Morgunblaðið - 13.11.2007, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
RANNSÓKNIR sem gerðar hafa verið víða
í heiminum á undanförnum árum benda til
þess að höfuðlús verði ónæm gegn þeim
lúsasjampó-tegundum sem mest eru not-
aðar hverju sinni í baráttunni við þennan
óvelkomna höfuðgest. Ása Atladóttir, hjúkr-
unarfræðingur og verkefnastjóri hjá land-
læknisembættinu, segir að ekki sé ástæða
til að ætla að málum sé öðruvísi háttað hér-
lendis.
Í ár virðist algengi lúsar í meðallagi, en
skólaárið 2005-2006 kom toppur sem ekki
hefur verið útskýrður. „Árið 2005 kom heil-
mikill toppur, sem við sáum í gegnum
skráningu skólahjúkrunarfræðinga,“ segir
Ása, en þá voru hátt í 6.000 tilfelli greind í
skólum landsins. Október er sá mánuður
ársins sem mest virðist vera um lús.
Kamburinn besta tólið
Ása segir að undanfarin 2-3 ár hafi verið
mælt með, sem meðferð við höfuðlús, að
nota alkóhóllausn malathions (Prioderm).
Nú er komið nýtt efni á markað, Hedrin, og
aðspurð segir Ása að það virðist hafa gefið
góða raun í þeim löndum sem notast hefur
verið við það. „Ég veit hins vegar að er-
lendis hefur þetta verið markaðssett með
nokkurs konar sílikon sem sett er í hárið,“
útskýrir Ása.
Ónæmi myndast
Malathion er virka efnið í Prioderm sem
mest hefur verið selt hérlendis. Í danskri
rannsókn sem gerð var árin 2003-2005 kom
í ljós að töluverðs ónæmis var farið að gæta
gagnvart því efni. „Svo var mjög mikið
ónæmi gegn permethrini, sem hér er selt
undir nafninu Nix, en íslensk rannsókn á
næmi höfuðlúsar hér á landi hefur ekki ver-
ið gerð,“ segir Ása. Þessi aukning á ónæmi
hjá höfuðlúsinni kemur vel heim og saman
við reynslu annarra þjóða.
Ása leggur áherslu á að það sé nauðsyn-
legt að foreldrar og forráðamenn barna
fylgist með hári barna sinna og eigin hári
reglulega, með því að skoða hárið og
kemba. Ef lús finnst í hárinu þarf að hefja
meðferð til að eyða henni og jafnframt að
gera viðvart í leikskóla eða grunnskóla, til
að ýta við öðrum foreldrum. „Það eru for-
eldrarnir sem eru ábyrgir fyrir að rétt sé
að þessu staðið,“ segir Ása að lokum.
Nánari upplýsingar um meðferð gegn
höfuðlús er að finna á www.landlaeknir.is/
smit og sóttvarnir.
eins til að ná henni úr höfðinu. Náttúru-
legasta aðferðin er auðvitað að setja ekkert
eitur í sig,“ segir hún og að þau lúsalyf sem
notuð hafa verið séu í sjálfu sér auðvitað
skordýraeitur. „Hedrinið er framför að því
leytinu til að það á ekki að vera neitt eitur.
Það frásogast ekki inn í líkamann, heldur er
það í huga að eftir notkun þess þurfi ekki
kembingu,“ segir Ása, en lýsir þó þeirri
skoðun sinni að kembing sé alltaf nauðsyn-
leg.
„Kamburinn er alltaf mikilvægur, hann er
elsta tólið, hvort sem er til að greina lús og
LÚSIN lifir á blóði sem hún sýgur úr
hársverðinum og á búk hennar eru nokk-
urs konar loftgöt. „Þegar lúsin hefur
sogið blóðið þornar það inni í henni.
Hægðir úr lús eru þannig alveg þurrar,
að öllu jöfnu, enda væri það voðalegt mál
fyrir lúsina að vera í hárinu ef hægð-
irnar væru blautar,“ lýsir Ása. Nýja lyfið,
Hedrin, hefur þau áhrif að loftgötin á
búk lúsarinnar lokast og það leiðir til
þess að hún getur ekki losnað við rakann
úr blóðinu. Kviðurinn stækkar því meira
og meira uns hún að lokum drepst.
„Þetta virkar þannig, eftir því sem manni
sýnist, á náttúrulegan máta og virðist
lofa góðu,“ segir Ása.
Loftgötin lokast
Sótt að höfuðlúsinni með sílikoni
Höfuðlús Pediculus humanus capitis.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
MIKIL hækkun á fasteignaverði er
meginskýringin á meiri verðbólgu.
Einnig á hækkun á olíuverði þátt í
aukinni verðbólgu, en hún mælist
5,2% miðað við síðustu 12 mánuði.
Ef ekki hefði komið til lækkun á
virðisaukaskatti snemma á þessu ári
væri verðbólgan 7%. Neysluverðs-
vísitalan hækkaði um 0,65% í nóv-
ember og þar af eru 0,36% vegna
hækkunar fasteignaverðs.
Vísitala neysluverðs hefur hækk-
að um 4,8% það sem af er þessu ári,
en fasteignaverð hefur hins vegar
hækkað um 18,4%. Fasteignaverð
vegur mjög þungt í neysluverðsvísi-
tölunni. Ef ekki er tekið tillit til
breytinga á húsnæðisverði þá hefði
verðbólga aðeins aukist um 1,9% á
síðustu 12 mánuðum. Það er því ljóst
að það skiptir miklu máli varðandi
framhaldið hvernig fasteignaverð
þróast á næstu vikum og mánuðum.
Mikil hækkun á verði olíu
Olíuverð hefur líka hækkað mikið.
Hækkunin frá áramótum er 14,7%.
Guðrún R. Jónsdóttir, deildarstjóri
vísitöludeildar Hagfræðistofnunar,
segir að verð á bensíni hafi hækkað
tvívegis frá því að Hagstofan mældi
verðið í byrjun þessa mánaðar. Flest
bendi því til að þessi liður eigi eftir
að hækka enn frekar. Magnús Ás-
geirsson, skrifstofustjóri hjá N-1, er
heldur ekki bjartsýnn á að verð á ol-
íu eigi eftir að lækka. Það fari
reyndar oftast niður á við í nóvem-
ber eða desember en ýmislegt bendi
til að það gerist ekki nú. Síðan stuðli
lág staða dollars að hærra olíuverði.
Breytingar á gengi krónunnar að
undanförnu einu og sér ættu einnig
að stuðla að hærra verði.
Verð á tryggingum
og klippingu hækkar
Ýmis innlend þjónusta hefur
hækkað talsvert umfram verðbólgu
á árinu. Þannig hefur hársnyrting
og snyrting hækkað um 10,4%. Bíla-
tryggingar hafa hækkað um 9%,
fjármálaþjónusta hefur hækkað um
6,6%. Verð trygginga hefur hækkað
um 8,2%. Talsverð hækkun virðist
hafa orðið á gjöldum vegna íþrótta-
iðkunar í haust, en þessi liður hefur
hækkað um 8,2% það sem af er
árinu. Kostnaður vegna heimilis-
síma hefur hækkað um 7,1% og
kostnaður við internettengingar um
5,4%. Kostnaður vegna flutninga á
sjó hefur hækkað um 11,1% það sem
af er ári og flugfargjöld hafa hækk-
að um 9,5%. Þá hafa gjöld leigubíla
hækkað um 6,3%. Hjólbarðaverk-
stæði hafa hækkað sína þjónustu um
9,9%. Kostnaður við eftirlit stöðva
með bifreiðum hefur hækkað um
9,5%.
Opinber þjónusta hefur hins veg-
ar ekki hækkað í verði. Þannig
mælist lækkun á strætófargjaldi
25% í tölum Hagstofunnar. Leik-
skólar og dagmæður hafa lækkað
verð á sinni þjónustu um 1%. Lyf
hafa lækkað í verði um 2,2%. Mjög
litlar breytingar hafa orðið á gjöld-
um vegna læknisþjónustu og mennt-
unar. Þar er þó ein undantekning
því tannlæknar hafa hækkað verð á
sinni þjónustu um 7,9% á þessu ári.
Þá hefur verð á heitu vatni lækkað
um 5,6% það sem af er þessu ári.
„Þetta er allt of hátt. Ég hafði
vonast til að þetta yrði lægra,“ sagði
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins, þegar
hann var spurður út í aukningu
verðbólgunnar. Hann sagði að það
væru vonbrigði að fasteignaverð
væri enn á uppleið. Það kæmi á
óvart miðað við hvernig menn hefðu
talað um þessi mál að undanförnu.
Hann sagðist hins vegar vonast eftir
að fasteignaverð færi nú að stöðvast.
Hann sagði að nú þegar eignaverð
væri almennt á niðurleið með lækk-
un á verði hlutabréfa væri óeðlilegt
að fasteignaverð héldi áfram að
hækka.
„Þessar verðbólgutölur auðvelda
ekki kjaraviðræður,“ sagði Vilhjálm-
ur.
Undir það tók Gylfi Arnbjörns-
son, framkvæmdastjóri ASÍ. Hann
sagði ljóst af tölum Hagstofunnar að
það væri talsverður undirliggjandi
þrýstingur og ýmsir smærri liðir
væru að hækka. Styrkur krónunnar
hefði hins vegar hamlað verðhækk-
unum og það væri ljóst að innlendir
liðir og innfluttir liðir væru að breyt-
ast með ólíkum hætti.
Gylfi sagði að það væri öllum í hag
að það kæmist á meira jafnvægi í
húsnæðismarkaði. „Við erum ekki
talsmenn þess að hækka fasteigna-
verð í landinu, en það er líka talsvert
varhugaverð efnahagsaðgerð að
treysta á að verðbólgan lækki með
snöggum viðsnúningi á fasteigna-
verði. Það er talsvert harkalegt fyrir
þá sem í því lenda. Það er í reynd
bara ávísun á áframhaldandi mis-
skiptingu, misskiptingu gæðanna og
misskiptingu byrðanna,“ sagði Gylfi.
Morgunblaðið/ÞÖK
Hækkanir Hjólbarðaverkstæði hafa hækkað þjónustu sína um 9,9%. Gjöld vegna íþróttaiðkunar hafa hækkað um
8,2% á árinu. Kostnaður vegna heimilissíma hefur hækkað um 7,1% og kostnaður við nettengingar um 5,4%.
Í HNOTSKURN
»Hagstofa Evrópusam-bandsins, Eurostat, spáir
því að verðbólga í Evrópusam-
bandinu í október hafi verið
2,6%, en endanlegar tölur
verða birtar í lok vikunnar.
Verðbólgan var 2,1% í sept-
ember.
»Mest verðbólga í Evrópuer í Litháen 8,2%, Ung-
verjalandi 7,8%, Búlgaríu 6,2%
og Eistlandi 5,6%.
»Á hinum Norðurlöndunumer verðbólgan á bilinu 1,2-
1,4%, en hún er 5,2% á Íslandi.
Verðbólga er komin í 5,2% og væri 7% hefði lækkun virðisaukaskatts ekki komið til
Verðbólgan á uppleið á ný
!"
#$%&'
($)!$
*)+
,
-.
)
/0$#1
VERÐ á matar- og drykkjar-
vörum lækkaði í síðustu mælingu
Hagstofunnar í nóvember. Flestar
innfluttar vörur lækkuðu, en
sama á einnig við um innlendar
vörur eins og kjöt, fisk og mjólk-
urvörur. Talvert hefur verið í
fréttum að verð á korni hafi
hækkað mikið á heimsmarkaði og
að kornvörur myndu hækka hér á
landi í kjölfarið. Verð á brauði
hefur hækkað um 3,8% á síðustu
fjórum mánuðum og verð á pasta
hefur hækkað um 8,3% frá því í
sumar.
Engin lækkun
hjá veitingahúsum
Matvörur lækkuðu þegar virð-
isaukaskattur var lækkaður í
byrjun þessa árs. Þrátt fyrir að
matur hafi hækkað um 1,7% frá
því í mars, er matur eftir sem áð-
ur nú á 5,8% lægra verði en í
upphafi árs.
Lækkun virðisaukaskatts hefði
átt að leiða til lækkunar á verði
hjá veitingahúsum, en það gekk
ekki eftir. Sú litla lækkun sem
varð í vor er nú öll gengin til
baka og gott betur. Þjónusta hót-
ela og veitingahúsa er núna á
2,3% hærra verði en í upphafi árs
þrátt fyrir verulega lækkun á
virðisaukaskatti.
Virðisaukaskattur á bókum og
blöðum lækkaði líka í upphafi
árs. Þetta skilaði sér í lækkun á
verði til neytenda, en síðan hafa
bæði bækur og blöð verið að
hækka í verði. Enn eru þessar
vörur þó á 3,5% lægra verði en
þær voru um síðustu áramót.
Maturinn
lækkar í verði
VANDINN í
efnahagsmálum
mun ekki leysast
við það að menn
hætti að mæla
verðbólgu. Þetta
segir Gylfi Arn-
björnsson, fram-
kvæmdastjóri
ASÍ, um þá hug-
mynd að taka
fasteignaverð út
úr vísitölu neysluverðs.
Fasteignaverð hefur hækkað
mjög mikið undanfarna mánuði.
Gylfi segir að það geti hins vegar
ekki verið lausn í efnahagsmálum
að taka út úr vísitölunni einhverja
liði sem hækka. Mikilvægt sé að
verðbólgan mæli bæði þá liði sem
hækka og þá liði sem lækka í
verði.
Leysir ekki
vandann
Gylfi Arnbjörnsson