Morgunblaðið - 24.02.2008, Síða 20

Morgunblaðið - 24.02.2008, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is 1938 sendi tólf ára drengur áKúbu Bandaríkjaforsetaaðdáunarbréf með ósk um 10dollaraseðil. Þessi drengur varð síðar forseti síns föðurlands, en hefur látið það ógert að ausa forseta handan sundsins lofi, heldur hafa þeir vægast sagt eldað grátt silfur saman og nú þegar Kúbumaðurinn lætur af embætti þá þykir honum einna sárast að hann skuli ekki hafa setið af sér enn einn Bandaríkjafor- setann, þann tíunda. Vegna veikinda síðustu misseri fól Fidel Castro, Kúbuforseti, Raúl bróður sínum stjórnartaumana og nú hefur hann tilkynnt að hann sé ekki í framboði til frekari setu á for- setastóli. Þing Kúbu mun kjósa eft- irmann hans í dag. Rætt hefur verið um að Raúl verði kosinn forseti, en menn líta líka til þeirra orða Castro að hann vilji ekki standa lengur í vegi yngri manna sem vísbendingu þess að næsti for- seti Kúbu verði af annarri kynslóð en þeir Castrobræður. Fari svo að Raúl verði kjörinn er litið á það sem eins konar biðleik, litlar breytingar verði á Kúbu, til þess er Raúl ein- faldlega of gamall í hettunni og háð- ur bróður sínum, sem mun án efa láta til sín taka bak við tjöldin. Þessi millikafli myndi vara meðan Castro dregur andann, en að honum gengn- um munu koma yngri menn á valda- stólana, menn sem færa Kúbu í lýð- ræðisátt og laga sambandið við þau ríki, sem Castro hefur haft á óvina- listanum. Meiri áhugi á íþróttum en bókum Fidel Alejandro Castro Ruz fædd- ist 13. ágúst 1926 á sykurbýli í Birán á Kúbu, þar nærri sem Holguínhér- að er nú. Hann var þriðji í röð barna Ángel Castro y Argiz, fransks inn- flytjanda, sem varð auðugur af syk- uriðnaði. Móðirin, Lina Ruz Conzá- les, sem einnig var af frönsku bergi brotin, var þjónustustúlka á heim- ilinu, en Ángel Castro var kvæntur maður, Maríu Luisu Argota. Þegar Fidel var 17 ár gekk faðir hans að eiga móður hans, en þau höfðu þá eignast 7 börn; þrjá drengi og fjórar stúlkur. Og hálfsystkini þeirra voru tvö. Þegar Ángel Castro gekk að eiga Linu Ruz Conzáles tók Fidel upp nafn hans og varð Fidel Castro í stað Fidel Ruz. Fidel og systkini hans urðu framanaf skotspónar ann- arra fyrir „föðurleysið,“ en þótt bernskan yrði honum erfiðari fyrir vikið, gekk hann í góða skóla, einka- rekna kaþólska heimavistarskóla og eftir það í Belén framhaldsskólanum í Havana. Fidel Castro var meira fyrir íþróttir en bóknám og í Belén var hann valinn í hafnaboltalið skól- ans, þar sem hann vakti þá athygli að sögur fóru af tilboðum frá banda- rískum hafnaboltaliðum. 1945 hóf Castro lögfræðinám við Havanaháskóla og var fyrr en varði kominn á kaf í stúdentapólitíkina sem dró dám af hviklyndi stjórnmál- anna á Kúbu. Þegar harðnaði á þeim dalnum urðu miklir flokkadrættir meðal stúdenta og var ekki óalgengt að kæmi til átaka þeirra í millum, þar sem vopn urðu uppi. Svo mikil harka færðist í hópana að Castro tók þátt í morðtilraun gegn einum and- stæðingi sínum. Slapp fyrir horn í Kólumbíu 1947 gekk Castro í flokk Eduardo Chibás, sem bauð sig fram til forseta gegn Ramón Grau San Martín sem stóð höllum fæti sakir spillingar, sem hafði vaðið uppi í forsetatíð hans. Chibas og flokkur hans börð- ust gegn spillingu, kröfðust þjóð- félagsumbót og vildu losa Kúbu und- an fjötrum bandarískra stórfyrirtækja og úr herkví þeirra og kúbönsku yfirstéttarinnar. Chi- bás tapaði kosningunum, en Castro leit á hann sem sinn pólitíska læri- föður og barðist áfram fyrir málstað hans. Ársgamall í flokki Chibás fór Castro til Bogotá í Kólumbíu á stúd- entaþing rómönsku Ameríku, sem lenti á sama tíma og þing Ameríku- sambandsins; bandarískra samtaka sem urðu undanfari Samtaka Amer- íkuríkja. Til mikilla óeirða kom í borginni og slapp Castro með naum- indum í kúbanska sendiráðið sem kom honum heim aftur. Fjölskyldan Heimkominn kvæntist Castro Mirtu Díaz Balart, sem var af auð- ugu fólki komin og fékk Castró þar með nasasjón af lífi kúbönsku yfir- stéttarinnar. Þau eignuðust soninn Fidel Castro Díaz-Balart, sem m.a. stýrði kjarnorkunefnd Kúbu. Castro og Mirta skildu 1955 og hún giftist á Spáni, en kom svo aftur til Kúbu og býr hjá syni sínum. Castro eignaðist utan hjónabands dóttur, Alinu Fern- ández-Revuelta, sem flúði Kúbu 1993 og sótti um hæli í Bandaríkj- unum, þar sem hún hefur opinber- lega talað gegn pólitík föður síns. Castro kvæntist aftur; Daliu Soto del Valle og eignaðist með henni fimm syni; Alexis, Alexander, Alej- andro, Antonio og Angel. Þegar lögin þraut tók byltingin við Castro lauk laganámi 1950 og hóf störf á lögfræðiskrifstofu í Havana. Þegar hér var komið sögu var Castró þekktur þjóðernissinni og ákafur andstæðingur þeirra ítaka sem Bandaríkin höfðu í innanríkis- málum Kúbu. Hann ákvað að hella sér út í stjórnmálabaráttuna og bauð sig fram til þingmennsku, en þá rændi Fulgencio Batista, hershöfð- ingi, völdum á Kúbu og ekkert varð úr þingkosningum. Batista naut stuðnings yfirstéttar- innar og Bandaríkjamanna og Castro kaus að fara þá leiðina að honum að kæra hann fyrir brot á stjórnarskránni. Stjórnarskrárdóm- stóllinn vísaði kæru hans frá og neit- aði honum um áheyrn og þar með voru úrræði lögfræðingsins þrotin og Castro komst á þá skoðun að ekk- ert nema bylting gæti komið Batista frá völdum. Og þegar Castro var kominn á þessa skoðun hikaði hann hvergi heldur hætti að praktísera og stofn- aði byltingarhreyfingu, sem Raúl bróðir hans tók þátt í. Eftir liðs- og vopnasöfnun stýrði Castro liði sínu til árásar á Moncadabúðirnar, sem voru stærstu búðir Batista utan höf- uðstaðarins. Árásin misheppnaðst en þrátt fyrir skipanir um að upp- reisnarforingjar yrðu umsvifalaust skotnir, slapp Castro við þau örlög, en var dæmdur til 15 ára fangels- isvistar. Það var við þessi réttarhöld sem Castro flutti sína frægu ræðu; „Sagan mun sýkna mig.“ Í fangels- inu hélt Castro áfram neðanjarðar- starfsemi gegn Batista og varð laus eftir tveggja ára fangelsisvist er Batista veitti almenna sakaruppgjöf sem hann var þvingaður til af stuðn- ingsmönnum sínum. Castro brá við skjótt og hélt til Mexíkó. Blóðug byrjun á byltingunni Í Mexíkó hitti Castro fyrir marga kúbanska útlaga og stofnaði 26. júl- íhreyfinguna, sem sótti nafn til mis- heppnuðu árásarinnar á Oncadabúð- irnar. En Castro hitti fleiri en landa Eitilharður einræðisherra  Fidel Castro lætur nú af forsetaembætti Kúbu eftir tæplega hálfrar aldar forsetaferil  Afdrátt- arlaus kommúnisti og þjóðarkúgari  Afgerandi breytingar bíða þess að hann verði úr heimi hallur. Hörkutól Fidel Castro Kúbuforseti hefur verið hörkutól á valdastóli, en verður nú að draga sig í hlé. Í HNOTSKURN »Fidel Castro fæddist 13.ágúst 1926 utan hjónabands föður síns, en foreldrar hans giftust þegar hann var 17 ára. »Castro tók virkan þátt í stúd-entapólitíkinni og lærði lög- fræði. »Hann leiddi byltingu gegnFulgencio Batista og steypti honum úr forsetastóli. »8. janúar 1959 kom Castro tilHavana og 16. febrúar varð hann forsætisráðherra Kúbu. »1965 varð hann aðalritarikúbanska kommúnista- flokksins. »2. desember 1976 varð hannforseti Kúbu. »31. júlí 2006 fól hann Raúlbróður sínum forsetaemb- ættið. SVIPMYND» » Castro var fljótur aðsnúa við blaðinu og beitti engum vett- lingatökum, þegar hann var búinn að skipa sér í kommúnistaliðið. Reuters Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Norrænt víkingablóð vætl-ar enn í æðum manna íNorðvestur-Englandi efmarka má nýlega rann- sókn. Vísindamenn hafa undanfarin fimm ár rannsakað eitt hundrað karlmenn sem búsettir eru á Mer- seyside í Wirral og í Vestur- Lancashire en þeir eiga það allir sameiginlegt að ættarnöfn þeirra hafa verið við lýði frá miðöldum. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að helmingur þessara manna eru af norrænum uppruna. Jafnhátt hlut- fall reyndist vera af orkneysku bergi brotið. Rannsóknin er samstarfsverkefni háskólanna í Nottingham, Leicest- er og College-háskólans í Lund- únum og fyrir fjórtán manna teymi fóru prófessorarnir Stephen Har- ding, Judith Jesch og Mark Jo- bling. Verkefnið naut veglegra styrkja. Frá rannsókninni er greint í febrúarhefti hins virta vísinda- tímarits Molecular Biology and Evolution. Litningar gott leiðarmerki Stephen Harding, sem er pró- fessor í lífefnafræði við Nott- ingham-háskóla, segir DNA Y- litninganna í körlum ganga mann fram af manni án þess að taka miklum breytingum og fyrir vikið sé tiltölulega auðvelt að rekja upp- runa manna. Y-litningarnir eru með öðrum orðum leiðarmerki karlmanna – staðfesta hvaðan þeir eru komnir í karllegg. „Þessi aðferð skilar mestum ár- angri þegar íbúar á ákveðnu svæði eru bornir saman í stað ein- staklinga. Sú hefð að ættarnöfn fylgja karlmönnum kom líka í góð- ar þarfir,“ segir Harding en til þátttöku í rannsókninni völdust sjálfboðaliðar sem bera ættarnöfn sem haldið hafa velli á svæðinu frá því fyrir aldamótin 1600. „Með þessum hætti sneyddum við hjá miklum búferlaflutningum sem átt hafa sér stað allar götur frá iðn- byltingunni á svæðum eins og Mer- seyside,“ segir Harding. Hann gerir ráð fyrir að ýmsir muni fagna þessum tíðindum uppi á Íslandi, ekki síst stuðningsmenn hins fornfræga knattspyrnufélags Liverpool. „Ég veit að þeir eru fjöl- margir á Íslandi.“ Þess ber að geta að hvorki Ste- ven Gerrard né Jamie Carragher Reuters Víkingur? Ætli Steven Gerrard sé afkomandi Ingimundar norska? » Þessi aðferð skilarmestum árangri þeg- ar íbúar á ákveðnu svæði eru bornir saman í stað einstaklinga. UPPRUNI» Með víkinga- blóð í æðum Helmingur karla í Wirral og í Vestur- Lancashire afkomendur víkinganna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.