Morgunblaðið - 24.02.2008, Side 8
8 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Déskoti, kerlingin með hausverk og bjórinn búinn, þá skal nú þetta stuttbuxnalið fá óþvegið
pólitískt blóðugt sora blogg.
VEÐUR
Um þessar mundir stendur yfirvíðtæk en hljóðlát valda-
tilfærsla bæði hér og í nálægum
löndum. Stjórnmálamennirnir eru
að endurheimta völdin, sem þeir
hafa misst til viðskiptajöfra og
fjármálajöfra á fyrstu árum 21.
aldarinnar.
Ástæðan er einföld. Fjármála- ogviðskiptajöfrar okkar tíma
hafa ekki
reynzt
óskeikulir.
Þeir hafa
fallið af
stalli eða
riða til falls og um leið missa þeir
áhrif og völd, sem þeir hafa haft í
krafti peninga til þeirra, sem
kjörnir voru til valda í lýðræð-
islegum kosningum.
Í þessu eins og öðru er ekki hægtað alhæfa. Til eru þeir í við-
skipta- og fjármálalífi, sem hafa
aldrei sótzt eftir völdum og áhrif-
um umfram það, sem leitt hefur af
þjóðfélagslegri stöðu þeirra. Í þeim
hópi eru gjarnan menn, sem standa
af sér kreppu eins og þá, sem nú er
skollin yfir á alþjóðlegum fjár-
málamörkuðum. Warren Buffet og
aðrir slíkir standa alltaf fyrir sínu.
En aðrir hafa komið og eru aðfara – eða farnir.
Þetta er eðlileg og heilbrigð þró-
un í lýðræðislegum samfélögum.
Þau rétta af í tímans rás, það jafn-
vægisleysi, sem hefur orðið til.
Þetta er að gerast hér á Íslandi.
Fjármálaheimurinn er að ná átt-um. Á sama tíma og milljarð-
arnir hafa gufað upp er verið að
stöðva vitleysuna, sem hefur við-
gengist.
Þeir, sem hafa verið kjörnir til aðráða eru að fá völdin til sín aft-
ur eins og vera ber.
STAKSTEINAR
Valdatilfærsla
SIGMUND
!
"
#$
%&'
( )
* (!
+ ,-
. / 0
+ -
!"
12
1
3
4
2-2
* -
5 1
%
6!
(78
9 4 $ (
$%%
:
3'45;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@).?
& &
&
& & &
&
&
&
&
& #& &#
&
&
&
&
#& &
*$BCD '''
!
" *!
$$
B *!
(!) *' ') ' "+
<2
<! <2
<! <2
(* ,'-%.'/,0
DE8-
F
# $ %
&'
(( (
) * + & 6
2
,
'-(
)
"
(
B
$
,
#. $ +(( //
0
& '-(
+)
% 1(
& & ,
1$,,'!'22
,'"!'3 "'-%'4 &' '&'&5
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Kjartan Valgarðsson | 23. febrúar 2008
Ritdómur
Það er kannski líkt farið
með Össur og Vilhjálm,
báðir liggja eiginlega of
vel við höggi til að hægt
sé að hnýta of mikið í
þá. Þess vegna ætla ég
ekki að hneykslast á
orðafæri og stíl bókmenntaverksins
„Sjálfseyðing ungstirnis.“ Sjálfur deili
ég að vissu leyti mati Össurar á stöðu
Gísla Marteins, ég held að vopn hans
hafi snúist í höndunum á og hann
muni ekki ná því markmiði sínu að
verða oddviti Sjálfstæðismanna í
Reykjavík. Meira: kjarval.blog.is
Hallgrímur Guðmundsson | 23. febrúar
2008
Hafró reiknar
Jón Eyfjörð, skipstjóri á
Sighvati Bjarnasyni segir
[...] að hann sé ekki
sammála útreikningum
Hafró um magn loðn-
unnar við Íslands-
strendur. Ekki ætla ég
að rengja þessa útreikninga hjá Jóni
Eyfjörð, hann kemst væntanlega að því
eins og margir aðrir að Hafró tekur ekk-
ert mark á þessu frekar en öðru sem
lagt er fyrir þessa stofnun. Svo merki-
legt sem það má vera er Hafró föst í
eigin dellu Meira: hallgrimurg.blog.is
Anna K. Kristjánsdóttir | 23. febrúar
2008
Vinstrimaður!
Ég sat heima í mak-
indum mínum og horfði
á fréttirnar í sjónvarpinu
á föstudagskvöldið þeg-
ar ég sá merkilegt atriði í
fréttunum og gladdist
mjög [...] Þrátt fyrir að-
dáun mína á Hillary Clinton, þá bráðn-
aði ég gjörsamlega þegar ég sá í frétt-
unum að helsti keppinautur hennar um
stuðning Demókrataflokksins, sjálfur
Barack Hussein Obama, greip penn-
ann með vinstri og hóf að skrifa hjá sér
athugasemdir. Meira: velstyran.blog.is
Jakob Kristinsson | 23. febrúar 2008
Öryrkjar
Enn einu sinn er komið í
bakið á öryrkjum og öðr-
um lífeyrisþegum þegar
kemur að því að bæta
kjör þeirra.
Þegar nýgerðir kjara-
samningar voru loksins
í höfn var því lýst yfir af hálfu stjórn-
valda að lífeyrisþegar fengju hlið-
stæða hækkun. Í nýju kjarasamning-
unum er það haft að leiðarljósi að
hafa ekki prósentu hækkun heldur
fasta krónutölu til að lyfta þeim upp
sem eru á lægstu töxtunum. Lág-
markslaun voru áður rúmar 124-125
þúsund á mánuði og þeir taxtar
hækka strax um 18.000 kr. og verða
á milli 140 og 150 þúsund á mánuði,
síðan koma hækkanir í áföngum og
þá sem prósentuhækkanir auk fastr-
ar krónutölu.
Ég sem öryrki reiknaði auðvitað
með að allir lífeyrisþegar fengju nú
þessar 18.000 kr. krónur, en þegar
verið var að útfæra þetta fyrir lífeyr-
isþega hjá Tryggingastofnun var not-
uð önnur aðferð. Þar var reiknað út
hvað þessi 18 þúsund væru mikil
hækkun á lægstu launum í prósent-
um og fengu út að hún væri 22,5% og
þá var grunnlífeyririnn sem er aðeins
25.700 kr. hækkaður um sömu pró-
sentu eða 22,5% hækkun varð á
grunnlífeyri og reiknað 22,5% hækk-
un á 25.700 sem gera 5.782 kr. Allar
aðrar greiðslur eru óbreyttar og vegur
þar mest tekjutryggingin, heimilis-
uppbótin og uppbót til reksturs bif-
reiða en þær upphæðir eru svona á
bilinu 70-80 þúsund, hjá mér er þessi
upphæð 70.149 kr. fyrir skatta.
Nú geta stjórnvöld sagt við okkur
þið fenguð það sama og aðrir, sem
eru á vinnumarkaði og er það rétt mið-
að við að reikna þetta svona. Allir
sem töldu sig fá 18.000 kr. verða nú
að sætta sig við 5.782 krónur í hækk-
un.
Ég spyr bara er þetta eðlileg fram-
koma við þá verst settu í þjóðfélag-
inu? Hefði ríkissjóður farið á hliðina
ef notuð hefði verið sama aðferð við
útreikninga hjá TR og á almennum
vinnumarkað. Þótt mörgum finnist
þetta ekki muna miklu, aðeins um
tæpar 6 þúsund á mánuði, þá eru það
miklir peningar hjá lífeyrisþegum.
Ég neita að trúa því að þetta verði
haft svona áfram og ætlast til að
þessu verði breytt strax.
Meira: jakobk.blog.is
BLOG.IS
NORRÆNU forsætisráðherrarnir
hafa lagt fram fjölda tillagna til að
takast á við hnattvæðinguna. Í
næstu viku munu norrænu sam-
starfsráðherrarnir funda og meðal
annars ræða fjárframlög til verkefna
sem tengjast alþjóðavæðingunni.
„Það er mikilvægt að leggja
áherslu á þá málaflokka sem for-
sætisráðherrarnir töldu mikilvæg-
asta hvað varðar áskoranir vegna
hnattvæðingarinnar. Það eru mála-
flokkar sem norrænu ríkin vinna
betur saman að en hver í sínu lagi.
Auk þess eru það málaflokkar sem
stuðla að endurnýjun norræna sam-
starfsins og auka samkeppnishæfn-
ina,“ segir Halldór Ásgrímsson,
framkvæmdastjóri Norrænu ráð-
herranefndarinnar, í frétt frá Norð-
urlandaráði.
Fjárlög Norrænu ráðherranefnd-
arinnar árið 2009 eru um 875 millj-
ónir danskra króna og leggur fram-
kvæmdastjórinn til að allir mála-
flokkar leggi sitt af mörkum til
verkefna sem tengjast hnattvæðing-
unni. Um 60 milljónum danskra
verður varið til verkefnanna.
„Það er mikilvægt að við gerum
okkur einnig grein fyrir því að með
því að ákveða verkefnin þurfum við
einnig að forgangsraða. Ég hef lagt
til að á næsta ári taki allir málaflokk-
ar þátt í því að fjármagna þessi mik-
ilvægu verkefni sem við ætlum að
leggja áherslu á,“ segir Halldór Ás-
grímsson.
Ráðherrar funda
um hnattvæðingu
Árvakur/Jim Smart
Samstarf Halldór Ásgrímsson og Göran Persson, fyrrverandi forsætisráð-
herra Svíþjóðar, hafa oft setið saman á fundum um norræn málefni.