestur, Justin Li- quid Anderson, og leggur hann til rödd í laginu „Signals in the Sky“. Justin leiddi eitt sinn bresku sveitina Freaky Realistic sem sótti landið heim í boði Kidda kanínu árið 1993. Lék þá á tónleikum í Valsheim- ilinu ásamt Bubbleflies en lag sveitarinnar, „Koochie Ryder“ varð harla vinsælt hér á landi. „Já, ég fór á þessa tónleika á sínum tíma,“ segir Danni. „Og hitti bandið bak- sviðs. Við Justin tókum tal saman og við höfum verið í góðu sambandi æ síðan. En karlgreyið, hann er nokkuð brenndur eftir þetta Freaky Realistic-ævintýri en sveitin beið allsvakalegt skipbrot og varðilla úti í samskiptum sínum við plötufyrirtækið sitt. En … Justin er kúl!“ Hljómleikaferð til útlanda Tveir meðlimir eru nú hættir í Sometime, en Curver býr nú í New York og getur því ekki sinnt sveitinni sem skyldi og DJ Dice er farinn að einbeita sér að föðurhlutverk- inu. Í þeirra stað eru komnir þeir Oculus og DJ Moonshine. „Þeir Oculus og Moonshine eru þegar farnir að setja sína áferð á Sometime,“ seg- ir Danni. „Ég fagna því. Tónlistin er að þróast og þroskast með tilkomu þeirra og það eru spennandi tímar framundan. Við erum þá aðeins farin að spila erlendis og erum tiltölulega nýkomin frá Póllandi. Svo reynir maður að sjoppa eitthvað með plöt- una úti. En það er allt opið hjá okkur … og þannig á það að vera.“ Sometime Curver Danni Rósa DJ Dice Supercalifragilisticexpialidocious Spilverk Tónleikar Sometime eru mikið sjónar- og eyrnaspil og tónlistin er í raun unnin á staðnum með hjálp upptökutækja og hljóðsmala sem endurvarpa lifandi flutninginn. Að mörgu leyti má segja að hljómsveitin Sometime sé ofur- grúppa enda skipuð tónlistarmönnum sem flestir hafa gert garðinn frægan með öðrum sveitum eða einir síns lið. Hljóm- sveitarbrot úr Maus, Quarashi og Curver renna saman í enda- laust partí sem kallast Sometime og þar er rafpoppið allsráð- andi. Arnar Eggert Thoroddsen spjallaði við forsprakkann, Daníel Þorsteinsson um sveitina og nýju plötuna. www.myspace.com/sometimegroup arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.