Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 15 Enda þótt orkumál og eignarhald á orkuauðlind- unum séu kjarninn í rannsóknarverkefni Aagot- ar Vigdísar Óskarsdóttur lögfræðings mun hún jafnframt skoða eignarhugtakið í íslenskum rétti og þróun þess með tilliti til lands og auðlinda. Eignarhugtakið, eða það að eiga, felur í sér mismunandi heimildir eða réttindi, að sögn Aa- gotar. Það lýtur þannig bæði að sambandi eig- andans við eign sína (hann getur t.d. notað hana) og einnig að sambandi hans við aðra aðila varð- andi eignina (hann getur veðsett hana, leigt eða lánað hana öðrum o.s.frv.). Í krafti slíkra rétt- arsambanda öðlast aðrir aðilar tiltekin réttindi gagnvart eigninni. „Erlendir fræðimenn hafa bent á að það kunni vörð um þá, hugsanlega með lagasetningu sem þá hefur í för með sér almenna takmörkun eign- arréttar að viðkomandi verðmæti. „Ef við horfum of þröngt á eignarhugtakið og einblínum á einungis einn þátt í hagsmunanet- inu, til dæmis heimild landeiganda til að nýta vatn á landi sínu eða framsalsheimild kvótahafa, er hætt við að við missum sjónar á heildarmynd- inni. Afleiðingin kann að vera að við drögum skakkar ályktanir um vægi þessara afmörkuðu réttinda og leggjum of mikla áherslu á vernd þeirra á kostnað annarra hagsmuna sem einnig eru þættir í hagsmunavefnum og ættu að njóta verndar með einhverjum hætti,“ segir Aagot Vigdís Óskarsdóttir. að gefa betri mynd af því hvað felst í eignar- hugtakinu að líta á það sem net af hagsmunum. Hagsmunum manna gagnvart eigninni og gagn- kvæmum hagsmunum manna á milli sem varða viðkomandi eign. Þegar um er að ræða eignar- andlög eins og náttúruauðlindir kann þetta net að vera enn flóknara en þegar annars konar eignir eiga í hlut því þá kunna að bætast við myndina aðrir hagsmunir, t.d. almennings eða þjóðarinnar í heild,“ segir Aagot. Hún segir ekki endilega víst að allir þeir hagsmunir sem hags- munanetið birtir séu þess eðlis að þeir njóti verndar sem eignarheimildir, sem bein eða óbein eignarréttindi. Þeir kunni hins vegar að vera það mikilvægir að það þyki ástæða til að standa Net af hagsmunum P R [ p je e rr ] 2006 Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • sími 515 5800 • rannis@rannis.is. • www.rannis.is Ó sk að e ft ir t iln ef ni ng um Hvatningar- verðlaun Vísinda- og tækniráðs Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs eru árlega veitt vísindamanni sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi er treysti stoðir mannlífs á Íslandi.Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1987 í nafni Rannsóknarráðs ríkisins, á 50 ára afmæli atvinnudeildar Háskóla Íslands. Verðlaunin eru tvær milljónir króna. Tilnefningar mega koma frá öllum sviðum vísinda, tækni og fræða.Tilnefna má vísindafólk sem starfar á Íslandi við háskóla, rannsóknarstofnanir, fyrirtæki eða er sjálfstætt starfandi. Öllum sem eru í aðstöðu til að meta störf einstakra vísindamanna er heimilt að koma með tilnefningar til verðlaunanna. Með tilnefningu fylgi ferilskrá vísindamannsins. Við mat á tilnefningum til verðlaunanna er tekið tillit til námsferils viðkomandi vísindamanns, sjálfstæðis, frumleika og árangurs í vísindastörfum að loknu námi; ritsmíða, einkaleyfa og framlags í störfum á alþjóðavettvangi svo og annarra vísbendinga um líklegan árangur af störfum viðkomandi. Sérstaklega er litið til brautryðjandastarfs í vísindum. Þá er litið til faglegs framlags til starfsfélaga á vinnustað og miðlunar þekkingar til íslensks samfélags. Almennt er miðað við að þeir sem koma til álita séu ekki eldri en 40 ára, en tekið er tillit til tafa sem kunna að verða á ferli vísindamanns vegna umönnunar barna. Fimm handhafar verðlaunanna skipa dómnefnd: Jakob K. Kristjánsson, framkvæmdastjóri Tækniseturs Arkea ehf., Svanhildur Óskarsdóttir, rannsóknardósent á Stofnun Árna Magnússonar, Steinunn Thorlacius, sérfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, og Hilmar Janusson, þróunarstjóri Össurar hf. Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 14. mars 2008. Tilnefningum og upplýsingum um feril tilnefndra skal skilað til Rannís, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, eða með tölvupósti á netfangið rannis@rannis.is. 8 megi ekki framselja orkuauðlindir sínar með varanlegum hætti. Þar er þó tiltekið að lögin muni ekki ná til orkufyrirtækja sem einkaaðilar eiga þegar í. Á það aðeins við um eitt fyr- irtæki eins og málum er háttað, Hita- veitu Suðurnesja, en hún er sem kunnugt er í þriðjungseigu einka- aðila, Geysir Green Energy. Á flokksstjórnarfundi Samfylking- arinnar í nóvember síðastliðnum vék Össur Skarphéðinsson iðnaðarráð- herra orðum að frumvarpinu og sagði m.a. að ríki, sveitarfélög eða fyrirtæki í þeirra eigu, megi ekki selja frá sér sjálfar orkulindirnar. „Einkaaðilar sem búa yfir orku- lindum fá hins vegar að ráðstafa þeim sjálfir að eigin vild í samræmi við lög og reglur. Þess ber hins vegar að geta, að langstærsti hluti nýttra og ónýttra orkulinda er nú þegar í opn- berri eigu í gegnum þjóðlendur, rík- isfyrirtæki, ríkisjarðir, sveitarfélög, jarðir í þeirra eigu, eða fyrirtæki sem þau eiga.“ Vonir standa til að frumvarpið verði að lögum nú á vorþinginu. Tilgangurinn með þessari laga- setningu er væntanlega að tryggja eignarhald þjóðarinnar á orkuauð- lindunum en engin sambærileg lög- gjöf er til um þær eins og um hina helstu auðlind Íslendinga, fiskimiðin. Nái þessi lög fram að ganga þýðir það til dæmis að verði Landsvirkjun seld verður auðlindin dregin frá sölu- verðinu, þ.e. einungis mannvirki og búnaður ganga í hendur kaupanda. Lögfræðileg skipting á eignarhaldi jarðrænna auðlinda er tvíþætt; ann- ars vegar þjóðlendur og hins vegar eignarland. Með þjóðlendum er átt við landsvæði utan eignarlanda þótt einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarréttindi. Þjóðlendur eru á forræði forsæt- isráðuneytis og sveitarstjórna sem fara með heimildir sem annars eru í höndum landeigenda. Þjóðlendum er skipt upp í ellefu svæði (sjá kort) og fjallar Óbyggða- nefnd um þau og kveður upp úrskurð um eignarhald. Málsmeðferð er lokið á fimm svæðum og hefur úrskurður verið kveðinn upp. Málsmeðferð vegna eignarhalds jarðhita á Norð- austurlandi er nú á lokastigi og Há- kon Aðalsteinsson, sérfræðingur hjá Orkustofnun, segir menn bíða úr- skurðar með nokkurri eftirvæntingu enda hafi talsverð óvissa ríkt um það mál. „Það er svo mikill jarðhiti þarna að niðurstaðan mun hafa talsverð áhrif á heildarmyndina,“ segir hann en til þessa svæðis heyra m.a. Þeista- reykir. Uni aðilar ekki úrskurði Óbyggða- nefndar geta þeir áfrýjað honum til dómstóla. Með eignarlandi í einkaeign er átt við land í eigu einstaklinga, lögaðila, ríkis eða sveitarfélaga. Venjan er að skipta þessu eignarhaldi í tvennt; annars vegar er talað um land í eigu einkaaðila sem eru almennir jarðeig- endur eða aðrir einkaeigendur auð- lindaréttinda og hins vegar land í op- inberri eigu, þ.e.a.s. jarðir eða réttindi ríkis, sveitarfélaga eða fyr- irtækja í þeirra eigu. Eignanám í þágu almannahagsmuna Telji ríkisvaldið sig nauðsynlega þurfa að kaupa upp landsvæði í einka- eigu og samningar nást ekki getur það samkvæmt stjórnarskrá beitt eignarnámi. Elín segir þessu ákvæði hafa verið beitt tiltölulega frjálslega við undirbúning virkjanafram- kvæmda gegnum tíðina. „Það hefur verið nokkurn veginn þannig að nái Landsvirkjun ekki samningum við eigendur er viðkomandi land hrein- lega tekið eignarnámi. Hér hafa al- mannahagsmunir ráðið ferð, m.a. meðan verið var að rafvæða þjóðina,“ segir hún en í stjórnarskránni stend- ur skýrum stöfum: „Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.“ Elín segir málið hafa orðið flóknari í seinni tíð en virkjanir sem reistar eru í dag eru aðallega til þess fallnar að knýja ákveðnar verksmiðjur í sam- keppnisrekstri, samanber Kára- hnjúkavirkjun. Ekki nóg með það,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.