Morgunblaðið - 13.11.2007, Síða 31

Morgunblaðið - 13.11.2007, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2007 31 Bandalag jafnaðar- manna var tilraun. Tilraun við samfélag- ið, tilraun um mann- inn. Í senn hugsjón og áskorun. Pólitískur leikvöllur, þar sem leikurinn hefur enn ekki verið flaut- aður af. Engin hreyfing hefur haft jafn djúptæk áhrif á pólitíska og efnahagslega þróun á Íslandi síð- asta aldarfjórðung. Kristín tók þátt af krafti, lék á miðjunni, nærgætin, leitandi. Ég naut þeirra forréttinda að vera ráð- gefandi af hliðarlínunni. Minningarnar lifa. Megi þær styrkja ástvini í sorg. Þorlákur H. Helgason. Guð er eilíf ást, engu hjarta er hætt. Ríkir eilíf ást, sérhvert böl skal bætt. Lofið Guð, sem gaf, þakkið hjálp og hlíf. Tæmt er húmsins haf, allt er ljós og líf. (Stefán frá Hvítadal.) Þessar hugljúfu ljóðlínur leita á hugann þegar hún Kristín, kær vin- kona okkar, er kvödd hið hinsta sinn. Sorgin fyllir hugann, myndir og minningarnar liðinna samveru- stunda leita fram. Þó að samferðin hafi ekki varað nema hluta ævinnar eru þær bæði margar og kærar. Hún Kristín átti viðburðaríka ævi, skapaði sér sérstöðu með starfsvali og naut virðingar sam- ferðafólksins. Hún var gæfusöm í sínu einkalífi, eignaðist góðan og ástríkan lífsförunaut, hann Einar, og saman áttu þau glæsilegt og fal- legt heimili. Því Kristín án Einars eða Einar án Kristínar, það var ein- hvern veginn svo óhugsandi. Þannig var það ævinlega, þau voru eitt í öll- um verkum og viðfangsefnum. Þau Kristín og Einar voru frumkvöðlar í eðli sínu, sívakandi yfir því að byggja upp, efla og marka spor. Kynni okkar sem þessar línur rit- um við þau Kristínu og Einar hóf- ust í raun af hreinni tilviljun en urðu smám saman að sterkum og órjúfanlegum vináttuböndum í blíðu og stríðu. Það var ekki síst fyrir þau sterku og mótandi áhrif þeirra í upphafi að kærleikshópurinn okkar Kristín S. Kvaran ✝ Kristín S. Kvar-an kaupmaður fæddist í Reykjavík 5. janúar 1946. Hún lést á krabbameins- deild Landspítalans sunnudaginn 28. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Digranes- kirkju 6. nóvember. „Sprotinn“ varð sú hamingjulind sem raun bar vitni. Við áttum saman margar ógleymanlegar sam- verustundir bæði heima og heiman. Við studdum og styrktum hvert annað á erfiðum stundum á lífsins veg- ferð. Við ferðuðumst saman og nutum í gleði og gáska sam- vistanna hvert við annað. Við áttum saman yndisstundir við arineld og rökkurslæðu. Gerð- um ráð fyrir að þannig gæti sam- vera okkar orðið um ókomin ár. Í ár eins og endranær þegar sumri hallaði og erill þess var að baki fórum að hugsa og hlakka til komandi samverustunda. En þá eins og þruma úr heiðskíru lofti kemur váfréttin. Kristín greinist með einhvern illvígasta sjúkdóm samtímans á háu stigi. Þessi glíma var ekki til að sigrast á. Í dag er hún borin til hinstu hvílu, ævisól hennar hnigin til viðar og bjarmar af nýjum degi hins eilífa lífs í kærleiksríkum náðarfaðmi hins algóða Guðs. Við samferðafólk og vinir minnumst hennar með söknuð í huga. Elsku Einar, dætur og fjölskyld- an öll. Við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur á sorgarstund. Megi algóður Guð vera þér og fjöl- skyldunni styrkur á erfiðri stund. Blessuð sé minning Kristínar Kvar- an. Hinsta kveðja frá Kærleikshópnum. Mín kæra vinkona Kristín S. Kvaran er dáin. Mér finnst eins og það hafi kólnað verulega í kringum mig þann dag sem Einar hringdi og sagði að hún hefði verið að kveðja. Mér er samt eiginlega ómögulegt að meðtaka þessa staðreynd. Lík- lega er það vegna þess hve mikil kraftaverkakona hún var. Hún hef- ur fengið svo óvenju stóran skammt í lífinu af veikindum og ótal sinnum verið fárveik, en alltaf risið upp eins og tvíefld þar til nú, að hún varð að lúta í lægra haldi. Við kynntumst fyrst í Fóstruskól- anum, vorum saman í bekk á loka- vetri. Þá var Kiddý ein af fáum nemendum sem voru komnir með fjölskyldu. Þau Einar áttu þá þegar tvær dætur og stóðu í húsbyggingu í Garðabænum. Þennan vetur gekk svo mikið á hjá henni og fjölskyldunni hennar í slysum og veikindum að við bekkj- arsysturnar urðum að stilla okkur inn á að ef Kiddý var með okkur í hópastarfi þurftum við að laga okk- ur að hennar þörfum og fundum ósjaldan fyrir því hve lífið var snúið hjá henni. En alltaf var sami kraft- urinn í henni og hún bókstaflega dreif okkur áfram eins og ákveðinn verkstjóri. Þegar við útskrifuðumst svo skráðum við okkur hvor í sínu lagi í enn eitt hópverkefnið, að reka barnaheimilið Laufásborg, og mátti engu muna að ég hætti við. Óaði við að fara að vinna með þessari kraft- miklu konu. Eins og ég sagði henni sjálfri seinna eftir að við urðum miklar vinkonur þá þoldi ég hana varla á þessum tíma. Þessi játning mín kom Kiddý ekkert á óvart. Ég veit hverjir eru vinir mínir sagði hún. Þeir hafa flestir sagt mér það sama og þú. Kiddý hefði ekki viljað láta skrifa um sig í neinum væmni- tón. En þegar maður kynntist henni betur var hún bæði raungóð og ákaflega hlý. Og við urðum perlu- vinkonur. Kiddý er einhver heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst um ævina. Svo samkvæm sjálfri sér að hún gat gengið erinda réttlætisins ef henni fannst hún sjálf hefði notið of mikilla hlunninda á einhvern hátt. Hún vildi einfaldlega ekki þiggja það sem ekki var hægt að bjóða öðrum líka. Kiddý kom víða við í félagsstörf- um. Þar má nefna formennsku í Fóstrufélaginu, pólitík, en hún sat á Alþingi í nokkur ár, Lions-hreyf- inguna, Oddfellow og Lútherska hjónahelgi þar sem hún og Einar hafa gefið svo mikið af sér. Hún var tilbúin að leggja svo ótrúlega mikið á sig fyrir aðra í lífinu að oft gekk hún ábyggilega fullnærri heilsu sinni. Æðruleysi hennar undir það síð- asta var einstakt enda var Kiddý trúuð kona og þess fullviss að henn- ar biði gott skjól á nýju tilverustigi. Elsku Einar, Thelma Kristín, Ragna Elísa og Bertha og fjölskyld- ur ykkar. Megi algóður Guð hugga ykkur og bera ykkur uppi í þessum erfiðu skrefum sem þið þurfið að ganga í lífinu núna. Blessuð sé minning kraftaverkakonunnar Kristínar S. Kvaran. Kristín Guðnadóttir. Minningar, svo ótrúlegur sárs- auki, söknuður yfir því sem var en um leið vissa um að Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahil Gibran) Öll minningabrotin frá því að ég man eftir mér og fram á þennan dag af þér, alltaf jafn yndisleg, elskuleg, tignarleg og falleg, elsku Kiddý mín. Ein fyrsta minningin er ég hangandi á eldhússtólnum fyrir austan og þú að útskýra hvað upp- eldisfræði er. Bertha Guðrún, auga- steinninn þinn svo prúð og falleg, svo var Einar mættur og þú fékkst að heyra það frá ættingjunum hvað þú hefðir nú verið heppin að ná þér í svo góðan mann og þú svaraðir að bragði að hann hefði nú líka aldeilis verið heppinn að ná sér í svona góða konu. Þetta fannst mér frá- bært og þið svo ótrúlega glæsileg saman, alltaf. Fljótlega bættist svo kát og yndisleg Ragna Elíza í hóp- inn og ég ekkert smá montin að vera trúað fyrir henni þegar þið komuð austur. Þú orðin kennarinn minn og aftur var það uppeldis- fræðin. Nágranni þinn um tíma í Garðabænum og alltaf jafn gott að koma í Hörpulundinn. Svo varst þú á þingi og ég átti augnablik von á að nú kæmi strákur en dásamlegur söngfugl, Thelma Kristín, leit dags- ins ljós. Þú stolt amma þar sem sér- hvert barn var einstakt. Ljúfar minningar úr Barnastjörnum að velja á prinsana mína. Ræktarsemi þín við sveitina okkar og fólkið sem þér þótti svo vænt um. Ógnvænleg heimkoma fyrir tæpum þremur ár- um þar sem við vorum minnt óþyrmilega á mátt náttúruaflanna. Ótrúlegar gleðistundir að fá óvænt að búa með ykkur Einari í Kaup- mannahöfn í fyrra, þó stutt væri. Æðruleysið og hvernig þú tókst á við veikindi þín þær fáu vikur sem þú fékkst var ótrúlegt og þó ekki; þetta varst þú. Undanfarna daga hefur þessi sálmur hljómað innra með mér. Dag í senn, eitt andartak í einu, eilíf náð þín, faðir, gefur mér. Mun ég þurfa þá að kvíða neinu, þegar Guð minn fyrir öllu sér? Hann sem miðlar mér af gæsku sinni minna daga skammt af sæld og þraut, sér til þess, að færa leið ég finni fyrir skrefið hvert á lífs míns braut. Guð, ég fæ af fyrirheitum þínum frið og styrk, sem ekkert buga má. Auk mér trú og haltu huga mínum helgum lífsins vegi þínum á, svo að ég af hjartaþeli hreinu, hvað sem mætir, geti átt með þér daginn hvern, eitt andartak í einu, uns til þín í ljóssins heim ég fer. (Sigurbjörn Einarsson) Elskulega fjölskylda, mínar inni- legustu samúðarkveðjur, megi minningin um ástkæra eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu sem var svo stolt af ykkur öllum verða ljós í lífi ykkar. Minning þín lifir, elsku frænka. Oddný. Mig langar að minnast vinkonu okkar til margra ára sem látin er langt um aldur fram. Kiddý kynnt- umst við þegar hún og Einar hófu sambúð og hefur ekki borið skugga á þá vináttu. Við höfum alltaf haldið sambandi í gegnum árin, þó mis- langt hafi liðið á milli þess að við hittumst eða töluðumst við var allt- af eins og við hefðum hist í gær. Á fyrri árum, þegar börnin voru lítil var samgangur mun meiri en í seinni tíð, þar sem fjölskyldurnar stækkuðu og barnabörnin bættust í hópinn og fór þá meiri tími í að sinna þeim en samt gátum við fund- ið tíma fyrir okkur öðru hvoru. Við þökkum Kiddý fyrir frábæra við- kynningu og þeim hjónum fyrir skemmtilegar stundir við spjall og spil heima og í útilegum. Elsku Einar, Thelma Kristín, Ragna Elíza, Bertha Guðrún og fjölskyldur, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og biðjum við Guð að styrkja ykkur í sorginni. Blessuð sé minning Kristínar S. Kvaran. Erla og Garðar. Við vorum ekki háar í loftinu þeg- ar við hittumst fyrst hjá séra Árel- íusi Níelssyni haustið 1959 og vor- um þar að undirbúa fermingu okkar næsta vor. Á fermingardaginn gengum við hlið við hlið inn kirkju- gólfið, hún há og tignarleg eins og alltaf, en ég helmingi lægri, en í minningunni fannst okkur þetta mjög sniðugt og fyndið og við rifj- uðum oft upp þennan dag. En þar sem við vorum báðar með K sem fyrsta staf í nafninu okkar er líklegt að röðinni hafi verið stillt svona upp í kirkjunni. Við vorum miklar vin- konur á þessum tíma. Nokkur ár líða í kjölfarið án þess að okkur tækist að rækta vináttusambandið en svo gerðist það skemmtilega að við urðum mömmur sama ár og að- eins með nokkurra daga millibili og þá varð sambandið meira. Kristín dreif mig í Fóstruskóla Sumargjaf- ar og við urðum báðar leikskóla- kennarar. Margs er að minnast. Allt sem hún gerði var gert með stæl. Hug- myndir voru skipulagðar og fram- kvæmdar strax. Alltaf eitthvað nýtt á döfinni. Svo er nú eitt sem ég verð að nefna sérstaklega. Það var þegar hún hafði hitt hann Einar sinn. Ljóminn sem skein úr augum henn- ar þegar hún sagði mér tíðindin var ósvikinn. Hjónabandið varð ástríkt og stóðu þau þétt saman alla tíð. Þau létu gott af sér leiða hvar sem þau komu bæði í leik og starfi. Hún var sú sem ræktaði vináttusamband okkar og sem dæmi hætti hún ekki fyrr en hún var búin að fá okkur hjónin til að taka þátt í lúterskri hjónahelgi til að þroska og rækta okkar hjónaband. Kærleikurinn var alltaf í fyrirrúmi hjá Kristínu. Henni var tíðrætt um dætur sínar sem hún var svo stolt af. Við hjónin þökkum traustið og samfylgdina. Megi góður Guð styrkja Einar, dæturnar og fjöl- skyldur þeirra, tengdamóður og venslafólk. Hennar verður sárt saknað. Blessuð sé minning Krist- ínar S. Kvaran. Kristbjörg og Per. Hún Sibba mín er farin í ferðalagið langa og hennar er sárt saknað. Ég var barn að aldri þegar ég kynntist henni fyrst. Þá kom hún til Stokkseyrar frá Vestmannaeyjum ásamt eiginmanni sínum og tveim sonum. Leist mér strax vel á þessa glaðlyndu konu, sem aldrei amaðist við okkur krökk- unum en tók okkur tali eins og jafn- ingjum. Þegar systir mín giftist eldri syni hennar urðu kynni mín við hana Sigurbjört Kristjánsdóttir ✝ SigurbjörtKristjánsdóttir fæddist á Akri í Vestmannaeyjum 20. nóvember 1915. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suðurlands 23. október sl. Útför Sigurbjart- ar fór fram frá Stokkseyrarkirkju 3. nóvember sl. ennþá nánari. Þótti mér sjálfsagt þegar ég heimsótti æskustöðv- arnar að koma til hennar. Alltaf tók hún vel á móti mér með bros á vör. Það voru góðar stundir, rætt í léttum dúr um allt milli himins og jarðar. Hún fylgdist alltaf svo vel með, lét sig svo margt skipta, gat verið snögg upp á lagið, en alltaf skemmtileg. Sibba var sérstaklega mikil og smekkleg hannyrðakona, saumaði út og prjónaði jafnvel fín- ustu dúka og dúllur til hins síðasta. Gjafmild var hún og ekki svo lítið sem hún gaf mér og barnabörnum mínum af vinnu sinni. Hún var sér- staklega snyrtileg kona. Minnist ég þess ekki að hafa séð hana öðruvísi en vel til hafða. Líf hennar var ekki alltaf dans á rósum, en öllum erfið- leikum og veikindum tók hún með jafnaðargeði og komst heil frá þeim. Aðdáunarvert var hvað hún tók öll- um breytingum vel, virtist skilja hvað hagkvæmast var fyrir hana. Sýndi það sig þegar aðstæður urðu þannig að hún flutti að dvalarheim- ilinu Sólvöllum. Þar var hún ánægð, vinsæl mjög og hrókur alls fagnaðar, tók þátt í öllu sem þar var um að vera. Oft dvaldi hún um tíma hjá mági mínum og systur, þá var gaman að hitta Sibbu og alltaf glatt á hjalla. einhvern veginn fannst mér hún vera á sama aldri og ég, þó að það skipti áratugum, hún lifði lífinu svo sanna- lega lifandi. Hve lærdómsríkt og gef- andi er það að hafa fengið að vera samtíða henni svona lengi. Mesta ánæga hennar voru börn hennar, barnabörn og barnabarnabörn. Fylgdist hún alltaf vel með því hvað þau tóku sér fyrir hendur, hvort sem það var í vinnu eða námi. Þessi sam- heldni kom glöggt fram í því ástríki og umhyggjusemi sem þau sýndu henni alltaf til hinstu stundar. Elsku Kiddi, Inga og aðrir ætt- ingjar, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra, ég veit að þið varðveitið vel hinn andlega arf eftir ömmu Sibbu. Kristín María Waage. Mann setur hljóðan á þeirri stundu þegar maður fréttir að amma Sibba sé dáin. Sibba var góð heimilisvinkona, enda nágranni okkar í 16 ár, eða þar til hún fluttist á Sólvelli á Eyrar- bakka fyrir níu árum. Ég get sagt það með fullri vissu að hún hefði gert allt fyrir okkur sem í hennar valdi stóð, okkur til hjálpar. Fyrir örfáum dögum var tengda- dóttir hennar að segja mér hversu mikið Sibbu langaði að sjá okkur öll, en sérstaklega litla drenginn, hann Flóka, dótturson okkar. Samvisku- bitið nagar mann mikið, en það er of seint að sýna henni litla yndið okkar núna. Maður hélt bara að Sibba yrði alltaf á sínum stað. Ég bara vona að hún geti gægst inn um gluggana hjá dóttur minni, það er hvort eð er allt gardínulaust þar. Sibba var hláturmild og broshýr. Hún var alltaf eins, þrátt fyrir að vera komin á tíræðisaldur. Hlógum við oft að því þegar ég impraði á því við hana að hún reyndi að finna sér annan mann með árunum. Nei … fyrst Steini var farinn kæmi enginn í hans stað. Sibba er svona kona sem manni finnst ekki eiga að deyja. Okkur skortir orð á svona stundu, enda náin og góð vinkona horfin á braut. Sibba var nokkurs konar bóhem, listamaður á undan sinni samtíð. Móakot var eins og minjasafn, enda fannst börnunum mínum gaman að fá að kíkja á allt dótið hennar ömmu Sibbu. Amma Sibba bjó í Móakoti, húsinu sem móðir mín fæddist í og var æskuheimili móður minnar og þykir manni ótrúlega vænt um kotið. Sibba var feikna klár í höndunum, hún virtist geta allt. Keflavíkurferð- irnar hennar voru henni allt. Kiddi og Inga voru dugleg að bjóða henni heim og veit ég að hún naut þeirra ferða, hún kom alltaf glöð og sæl til baka. Boggi og fjölskylda hans aftur á móti, voru alltaf til staðar hér. Ég veit að lífið var henni ekki alltaf auðvelt, en nú er hvíldin kæra komin. Drottinn þig að lokum leiði. Lútum höfði í minning hljótt. Yfir þig nú englar breiði, elsku Sibba, góða nótt. (Rúna.) Þakklætiskveðjur frá Guðrúnu og Þorvaldi. Guðríði, Herði Frans og Guðfinni Flóka. Guðfinni og Snorra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.