Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Garðar Stein-arsson fæddist í Reykjavík 5. ágúst 1938. Hann lést á heimili sínu að Flyðrugranda 4 í Reykjavík hinn 6. nóvember síðastlið- inn, en mestan hluta ævi sinnar bjó hann á Seltjarnarnesi. Foreldrar hans voru Steinar Bjarnason, f. 17. des. 1905, d. 17. júní 1997 og Hróðný Pálsdóttir, f. 1.júní 1912, d. 9. apríl 2005. Systkini Garðars eru Steinunn, f. 1933, gift Guðna Sigurjónssyni, f. 1935, sonur þeirra er Steinar, og Sigurður, f. 1948, giftur Ingi- björgu Eysteinsdóttur, f. 1948, börn þeirra eru Ólöf og Bjarni. Garðar kvæntist 30. sept. 1961 Ástu Sveinbjarnardóttur, f. á Breiðabólstað í Fljótshlíð 9. júlí 1938. Foreldrar hennar voru Sr. Sveinbjörn Högnason, f. 6. apríl 1898, d. 21. apríl 1966 og Þórhild- ur Þorsteinsdóttir, f. 20. janúar 1903, d. 21. desember 2003. Systk- leiðum samfellt til 2003 er hann lét af störfum. Garðar gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í tengslum við starf sitt og var meðal annars þjálfunarflugstjóri frá 1980. Garð- ar átti og rak um árabil Áhalda- leiguna sf. ásamt mági sínum Guðna Sigurjónssyni. Garðar hafði mörg áhugamál fyrir utan fjöl- skylduna og lagði mikið upp úr heilsusamlegu líferni. Hann stund- aði ýmsar íþróttir og heilsurækt um ævina og má þar nefna kapp- róður, box, sund, skokk, golf, göngur og fjallaferðir. Hann hafði mikinn áhuga á ferðalögum innan lands og utan og ferðaðist víða um heim í tengslum við starf sitt og með konu sinni og fjölskyldu. Garðar gekk í Samfrímúrara- regluna 1968 þar sem hann gegndi einnig ýmsum trúnaðarstörfum og var stjórnandi Samfrímúrararegl- unnar á Íslandi árin 1997 - 2005. Á seinni árum tók hann þátt í ýmis konar félagsstarfi og má helst nefna Ljósið, félag krabbameins- greindra en þar hóf hann að stunda tréskurð sem veitti honum mikla ánægju síðustu árin. Einnig sótti hann námskeið í málaralist og lét þannig gamlan draum rætast. Garðar verður jarðsunginn frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. ini Ástu eru Ragn- hildur, Sváfnir og Elínborg. Garðar og Ásta eignuðust þrjú börn, þau eru: 1) Hróðný, f. 7. apríl 1962, dóttir hennar og Friðriks Þórs er Ásta, f. 29. júní 1982. 2) Þórhild- ur, f. 15. júlí 1965, gift Björgvini Þórð- arsyni, f. 14. janúar 1959, sonur þeirra er Garðar, f. 26. septem- ber 2001. Börn Björgvins eru Hildur, f. 16. apríl 1983 og Haukur, f. 8. apríl 1989. 3) Páll, f. 9. júlí 1971, dóttir hans og Ernu S. Jónsdóttur er Dúna, f. 26. nóvember 2004. Dóttir Ernu er María Ösp, f. 15. apríl 1996. Garðar hóf flugnám 17 ára gam- all og stundaði ýmis störf samhliða því, meðal annars hjá Símanum, Landmælingum Íslands og í Völ- undi. Hann réðst til Flugfélags Ís- lands 1961, fyrstu tvö árin sem loftsiglingafræðingur en síðan sem flugmaður og flugstjóri. Hann starfaði þar og síðan hjá Flug- Við kveðjum kæran föður og fé- laga með þessu fallega ljóði, sem fylgdi kveðju frá stólpunum okkar í Karitas og á vel við á þessari kveðju- stund. En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson) Takk fyrir allt og allt. Hróðný, Þórhildur og Páll. Afi Garðar var mjög góður afi. Hann gaf sér alltaf tíma til að vera með okkur. Við eigum góðar minningar um að kúra í fanginu á honum á meðan hann las fyrir okkur. Hann kenndi okkur að lesa og að skrifa tölustaf- ina. Hann var mjög skemmtilegur. Hann fór með okkur í Húsdýragarð- inn að skoða dýrin. Í sveitinni fór hann með okkur að skoða flugvélar og leyfði okkur að sitja í þeim. En skemmtilegast var þegar hann fór með okkur á sexhjólið og brunaði um. Hann var líka risa sterkur. Hann gat staðið á litla putta og hoppað hærra en hús! Hann var besti afi í heimi. Okkur finnst Guð vera svo hepp- inn að hitta afa okkar núna, því hann er svo fínn kall. Ásta og Garðar Ég vil minnast Garðar Steinars- sonar hér með örfáum orðum. Ég kynntist syni hans, honum Páli Garðarssyni, fyrir um 6 árum síðan. Ekki leið langur tími þar til ég kynntist fjölskyldunni hans og varð okkur öllum vel til vina. Ég var að koma að „deita“ Pál í þriðja sinn. Þegar ég kom heim til hans þá rétt sá ég glitta í hann í dyragættinni. Mér brá heldur betur í brún þegar ég sá að hann Palli minn var eins og snýttur úr nösunum á honum pabba sínum. Mjög fljótlega eftir að við kynnt- umst keypti fjölskylda hans sumar- hús á Hellu en ekki leið á löngu þar til að hann keypti sumarbústaðaland austur í Múlakoti í Fljótshlíð. Þá var sumarbústaðurinn fluttur þangað og gerður svakaflottur. Þú elskaðir að fara þangað upp eftir og vera innan um þína nánustu. Mér þótti alltaf svo gaman að sjá hvað barnabörnin þín glöddu þig mikið, þó svo að ég vissi hversu veik- ur þú varst. Það bar nú lítið á því vegna þess að þú varst svo mikill harðjaxl og leyndir því fram í rauðan dauðann. Ég mun aldrei gleyma hversu yndislegur maður þú varst og hversu hjálpsöm þið hjónin voruð mér eftir skilnað okkar Palla. Ég ætla að vera dugleg að minnast þín gegnum myndir með henni Dúnu og Maríu um ókomnu framtíð Og bið ég guð um að blessa þessa fjöl- skyldu. Virðingarfyllst, Erna María og Dúna. Sár söknuður er kveðinn að fjöl- skyldu og vinum við fráfall mágs míns Garðars Steinarssonar flug- stjóra. Lokið er langri og erfiðri bar- áttu við illvígan sjúkdóm, baráttu sem háð var af æðruleysi og hug- arstyrk sem aðeins fáum er gefinn. Þessi afstaða var raunar í sam- ræmi við lífssstíl hans og stefnu, jafnt í atvinnu sem einkalífi. Hann var ástríkur og nærgætinn fjöl- skyldufaðir, hjálpsamur og ábyrgur í sínu starfsumhverfi og traustur fé- lagi vinum sínum. Honum var í flestu gefið að vera veitandi fremur en þiggjandi. Hann átti að baki langan og far- sælan starfsferil sem flugstjóri og leiðbeinandi ungra flugmanna og naut óskoraðs trausts og virðingar samstarfsfólks síns í flugmálunum. Þetta hugarþel og velvilja mátti m.a. glöggt greina þegar maður naut þess ævintýris að vera leiddur fram í flug- stjórnarklefann og til sætis um stund við hlið flugstjórans. Garðar og Ásta systir mín kynnt- ust um tvítugsaldur og stofnuðu haustið 1961 til síns farsæla hjóna- bands sem þeim auðnaðist að njóta í rúman hálfan fimmta áratug. Heim- ilishamingja og blessað barnalán eru dýrmætar gjafir af Guði gefnar, svo sem þeim veittist með þremur börn- um sínum og jafnmörgum barna- börnum sem veitt hafa þeim gleði og lífsfyllingu svo í meðlæti sem mót- læti. Ungur að árum tengdist Garðar Fljótshlíðinni þegar hann var að heimsækja konuefnið og lenda litlum flugvélum á túninu á Breiðabólsstað. Síðar sóttu þau hin árlegu flugmót í Múlakoti og eignuðust loks ásamt fleiri flugmönnum land- spildu þar í nánd við flugvöllinn. Voru þau fyrst til að reisa sér þar myndarlegt sumarhús sem þau nefndu Garðarshólma. Áttu þau þar marga stund með fjölskyldu sinni og vinum við að fegra og rækta í kring- um sig – og njóta hins fagra og til- komumikla landslags með andstæð- ur gróðursældar og jökulbreiða fyrir augum. Þó svo hafi skipast sem nú er orðið, mun fjölskylda hans áfram eiga þar griðastað og mót við góðar minningar sem ástvinir geyma og þakka í hug og hjarta. Garðar var mikill náttúruunnandi og þekkti landið okkar flestum bet- ur, bæði úr lofti og á jörðu niðri. Ár- um saman gekk hann með sömu traustu vinum sínum um fjöll og öræfi og mun hann hafa gengið á all- flest af hærri fjöllum landsins áður en lauk. Hann hafði jafnan tamið sér heilbrigðan lífsmáta og reglusemi í öllum hlutum og var því vel á sig kominn að þoli og kröftum meðan heilsa entist. Þessa fengum við bú- andfólkið stundum að njóta þegar þau hjónin bar að garði um sláttinn og mikið lá við að koma heyjum í hús. Þá má segja að veist hafi tvöföld ánægja, því Garðar var fróður og glöggsýnn um flesta hluti og hafði góða nærveru. Fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar eiga þessi fátækleg orð að tjá djúpan söknuð en jafnframt einlæg- ar þakkir fyrir löng og dýrmæt kynni við látinn heiðursmann – og Ástu systur minni og fjölskyldu hennar biðjum við styrks og hugg- unar frá góðum Guði í þeirra mikla missi og sáru sorg. Blessuð sé minning Garðars Stein- arssonar. „Þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir.“ Sváfnir Sveinbjarnarson. Við kveðjum í dag mætan mann, Garðar Steinarsson flugstjóra. Við fráfall hans leita á hugann ýmsar minningar, t.d. úr æsku þegar örsmá flugvél kom svífandi ofan úr himin- geimnum þar sem við bjuggum í Fljótshlíðinni og vakti hún ætíð til- hlökkun og kátínu okkar krakkanna. Út steig flugmaður hennar, Garðar, snaggaralegur og léttur í lund, alltaf mikill aufúsugestur. Flugumferð var þá aðeins brot af því sem nú er og yngri systkinin trúðu því að Garðar stýrði hverri þeirri vél sem sást á himni. Þessar minningar eru sveip- aðar ævintýraljóma. Seinna urðum við þeirrar ánægju aðnjótandi að vera farþegar landa á milli í stærri gerð flugvéla undir hans stjórn. Garðar var traustur maður og virðu- legur í fasi og því gott að vita af hon- um við stjórnvölinn. Hann ferðaðist mikið jafnt innan lands sem utan og hafði víða komið. Leituðum við því oft ráða hans og upplýsinga þegar haldið var á framandi slóðir. Margar ánægjulegar samveru- stundir höfum við átt með fjölskyldu Garðars og Ástu í gegnum árin og þá við hin ýmsu tækifæri. Má þar m.a. nefna þegar stórfjölskyldan fór sam- an á jeppum inn til óbyggða og með í för vorum við allt frá ungum börnum til öldunga, stundum jafnvel fjórar kynslóðir. Akstur hans var öruggur en vegakerfið var þá mjög svo frum- stæðara og seinfarnara en nú er. Fjölförnustu fjallvegir landsins voru þá líkastir holóttum vegaslóðum og árnar flestar óbrúaðar. Einnig minnumst við margra góðra stunda á heimili þeirra Ástu og Garðars á Seltjarnarnesinu og síðar á Flyðrugranda. Fyrir nokkr- um árum byggðu þau sér sumarhús í landi Múlakots í Fljótshlíð. Þar er lítill flugvöllur og þar hafa flug- áhugamenn haft aðsetur og haldið árleg mót. Í bústaðnum hafa þau hjón löngum dvalið og lagt stund á gróðursetningu og ræktun. Kveðjustundin er komin svo allt of fljótt. Með sorg og söknuði kveðjum við Garðar Steinarsson með þakk- læti fyrir bjartar og ljúfar samveru- stundir. Við þökkum vináttu hans og hlýhug alla tíð og biðjum honum guðs blessunar á nýjum leiðum. Við sendum eiginkonu hans, Ástu, og börnum þeirra, Hróðnýju, Þórhildi og Páli, barnabörnum og ástvinum öllum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Fjölskyldan frá Lambey. Með miklum söknuði kveðjum við nú Garðar Steinarsson. Hann var einstaklega góðviljaður, hlýr og traustur maður. Hjónaband þeirra Ástu, systur og móðursystur okkar, var einkar farsælt og eignuðust þau þrjú börn og þrjú barnabörn, sem voru þeirra gleðigjafar. Garðar var mjög víðförull um æv- ina, bæði í sambandi við starf sitt og eins ferðuðust þau hjónin oft og víða um heiminn í frítíma sínum. Nú síð- ustu árin hafa þau átt sumarbústað í Fljótshlíðinni og hafa þá öll systkini Ástu eignast samastað þar og í ná- grenninu. Þetta hefur tengt fjöl- skyldurnar enn nánari böndum. Þar þótti Garðari gott að dveljast í feg- urðinni og kyrrðinni, ekki síst eftir að sjúkdómurinn herti tökin. Áhrifa Garðars gætir í fjölskyldu okkar þar sem hann var helsta fyr- irmynd Sæmundar þegar hann valdi sér starfsvettvang í fluginu. Minn- isstætt er honum þegar hann fékk ungur að árum að taka í stýrið á Fokker með Garðari á leið til Egils- staða. Við viljum nú þakka allar sam- verustundirnar og vináttuna sem aldrei bar skugga á, jólaboðin t.d. sem við skiptumst á um að halda og alltaf voru tilhlökkunarefni okkar. Garðar hefur nú öðlast hvíld eftir löng og erfið veikindi þar sem hann sýndi einstakt æðruleysi. Ásta hefur aldrei vikið frá sjúkrabeði hans og fjölskyldan staðið þétt saman. Ástu og fjölskyldu hennar biðjum við blessunar Guðs á þessum erfiða tíma. Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp ég líta má, Guðs míns ástar birtu bjarta bæði fæ ég að reyna og sjá. Hryggðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá. (Hallgrímur Pétursson.) Elínborg, Sæmundur og Þórhildur. Það var laust eftir 1960 að ungur og vaskur flugmaður, Garðar Stein- arsson, kom til starfa hjá Flugfélagi Íslands. Lágu leiðir okkar fljótlega saman, fyrst á Viscount-flugvélunum og síðar á öðrum flugvélum félagsins næstu árin. Strax kom í ljós að þarna fór vel gerður maður, kjarkmikill og duglegur. Garðar verður síðan flug- stjóri og þjálfunarflugmaður um ára- bil og lauk sínum flugmannsferli með glæsibrag. Það var svo í einhverjum flugferðum okkar 1968 að Garðar fór að segja mér frá fjallgöngum sínum og jöklaferðum. Eitt sinn á leið til Egilsstaða blasti Snæfell við okkur í allri sinni dýrð, og ákváðum við þá að ganga á þetta stórkostlega fjall. Við vissum að á Egilsstöðum var maður, Hákon Aðalsteinsson, sem gjör- þekkti þessar öræfaslóðir, en hann var alinn upp í Hrafnkelsdal. Hann var heldur betur til í að koma með okkur á Snæfell og nokkrum dögum síðar erum við Garðar mættir á Eg- ilsstaðaflugvöll með allt okkar haf- urtask. Leigðum við félagarnir nú jeppa, ókum þrír af stað, komum við á æskuheimili Hákonar, og héldum svo til suðurs. Um kvöldið tjölduðum við á bökkum Hölknár og daginn eft- ir stóðum við á tindi Snæfells, stór- kostlegt ævintýri. En þessi ferð markaði tímamót, því þetta var upp- hafið að sumarferðum okkar sem staðið hafa nánast óslitið þar til liðið sumar. Sonur minn, Jón Karl, kom fljótlega í hópinn og var með okkur flest árin. Ógleymanlegar eru marg- ar ferðirnar, eins og þegar við stóð- um allir saman á tindi Herðubreiðar og tókum lagið. Eða kaffitíminn okk- ar í blómabrekkunni fögru í suður- hlíðum Sviptungnahnúks í Lónsör- æfum, þar sem suðið í Jökulsá langt niðurfrá var það eina sem rauf kyrrðina, en við okkur blasti stór- kostleg fegurð, þvílík fjalladýrð. Ferðirnar tvær á gúmmíbátunum með Vattarnesbændum út í Skrúð voru slíkt ævintýri að okkur skorti orð til þess að lýsa þeirri upplifun, þegar við sátum innan um súlurnar og langvíurnar í fögru sumarveðri. Og Eyjabakkaferðin sumarið 1999 þegar Hákon fékk lánaðan geysi- stóran trukk, og þá komumst við yfir Jökulsá og gengum svo um þetta yndislega svæði, tókum myndir, fór- um í fótabað í einni tjörninni, og nut- um kyrrðarinnar. Í vestri glitraði fjallið okkar Snæfell, vestan Jökuls- ár, unaðslegur dagur og við allir í sæluvímu. Einnig er ógleymanleg Dyrfjallaferðin okkar, þar sem geng- ið var upp á hæsta tind, enda tók Garðar aldrei annað í mál. Hátt uppi við klettavegg fór Garðar aðeins á undan okkur, gekk fram á syllu og tók þar lagið. Þennan lognkyrra sumarmorgun bergmálaði söngur hans í hvelfingunni, en við okkur blöstu dyrnar stóru í þessum mikla fjallaklasa. Margar aðrar ferðir eru minnisstæðar og allar skemmtilegar. Hákon átti alltaf nóg af sögum að segja af Jökuldælingum, og Garðar las gjarnan fyrir okkur Stein Stein- arr, þegar við vorum allir komnir í Garðar Steinarsson ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og systir, ÓLAFÍA JÓNSDÓTTIR (Lóa) frá Þverhamri, Breiðdal, lést laugardaginn 10. nóvember á hjartadeild Landspítalans. Jarðarför auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Hermann Guðmundsson. ✝ Ástkær faðir okkar, bróðir, mágur og frændi, ÁRNI BERGUR EIRÍKSSON, lést á heimili sínu mánudaginn 5. nóvember. Útför fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 16. nóvember kl. 13.00. Lucinda S. Árnadóttir, Eyrún Rós Árnadóttir, Eyþór Árni Árnason, Jóhanna Þorbjörg Eiríksdóttir, Richard Hull, Clyde Eiríkur Hull, Caisy Hull.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.