Morgunblaðið - 04.11.2007, Page 73
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 73
Sami gamli Bert
í nýjum og spennandi
bókaflokki!
Bert er kominn aftur,
jafn frábær og fyndinn
og áður.
Með sér hefur hann
sína tryggu fylgisveina,
hinn síhrædda Litla-
Eirík og mikilmennsku -
brjálæðinginn Áka.
Í skólanum getur hinn
lífshættulegi Sleggi
leynst hvar sem er og
svo birtast nýjar stelpur
sem gæti verið gaman
að spá dálítið í.
LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER KL. 17
TÍBRÁ: HEIMSÓKN TIL CLÖRU SCHUMANN
Leikverk í tali og tónum. Höfundurinn
Stephanie Wendt kemur fram í
hlutverki Clöru Schumann.
Miðaverð 2.000/1.600 kr.
ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER KL. 20
TÍBRÁ: SÖNGTÓNLEIKAR - debut
BYLGJA DÍS GUNNARSDÓTTIR og
JULIA LYNCH
Miðaverð 2.000/1.600 kr.
MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER KL. 20
VINIR INDLANDS – styrktart.
Íslenskir tónlistarmenn í fremstu röð.
Miðaverð 2.000 kr.
FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER KL. 20
FAÐMUR HEILAHEILL – styrktart.
Tónleikar fyrir alla fjölskylduna.
Miðaverð 2.000/1.000 kr.
Tónlistardagskrá við kertaljós
í Fossvogskirkju
á allra heilagra messu,
sunnudaginn 4. nóvember 2007
Aðgangur er ókeypis og frjálst að koma og fara að vild.
Starfsfólk kirkjugarðanna er til leiðsagnar í
Fossvogskirkjugarði og Gufuneskirkjugarði
og friðarkerti Hjálparstarfs kirkjunnar til sölu.
14:00 Drengjakór Reykjavíkur
Stjórnandi: Friðrik S. Kristinsson
Undirleikari: Lenka Mátéová
Hugvekja, sr. María Ágústsdóttir
14:30 Kór Hjallakirkju
Stjórnandi: Jón Ólafur Sigurðsson
Hugvekja
15:00 Ragnheiður Gröndal syngur og
leikur við eigin undirleik
Hugvekja
15:30 Diljá Sigursveinsdóttir, fiðla
Guðný Einarsdóttir, orgel
Reykjavíkurprófastsdæmi og
Kirkjugarðar prófastsdæmanna
Þau voru ljós á leiðum okkar
Tónlistardagskrá í
Fossvogskirkju
T Ó N L E I K A R Á
ALLRA HEILAGRA MESSU
4. NÓVEMBER 2007 KL. 17.00
Í HALLGRÍMSKIRKJU
Requiem
Requiem
eftir
Gabriel Fauré
eftir
Ildibrando Pizzetti
Marta Guðrún Halldórsdóttir SÓPRAN
Benedikt Ingólfsson BARITÓN
Mótettukór Hallgrímskirkju
Elísabet Waage HARPA
Björn Steinar Sólbergsson ORGEL
STJÓRNANDI: Hörður Áskelsson
MIÐASALA Í HALLGRÍMSKIRKJU
VERÐ: 2.000/1.500 K R.
Sýningarnar standa til 11. nóvember og eru opnar virka daga frá kl. 11 -17
og um helgar frá kl. 13 - 16 • Gerðuberg • sími 575 7700
GERÐUBERG
www.gerduberg.is
Handverkshefð í hönnun
34 hönnuðir lista- og handverksfólk sýna verk sín
Leiðsögn á hverjum sunnudegi kl. 14
Boðið er upp á leiðsögn fyrir hópa, s. 575 7700
Úr ríki náttúrunnar
Guðmunda S. Gunnarsdóttir sýnir málverk og
myndverk úr rekaviði og steinum
Komdu að kveða í Gerðubergi!
Kvæðamannafélagið Iðunn
Kvæðalagaæfing mið. 7. nóv. kl.20 og
félagsfundur fös 9. nóv. kl.20. Sjá www.rimur.is
Vissir þú...
af góðri aðstöðu fyrir ráðstefnur, veislur,
námskeið, fundi o.fl.
Nánar á www.gerduberg.is
ÞAÐ hefur verið magnað að fylgjast
með hinu ótrúlega flugi sem meistari
Megas hefur verið á undanfarin
misseri. Plöt-
urnar tvær sem
hann hefur nú
gert með Senu-
þjófunum –
hljómsveit sem
samanstendur af
meðlimum úr Hjálmum og Guð-
mundi Péturssyni – er sannanlega
með því besta sem hann hefur gert
frá upphafi ferils. Plöturnar, Frá-
gangur og Hold er mold, voru tekn-
ar upp samtímis og eru því svipaðar
að gæðum, en ég er ekki frá því að
þessi hér standi um hálfu hænufeti
framar en fyrri platan.
Mér finnst eins og kynningar-
myndin svarthvíta af Megasi og
hljómsveit sem var dreift í sumar
segi allt um hverslags stuði Megas
er í um þessar mundir. Á henni
stendur Megas í miðið, öruggur í fasi
með hendurnar töffaralega á
mjöðmum. Hann er óvenju unglegur
á myndinni en það sem mest er um
vert: það er svo greinilegt að mað-
urinn sem þarna stendur er með
ALLT á tæru. Svipurinn á félögum
hans undirstrikar þetta, eins og þeir
viti að þeir séu partur af einhverjum
tímamótaviðburði.
Það er sama hvar er borið niður á
plötunni, hver gersemin rekur aðra.
Í hinu hypnótíska „Dáblá dauða-
rauða“ segir Megas hvasst: „Hinn
bláa ég fokking meina það dauða-
drykk/dreypti á honum af þínum
eitruðu vörum“ og textarnir hér eru
hættulegir, næsta dólgslegir. „Fífa“
er hins vegar glettinn leikur að „Fe-
ver“ Presleys og „A.C.F.“ þungbú-
inn, endurtekningarsamur bálkur.
Samspil hljóðfæraleikara og söngv-
ara er með slíkum ólíkindum, að það
minnir helst á það töfrum bundna
samband sem The Band bjó yfir.
Sleppum öllu „hann hefur aldrei
verið betri“-kjaftæði. Það sem hefur
gerst er einfaldlega að einn af hæfi-
leikaríkustu tónlistarmönnum þjóð-
arinnar rataði í þannig umhverfi að
allar þessar náttúrugáfur – snilldin –
mögnuðust upp og út runnu þessi
meistarastykki, næsta áreynslulaust
að því er virðist. Og hvílík unun er á
að hlýða …
Lista-
skáldið
góða
Arnar Eggert Thoroddsen
TÓNLIST
Megas & Senuþjófarnir
– Hold er mold
Morgunblaðið/Eggert
Snilld Náttúrugáfur Megasar mögnuðust upp og út runnu meistarastykki.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn