Morgunblaðið - 14.11.2007, Qupperneq 25
daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 25
Eftir Arnþór Helgason
Eydís Einarsdóttir er fæddárið 1978. Hún varð stúd-ent frá Fjölbrautaskólan-um við Ármúla 1998. Jafn-
framt námi til stúdentsprófs lagði hún
stund á nám við Nuddskóla Íslands og
lauk því árið 2000. Árið 2006 lauk Ey-
dís prófi í lífefnafræði frá Háskóla Ís-
lands. Um þessar mundir stundar
hún meistaranám í lyfja- og efnafræði
náttúruefna við lyfjafræðideild H.Í.
Eydís á tvö börn með Reyni Loga
Ólafssyni, 6 ára dóttur og son á fyrsta
ári. Hún kaus að hitta blaðamann á
kaffihúsinu í Þjóðminjasafninu. Þenn-
an mánudagsmorgun var veðrið ynd-
islegt, léttskýjað og kjörið til mynda-
töku. Það var svo hlýtt að við
ákváðum að sitja utandyra og gæða
okkur á úrvalskaffi. Sveinninn svaf í
vagninum á meðan móðirin greindi
frá ævi sinni og áhugamálum. Kliður
umferðarinnar, flugvéla og annarra
gesta barst okkur til eyrna og andvar-
inn strauk fólki um vanga.
Leit að virkum lyfjaefnum
Eydís hóf meistaranám í lyfja- og
efnafræði náttúruefna þegar að lok-
inni útskrift og náði einni önn áður en
hún eignaðist son sinn í nóvember síð-
astliðnum. Fæst hún einkum við
rannsóknir á fléttum.
Á vefnum www.floraislands.is er
m.a. þetta að finna um fléttur:
Fléttur eru sambýlisverur, þannig
að hver flétta er gerð af asksveppi
sem þekur yfirborð hennar að utan,
og grænþörungi eða bláþörungi, sem
gefa sumum þeirra grænan lit, og sjá
um ljóstillífun fléttunnar. Þörungarn-
ir framleiða þannig lífræn næringar-
efni fyrir sveppinn.
Sumar fléttur eru sambýli þriggja
lífvera, þ.e. asksvepps, bláþörungs og
grænþörungs. Bláþörungarnir hafa
þá eiginleika fram yfir aðra þátttak-
endur í sambýlinu, að geta bundið nít-
ur úr andrúmsloftinu.
Fléttur vaxa á margs konar undir-
lagi, á grónum jarðvegi, á steinum,
trjáberki, unnum viði, steinsteypu,
hornum, og jafnvel á járni. Sumar
tegundir fléttna vaxa eingöngu á
klettum í fjöru þar sem saltur sjórinn
flæðir reglulega yfir, aðrar halda sig
við vatnsrásir á klettum, og enn aðrar
vaxa eingöngu á steinum í lækjum eða
á kafi í vatni.
Á Íslandi eru nú þekktar um 710
tegundir af fléttum. Fléttur eru gróft
flokkaðar í þrennt: runnfléttur, blað-
fléttur og hrúðurfléttur.
„Ég er að taka við verkefni sem
Anna Kristín Óladóttir hafði með
höndum,“ segir Eydís. „Hún rannsak-
aði fléttu sem kallast surtarkræða á
íslensku (Alectoria nigricans). Hún er
algeng runnflétta um allt land og vex
mest í mólendi. Anna Kristín kannaði
10 fléttutegundir og surtarkræðan
reyndist ásamt annarri fléttu hafa
mesta virkni gegn RS-veirunni sem
leggst einkum á ungbörn. Þetta er al-
varleg sýking sem ekkert sérhæft lyf
hefur verið þróað gegn. Mörg börn
sem fá slíka sýkingu verða astmaveik.
Mitt verkefni verður að rannsaka
þetta viðfangsefni nánar auk annars
verkefnis. Leiðbeinandi minn er Sess-
elja Ómarsdóttir. Ég lýk væntanlega
meistaraprófi í lyfjavísindum eftir eitt
og hálft ár. Ég veit ekki enn hvort ég
held áfram í frekara námi.“
„Þegar ég var lítil ákvað ég að
verða nuddari þegar ég yrði stór,“
heldur Eydís frásögninni áfram. Föð-
ursystir mín, Guðrún Þórsdóttir, mik-
il kjarnakona, kenndi okkur systk-
inunum svæðanudd og ég gerði mér
því snemma grein fyrir þeim áhrifum
sem nuddið getur haft. Í Nuddskóla
Íslands lærði ég ýmsar tegundir
nudds. Meistari minn, Örn Jónsson,
lagði sérstaka áherslu á orkuflæði lík-
amans sem byggist á kínversku nál-
astunguaðferðinni. Ég lærði því að
nýta mér orkubrautir líkamans, en
öðlaðist ekki réttindi sem nála-
stungulæknir.“
– Er til eitthvert kennsluefni um
nálastungur á íslensku?
„Bókin sem við lásum er eftir Mar-
inó Ólafsson og er leiðarvísir með
tæki sem nefnist ELACU. Þetta er
rafeindatæki sem Marinó hannaði
fyrir um 30 árum. Tækið skynjar
orkubrautir líkamans og gefur frá sér
tón þegar það hittir á þær. Veikum
rafstraumi er hleypt á punktana sem
verkar svipað og nálastungur.“
Bakpokafólkið vakti áhuga
Eftir að Eydís lauk námi sem nudd-
ari vann hún um skeið á nuddstofunni
Umhyggju. Innra með henni blundaði
löngun eftir frekara námi. Hún hafði
hug á að fara til Brighton í Bretlandi
og leggja stund á austrænar eða kín-
verskar lækningar við háskóla þar í
borg.
„En veður skipuðust í lofti. Árið
2002 eignaðist ég dóttur. Um svipað
leyti fluttist ég í íbúð á Víðimelnum
sem foreldrar mínir áttu. Þegar ég sat
þar í fæðingarorlofinu og fylgdist með
bakpokafólkinu streyma inn í Þjóð-
arbókhlöðuna fann ég að mig langaði
til að hefja nám aftur. Ég fór því að
sækja tíma í læknisfræði. Eftir ára-
mótin 2003 innritaði ég mig í raunvís-
indadeild og fór að nema lífefnafræði.
Henni lauk ég í fyrravor.“
Eydís telur sig hafa nálgast áhuga-
mál sitt, lækningajurtirnar, eins og
hún hefði gert, hefði hún lagt stund á
kínverska læknisfræði, en undir öðr-
um formerkjum.
„Ég hef lært talsvert af Guðrúnu
föðursystur minni, en hún tínir jurtir
og býr til te úr þeim. Ég tíni gjarnan
blóðberg og bláberjalyng á meðan
það er nýtt og spæni það í mig. Einnig
bý ég til te úr blóðbergi, fyrst og
fremst af því að mér finnst það gott.
Þegar við mæðgurnar förum upp í
Heiðmörk spyr Agnes Sjöfn hvort
hún megi borða hina og þessa jurtina.
Ég hef þó ekki kannað hollustu
jurtanna.“
Morgunblaðið/ G. Rúnar
Lífefnafræðingurinn Eydís Einarsdóttir hefur lengi haft áhuga á lækn-
ingajurtum og hugði um tíma á nám í kínverskum lækningaaðferðum.
Virk lyfjaefni í
surtarkræðum
Komið hefur í ljós að af
10 íslenskum fléttum hef-
ur surtarkræða ásamt
annarri fléttu að geyma
virk efni sem vinna gegn
Rs-veirunni. Hún leggst
einkum á ungbörn og
getur valdið mjög alvar-
legum lungnasýkingum.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111