Morgunblaðið - 04.11.2007, Síða 71

Morgunblaðið - 04.11.2007, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 71 AÐDÁENDUR Sigtisins hafa ástæðu til að kætast því Skjárinn hef- ur gefið út þrjá nýja geisladiska með framhaldsþáttunum Sigtið án Frí- manns Gunnarssonar. Þeir eru átta talsins og fylla tvo diska en sá þriðji er með margvíslegu aukaefni. Upp- haflega voru þættirnir sýndir á Skjánum á sl. vetri og fljótlega hillir undir nýtt efni með þremenning- unum, en það er allt önnur saga. Líkt og nafnið bendir til hefur forminu verið lítillega breytt, Frí- mann (Gunnar Hansson), er ekki lengur þáttastjórnandi Sigtisins, hann gefur þá frá sér í hálfgerðu brí- aríi í hendurnar á Páli Bjarna (Frið- rik Friðriksson), þegar hann sér ný sóknarfæri á ritvellinum. Þó Sigtið eigi ekki langa sögu að baki, eru umskiptin af því góða, en Frímann er vitaskuld fremstur í flokki líkt og fyrri daginn og snúast þættirnir mestmegnis í kringum furðufuglinn sem Gunnar er búinn að móta og stimpla inn í þjóðarsálina. Kjaftaskurinn slær um sig með slitn- um frösum, tilvitnunum í Möggu Thatcher, Churchill og fleiri átrún- aðargoð fyrirbrigðisins. „Ég er Jack of all trades, master of none,“ mætti hann gjarnan bæta við. Hann hefur skoðanir á öllum hlutum, helst þeim sem hann hefur ekki hundsvit á, veður yfir allt og alla, ómótstæðilegur að eigin áliti, sannkallaður bakverkur í augum flestra annarra. Frímann kemur víða við, þættirnir átta gerast í ólíku umhverfi, taka á mis- munandi málum þó persóna hans sé jafnan fyrirferðarmikil í brennidepl- inum. Í Vitanum missir Frímann af þáttastjórninni þegar hann sest að á af- skekktum vita til að skrifa ódauðlegar bókmenntir, sem hann veiðir reyndar upp úr vitaverðinum. Í öðrum svindlar „sjónvarpsstjarnan“ sig inn í æðstu menntastofnun landsins til að halda fyrirlestra í fjölmiðlafræði. Fyrir slysni tekst Frímanni að pota leikriti langleiðina á leikhúsfjalirnar áður en það er blásið af. Í Sambandinu berst okkar maður við að þvo af sér hommastimpil sem loðir við hann. Þannig má lengi telja. Frímanni er sem fyrr ekkert óvið- komandi, og fara þremenningarnir vítt um þjóðmálaumræðuna til að ná í sigtið vel þekktum meinlokum land- ans, sýndarmennsku, listasnobbi, til- gerð, fordómum og öðru slíku ágæti sem er hampað í umræðunni. Sigtis-mönnum bregst sjaldan bogalistin, Frímann er skotheldur orðinn, andstyggilegt skoffín sem fer innilega í taugarnar á manni og Gunn- ar túlkar svo einlæglega vil ég segja, að maður kaupir hann fullskapaðan. Líkt og fleiri af hans sauðahúsi (Georg á Næturvaktinni er sá yngsti í hópn- um), er Frímann samansettur úr fjölda leiðindaskarfa, sumir þekkjast í gegnum sjálfumglatt yfirbragðið, nett ýktir að vísu. Friðrik og Halldór skjóta upp koll- inum undir ýmsum kringumstæðum í ólíklegustu hlutverkum og eru þætt- irnir fínn vettvangur fyrir litríka hæfi- leika beggja. Fyndinn og þéttur hópur aukaleikara kemur við sögu, nokkrir þeirra, líkt og Helga Braga, koma tals- vert við sögu, aðrir minna. Margir okkar bestu gamanleikara og nokkrir minna þekktir, einn þeirra síð- arnefndu, Birgir Ísleifur Gunnarsson, alnafni og barnabarn seðlabankastjór- ans, stelur gjörsamlega senunni í háðskasta þættinum, Listalestin, og ánægjulegt til þess að vita að við eig- um eftir að sjá meira af þeim for- vitnilega karakter í framtíðinni. Þættirnir Sigtið án Frímanns, eru sem fyrr mjög vel úr garði gerðir, leik- stjórn og tæknivinna vandvirknisleg og innihaldið háðskt, fyndið og vits- munalegt á sinn eigin hátt. Fundvíst á snögga bletti í samfélaginu, ég upplifði þá að vísu ekki jafnferska og fyrri röð- ina, ein ástæðan er vafalaust sú að ég horfði á alla þættina og disk með bráð- fyndnu aukaefni, í belg og biðu. Ég bíð því bjartsýnn eftir meiru, e.t.v. aðeins öðruvísi framsettu skemmtiefni, frá þessum sérstæðu gleðigjöfum. Frímann er samur við sig MYNDDISKAR Íslensk gamanþáttaröð Leikstjórn: Ragnar Hansson. Handrit og aðalleikendur: Friðrik Friðriksson, Gunn- ar Hansson og Halldór Gylfason. Auk þess koma fram Helga Braga Jónsdóttir, Álfrún Örnólfsdóttir, o.fl. Tökumaður: Árni Filippusson. Tónlist: Birgir Ísleifur Gunn- arsson. 3 geisladiskar. Sýningartími 8 x 30 mín. Aukaefni ca: 30 mín. Styrkt af Kvikmyndastöð Íslands. Sýndir á Skján- um í nóv., des. 2006 og jan. 2007. Skjár- inn. 2007. Sigtið án Frímanns Gunnarssonar  Sæbjörn Valdimarsson Háðskt „Þættirnir Sigtið án Frímanns, er sem fyrr mjög vel úr garði gerð- ir, leikstjórn og tæknivinna vandvirknisleg og innihaldið háðskt, fyndið og vitsmunalegt á sinn eigin hátt,“ segir m.a. í dómi um Sigtið án Frímanns. LAST Rituals, ensk þýðing á Þriðja tákninu, skáldsögu Yrsu Sigurð- ardóttur, fær jákvæðan dóm hjá gagnrýnanda Wall Street Journal. Gagnrýnin birtist í fyrradag. Þar segir að Þriðja táknið haldi athygli „jafnvel útkeyrðra lesenda“ og að framvindan sé hröð. Gagnrýnandinn, Brad Leithauser, segir Ísland það land sem sé líklega í mestu uppáhaldi hjá honum. Hann hafi sérstaklega notið þess við bók- ina hversu vel „æsingnum“ í Reyk- víkingum sé komið til skila. Allir gegni tveimur störfum og þar sé partíhald fram eftir öllu. Lof Yrsa Sigurðardóttir fær víða já- kvæða dóma um Þriðja táknið. Ánægður með Yrsu SVO virðist sem frægðarsól Britney Spears sé ekki endanlega kulnuð. Nýjasta breiðskífa hennar, Black- out, sem þýða mætti bæði sem Myrkvun og Drykkjudauða, hefur selst betur en menn þorðu að vona. Stefnir í að allt að 350.000 eintök seljist fyrstu söluvikuna í Bandaríkj- unum. Zomba plötufyrirtækið, sem heyrir undir Jive Records sem gefur út plötuna, gerði ráð fyrir því að í mesta lagi 300.000 plötur myndu seljast. Seinasta breiðskífa Spears, In the Zone, seldist í 2.960.000 ein- tökum, en hún kom út fyrir fjórum árum. Áfram Britney! Reuters Áfram, stelpa! Britney Spears tek- ur lagið í september síðastliðnum. Britney enn vinsæl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.