Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ 5. febrúar 1978: „Þegar horft er til lífskjara fólks í þriðja heiminum er engum í kot vís- að hér, þótt sagt sé, að ekki sé hægt að bæta lífskjörin enn meir á þessu ári. En eft- irtektarvert er, að jafnvel meðal auðugri nágranna- þjóða okkar er staðan sú sama, að ekki er aðstæða til kjarabóta á þessu ári. Þetta kom m.a. fram í frétt í Morg- unblaðinu sl. miðvikudag frá Noregi en þar er vitnað til ummæla Per Kleppe, fjár- málaráðherra Noregs, í við- tali við norska blaðið Aften- posten. Ráðherrann sagði m.a.: „Það er ekki grundvöll- ur fyrir almennri hækkun á ráðstöfunartekjum. Þróunin í utanríkisviðskiptum. Þróunin í utanríkisviðskiptum er svo alvarleg um þessar mundir, að ríkisstjórnin verður að gera breytingar á efnahags- stefnu sinni.“ . . . . . . . . . . 31. janúar 1988: „Á síðustu áratugum átjándu aldar óx nýjum stefnum í atvinnu- og fjármálum fylgi í Evrópu. Þar bar hæst frjálslynda hagfræðistefnu brezka hag- fræðingsins Adams Smiths. Þessi frjálslyndu viðhorf gáfu byr í segl baráttunnar fyrir frjálsri verzlun hér á landi – en sú barátta var gildur þáttur í sjálfstæð- isbaráttu þjóðarinnar á þess- um tíma. Fríhöndlunin svo- nefnda 1787 og ný spor til frjálsræðis í verzlun lands- manna 1854, þegar þeir þegnar Danakonungs, sem búsettir vóru á Íslandi, fengu sama rétt í utanríkisverzlun og aðrir þegnar hans, vóru í senn ávextir á meiði íslenzkr- ar sjálfstæðisbaráttu og af- leiðing pólitískrar þróunar í frjálsræðishátt í ríkjum álf- unnar.“ . . . . . . . . . . Febrúar 1998: „Það sem kannski skiptir þó mestu máli í þessu sambandi og hefur t.d. verið áberandi hér á Íslandi í einn áratug eða svo er einfaldlega það, að stjórnmálin og stjórn- málamenn vega ekki jafn þungt í þjóðmálaumræðum og áður. Það skiptir í mörg- um tilvikum meira máli, hvað sagt er utan þings en innan. Yfirlýsingar talsmanna áhrifamikilla hagsmuna- samtaka hafa meira vægi en ummæli alþingismanns. Af þessum sökum eru stjórn- málamenn minna í fréttum á þessum áratug en þeim síð- asta.Að sumu leyti er þetta áreiðanlega heilbrigð þróun, sem helzt í hendur við þá staðreynd, að stórlega hefur dregið úr miðstýringu í ís- lenzku þjóðfélagi. Stjórn- málamenn hafa afsalað sér völdum, sem þeir áður höfðu, til annarra og það er af hinu góða. En að öðru leyti er ástæðan kannski sú, að stjórn- málamennirnir vanda sig ein- faldlega ekki nægilega mikið í umræðum. Þeir virðast að jafnaði ekki leggja mikla vinnu í upplýsingasöfnun t.d. fyrir mikilvægar umræður á Alþingi. Þess vegna verða slíkar umræður oft ótrúlega efnislitlar, eins og Morgun- blaðið hefur áður gert að um- talsefni.“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SÚEZ BANDARÍKJANNA? Það er, þrátt fyrir allt, forvitni-legt að fylgjast með lýðræðinuað verki í Bandaríkjunum. Peningarnir flæða um allt, áróðurinn yfirgengilegur, auglýsingamennskan á sér engin takmörk, yfirborðs- mennskan óþolandi. Eftir sem áður malar lýðræðið áfram og skilar því sem til er ætlazt, frambjóðendum stóru flokkanna tveggja við forseta- kosningarnar í nóvember. Eins og nú standa sakir er augljóst að lýðræðið skilar mjög frambærileg- um frambjóðendum fyrir báða flokka. Hvort sem um verður að ræða Hillary Clinton eða Obama fyrir demókrata er ljóst að þau eru bæði frambjóðend- ur sem flokkur demókrata getur verið sæmdur af. Hið sama má segja um repúblikana. Framan af var ekki hægt að sjá nokkur merki þess að þeir mundu stilla upp verðugum frambjóð- anda í forsetakosningunum en nú er ljóst að svo verður, hvort sem um verður að ræða Mitt Romney eða John McCain. Raunar er ljóst að það er ekki leng- ur hægt að útiloka að repúblikani verði kjörinn næsti forseti Bandaríkj- anna, sérstaklega ef sá síðarnefndi verður í framboði. Fyrir ári hefðu flestir spáð því að Íraksstríðið yrði höfuðmál forseta- kosninganna. Nú er líklegt að svo verði ekki og að efnahagsmálin verði í þess stað helzta umræðuefnið í kosn- ingabaráttunni. Það er að gerast í for- kosningunum nú og að óbreyttu mun efnahagsástandið vestan hafs marka sjálfa kosningabaráttuna mjög. Þetta sýnir hversu erfitt er að spá fyrir um framvindu stjórnmála. Fyrir ári hafði enginn heyrt um húsnæðis- lánavafninga sem hafa sett kauphallir um allan heim á annan endann á síð- ustu mánuðum. Fyrir ári hefði enginn látið sér detta í hug að alvarlegur samdráttur væri í aðsigi í efnahagslífi Bandaríkjanna. Nú er slíkur sam- dráttur að verða að veruleika. Þótt skoðanir séu skiptar um fram- vindu efnahagsmála er þó að skapast víðtæk samstaða um að ein helzta af- leiðing þeirra umbrota, sem nú eru á fjármálamörkuðum heimsins, verði sú að efnahagsveldi Bandaríkjanna standi höllum fæti og að ný efnahags- veldi séu að rísa í Asíu, Kína og Ind- landi sem muni láta að sér kveða í vax- andi mæli á næstu áratugum. Brezka heimsveldið var fallið í lok heimsstyrjaldarinnar síðari en Bretar horfðust ekki í augu við þann veru- leika fyrr en áratug síðar, í Súez-deil- unni 1956. Kannski eiga húsnæðislánavafning- arnir eftir að verða Súez Bandaríkj- anna í efnahagslegu tilliti! Væntanlega verður þessi kaldi veruleiki eitt helzta viðfangsefni nýs forseta í Bandaríkjunum. Og kannski snúast sjálfar forsetakosningarnar um það hver sé hæfastur til að sigla Bandaríkjunum út úr því hlutverki sem þau hafa haft, að vera eins konar lögregla heimsins sem hefur auðvitað byggzt á efnahagslegum styrk þeirra. Er það stríðshetjan John McCain? Eða er hann kannski maður fortíðar- innar í þeim efnum? Er það Obama? Eða er hann kannski alltof reynslulaus? Er það Hillary Clinton? Er þetta verkefni kannski bezt komið í höndum hinnar „hagsýnu húsmóður“? Þegar fylgzt er með því, hvernig kjósendur í Bandaríkjunum velja smátt og smátt bezta fólkið með þátt- töku í forkosningum er ekki fráleitt að þeir eigi líka eftir að velja bezta manninn í þetta erfiða verkefni. Þeir, sem mikla reynzlu hafa í stjórnmálum, telja gjarnan að heil- brigð skynsemi kjósenda sé bezt. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ U ppnámið, sem varð í kringum meirihlutaskiptin í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir skömmu, hef- ur orðið til þess að hinar dýpri pólitísku afleiðingar þeirra átaka hafa fallið í skuggann og lítið sem ekkert komið til umræðu. Nánast alveg frá því, að meirihluti sjálfstæð- ismanna og framsóknarmanna var myndaður að loknum borgarstjórnarkosningum vorið 2006, hafa verið uppi hugmyndir um að meirihluti skip- aður borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna væri eftirsóknarverðari kostur. Til þess hafa legið mörg rök, pólitísk og málefnaleg, en ekki sízt að á milli fólks í báðum þessum flokkum hafa orðið til persónuleg tengsl, sem skipta máli í þessu sambandi. Eftir að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks féll í októbermánuði sl. varð smátt og smátt ljóst, að innan Sjálfstæðisflokksins gat verið vilji fyrir því að mynda nýjan meirihluta með Vinstri grænum og bjóða Svandísi Svavarsdóttur embætti borgarstjóra. Fyrir Vinstri græna gat það skipt meginmáli að komast í slíkt lykilembætti á vettvangi stjórnmálanna, sem staða borgarstjór- ans í Reykjavík er. Þegar horft var til landsmálanna hefði þetta ekki verið vondur kostur fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Alveg frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð með samstarfi Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar hafa verið efasemdir um það í röðum sumra sjálfstæðismanna, að það hefði verið skyn- samlegt frá sjónarhorni Sjálfstæðisflokks að mynda slíkan meirihluta á Alþingi. Ástæðan fyrir því blasti við og blasir enn skýrar við nú á hinu pólitíska taflborði. Það eitt skipti máli fyrir Samfylkinguna sl. vor að komast í ríkisstjórn. Þar með voru sjálfstæð- ismenn búnir að tryggja, að Framsóknarflokkur- inn hefði ekki áhuga á samstarfi við þá í fyrirsjáan- legri framtíð. En jafnframt er ljóst að Vinstri grænir höfðu ákveðnar væntingar um samstarf á milli sín og sjálfstæðismanna í ríkisstjórn að kosn- ingum loknum og tóku það óstinnt upp að svo varð ekki. Þegar staðan var orðin sú, að tveir flokkar gengu frá þessum leik eftir þingkosningarnar vor- ið 2007 kalnir á hjarta eftir samskipti við Sjálf- stæðisflokkinn, var augljóst að Samfylkingin var komin í lykilstöðu, átti aðild að ríkisstjórn og hafði jafnframt meiri möguleika á samstarfi við Fram- sóknarflokk og Vinstri græna en Sjálfstæðisflokk- ur, ef einhver alvarleg vandamál kæmu upp í stjórnarsamstarfinu. Sá möguleiki, sem var á samstarfi á vettvangi borgarstjórnar á milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna undir forystu Vinstri grænna, gat breytt þessari mynd og raunar öllu hinu stórpólitíska landslagi á Íslandi. Annars vegar hefði slíkt sam- starf verið áhugaverð prófun á samstarfi þessara tveggja flokka og hins vegar hefði það augljóslega opnað nýja möguleika í landstjórninni hvort sem væri á kjörtímabilinu, sem nú stendur yfir, ef vin- slit yrðu á milli núverandi stjórnarflokka eða í kjölfarið á þingkosningum vorið 2011. Innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokks- ins hafa verið uppi hugmyndir um það frá því sl. haust, að samstarf við Ólaf Fr. Magnússon hlyti líka að vera inni í þessari mynd, vegna þess, að frá sjónarhóli borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hlaut það að vera eftirsóknarverður kostur að sprengja vinstri meirihlutann í loft upp. Svo má velta því fyrir sér, hvort möguleikinn á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn undir forystu Svandísar Svavarsdóttur hafi að vísu verið freist- andi kostur fyrir Vinstri græna en að þeir hafi ekki haft kjark til þess að stíga það skref af ótta við að það gæti auðveldað Samfylkingunni að ná frá þeim fylgi á vinstri vængnum, sem þessir tveir flokkar berjast um. Niðurstaðan er hins vegar sú, að Vinstri grænir eru æfir út í Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn Reykjavíkur, sem hefur svo leitt til þess, að Sam- fylkingin er augljóslega komin í þá stöðu að geta deilt og drottnað á landsvísu að öllu óbreyttu. Markmið Samfylkingar U m þessa stöðu í landsmálum var fjallað hér í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins hinn 20. maí 2007. Þar sagði m.a.: „Það skipti miklu máli fyrir Samfylkinguna að komast í rík- isstjórn. Í raun og veru skipti það öllu máli fyrir flokkinn og formann hans, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Ef það hefði ekki tekizt er ljóst að til mikils uppgjörs hefði komið innan flokksins. Öss- ur Skarphéðinsson var felldur, sem formaður Samfylkingarinnar, vegna þess, að meirihluti flokksmanna hafði ekki trú á því, að hann gæti leitt flokkinn til sigurs. Niðurstaða kosninganna varð hins vegar sú, að Samfylkingin tapaði kjörfylgi og tapaði tveimur þingmönnum. Í kjörfylgi er Sam- fylkingin komin niður í það fylgi, sem flokkurinn fékk í kosningunum 1999, en það voru fyrstu kosn- ingarnar, þar sem boðið var fram undir merkjum Samfylkingar. Össur getur litið yfir farinn veg og sagt með réttu að hann sé sá forystumaður Sam- fylkingarinnar, sem hafi einn náð því marki að leiða flokkinn til nánast jafnstöðu við Sjálfstæð- isflokkinn í þingkosningunum 2003. Morgunblaðið hefur haldið því fram, að yrði Samfylkingin áfram í stjórnarandstöðu mundi nýtt uppgjör verða innan flokksins vegna þess djúpstæða klofnings, sem er í flokknum eftir for- mannsskiptin.“ Og nokkru síðar segir í Reykjavíkurbréfi Morg- unblaðsins hinn 20. maí 2007: „Markmið Ingibjargar Sólrúnar og þess hóps, sem að henni stendur, hefur verið að hún skyldi verða fyrsta konan, sem yrði forsætisráðherra Ís- lands. Það er auðvelt að skilja það markmið og ekkert athugavert við það. Margar konur, bæði innan og utan Samfylkingar, standa með henni í því. Ingibjörg Sólrún er mun nær því markmiði en áður. Hún getur á miðju þessu kjörtímabili efnt til ágreinings við Sjálfstæðisflokkinn og rofið stjórn- arsamstarfið. Það verður auðvelt fyrir hana við slíkar aðstæður að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum. Hvert á Sjálf- stæðisflokkurinn að snúa sér þá? Hann gæti hugs- anlega talað við Vinstri græna en það tækifæri höfðu sjálfstæðismenn líka nú og nýttu sér ekki. Meiri líkur eru á, að Vinstri grænir mundu taka þátt í myndun slíkrar ríkisstjórnar með Ingi- björgu Sólrúnu. Þetta er mesta hættan, sem Sjálfstæðisflokkur Geirs H. Haarde stendur frammi fyrir, þegar hann gengur til samstarfs við Samfylkinguna nú. Það er búið að loka öðrum dyrum og ekki augljóst, hvernig á að opna þær aftur.“ Þetta var það mat, sem lagt var á hina pólitísku stöðu hér í Reykjavíkurbréfi í maí 2007, þegar ljóst var orðið, að mynduð yrði ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar. Síðustu atburðir í Laugardagur 2. febrúar Reykjavíkur Vetrartíð Fólk á ferð í uppsveitum Árnessýslu sten
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.