Morgunblaðið - 13.11.2007, Síða 17

Morgunblaðið - 13.11.2007, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2007 17 MENNING Skólastjórar! Kennarar! Nemendur! Í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jónasar Hallgrímssonar hefur Bókaútgáfan Hólar gefið út þessa kennslubók, ætlaða nemendum í 7., 8. og 9. bekk. Er hún ekki kjörið viðfangsefni í tengslum við dag íslenskrar tungu? Fyrirspurnir og pantanir: holar@simnet.is M bl 9 27 25 7 TÓNLEIKAGESTIR sem ætluðu að sækja Scala óperuna í Mílanó á föstu- dagskvöld, þar sem flytja átti Sálu- messu Verdis í stjórn Daniels Bar- enboim, komu að lokuðum dyrum. Búið var að hengja upp tilkynningu þar sem stóð að tónleikunum væri af- lýst vegna verkfalls tónlistarmanna hússins. Tónleikarnir áttu að marka hápunkt hátíðahalda í tilefni af hálfr- ar aldar ártíð hljómsveitarstjórans Arturos Toscaninis. Stéphane Lissner framkvæmda- stjóri óperuhússins sagði í viðtali við dagblaðið Corriere della Sera að að- gerðir tónlistarmannanna væru óvið- unandi og hápólitískar. Fulltrúar stéttarfélags tónlistarfólks á Scala sögðu hins vegar að aðgerðirnar hefðu verið nauðsynlegar vegna þess að viðræður um kaup, kjör og starfs- aðstöðu hefðu dregist mánuðum sam- an, og ekkert hefði komið út úr þeim. Menningarmálaráðherra Míl- anóborgar, Vittorio Sgarbi, sagði að stéttarfélag tónlistarfólks yrði kært og krafið bóta vegna tekjutaps að andvirði um nítján milljóna króna. Samkvæmt fréttum Associated Press var óperuhúsið fornfræga tilbúið til að hækka kaup tónlistar- manna í kjölfar góðrar miðasölu á síð- ustu árum og aukins tónleika- framboðs, en tónleikar í húsinu voru 164 árið 2001 og eru þegar orðnir 273 á þessu ári. Þá kom upp sá vandi að löggjöf frá árinu 1995 kom í veg fyrir að hægt yrði að semja vegna ákvæðis í henni um að samningur í einu af fjöl- mörgum óperuhúsum Ítalíu þyrfti að gilda á landsvísu. Meðal-hljóðfæra- leikari í hljómsveit hússins hefur and- virði 290 þúsund króna í mán- aðarlaun. Verkfall á Scala Lok, lok og læs La Scala. ♦♦♦ ÞÓRA Kristjánsdóttir list- fræðingur eys úr viskubrunn- um á Þjóðminjasafni Íslands í dag kl. 12.05 Mun hún ganga með gestum um sýninguna Á efsta degi – býsönsk dómsdagsmynd á Hól- um í Bogasal safnsins. Á sýn- ingunni má sjá fagurlega út- skornar fjalir. Fjalirnar eru taldar úr mik- ilfenglegri dómsdagsmynd sem prýtt hefur dómkirkju Jóns helga Ögmunds- sonar biskups á Hólum í Hjaltadal. Dómsdags- myndir eru meðal áhrifamestu listaverka sem orðið hafa til í skjóli kirkjunnar. Leiðsögn Lifandi leiðsögn í Þjóðminjasafninu Þjóðminjasafn Íslands. ANDVARI, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út, 132. árgangur, hinn 49. í nýjum flokki. Aðalgreinin í ár er æviá- grip Katrínar Thoroddsen, læknis og alþingismanns, eftir Kristínu Ástgeirsdóttur sagn- fræðing. Hér er gerð grein fyr- ir störfum Katrínar sem barna- læknis og baráttu hennar fyrir réttindum kvenna.Einnig er al- mennt fjallað um stjón- málastörf hennar, en hún sat á þingi fyrir Sósíal- istaflokkinn 1946-49. Í ritinu er að finna 3 greinar um skáldskap Jónasar Hallgrímssonar í tilefni af- mælisárs hans. Ritstjóri er Gunnar Stefánsson. Fræði Rit Hins íslenska þjóðvinafélags Jónas Hallgrímsson TÓNLISTARSKÓLINN í Reykjavík heldur píanótón- leika í dag 13. nóv. kl. 20 í Von, sal SÁÁ, Efstaleiti 7. Þar spila lengra komnir nemendur verk eftir stórtónskáldin Bach, Chopin, Mozart, Grieg, De- bussy, Schubert og Beethoven. Skólinn setti upp óperu nýver- ið eftir Schubert, Die Ver- schworenen, og þar fékk hljómsveit skólans að spila undir, en nú er komið að píanóleikurunum að sýna færni sína. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Tónlist Ungir píanóleikarar sýna færni sína Kennari og nemandi. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is VIÐBRÖGÐ við samningi Rík- isútvarpsins og Björgólfs Guðmunds- sonar, þar sem Björgólfur leggur til umtalsvert fé á móti RÚV til fram- leiðslu íslensks dagskrárefnis, eru ærið misjöfn. Hollvinir RÚV sendu frá sér yfir- lýsingu um helgina þar sem samn- ingnum er harðlega mótmælt. Þar segir meðal annars: „Það er stór- varhugavert að einn af auðugustu at- hafnamönnum landsins skuli öðlast ítök í starfsemi Ríkisútvarpsins með þessum hætti og líkur á að það muni skerða möguleika starfsfólks RÚV til að fjalla um málefni fyrirtækja sem honum tengjast. Yfirlýsingar Björg- ólfs sjálfs og Þórhalls Gunnarssonar dagskrárstjóra um að Björgólfur sjálfur komi ekki nálægt efnisvali eru barnalegar og bera ekki vott um mikla þekkingu þessara manna á starfsháttum fjölmiðla og eðli þeirra.“ Eignarhald og frelsi Þá fordæma Hollvinir RÚV orð Björgólfs um að ríkið sé versti eig- andi fjölmiðla, og segja: „Í lýðræð- isríkjum eru ríkisfjölmiðlar einu miðlarnir sem eru raunverulega frjálsir. Það hefur margsýnt sig um allan heim, ekki síst í Bandaríkjunum undanfarin ár, að eignarhald einka- aðila á fjölmiðlum og fjárhagslegir hagsmunir skerða frelsi og mögu- leika fjölmiðlafólks til heiðarlegrar og óháðrar umfjöllunar.“ Félag leikskálda og handritshöf- unda sendi frá sér ályktun, þar sem samningnum var fagnað: „Stjórn Fé- lags leikskálda og handritshöfunda fagnar eindregið nýgerðum samningi RÚV og Björgúlfs Guðmundsonar um tvöföldun framlags til kaupa á leiknu íslensku sjónvarpsefni. Samn- ingurinn lýsir sjaldséðum og einlæg- um áhuga einstaklings á gríðarlegu mikilvægi innlends leikins efnis, en það er málefni sem FLH hefur vakið athygli á og barist fyrir í áraraðir.“ Formaður Sambands íslenskra kvikmyndagerðarmanna, Baltasar Kormákur Baltasarsson, segir að von sé á ályktun sambandsins um samn- inginn, en fyrst eigi stjórn þess eftir að kanna nánar hvað felist í efn- isþáttum hans og funda. Páll Magnússon útvarpsstjóri seg- ir ályktun leikskálda og handritshöf- unda í takt við þau viðbrögð sem hafi verið yfirgnæfandi í hans eyru um helgina, bæði frá fólki úr „brans- anum“ og frá almenningi. „Hvað ályktun Hollvinasamtakanna snertir, þá gætir þar þess misskilnings að Björgólfur ætli að styrkja RÚV, eða dagskrárgerð á vegum þess, eða að í þessu felist einhvers konar kostun Björgólfs á dagskrá ríkisútvarpsins. Það er mikill misskilningur. Skuld- binding Björgólfs felst í því að hann kemur til jafns á við ríkisútvarpið í frumgerðu leiknu efni fyrir sjónvarp næstu þrjú árin. Með þessu er fyrst og fremst verið að skapa grundvöll til að auka framleiðslu á leiknu íslensku sjónvarpsefni hjá sjálfstæðum fram- leiðendum. Það er líka grundvallar meinloka að í samningnum felist framsal á dagskrárvaldi.“ Má ekki skilja mótmæli Hollvin- anna sem svo að þeir hafi áhyggjur af því að Björgólfur leggi til fé í þágu RÚV þótt þeir renni ekki beint til stofnunarinnar? „Ég held að meinlokan liggi í þessu. Þetta fé er af hans hálfu ekki í þágu RÚV. Hann skuldbindur sig einungis til að jafna framlag RÚV til sjálfstæðra framleiðenda sem vinna efni fyrir okkur. Í því felst engin gjöf til gjalda fyrir RÚV gagnvart honum. Ávinningur RÚV er sá, að það verður búið til meira af leiknu efni til sýn- inga.“ Veldur það ekki áhyggjum að fé- lagsskapur sem kallar sig Hollvini RÚV skuli líta samninginn þessum augum? „Ég held að í þessu felist misskiln- ingur, og hef fundið að það hefur örl- að á honum hjá einstaka öðrum. Áhyggjurnar sem þar hafa kviknað eru þær að með því að leggja fram þetta fé til leikins efnis sé Björgólfur að kaupa sig til áhrifa innan Rík- isútvarpsins. Þessi ótti er fullkomlega ástæðulaus, af þeirri ástæðu sem ég nefndi. Björgólfur er ekki að styrkja RÚV um eina einustu krónu. Það er engin ástæða til að ætla að samning- urinn kveiki einhverja sérstaka tillits- semi í garð umsvifa Björgólfs að örðu leyti í samfélaginu.“ „Engin gjöf til gjalda“  Samningur Ríkisútvarpsins og Björgólfs Guðmundssonar vekur misjöfn viðbrögð  Hollvinir RÚV mótmæla harðlega  Handritshöfundar fagna Leikið Allir litir hafsins eru kaldir, eftir Önnu Th. Rögnvaldsdóttur og Ólaf Rögnvaldsson er dæmi um þætti unna utan sjónvarpsins. Hér eru Hilmir Snær Guðnason og Helga Jónsdóttir í hlutverkum sínum. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „VIÐ Guðrún hittumst fyrst við at- höfn, þar sem verið var að veita fram- úrskarandi ungu fólki styrki. Ég vatt mér að Guðrúnu – leist svo vel á hana – og vildi vita hvort hún væri til í að spila með mér á þeim frábæru tón- leikum sem verða í kvöld.“ Það er ný- útskrifaður söngvari frá Tónlistarhá- skólanum í Vínarborg, Jón Svavar Jósepsson, sem svo mælir, en píanó- leikarinn sem honum leist svo vel á, er Guðrún Dalía Salómonsdóttir. Tónleikar þeirra, sem jafnframt eru debút-tónleikar Jóns, verða í Salnum í kvöld og hefjast kl. 20. „Þetta er upphafið að farsælum ferli sem við viljum kynna sem nýtt, ungt afl í tónlistarheiminum,“ segir Jón hróðugur. Fyrri hluti efnisskrárinnar eru arí- ur sem Jón æfði til lokaprófsins. „Raddsvið mitt er vítt, og ég á mjög erfitt með að skilgreina mitt raddfag. En nú er ég kominn með lausnina og segi að ég sé lýrískur bas- sabariton. Þess vegna er ég að syngja lög og aríur sem henta háum bassa- röddum og „djúsí“ baritonröddum með fína hæð.“ Eftir hlé brestur á með hófadyn og hryllingi þegar mórar og skottur fara á kreik. „Þetta eru rífandi draugalög, dimm og drungaleg stemmning, í bland við ótrúlega hnyttin hestalög. Ég vinn við að járna hross, og þegar ég var að vinna í hesthúsinu langaði mig alltaf að syngja hestalög fyrir hestamennina. Ég byrjaði að safna hestalögum, en fór svo að blanda draugalögum samanvið – því svo eru líka til draug-hestalög. Ég nefni til dæmis Kveldriður eftir Sigvalda Kaldalóns, sem er um draugahesta. Í þetta þema blanda ég líka vitfirringa- músík. Æri- Tobbi varð ær af því að vísa ferðamönnum leið yfir vað. Ferðamennirnir drukknuðu allir með tölu, en karlinn klikkaðist, og samdi alls konar skrýtin ljóð, eins og Þamb- ara vambara þeysingssprettir, því eru hér svona margir kettir? Karl O. Runólfsson samdi geðveika tónlist við þetta – bókstaflega geðveika.“ Jón leggur áherslu á að fyrir tilstilli Landsbankans sé hægt að bjóða tón- listarnemum miðann á tónleikana á þúsundkall. „Þetta er meiriháttar. Svo fá aðrir nemar afslátt á miðaverði Salarins. Okkur langar að fá hreyf- ingu á tónlistarlífið og sjá meira ungt fólk á tónleikum.“ Draugalegt debút Morgunblaðið/G.Rúnar Framtíðarfólk Guðrún Dalía Salómonsdóttir og Jón Svavar Jósepsson. MIÐAR á tón- leika Sinfóníu- hljómsveitar Ís- lands og FL Group 7. desem- ber, til styrktar BUGL seldust upp á rúmri klukkustund í gær. Einsöngvar- ar á tónleikunum verða Kiri Te Kanawa og Garðar Thór Cortes. Verið er að kanna hvort hægt verði að halda aukatón- leika til að mæta eftirspurn. Uppselt á Kiri Kiri Te Kanawa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.