Morgunblaðið - 03.02.2008, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 47
✝ David Askevoldfæddist í Mont-
ana í Bandaríkj-
unum 30. mars 1940.
Hann lést í Halifax í
Kanada 23. janúar
síðastliðinn.
David Askevold
bjó með Normu
Ready fram að and-
láti og eignaðist með
henni dóttur, Kylu
Ready-Askevold.
Hann lærði mynd-
list og mannfræði
við háskólann í
Montana og síðar við Brooklyn
Museum School of Art í New York.
Hann var einn af fyrstu kons-
eptmyndlistarmönnum í Norður-
Ameríku og einn af brautryðj-
endum vídeómyndlistar.
David Askevold var fenginn til
að kenna í NSCAD-myndlistar- og
hönnunarskólanum í
Halifax 1968 og
kenndi þar til ársins
1974. Síðar, seint á
áttunda og snemma
á níunda áratugn-
um, kenndi hann við
Art Center College
of Design í Pasadena
og CalArts-
skólanum í Valencia
í Kaliforníu, og einn-
ig við Kaliforníuhá-
skólann Irvine. Árið
1981 kenndi hann
einnig við Toronto
York-háskólann og sneri svo aftur
til kennslu 1985 í Nova Scotia Col-
lege of Art and Design í Halifax og
kenndi þar til ársins 1992.
Útför Davids Askevolds fór
fram í kyrrþey í Halifax en minn-
ingarathöfn um hann verður hald-
in síðar í Halifax.
Góði vinur okkar, myndlistarmað-
urinn David Askevold, lést 23. janúar
síðastliðinn í Halifax í Kanada, 67 ára
að aldri. David var okkur í Kling &
Bang gallerí góður vinur, frábær
myndlistarmaður og erum við ævar-
andi þakklát fyrir að hafa unnið með
honum og kynnst honum. Árið 1997
ferðaðist David um Ísland og gerði
stórkostlega kvikmynd tekna hér og
eignaðist marga góða vini á Íslandi,
sem seint munu gleyma manninum
og hans stórbrotnu listaverkum.
David sýndi einnig á Íslandi árið 1997
á Kjarvalsstöðum, sem hluti af On
Iceland-verkefninu, og í Kling &
Bang vorið 2004, eftirminnilega sýn-
ingu er hét Two Hanks.
Frá árinu 1968 til 1974 stóð David
Askevold fyrir hinu fræga Project
Class þegar hann vann sem leiðbein-
andi í Nova Scotia College of Art and
Design í Halifax í Kanada.
Á þessu námskeiði bauð hann lista-
mönnunum Vito Acconci, Robert
Barry, James Lee Bayers, Mel Boc-
hner, N.E. Thing Company, Jan Dib-
bets, Dan Graham, Douglas Huebler,
Joseph Kosuth, Sol Lewitt, Robert
Smithson og Lawrence Weiner að
senda inn skriflega hugmyndir að
samstarfsverkefnum með nemend-
unum. Þetta vægast sagt óhefð-
bundna námskeið varð að flöt sem
þróaðist út í verkefni sem varð til
þess að sumir áðurnefndra lista-
manna auk annarra heimsóttu skól-
ann í Halifax en þetta festi einnig
Askevold í sessi sem frumkvöðul á
sviði konseptlistarinnar sem þá var í
mótun.
Upphefðin varð meðal annars til
þess að Lucy Lippard fjallað um
hann í áhrifamiklu riti sínu, Six ye-
ars: The Dematerialization of the Art
of Object from 1966 to 1972. Einnig
birtist um hann grein eftir Rosalind
Krauss, „Notes on the Index, Seven-
ties Art in America“ í tímaritinu
October árið 1976, og árið 1975 var
allt aprílblað þýska tímaritsins Extra
tileinkað verkum hans og hann var
einnig með í sjöundu útgáfunni af
Documenta í Kassel í Þýskalandi.
Nýlegri sýningar sýna enn verk hans
sem tákn fyrir listsköpun áttunda
áratugarins. Síðustu sýningar hans
eru m.a. New Pictures and Older
Videos á Los Angeles Contemporary
Exhibitions (2001), 7th Lyon Bienalle
of Contemporary Art (2003) og far-
andsýningin 100 Artists See God
(2004) sem er stýrt af John Baldess-
ari og Meg Cranston. Þótt eðlilegt sé
að halda því fram að rætur verka
David Askevolds liggi í hefð konsept-
listarinnar, þar sem listamenn
reyndu að fría sig frá efnishyggju og
skipulagi að ofan, þá passaði David
sig með árunum á gagnrýninn hátt á
að falla ekki í gryfju þurrar, einfeldn-
islegrar og formúlukenndrar fram-
leiðslu. Fyrri og seinni tíma viðfangs-
efni hans virtust frekar vera yfir alla
fylgispekt hafin en að svara straum-
um myndlistarsögulegrar orðræðu. Í
nýlegri athugunum mátti sjá vísanir í
Sharon Tate, Hank Snow og Hank
Williams, sem staðsetja verk hans
enn frekar innan rýmis mikilfeng-
legra tilvitnana á eigin forsendum.
Nú er David allur, en verkin hans
munu lifa um ókomna framtíð og
maðurinn mun lifa með okkur sem
hlotnaðist sá heiður að kynnast jafn-
stórkostlegri persónu og hann var.
Við munum sakna þín, elsku David.
Erling T.V. Klingenberg og Kling
& Bang gallerí
Erling T.V. Klingenberg og
Kling & Bang gallerí
David Askevold
✝ Sigríður Þor-láksdóttir fædd-
ist í Reykjavík 5. júlí
1920. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ 15. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Þorlákur
Jónsson, kaupmaður
og síðar skrif-
stofustjóri Ráðning-
arstofu Reykjavík-
urborgar, f. í
Smádölum í Sand-
víkurhreppi í Árnes-
sýslu 23.12. 1888, d. 20.12. 1977 og
kona hans Steinunn Eyvindsdóttir,
f. á Steinum í Reykjavík 23.9. 1895,
d. 14.5. 1969. Börn Þorláks og
Steinunnar eru auk Sigríðar: Jón
rennismíðameistari,
f. 23.7. 1922, d. 27.2.
1998, Björgvin Ósk-
ar lögfræðingur, f.
1.2. 1925, María Guð-
rún kaupmaður, f.
21.4. 1932, og Hall-
veig húsfrú, f. 29.9.
1934, d. 30.5. 2007.
Bróðir þeirra sam-
mæðra var Alfreð
Clausen, mál-
arameistari og
söngvari, f. 7.5. 1918,
d. 26.11. 1981.
Hinn 21. sept. 1946
giftist Sigríður Konráði H. Kon-
ráðssyni, f. 22. nóv. 1922. Hann
drukknaði 30. jan. 1962.
Útför Sigríðar var gerð frá Foss-
vogskapellu 23. janúar, í kyrrþey.
Með stuttu millibili hefur í annað
sinn verið höggvið skarð í hóp okkar
systkina, en Hallveig sem var yngst
lést 30. maí sl. Sigríður var borinn og
barnfæddur Reykvíkingur og náði
þeim aldri að sjá Reykjavík þróast úr
bæ í borg, sjá bæinn okkar, sem á
þeim árum var að mestu innan Hring-
brautar, breiða úr sér allt að Rauða-
vatni, sem þá var sveitin í okkar aug-
um. Æskuheimilið var á Njálsgötu 51,
þar liðu okkar bernsku- og unglings-
ár, þar bjuggu tvær stórfjölskyldur í
sátt og samlyndi þó þröngt væri.
Sigga systir var elst okkar systkina
og það féll í hennar hlut að hafa hönd í
bagga með uppeldi okkar yngri systk-
inanna. Það hlutverk leysti hún af
hendi með miklum sóma eins og allt
annað sem henni var falið.
Áhugamál Siggu voru m.a. útivist
og ferðalög. Á yngri árum iðkaði hún
skíðaíþrótt og var virkur félagi í Í.R.
Auk margra ferða um landið heim-
sótti hún lönd í Evrópu og ferðaðist til
Bandaríkjanna. Hún sótti einnig
námskeið í matreiðslu og handmennt,
auk þess, sem hún sá um og ræktaði
garðinn við heimilið á Njálsgötu.
Þann 21. sept. 1946 giftist hún Kon-
ráði H. Konráðssyni, f. 22. nóv. 1922.
Hann var stýrimaður á vélbátnum
Særúnu frá Bolungavík. Hann
drukknaði ásamt tveimur öðrum
skipverjum 30. jan. 1962. Þessi sorg-
aratburður var að sjálfsögðu þungt
áfall fyrir unga konu, en það bar hún
sem hetja. Þau hjón voru barnlaus.
Sigga var smekkvís og listræn, eins
og heimili hennar að Laugarnesvegi
114 bar vott um, en þar bjó hún um
árabil. Hún stundaði m.a. verslunar-
störf, en lengst af vann hún í Sundhöll
Reykjavíkur og var þar sem annars
staðar vel liðin og vinamörg.
Seinustu ár ævinnar dvaldi systir
okkar í hjúkrunarheimilinu Skóg-
arbæ, þar sem hún naut frábærrar
umönnunar, en átti við erfiðan heilsu-
brest að etja, sem setti nokkurt mark
á hana. Hún fékk hægt andlát að
morgni 15. janúar. Blessuð sé minn-
ing hennar.
Björgvin.
Að morgni hins 15. janúar kvaddi
Sigríður Þorláksdóttir þessa jarðvist.
Sigga frænka var glæsileg, smekkleg
og einstaklega hjartahlý kona og bar
hún hag systkina og systrabarna
mjög fyrir brjósti. Var hún mér næst-
um sem önnur móðir. Sótti ég mjög í
að dvelja á Njálsgötunni hjá afa og
ömmu, Siggu og bræðrum hennar
tveim, í afar góðu yfirlæti, allt þar til
menntaskólaárum mínum lauk. Allt
lék í höndunum á Siggu, hvort sem
var hannyrðir, matargerð eða að mála
myndir. Heimili hennar á Laugarnes-
vegi bar smekkvísi hennar fagurt
vitni. Alltaf var ánægjulegt að sækja
hana heim, hvort sem var í dýrindis
matar- eða kaffiboð. Á sínum yngri
árum ferðaðist hún mikið bæði innan-
og utanlands. Átti hún alla tíð trausta
og góða vini sem hún naut óspart
samvista við.
Síðustu ár ævinnar bjó Sigga í
Skógarbæ, þar sem hún naut frá-
bærrar aðhlynningar. Enda sagði hún
að sér liði hvergi betur. Fastur liður í
tilveru okkar mæðgna var að heim-
sækja Siggu okkar á sunnudögum.
Mamma fór einnig ósjaldan með syst-
ur sinni Haddý, sem annaðist Siggu af
ótrúlegri natni og hlýju, enda þær
systur allar mjög samrýndar. Aðeins
eru nokkrir mánuðir liðnir frá því
Haddý féll frá og hefur fráfall hennar
eflaust haft þungbær áhrif á Siggu
sem og aðra fjölskyldumeðlimi.
Síðustu vikurnar virtist liggja ein-
staklega vel á Siggu, hún gantaðist og
leit ljómandi vel út. Er við mæðgur
kvöddum Siggu í okkar síðustu heim-
sókn var hún óvenju hress og kát,
faðmaði okkur og kyssti. Þannig vilj-
um við minnast þessarar elskulegu
konu. Hvíl í friði.
Steinunn María og María Guðrún.
Elsku besta Sigga frænka.
Okkur langar að þakka þér fyrir
allt þitt. Þú varst ótrúlega góð kona
og vildir allt fyrir okkur gera. Takk
fyrir það. Þær eru ófáar minningarn-
ar sem við eigum frá því við heimsótt-
um þig í Sundhöllina, þangað var allt-
af gaman að koma og allir svo góðir
við okkur. Það lék allt í höndunum á
þér og peysurnar eru margar sem þú
prjónaðir á okkur í gegnum tíðina. Við
máttum velja litina (svona í samráði
við þig) og það tók þig ekki langan
tíma að klára prjónaskapinn. Börnin
okkar eiga líka peysur eftir þig sem
þau fóru í heim af fæðingardeildinni.
Hver einasta flík frá þér var listaverk
sem vakti óskipta athygli. Undanfarin
ár höfum við spjallað við þig um
gömlu góðu dagana, þeir voru þér
hjartfólgnir og þú mundir svo vel eftir
þeim. Við gleymum þér aldrei elsku
Sigga og þú munt alltaf lifa í hjörtum
okkar. Við trúum því að nú sértu kom-
in til mömmu og Nóa og minningarn-
ar um ykkur verða alltaf til vegna
þess að við munum eftir þeim.
Guðrún, Þóra Björg og Steinar.
Sigríður Þorláksdóttir
✝ Ásta SólveigJakobsdóttir
Olsen fæddist á
Helgafelli í Svarf-
aðardal 10. sept-
ember 1922. Hún
lést á Dvalarheim-
ilinu Hlíð á Ak-
ureyri 17. ágúst
2007. Foreldrar
hennar voru Guð-
rún Jónsdóttir og
Jakob Valdemar
Björnsson Olsen
málarameistari á
Akureyri. Systkini
Ástu eru: Bára, f. 1928, Björn, f.
1930, Petrína Ingibjörg, f. 1933,
d. 1933, og Sigurður Þorkell, f.
1937 d. 1972.
Eiginmaður Ástu var Kári Jó-
hannesson, f. á Patreksfirði
14.9. 1924, d. 2.4. 1975. Börn
þeirra eru: 1) Jakob Valdemar,
f. 4.2. 1945, kona hans er Her-
borg A. Herbjörnsdóttir, f. 17.6.
1948. 2) Guðrún Jóna, f. 2.6.
1948, dóttir hennar er Ásta Sól-
veig Albertsdóttir, f. 13.3. 1970,
maki Ólafur Tryggvi Friðfinns-
son, f. 1962, börn þeirra Guðrún
Ösp, f. 1995, og
Andri Már, f.
1997. 3) Jóhannes,
f. 15.1. 1956, kona
hans er Sólveig
Bjarnar Guð-
mundsdóttir, f.
9.10. 1956, synir
þeirra eru Kári, f.
6.2. 1974, maki
Vera Kristín
Kristjánsdóttir, f.
1978, börn þeirra
Kristján Logi, f.
2005, og Róbert
Bragi, 2007, og
Helgi Heiðar, f. 9.4. 1979, maki
Elva Dögg Grímsdóttir, f. 1984,
sonur þeirra Jóhannes Þór, f.
2007.
Ásta ólst upp í Svarf-
aðardalnum en um fermingu
fluttist hún til Akureyrar. Hún
starfaði meðal annars hjá K.
Jónsson og Gefjun á Akureyri.
Hún var heiðursfélagi í Ferða-
félagi Akureyrar og var mat-
ráðskona í ferðum félagsins á
sumrin.
Útför Ástu var gerð frá Ak-
ureyrarkirkju 27. ágúst 2007.
Já, hún systir okkar er farin.
Elsku Ásta mín, ég sat hjá þér og
hélt í hendur þínar og þú leiðst í
burtu frá mér, bara eins og þú
sofnaðir í friði og ró.
Ég man svo vel þegar Ásta kom
fyrst til okkar í Laxagötu 1, hvað
mér fannst gaman að eiga svona
stóra systur og ég leit svo upp til
hennar. Seinna, þegar hún kom
svo alveg til okkar eftir fermingu,
þá hef ég verið 7 ára, voru þær
saman í herbergi uppi á lofti, hún
og Björg frænka okkar.
Núna eru þær báðar farnar,
lausar við allar þrautir sem hrjá
okkur hér á jörð. Ásta var alltaf
mjög dugleg, hún vann í akkorði á
næturvöktum hjá Gefjuni og var
þar alltaf með hæsta bónus á sinni
vél.
Ásta var mikill náttúruunnandi
og notaði hún hvert það tækifæri
sem gafst til að ferðast um landið
og naut sín best á ferðalögum upp
um fjöll og firnindi. Hún tók að sér
að vera matráður hjá Ferðafélagi
Akureyrar á sumrin, með því móti
sameinaði hún sitt helsta áhuga-
mál og vinnu og gat þannig notið
þess að ferðast um landið allt sum-
arið.
Við systkini Ástu þökkum inni-
lega fyrir samfylgdina og biðjum
Guð að varðveita þau hjón og líka
þeirra ástvini og börn sem eftir
lifa.
Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með
tárum, hugsið ekki um dauðann með
harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að
hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvel-
ur, þótt látinn mig haldið.
En þegar þið hlæið og syngið með glöð-
um hug, lyftist sál mín upp í mót til
ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt
sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek
þátt í gleði ykkar yfir lífinu.
(Kahlil Gibran)
Systkinin
Bára Jakobsdóttir og
Björn Jakobsson
Ásta Sólveig
Jakobsdóttir Olsen
Elsku amma, nú ert
þú farin frá okkur og
kveðjum við þig með
söknuð í hjarta.
Fyrsta minning mín
af þér og afa er frá Haugum þegar
ég fékk að skríða upp í til ykkur, þú
tókst alltaf teppi og settir undir mig
svo ég dytti nú ekki á milli dýn-
anna, svo vaknaði ég við það að afi
var að berja úr pípunni í ösku-
bakkann. Í sveitinni varstu alltaf
svo dugleg að finna handa mér
verkefni, t.d. man ég eftir að þú
léttir aðeins úr mjólkurfötunum svo
ég, litli strákurinn, gæti nú borið
þær í mjólkurtankinn. Þegar ég
flutti svo heim frá Noregi þá bjó ég
um tíma hjá þér og tókst þú þá við
móðurhlutverkinu við að reyna að
ala mig upp og það var alveg magn-
að að búa hjá þér. Stundum komst
þú móð og másandi inn í íbúð en þá
hafðir þú bara verið að prufa að
skokka upp tröppurnar, sennilega
til að tékka á í hvernig formi þú
Bergþóra
Stefánsdóttir
✝ Bergþóra Stef-ánsdóttir fædd-
ist á Mýrum í
Skriðdal 12. sept-
ember 1921. Hún
lést 10. janúar síð-
astliðinn og var út-
för hennar gerð frá
Egilsstaðakirkju
19. janúar.
værir. Eins þegar ég
var að keppa í sno-
crossi þá vaktir þú
langt fram á kvöld til
að horfa á snocross
með mér í sjónvarp-
inu. Það var sama
hvaða íþrótt það var
sem við horfðum á í
sjónvarpinu, Formúl-
an, handboltinn eða
fótboltinn, þú settir
þig inn í þetta allt
saman. Mest á ég
sennilega eftir að
sakna þusins okkar.
Við sátum svo gjarnan inni í stofu
og þusuðum bara um eitthvað sem
skipti engu máli, vorum við ein-
staklega góð í því saman. Minning-
arnar eru svo margar og bara góð-
ar.
Elsku amma, ég kveð þig með
þessum orðum sem við Jóna fund-
um á platta eitt sinn og gáfum þér
hann í jólagjöf þar sem okkur
fannst þessi orð eiga svo vel við þig.
Amma mín er
með eyru sem
hlusta af alvöru,
faðm sem heldur fast,
ást sem er endalaus
og hjarta gert
úr gulli.
(Höf. ók.)
Stefán Þór Vignisson.