Morgunblaðið - 12.11.2007, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 15
ÚR VESTURHEIMI
STEINUNN Bessason, listamaður á
Gimli og elsta dóttir Haraldar
Bessasonar, teiknaði mynd á kápu
bókar hans Dagstund á Fort Garry,
sem Ormstunga gefur út. Eftirfar-
andi frásögn er úr kaflanum Winst-
on Churchill og Ólafur Thors:
„Á leið okkar Jóseps til Winnipeg
eftir orrustuna á Breiðabliki sagði
hann mér frá því að skömmu áður en
Ísland var hertekið vorið 1941 hefði
Winston Churchill hringt til sín og
viljað fela sér yfirstjórn herdeild-
arinnar sem senda átti til Íslands.
„Ég sagði Mr. Churchill að það væri
hið mesta óráð að fela Vestur-
Íslendingi slíkt embætti og neitaði
að taka það að mér, en Mr. Churchill
ætlaði ekki að gefa sig og símtalið
varð langt.“ Ég spurði einskis frek-
ar, og aldrei reyndi ég að forvitnast
neitt hjá honum um stríðsrekstur
eða hernað; vissi að bróðir Jóseps,
Stephen Thorson, féll í mannskæð-
ustu orrustu fyrri heimsstyrjaldar,
einn af milljón; ókunnugt er mér um
hvort eldri bróðir hans stóð honum
þar við hlið. Maður spurði ekki
gamla hermenn, sem staðið höfðu í
ströngu í stórorrustum, um slíka
hluti, og aldrei heyrði ég þá minnast
neitt á stórbardaga eða segja frá
þeim. Slíkt hefur verið þeim flestum
um megn. Ekki veit ég hversu oft
Jósep Thorson heimsótti Ísland, en
hann kom þar við á ferðum sínum.
Ekki spurði ég hann heldur þeirrar
klassísku spurningar hvernig hon-
um hefði fallið á Íslandi. Samt innti
ég hann eitt sinn eftir því hvaða Ís-
lendingur væri honum minnisstæð-
astur þeirra sem hann hefði kynnst
heima á ættjörðinni. Hann var fljót-
ur til svars og sagði á ensku: „Mr.
Ólafur Thors, of course.“[…]“
Af Winston Churchill
og Ólafi Thors
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
ÞAÐ má til sanns vegar færa að
enginn Íslendingur þekki „ís-
lenska“ mannlífið í Manitoba á
seinni hluta 20. aldar betur en
Haraldur Bessason prófessor, sem
nú býr með fjölskyldu sinni í To-
rontó í Kanada. Áður en hann tók
við stjórn og uppbyggingu Háskól-
ans á Akureyri stýrði hann ís-
lenskudeild Manitobaháskóla í
Winnipeg 1956 til 1987 og tók virk-
an þátt í félagslífi fólks af íslensk-
um ættum á sama tíma. Hann rifj-
aði upp atvik á þessu tímabili í
bókinni Bréf til Brands, sem kom
út 1999, og hefur nú bætt um bet-
ur með bókinni Dagstund á Fort
Garry.
Gleymdi að skrifa fundargerð
Sonur Kýrholts í Skagafirði hef-
ur marga söguna sagt og fæstar
fært til bókar. Vestra hefur hann
kynnst mörgum snillingnum eins
og til dæmis Vilhjálmi Stefánssyni
landkönnuði og Guttormi J. Gutt-
ormssyni skáldi. Bréf til Brands
segja frá mörgu þessu fólki í bland
við hugrenningar höfundar. Með
Dagstund á Fort Garry er róið á
svipuð mið.
Haraldur segir í samtali við
Morgunblaðið að fyrir ríflega hálfri
öld eða 1959 hafi hann sem forseti
Íslendingadagsnefndar stjórnað
fundi á Fort Garry-hótelinu í
Winnipeg. Auk hans sóttu fundinn
Árnesingurinn Jósep Þórarinn
Thorson frá Ásakoti í Bisk-
upstungum, fyrrverandi her-
málaráðherra Kanada og forseti
fjármálaréttarins í Ottawa í nær
þrjá áratugi, sem átti að flytja
minni Íslands á Íslendingadeginum
á Gimli, prófessor Joe eða Jóhann
Gestur Jóhannsson frá Skeggja-
stöðum í Torfustaðahreppi, gullme-
dalíumaður í stærðfræði, og lækn-
irinn Sveinn Björnsson frá
Lýtingsstöðum í Vopnafirði.
„Ég gleymdi að skrifa fund-
argerð,“ rifjar Haraldur upp
spurður um tildrög bókarinnar.
„Sem formaður Íslendingadags-
nefndar bar mér að skrifa grein-
argerð um fundinn en það var ekki
hægt. Fundurinn var svo langur,
menn töluðu svo mikið og sögðu
aðallega sögur. Ég fékk ákúrur frá
meðnefndarmönnum mínum fyrir
að hafa látið undir höfuð leggjast
að færa rétta fundargerð. Þeir
voru nákvæmir með þetta í Íslend-
ingadagsnefnd, en ég gaf bara
munnlega skýrslu. Fyrir um einu
og hálfu ári eða svo rifjaðist þetta
upp fyrir mér og ég ætlaði að
skrifa smáútdrátt en svo lengdist
þetta og varð að bók.“
Í bókinni kemur Haraldur víða
við í 39 svipmyndum eða eins og
segir á bókarkápu: „Margt bar á
góma og í bókinni er svipmyndum
fengin þessi dagstund til umráða.
Sú stund teygir sig engu að síður
yfir nokkra áratugi; má því ætla að
tímarammi styðji þar ekki í einu
og öllu rökrænt samhengi. Frá
fundinum enduróma frásagnir af
samskiptum íslenskra landnáms-
manna við indíána og Úkra-
ínumenn og hugleiðingar um Kens-
ington-steininn og goðsagnir og
margt fleira.“
Dagstundin nær eiginlega yfir
nokkrar aldir, eins og Haraldur
orðar það, og lýkur ekki fyrr en
með dauða Jóseps Thorsonar 1978
en hinir tveir fóru á undan honum.
Sögur
Fundurinn 1959 gekk vel fyrir
sig, eins og fundir Íslendingadags-
nefndar almennt, þó úr honum hafi
teygst, og Haraldur ber fund-
armönnum góða söguna. „Þetta
voru allt fornvinir,“ segir hann.
„Ég var nýkominn frá Íslandi til
þess að gera og var því mjög feim-
inn. Ég hafði aldrei hitt þennan
fræga mann Jósep Thorson og tók
því prófessor Joe og doktor Svein
með mér á fundinn. Þeir fengu sér
ölglas, urðu mjög hressir, ákaflega
hressir, og sögðu sögur endalaust
alveg til kvölds.“
Fundargerð prófessorsins varð að bók
Haraldur Bessason, forseti Íslendingadagsnefndar 1959, rifjar upp svipmyndir frá Manitoba
Dagstund á Fort Garry-hótelinu í Winnipeg varð að flakki í tíma og rúmi álfa á milli í aldir
Öflugur Helgi Ágústsson sendiherra afhenti Haraldi Bessasyni skrautrit-
aða drápu eftir Halldór Blöndal, þáverandi forseta Alþingis, á 70 ára af-
mæli hans 2001, um tveimur árum eftir að bókin Bréf til Brands kom út.
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
FYRIR skömmu var afhjúpaður minnisvarði á Gimli um Íslendinga sem féllu
í stóru bólunni í Nýja-Íslandi. Á meðal um 100 viðstaddra voru Tammy Ax-
elsson, bæjarstjóri á Gimli, James Bezan, þingmaður íhaldsmanna á Kan-
adaþingi fyrir Gimli og nágrenni, Peter Bjornson, menntamálaráðherra
Manitoba, Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Jón Björns-
son, eiginmaður hennar, og Atli Ásmundsson, aðalræðismaður í Winnipeg.
Ljósmynd/Grétar Axelsson
Minnisvarði afhjúpaður