Morgunblaðið - 03.02.2008, Síða 21

Morgunblaðið - 03.02.2008, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 21 Bandaríkin eru ekki þekktfyrir skattþyngsli, en þarhefur engu að síðursprottið upp lítil, en vax- andi andófshreyfing gegn sköttum. Þekktasti félagi þessarar hreyfingar er leikarinn Wesley Snipes, sem of- bauð þegar honum var gert að greiða tvær milljónir dollara í skatt árið 1999. Síðan þá hefur hann átt í útistöðum við skattyfirvöld og á end- anum var hann sóttur til saka í Flór- ída. Á föstudag féll dómur í máli Sni- pes og var hann sýknaður af alvarlegustu ákæruliðunum, sem vörðuðu svik og samsæri, en sekur fundinn um þrjú atriði og gæti átt þriggja ára fangelsi yfir höfði sér. Fylgdi foringjunum Hann var ákærður ásamt tveimur öðrum árið 2006 eftir að hann lagði fram kröfu um endurgreiðslu sjö milljóna dollara, sem hann hafði borgað í skatt fyrir 1997. Hann var einnig ákærður fyrir að hafa ekki goldið skatt á árunum 1999 til 2004. Snipes hefur í andstöðu sinni við að borga skatta fylgt ráðum leiðtoga skattleysishreyfingarinnar. Sér- fræðingar segja að sýknun Snipes beri því vitni að hvatamennirnir eigi yfir höfði sér þunga dóma, en þeir, sem fylgi ráðum þeirra, geti átt von á vægari refsingu. Skattleysissinnar halda því ýmist fram að skattalögin eigi ekki við um þá, eða að ekki sé hægt að knýja fólk til að greiða skatta með lögum og stjórnvöld beiti brögðum til að fá fólk til að borga. Helstu málsvarar hreyfingarinnar segja að fólk geti löglega hætt að borga skatta með því að leggja fram tiltekin skjöl og sleppa því að und- irrita framtöl sín. Yfirvöld eiga erfitt með að lögsækja alla þá, sem fylgja kenningum skattleysishreyfing- arinnar í verki og hafa því reynt að sækja með þunga að frægum ein- staklingum, sem það gera, í þeirri von að búa til víti til varnaðar. Hæstiréttur hefur hins vegar úr- skurðað að skattleysissinnar geti sýnt fram á það að glæpsamlegur ásetningur hafi ekki búið að baki með því að staðhæfa að þeir trúi því af einlægni að þeir eigi ekki að borga skatta. Þar með komist þeir þó ekki hjá því að borga skattana sína. Snipes hefur leikið í rúmum 50 myndum á 22 árum. Meðal þeirra eru vampíruþríleikurinn Blade og glæpatryllirinn Rising Sun þar sem hann lék með Sean Connery. Andófshreyfing gegn sköttum Reuters Sýknaður Enga skatta, takk. SKATTHEIMTA» Hús verslunarinnar | s: 588-8910 | www.ikv.is Viðskiptatækifæri í Kína Hópferð á Canton vörusýninguna Félag íslenskra stórkaupmanna og Íslensk kínverska viðskiptaráðið (ÍKV) efna til hópferðar á Canton vörusýninguna í Kína. Sýning þessi er haldin tvisvar á ári og er ein stærsta vörusýning í heiminum. Flogið verður til Kína 14. apríl. Dagana 15.-16. apríl verður sýningin heimsótt, en þar eru sýndar allar gerðir af iðnaðarvöru; allt frá vefnaðarvöru, lyfjum og heilsuvöru til bifreiða. Að sýningunni lokinni gefst fólki tækifæri til að sækja heim borgirnar Guilin, Xian og Bejing og skoða merk kennileiti á þessum svæðum. Heimferð verður 22. apríl. Fararstjóri verður Örn Svavarsson, formaður ÍKV. Áætlaður heildarkostnaður við ferðina er u.þ.b. 300 þúsund fyrir tveggja manna herbergi. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku eru beðnir að skrá sig sem fyrst, eigi síðar en 1. mars, hjá dogg@fis.is eða í síma 5888910. Nánari upplýsingar um dagskrá ferðarinnar er að finna á heimasíðu ÍKV en einnig veita upplýsingar Andrés Magnússon, andres@fis.is og Dögg Árnadóttir, dogg@fis.is. Launasjóður fræðiritahöfunda auglýsir eftir umsóknum um starfslaun úr sjóðnum sem veitt verða frá 1. júní 2008. Rétt til að sækja um laun úr sjóðnum hafa höfundar alþýð- legra fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku. Megin- hlutverk Launasjóðs fræðiritahöfunda er að auðvelda samningu bóka, og verka í staf- rænu formi, til eflingar íslenskri menningu. Starfslaun eru að jafnaði veitt til hálfs árs, en heimilt er að veita þau til allt að þriggja ára. Þeir sem hljóta starfslaun úr sjóðnum skulu ekki gegna föstu starfi meðan á starfslaunatímanum stendur. Starfslaun miðast við núgildandi kjarasamning Félags háskólakennara. Umsóknarfrestur er til 3. mars. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís) að Laugavegi 13, sími 515-5800, eða á heimasíðu Rannís – www.rannis.is. Umsóknir sendist til: Launasjóður fræðiritahöfunda Rannís Laugavegi 13 101 Reykjavík Launasjóður fræðiritahöfunda Auglýsing um starfslaun Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands Laugavegi 13, 101 Reykjavík www.rannis.is Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.