Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Orka | Evrópa verður stöðugt háðari Rússum um orku og innan ESB fara áhyggjur vaxandi af að öryggi sam- bandsins sé ógnað. Svipmynd | Fidel Castro Kúbuforseta fannst einna sárast þegar hann lét af embætti að hafa ekki setið af sér tíunda Bandaríkjaforsetann. Uppruni | Norrænt víkingablóð vætlar enn í æðum manna í Englandi. VIKUSPEGILL» Eftir Robert Amsterdam Hugtakið „orkuöryggi“ íEvrópu hefur verið af-bakað til að styrkja út-flytjendur og veikja inn- flytjendur. Það gefur til kynna afgerandi samdrátt í samkeppni, vaxandi pólitískan veikleika og rétt- arríki í vanda. Sú staðreynd að lík- legasti arftaki Vladimírs Pútíns for- seta, Dmítrí Medvedev, er stjórnarformaður Gazprom skilur lítið svigrúm eftir til efasemda um að Kremlverjar eru staðráðnir í að halda orkugeiranum í járngreipum sínum. Ójafnvæginu í samskiptum Evrópusambandsins og Rússa í orkumálum verður hins vegar að linna. Áhyggjur innan ESB af öryggi í orkumálum hafa aldrei verið meiri og ástæðan er hvað sambandið er háð Rússlandi. Rússnesk yfirvöld hafa þjóðnýtt olíufyrirtækið Yukos og flæmt útlendinga burt úr orku- vinnslugeiranum í Rússlandi. Það er því skiljanlegt að margir í Evr- ópu telji lítið að marka loforð úr Kreml. Evrópusambandið ætti hins veg- ar fremur að sækjast eftir dýpri samskiptum og gagnkvæmni en að snúa baki við Rússum. Það ætti að auðvelda frekari innlimun Gazprom í Evrópumarkaðinn með því að draga úr markaðshöftum og auð- velda aðlögun í viðskiptum á þeim enda olíuferlisins, sem snýr að neyt- endum. Um leið ætti ESB að ýta á endurskipulagningu Gazprom og að Rússland verði opnað fyrir evrópsk- um fyrirtækjum. Andstaða Rússa við það er ávísun á óöryggi Evrópu í orkumálum. Tudda á erlendum fjárfestum Stjórn Pútíns hefur getið sér orð fyrir að sveigja reglurnar og tudda á erlendum fjárfestum með fulltingi saksóknara, skattyfirvalda, eftir- litsembætta og dómstóla. Samtímis hefur Gazprom þróast í ráðandi markaðsafl á gasi í Evróopu og með atferli fyrirtækisins eru tilraunir ESB til aukins samstarfs við Rússa hafðar að háði og spotti. Þríþættar aðferðir Gazprom Aðferðir Gazprom eru þríþættar: samsömun með því að rækta sam- skiptin við tiltekin lönd, stjórnmála- leiðtoga og fyrirtæki í því skyni að fá hjálp í hagsmunagæslunni; fyr- irbyggjandi aðgerðir þar sem valdið sem fylgir því að hafa aðgang að auðlindinni í jörðu og rússneska ut- anríkisráðuneytið eru notuð til að hafa áhrif neðar í framleiðsluferlinu og sölsa undir sig eignir; og að reka fleyg á milli ríkja Evrópusam- bandsins með tvíhliða samningum. Samsömunin hefur einkum farið fram í Þýskalandi. Þar hefur sam- starf við fyrirtæki og banka hjálpað til við að sveigja stjórnvöld að rúss- neskum markmiðum. Viðamiklum þrýstingi er nú beitt, bæði beint og gegnum milliliði, til að telja evr- ópskar eftirlitsstofnanir á að fallast á orkusamninga til langs tíma þótt þeir drepi niður samkeppni. Fyrirbyggjandi aðgerðir Gazp- rom hafa falist í viðamiklum upp- kaupum. Gazprom hefur flætt yfir markaðinn í Tyrklandi, neitað að af- henda gas í Úkraínu, hótað að gera slíkt hið sama við Hvíta-Rússland og boðið viljugum samstarfsaðiljum á borð við Ítalíu forréttindameð- ferð. Ráðamenn í Kreml hafa komið í veg fyrir að Íranar gætu komið sér upp leiðslum í Kákasus til að geta keppt við þá í gasinnflutningi til Evrópu. Til þess að stöðva áform Írana keyptu Rússar í raun orku- geirann í Armeníu eins og hann leggur sig. Þá þjónar stuðningur Rússa við kjarnorkuáætlun Írana þeim tilgangi að tryggja áframhald- andi einangrun Írana og koma í veg fyrir að þeir fái vestrænt fé, sem þeir þurfa á að halda til að verða keppinautar þeirra í útflutningi á gasi. Hlaðið er undir yfirburði Gazp- rom með fulltingi ráðamanna, sem hafa hjálpað þeim að ná áhrifum á mörkuðum á borð við Spán og Ítal- íu. Þá hafa Rússar gert gassamn- inga við keppinauta á borð við Alsír með því að bjóða vildarkjör á vopn- um og hagstæða meðferð skulda. Í öðrum tilfellum hefur refsi- vöndurinn verið dreginn fram. Dæmi um það var þegar Kreml lok- aði fyrir olíusendingar til Litháens eftir að Litháar seldu pólsku fyr- irtæki olíuhreinsunarstöðina Ma- zeikiu Nafta eða beittu Úkraínu sömu þvingunum eftir að kjósendur þar í landi kusu „vitlausan“ flokk. Besta dæmið um hvernig þeir deila og drottna er Nord Stream- leiðslan, sem nýtur velþóknunar í Þýskalandi, en vekur reiði í Pól- landi og Eystrasaltslöndunum. Þessi neðansjávarleiðsla verður þrefalt dýrari en hefði ný leiðsla verið lögð eftir landleiðunum, sem fyrir eru. Hún grefur undan orku- öryggi grannríkja Þýskalands í austri og ógnar viðkvæmu vistkerfi Eystrasaltsins. En með því að flytja gas beint til Þýskalands geta Rúss- ar skrúfað fyrir gasið til Úkraínu, Póllands og Eystrasaltsríkjanna án þess að það hafi bein áhrif á útflutn- ing til Vestur-Evrópu – og hegðun Rússa undanfarið bendir til þess að hér sé raunveruleg ógn á ferð. Nær Gazprom að uppfylla þarfir viðskiptavinanna? En Gazprom hefur áhyggjur af getu sinni til að sinna þörfum við- skiptavinanna. Það sýnir ákvörðun þeirra um að beina gasinu frá Shtokman svæðinu til Evrópu frem- ur en að nota það til að vinna nýja markaði í Norður-Ameríku. Svo lengi sem Gazprom er ógagnsætt fyrirtæki munu ríki Evrópu ekki geta áttað sig á því hvort þeirra stærsti seljandi leggur nógu mikla áherslu á að tryggja orkubirgðir fyrir framtíðina. Pólitísk orrusta Kremlverja um orkugeirann í Rúss- landi hefur haft í för með sér að verulega hefur dregið úr vextinum á framleiðslu á olíu og gasi. Þetta er vandamál fyrir Evrópu. Gazprom getur ekki verið sam- starfsaðili Evrópu ef fyrirtækið fjárfestir ekki í eigin innviðum, leik- ur engu að síður lykilhlutverk í að berstrípa rússnesk einkafyrirtæki, notar fjórtán milljarða dollara til fjárfestinga, sem eru ótengdar kjarnastarfseminni, til dæmis í fjöl- miðlafyrirtækjum, og er stýrt úr skrifstofu forsetans. Ljósin mega ekki slokkna í Evrópu. Brussel verður að krefjast gagnsæis, sam- fellu og virðingar fyrir lögunum af Moskvu og markmiðið á að vera byltingarkenndur samruni evr- ópskra og rússneskra orkumark- aða. Um leið getur Evrópa færst nær því að njóta öryggis í orkumálum með því að leita víðar fanga í orku- kaupum, fjárfesta verulega í gasi og styðja við Nabucco-leiðsluna [sem á að liggja 3.300 km leið frá Azerbaíd- sjan og öðrum löndum við Kaspía- hafið til Evrópu] og tengingu milli landanna við Miðjarðarhafið. Sá aðgangur, sem Gazprom vill fá að viðskiptavinum í Evrópu, er tromp ESB. Sambandið á að segja við Rússa að það sé skilyrði fyrir slíkum aðgangi að orkugeirinn í Rússlandi verði opnaður með sama hætti. Niðurstaðan yrði sú að Rúss- um yrði fagnað á evrópskum orku- markaði og þeir myndu njóta bæði trausts og virðingar meðal alþjóð- legra viðskiptavina sinna. Gazpromvæðing Evrópu  Umsvif Gazprom aukast jafn og þétt og ógna öryggi Evrópu í orkumálum  Rússar krefjast óhefts aðgangs að evrópskum mörkuðum, en reyna að hindra erlenda fjárfesta við hvert fótmál heima fyrir Reuters Gazpútín Alexei Miller, forstjóri Gazprom, sýnir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, nýtt skíðasvæði í Krasnaja Poljana í Sochi við Svartahafið þar sem vetrarólympíuleikarnir verða haldnir árið 2014. Gazprom er vogst- angaraflið á bak við áhrif Rússa um þessar mundir. RÚSSLAND» Í HNOTSKURN»Rússneska ríkisfyrirtækiðGazprom gerði á þriðjudag samning við Írana um að bora eftir og framleiða olíu og gas í Íran. Rússar eru þegar aðilar að kjarnorkuáætlun Írana. » Í janúar gerði Gazpromsamning um að kaupa serbneska einokunarorkufyr- irækið NIS. Kaupin fela í sér rétt Rússa til að leggja South Stream-gasleiðsluna að hluta um Serbíu. »Gazprom samdi einnig viðBúlgara í janúar um að leggja sömu leiðslu um Búlg- aríu. »Þessir samningar geraEvrópusambandinu erf- iðara fyrir að öðlast sjálfstæði frá Rússum í orkumálum. »Gazprom lýsti í upphafiþessa árs yfir áformum sínum um að fjárfesta í olíuframleiðslu í Nígeríu. Þar eru aðrir olíurisar fyrir og Gazprom gæti því átt óhægt um vik, en metnaðurinn leynir sér ekki. Höfundur er stofnandi lögmannstof- unnar Amsterdam og Peroff og al- þjóðlegur verjandi Mihaíls B. Kho- dorkovskís. Blogg hans er að finna á vefsíðunni www.robertamsterdam.co. ©Project Syndicate/PASOS, 2008. www.project-syndicate.org www.pasos.org » Mér er til efs að það hafiverið samið með þessu yfir- bragði í einhverja áratugi. Það er æði-sérstakt. Grétar Þorsteinsson , forseti ASÍ, um ný- gerða kjarasamninga. » Það sem er að gerast núna ávinnumarkaðnum er sér- stakt og óvenjulegt, en jafn- framt mjög merkilegt. Geir H. Haarde , forsætisráðherra, um samningana. » Athygli unga fólksins endistekki lengur en 4 til 5 mínútur sem er um það bil lengd á einu myndskeiði á YouTube. Guðbjörg Hildur Kolbeins , fjölmiðlafræð- ingur, fræðimaður og bloggari, hefur áhyggjur af athyglisbresti ungu kynslóð- arinnar. » Við teljum að menn þurfivirkilega að taka til, sér- staklega á fjármálamarkaðnum, á næstu misserum. Jón Ásgeir Jóhannesson , starfandi sjórn- arformaður Baugs og stjórnarformaður FL Group, í viðtali Markaðarins á Stöð 2. » Er ekki oft sagt að fótboltisé fíkn. Arnar Gunnlaugsson , sem ásamt Bjarka, tvíburabróður sínum, hefur handsalað samning við bikarmeistara FH í knatt- spyrnu um að leika með liðinu á komandi leiktíð. » Ég tel að tímabil breytingasé hafið á Kúbu og þetta ætti að vera upphafið að lýðræð- islegum umskiptum. George W. Bush , forseti Bandaríkjanna, eftir að Fidel Castro tilkynnti að vegna veikinda hygðist hann ekki taka við völd- unum að nýju á Kúbu. » Þetta eru bara alveg skelfi-leg tíðindi og hreint reið- arslag fyrir sjómannastéttina. Sævar Gunnarsson , formaður Sjómanna- sambands Íslands, eftir að sjávarútvegs- ráðherra tók þá ákvörðun að stöðva loðnu- veiðar að fenginni tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar. » Það hefur sýnt sig að hún[loðnan] er ólíkindatól og kemur stundum fram þótt seint sé. Helga Jónsdóttir , bæjarstjóri í Fjarða- byggð, af sama tilefni. » Tilfinningin er dálítið þannigað það sé hreinlega verið að slá mann af. Einar Heiðar Birgisson , sem var verk- stjóri í frystihúsi áður en hann veiktist, um þá ákvörðun að loka Bergiðjunni við Kleppsspítala í sparnaðaraðgerðum á geðsviði Landspítalans, en þar hefur hann unnið í tvö ár og segir starfið hafa breytt öllu fyrir sig. » Ég vil taka það fram að þaðer ekki hægt, um svona af- markað atriði, að hér fari fram einhverjar kappræður þar sem skiptast á svör og andsvör. Jakob Möller hæstaréttarlögmaður lét þessi orð falla á aðalfundi Glitnis á mið- vikudag þegar Vilhjálmur Bjarnason bað um orðið til þess að tjá sig um svör stjórn- arformanns. » . . . [Gísli Marteinn Bald-ursson] liggur í pólitísku blóði sínu fyrir eigin tilverknað og á sér varla afturkvæmt nema kraftaverk gerist. Hann klúðr- aði fyrsta sandkassaleiknum sínum. Af bloggsíðu Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra. Ummæli vikunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.