Morgunblaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 33
tengdasonur hans og naut þess æv-
inlega að ferðast vítt og breitt um
landið með Jóni, sem aldrei taldi eftir
sér að hafa tengdaföður sinn með í
ferðum. Sameiginlegt áhugamál
tengdi þá sterkum böndum.
Hjónaband þeirra Arndísar og Jóns
hefur alla tíð verið afar farsælt svo
aldrei bar þar á skugga. Þau báru
ávallt mikla virðingu hvort fyrir öðru,
voru samhent og einhuga í einu og
öllu. Á allt þetta reyndi í þeim veik-
indum sem knúið hafa dyra hjá þeim
báðum á undanförnum árum þar sem
ást, ósérhlífni og samstaða einkenndi
viðbrögð þeirra. Sá erfiði taugasjúk-
dómur sem lagðist á Jón á seinni árum
bar hann af mikilli hugprýði og kjarki
og lét aldrei bugast.
Hér er nú fallinn frá góður drengur
og mikill öðlingur. Nokkrum árum
eftir að faðir okkar Arndísar lést, tóku
þau Jón og Arndís móður okkar,
Katrínu Gísladóttur, sem þá var farin
að heilsu, inn á heimili sitt og önn-
uðust hana af mikilli alúð og ósér-
hlífni, uns hún fékk vist á hjúkrunar-
heimili. Þetta var mikið góðverk sem
ég þakka fyrir af heilum hug. Ævi-
langa tryggð og vináttu viljum við
hjónin einnig þakka fyrir. Megi náð og
friður guðs veitast Arndísi systur
minni, börnum hennar, tengdadóttur
og öllum barnahópnum í sorg þeirra
og söknuði.
Hvíl í friði, kæri mágur.
Magnús Guðjónsson.
Nokkrar minningar um mann, sem
var mikill fjölskyldumaður, var léttur
í lund og sífellt að hugsa um aðra.
Þegar eldri dóttir mín fæddist vorið
1970 andaðist langafi hennar um svip-
að leyti og haft var á orði, sem sumir
kalla klisju, að maður kemur í manns
stað.
Dóttir mín átti alltaf öruggt skjól
hjá ömmu og afa, fyrst í Stóragerðinu
en síðan í Brautó. Hún var fyrsta
barnabarnið þeirra og þó að barna-
börnin yrðu fleiri, var alltaf pláss og
tími fyrir hana.
Þegar við mæðgurnar bjuggum í
litlu íbúðinni okkar í Breiðholtinu þá
var það Jón afi sem kom og setti upp
útiljósaseríurnar á svalirnar, hann og
Dídí voru alltaf að hugsa um Hrönn
sína, hringdu daglega, hvort ekki væri
allt í lagi og hvort okkur vantaði
örugglega ekkert.
Einu sinni á afmælinu mínu þegar
Hrönn var lítil komu þau sem ryksugu
og gáfu mér, sú kvöð fylgdi að ef ég
byrjaði að reykja aftur, þá kæmi hann
og myndi taka ryksuguna aftur. Ég
hafði hætt að reykja nokkrum mán-
uðum áður og ryksugan var aldrei
sótt, ég stóð við loforðið og geri enn.
Öll árin sem ég var einstæð móðir í
Breiðholtinu átti ég styrka stoð þar
sem Jón og Dídí voru annars vegar,
dóttirin alltaf velkomin og hún var
alltaf tilbúin að fara til ömmu og afa.
Það breyttist aldrei þó ég væri komin
með mann og aðra dóttur, alltaf var
sama hlýjan og vinsemdin í garð okk-
ar allra.
Ég gleymi því aldrei þegar við
kvöddum Hrönn, Björn og Guðjón
litla, fyrsta barnabarnið mitt, á flug-
vellinum í Keflavík. Þau voru að flytja
til Ameríku, til að fara í nám. Ég
keyrði jeppann okkar, með manninn
minn fótbrotinn í gifsi og litlu dóttur
mína og Jón afi og Dídí komu á Patrol-
jeppanum sínum og foreldrar Björns
komu á þriðja bílnum í snarbrjálaðri
snjóhríð á flughálum Keflavíkurveg-
inum. Þegar þetta gerðist var Jón far-
in að finna fyrir sjúkdóminum sem
ágerðist svo smátt og smátt, en hann
og Dídí fóru þrátt fyrir það að heim-
sækja litlu fjölskylduna í Ameríku.
Ég er afskaplega þakklát fyrir að
hafa fengið tækifæri til að kynnast
þessari fjölskyldu og þakklát fyrir að
dóttir mín á svona góða að.
Ég minnist manns sem var alltaf að
hugsa um aðra, alltaf tilbúin í grín og
glens og þó hann væri kominn í hjóla-
stól, þá var stutt í stríðni og hnyttin
tilsvör.
Guð veri með þessari fjölskyldu á
þessum erfiðu tímum.
Guðrún Lilja Norðdahl.
Ég ætlaði rétt að kveðja Jón Guð-
jónsson og þakka honum fyrir sam-
veruna og allt. Jón var ótrúlegur mað-
ur, ljúfur og vandaður. Maður sem
gerði allt 110 prósent, vandvirkur,
smekklegur. Hann bar mikla virðingu
fyrir fólki, var með mikla réttlætis-
kennd og mátti ekkert aumt sjá hjá
öðrum. Maður sem fór vel með alla
hluti og bar mikla virðingu fyrir fjár-
munum. Hann var líka einstakur
dýravinur. Heimilið, fjölskyldan og af-
komendurnir voru honum allt. Það
skipti hann mestu máli að allt gengi
vel hjá fólkinu sínu, alltaf jafn mikill
áhugi á því hvað fólkið væri að fást við,
það leyndi sér ekki. Það hefur alltaf
verið gott að koma heim til þeirra
hjóna og gaman að sjá hvernig þau
hafa alltaf ljómað af ánægju og horft
stolt yfir hópinn, ömmu- og afabörnin
sín, þegar þau hafa komið til þeirra.
Ég dáist að þeim systkinum Möggu
og Guðjóni, ásamt Siggu, fyrir að hafa
alltaf staðið þétt á bak við Jón í veik-
indunum. Þau hafa virkilega alltaf
reynt að gera allt sem bærilegast fyrir
hann og verið eins og klettur á bak við
hann, ásamt öðrum fjölskyldumeðlim-
um. Þá má aldrei gleyma því yndis-
lega starfsfólki sem starfar á hjúkr-
unarheimilinu Eir, en það frábæra
fólk hefur hugsað vel um Jón og Dídí,
með fagmennsku, góðmennsku og
nærgætni í fyrirrúmi alla tíð.
Allra mesta hetjan er þó Dídí okkar
og við erum með hugann hjá henni
núna, þegar eiginmaður hennar í tæp
60 ár er kvaddur. Hún hefur alltaf
staðið honum þétt við hlið, sú góð-
hjartaða og glæsilega kona, og tekið á
veikindum hans, eins og öllu öðru,
með einstöku æðruleysi.
Ég kveð Jón með söknuði, en jafn-
framt með virðingu og þakklæti.
Minningin lifir um góðan mann.
Kveðja,
Magnús Örn Guðmarsson.
Hverfum um stund aftur til ársins
1960, en þá sem nú, er borgin í örum
vexti og nýtt hverfi, Stóragerðið, í
uppbyggingu. Þangað flykkist barna-
fólk svo að hverfið iðar af lífi, athafna-
semi og bjartsýni. Í fyrstu var sjón-
deildarhringurinn smár hjá okkur
ungviðinu og bundinn við okkar nán-
asta umhverfi enda brýnt fyrir okkur
að fara ekki úr augsýn mæðra sem
flestar voru heimavinnandi og vak-
andi fyrir velferð okkar. En eftir því
sem tognaði úr okkur, stækkaði sjón-
deildarhringurinn og kom að því að
hann náði alla leið niður í fyrstu blokk-
ina. Þar leyndist líka stúlka með
hrokkið hár, stutt í hláturinn og með
hjartað úr gulli. Eilífðarvinkona!
Um leið eignuðumst við athvarf hjá
þeim Jóni og Dídí og var heimili
þeirra okkur alltaf opið. Þar hlúði Dídí
að okkur í mat og drykk en húsbónd-
inn Jón var á fullu að „rafmagna“
borgarbúa með góðum árangri. Hann
gaf sér þó tíma til að kynnast okkur
hverri og einni og taka þannig þátt í
áhugamálum dóttur sinnar og stuðla
um leið að velferð hennar. Eftir fyrstu
kynni komst ég að því að Jón gat í al-
vöru verið svolítið „stuðandi eða raf-
magnaður“ eða svolítið stríðinn, karl-
inn! En ævinlega var það góðlátlega
meint svo að eftir því sem árin liðu
kunni ég alltaf betur og betur að meta
þessa eiginleika hans. Verð ég líka að
viðurkenna að við vinkonurnar vorum
nú ekki alltaf saklausar í hans garð og
gátum tekið upp á ýmsu. Hann kallaði
mig ævinlega Helgu „litlu“ en þegar
ég tók upp á því að vaxa seint um síðir
og ná Möggu hélt ég að ég hefði glatað
því viðurnefni endanlega, en svo
reyndist ekki. Allt var líka svo auðvelt
á meðan við vorum aðeins í þessari
götu bernskunnar en uppeldismálin
fóru að flækjast þegar töglin og tík-
arspenarnir fóru að víkja fyrir mask-
ara og varalit svo ekki sé minnst á
vaxandi áhuga á hinu kyninu. Þá
fannst Jóni betra að hafa augun hjá
sér. Eftirminnileg er líka fyrsta versl-
unarmannahelgarútilegan sem farin
var með þeim hjónum. Þar var að
sjálfsögðu kíkt á strákana en allt und-
ir siðsömu eftirliti. Og árin líða, við
vöxum úr grasi og ég sest að í afdölum
Öxarfjarðar. Í borgarferðum mínum
sem voru ærið margar var markmiðið
að líta við hjá Möggu og þar hitti ég
þau hjón af og til og heimsótti þau
einnig á Eir. Við Jón höfum aldrei átt í
vandræðum með umræðuefnin. Iðu-
lega voru þau landsbyggðarmálin,
enda sannkallaður landsbyggðarmað-
ur á ferð, Strandamaður í húð og hár
og minnugur bæði á fólk og staðhætti.
Á áttræðisafmæli Dídíar gerðist ég
leynigestur. Þegar ég óskaði Jóni til
heilla með sína konu og spurði um leið
frétta af lífinu og tilverunni hjá þeim,
svaraði hann mér með þessum gull-
vægu orðum: „Helga litla. Ég er hug-
ur hennar, hún er höndin mín.“ Þann-
ig má með þessari einu setningu orða
samheldni þeirra hjóna í gegnum súrt
og sætt í áratugi af velgengni og ham-
ingju, þar sem þau gerðu sér far um
að vera bæði akkeri og kjölfesta
barna sinna og annarra afkomenda af
miklum myndarskap. Elsku Magga
mín, Dídí, Guðjón og fjölskyldan öll.
Einlægustu samúðarkveðjur til ykkar
allra. Megi minning hans lifa.
Helga Þorsteinsdóttir.
Nú er fallinn frá mætur maður og
góður vinur minn, Jón Guðjónsson.
Kynni okkar Jóns voru orðin æði löng
eða nærfellt 60 ár og bar þar aldrei
neinn skugga á. Kynnin hófust með
því að við giftumst báðir stúlkum frá
Bíldudal sem voru vinkonur.
Samskipti okkar Jóns hafa verið
mjög mikil í gegnum tíðina því fljót-
lega eftir að við kynntumst fórum við
að reka saman rafverktakafyrirtæki.
Ég hafði lært rafvirkjun og hann raf-
vélavirkjun. Þetta fyrirtæki rákum
við saman í 18 ár. Nokkrum árum eft-
ir stofnun rafverktakafyrirtækisins
stofnuðum við einnig, ásamt tveimur
öðrum, byggingafélag sem byggði
fjölda íbúða. Byggingafélagið varð
síðar að eignahaldsfélagi og var því
slitið fyrir nokkrum árum.
Þegar menn hafa þekkst svona
lengi og unnið mikið saman eins og
við Jón höfum gert og leiðir skilja
kemur margt upp í hugann. Eitt er
hversu mikill verkmaður hann var
eða mesti verkmaður sem ég hef fyrr
eða síðar kynnst. Annað hvað það var
alltaf skemmtilegt í nánd við Jón. Jón
var óvenju skemmtilegur maður sem
sá alltaf hinar broslegu hliðar á öllum
málum og var tilbúinn með brandara
þegar svo bar undir. Einnig átti Jón
það til að vera stríðinn og eru mér
minnisstæðar mjög fyndnar kring-
umstæður sem komu til vegna uppá-
tækjasemi Jóns. Menn eins og Jón
eru ómetanlegir fyrir samfélagið því
þeir létta svo umhverfið í kringum sig
og menn eru mun ánægðari að vinna
með slíkum mönnum. Í sínum miklu
og langvarandi veikindum hélt Jón
mikilli sálarró og gat verið að reyta af
sér brandara fram á síðasta dag.
Jón var mikill gæfumaður í einka-
lífinu, átti góða konu og tvö mann-
vænleg börn.
Að lokum vil ég þakka Jóni sam-
fylgdina og votta Arndísi og öðrum
ættingjum mína dýpstu samúð.
Svavar Kristjónsson.
Með örfáum orðum viljum við
minnast elskulegs vinar og nágranna
um áratugaskeið.
Það er alltaf erfitt að kveðja góðan
vin en dýrmætt að eiga aðeins um
hann góðar minningar.
Jón var einstaklega vandvirkur
maður og mikið snyrtimenni. Sást það
á öllu sem hann kom nálægt og mátt-
um við nágrannar hans mikið af hon-
um læra.
Þær voru margar ánægjustundirn-
ar, sem við áttum með honum og hans
ágætu konu, Arndísi (Dídí) í Braut-
arlandinu, bæði utandyra við dútl og
garðvinnu, en ekki hvað síst á fallega
heimilinu þeirra, þar sem gestrisni
var í hávegum höfð. Þar var frú Arn-
dís í essinu sínu og bar fram ljúfar
veitingar hvenær sólarhrings sem
var. Jón og Dídí voru sannarleg sam-
hent hjón og með afbrigðum vinsæl,
enda óvenjugestkvæmt á heimili
þeirra. Þar var öllum tekið opnum
örmum.
Jón var glaðlegur maður og hnytt-
inn í orðum. Stríðinn var hann og
hafði gaman af, en særði aldrei neinn
og oft var hlegið.
Það var mikið áfall þegar Jón
greindist með rýrnunarsjúkdóm fyrir
allnokkrum árum, en hann tók því af
miklu æðruleysi og reyndi að lifa líf-
inu eins og hann gat, alltaf jákvæður
og bjartsýnn. Þar kom þó, að þau hjón
urðu að flytja úr Brautarlandinu og á
Hjúkrunarheimilið Eir. Þar sýndi Jón
mikinn hetjuskap í veikindum sínum.
Hann þeysti um ganga á sínum raf-
knúna stól, gerði að gamni sínu og
þau hjónin sýndu þar sömu gestrisn-
ina og væntumþykjuna og í Brautar-
landinu áður.
Nú þegar Jón hefur kvatt er gott að
vita að eftir stendur stór og góð fjöl-
skylda, sem umvefur Dídí. Það hefur
verið ánægjulegt að sjá hvað þessi ná-
grannafjölskylda hefur haft náið og
gott samband.
Elsku Dídí, við sendum þér, börn-
unum þínum og fjölskyldunni allri
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Ingibjörg og Helgi V. Jónsson.
Sólin strauk snöggvast vesturhlíð
Brunngilsdalsins og gyllti vetrarfölt
landið, daginn er ég frétti lát Jóns
Guðjónssonar frænda míns. Mér
fannst ofur fallegt af henni á þessum
stutta birtutíma skammdegisins að
kveðja hann með þessum hætti. Hér á
Þórustöðum sleit hann barnskónum
og unni mjög þessum slóðum síðan.
Hann var góður og skemmtilegur
frændi hann Jón. Við þessi leiðarlok
sækja margar minningar á hugann og
allar eru þær gleðilegar. Þær flugu
fljótt stundirnar þegar hann kom
hingað norður að heimsækja okkur
ættingja sína á sumrin. Einstaklega
gaman var að hlusta á þá frændur,
hann og pabba sáluga rifja upp gam-
an og grín frá fyrri tíð. Þá var oft
hlegið dátt, þeir höfðu svipaðan
prakkarahúmor blessaðir.
Jón frændi var mikill gæfumaður í
sínu einkalífi. Það var ætíð svo að tal-
að var í einni og sömu setningu um
þau Jón og Dídí. Ung áttust þau og
fylgdust að glöð og kát gegnum lífið,
áttu þessa gæsku í hjartanu sem svo
sannarlega skilar sér til afkomenda
þeirra.
Jón minn var mikill sjúklingur síð-
ustu æviárin og þrekið farið. Það hef-
ur eflaust verið honum, jafn starfsöm-
um og kvikum manni, erfiður kross að
bera. En mín vissa er að hans létta
lund ásamt ástúðlegri ummönnun
fólksins hans hafi verið honum þar
raunabót. Nú hefur hann blessaður
lokið baráttunni og vafalaust átt góða
heimkomu í eilífðarlandið.
Máski að þeir sitji þar frændur
pabbi og hann og skemmti englunum
með sínum óborganlegu skrítlum. Ég
og mitt fólk vill á þessari kveðjustund
þakka elskusemi og tryggð árin öll.
Guð blessi minningu Jóns Guðjóns-
sonar frænda míns og varðveiti fólkið
hans á komandi tímum.
Óla Friðmey Kjartansdóttir.
Nú að Jóni föðurbróður mínum öll-
um er horfin sjónum fyrsta kynslóð
afkomenda ömmu og afa, það er börn
Margrétar og Guðjóns frá Þórustöð-
um í Bitrufirði á Ströndum. Mér
fannst reyndar mikið skarð vera þeg-
ar fyrir skildi fyrir rúmu ári á ætt-
armóti niðja ömmu og afa, er þau
hjónin, Dídí og Jón, eins og nákomnir
kölluðu þau ávallt, treystu sér ekki til
að vera með. Var það fyrsta niðjamót-
ið, hið fimmta í röðinni, án fyrstu kyn-
slóðarinnar. Jón frændi hafði á sínum
tíma mikinn áhuga á að koma mót-
unum á laggir og hvatti mjög til
þeirra. Hafa þau verið haldin að jafn-
aði þriðja hvert ár. Jón var langyngst-
ur fimm systkina, sem voru ákaflega
samheldin, nokkuð sem ég upplifði frá
barnæsku. Einn árangur samheldn-
innar er sá að við systkinabörnin,
önnur kynslóðin, þekkjumst mjög vel.
Er ég því sannfærður um að í minn-
ingu um systkinin og foreldrana frá
Þórustöðum haldi niðjamótin áfram
um árabil, enda afar skemmtilegar
samkomur. Þökk sé Jóni frænda fyrir
hans þátt.
Jóni var góðvildin og greiðviknin í
blóð borin. Efst er mér í huga, að því
er mínum ættlegg viðvíkur, hjálp og
umhyggja þeirra Dídíar fyrir móður
minni og fjöldskyldunni við ótíma-
bært andlát föður míns á erfiðu tíma-
bili eftir langvinnan sjúkdóm hans
fyrir rösklega fjórum áratugum. Fað-
ir minn og Jón, litli bróðir hans, voru
afar nánir. Var Jón heimagangur hjá
foreldrum mínum á Akranesi á ung-
lingsárum hans, fyrir mitt minni, og
áttu þeir bræður þá saman sinn fyrsta
bíl. Þá er mér vitanlega minnisstætt
að Jón frændi gekk með mér í föð-
urstað upp að altarinu er ég festi ráð
mitt á sínum tíma.
Gamansamur var Jón með afbrigð-
um og hef ég oft haft unun af að rabba
við hann og heyra skemmtilegar frá-
sagnir hans af fyndnum atburðum og
skrítnu fólki, hvort sem var frá í
gamla daga fyrir norðan og vestan
eða frá vinnustöðum hans í nýbygg-
ingum á Árbæjar- og Breiðholtstím-
anum. Margar frásagnir Jóns frænda
hef ég í áranna rás nýtt mér til að
vera fyndinn meðal vina og kunn-
ingja. Ég var um daginn að hugleiða
nokkur atvik frá í gamla daga til að
rifja upp með honum og hlægja með
honum, en áður en að heimsókn varð
kom kallið mikla mér alveg að óvör-
um.
Mér var oft hugsað til þess, og fann
ég þá til með frænda, hve ill örlög það
hlytu að vera honum að geta sér lítt
bjargað og verða að lokum bundinn
við hjólastól. Ég vissi nefnilega mæta
vel hvílíkt yndi hann hafði af að
ferðast, ekki síst um landið og á æsku-
slóðir sínar fyrir norðan. En loksins
þegar hann var að mestu hættur að
vinna sakir aldurs, og átti því að geta
farið að njóta meira frelsis, gat hann
sig naumast hrært. Á móti kom hins
vegar hve andlega hress hann var og
gat ávallt gert að gamni sínu sem
fyrr, að því er virtist sáttur við fötlun
sína, og lánsamur var hann vissulega
að hafa Dídí alltaf hjá sér og börnin í
þrjá ættliði á næsta leiti.
Við Edda og fjölskyldur okkar vott-
um Dídí og fjölskyldum hennar okkar
dýpstu samúð nú þegar Jón frændi er
horfinn sjónum okkar, en huggun er
henni í að verða áfram umvafin af-
komendum sínum, eins og þau Jón
voru ætíð.
Minningin um góðan dreng lifir.
Rögnvaldur.
Elsku Svavar.
Ég hef þekkt þig frá
því þú fæddist. Ég man
það svo vel hversu skemmtilegt og
gott barn þú varst og hve gaman var
að vera í návist þinni. Þú bjóst yfir
einstaklega góðu lundarfari, jákvæðni
og fallegu hjartalagi. Við höfðum mik-
ið samband fram á fullorðinsár en því
miður minnkaði sambandið með ár-
unum – það breytti þó engu um það
hversu vænt mér þótti alltaf um þig
og hversu vel við þekktumst. Þú
Svavar Hreinn
Pétursson
✝ Svavar HreinnPétursson fædd-
ist að Kaldaðarnesi
á Ströndum hinn 20.
janúar 1952. Hann
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 29. október
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Grafarvogskirkju 5.
nóvember.
kynntist góðri konu og
eignaðist með henni
mannvænleg og góð
börn. Fjölskyldan var
þér afar kær og þú
varst einstaklega barn-
góður. Það var mér
mikið áfall að heyra um
andlát þitt og ég sakna
þín innilega, Svavar
minn, og þakka þér fyr-
ir allar góðu stundirnar.
Elsku Heiða, Jó-
hanna Karlotta, Pétur
Áskell, Svavar Kári og
Eva Valdís, ég votta
ykkur mína dýpstu samúð. Einnig
sendi ég systkinum Svavars og öðrum
ættingjum hans samúðarkveðjur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V.Briem)
Þín frænka
Hulda.