Morgunblaðið - 24.02.2008, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 25
um fjóra menn kjörna sem var frá-
bær árangur.“
Höskuldur var áfram tengdur
starfinu fyrir norðan á kjörtímabilinu
og fylgdist vel með. Þegar líða fór að
kosningunum 2007 fór grasrótin á
Akureyri síðan að toga í hann. „Ak-
ureyringa vantaði frambjóðanda og
málsvara en það var langt síðan
flokkurinn hafði átt þingmann í bæn-
um. Við Eyja fórum vandlega yfir
málið. Mér fannst ég hafa sitthvað til
málanna að leggja og langaði að gera
þetta. Ég taldi mig líka eiga ágæta
möguleika. Ég þekkti marga frá því í
kosningunum 2003 og átti góða vini
víðsvegar um kjördæmið. Auðvitað
gerðum við okkur grein fyrir því að
þetta yrði krefjandi og tímafrekt en
Eyja studdi mig strax heilshugar. Ég
ákvað því að láta slag standa og bauð
mig fram í þriðja sætið í prófkjöri
flokksins í Norðausturkjördæmi. Það
reyndist á endanum vera þingsæti.
Það var erfitt að kveðja gamla vinnu-
staðinn á Mörkinni en þessu pólitíska
brölti mínu var sýndur mikill skiln-
ingur.“
Það dundi margt á okkur
Þegar kosningabaráttan hófst fyrir
alvöru í febrúar í fyrra kveðst Hösk-
uldur hafa upplifað mikið and-
streymi. „Langt samstarf við Sjálf-
stæðisflokkinn í ríkisstjórn reyndist
flokknum erfitt og það var augljós
taktík hjá stjórnarandstöðunni að
beina spjótum sínum alfarið að
Framsóknarflokknum í kosningabar-
áttunni. Það dundi margt á okkur.
Smám saman breyttist andrúms-
loftið, einkum fyrir norðan og við
fundum að við áttum hljómgrunn og
að Framsókn var farin að njóta sann-
mælis. Baráttan gekk því vel þegar á
leið og niðurstaða flokksins í kjör-
dæminu var góð. Framsóknar-
flokkurinn tvöfaldaði til að mynda
fylgi sitt á Akureyri frá sveitar-
stjórnarkonsingunum árið áður.“
Kosninganóttin var dramatísk.
Höskuldur var meira og minna inni
alla nóttina en í miðju sjónvarps-
viðtali datt hann skyndilega út. „Það
var óþægilegt en ég var samt alltaf
sannfærður um að ég kæmist inn.
Jón Kristjánsson, fyrrverandi heil-
brigðisráðherra, hafði keyrt með mig
um Austurland skömmu áður og
kvatt mig með þeim orðum að næst
þegar við hittumst yrði ég orðinn
þingmaður. Það voru orð að sönnu.“
Kosningarnar voru persónulegur
sigur fyrir Höskuld en Framsókn-
arflokkurinn hafði komið illa út á
landsvísu. Þingmannafjöldinn var í
sögulegu lágmarki, aðeins sjö, og
flokkurinn í sárum.
Skynsamleg ákvörðun
„Fyrstu dagarnir í þingflokknum
voru erfiðir,“ viðurkennir Höskuldur.
„Stóra spurningin var hvort við ætt-
um að halda áfram í ríkisstjórn. Rík-
issjóður hafði aldrei staðið betur og
margt gott áunnist í velferðarmálum.
Framsóknarflokkurinn átti drjúgan
þátt í þeim árangri og út frá því
fannst okkur sanngjarnt að við héld-
um áfram. En svo einfalt var þetta
ekki. Okkur var ljóst fyrir kosning-
arnar að Sjálfstæðisflokkurinn var
farinn að líta Samfylkinguna hýru
auga og í raun tel ég að búið hafi ver-
ið að mynda nýja ríkisstjórn fyrir
kosningar. Auðvitað er maður í póli-
tík til að hafa áhrif en ákvörðunin um
að draga sig í hlé, sem þingflokkurinn
tók á endanum, var eigi að síður yf-
irveguð og skynsamleg við þessar að-
stæður. Hún kemur til með að verða
flokknum til hagsbóta til lengri tíma
litið.“
Höskuldur segir sínar pólitísku
hugsjónir byggja á gömlum og góð-
um gildum Framsóknarflokksins.
„Við framsóknarmenn leggjum
áherslu á öflugt velferðar- og skóla-
kerfi sem allir hafa aðgang að óháð
efnahag eða búsetu og erum alfarið á
móti einkavæðingu í heilbrigðiskerf-
inu. Til að standa straum af þessu
kerfi verðum við hins vegar að hafa
öflugt atvinnulíf með eins litlum af-
skiptum ríkisvaldsins og unnt er án
þess þó að það stuðli að einokun og
hringamyndunum. Þetta er í mínum
huga heilbrigð miðjustefna þar sem
fjölskyldan er í fyrirrúmi.“
Hann er þeirrar skoðunar að best
sé að byggð sé um allt land með fjór-
um stórum byggðarkjörnum, hverj-
um í sínum landsfjórðungi. „Svo að
þetta megi verða þarf að efla sam-
göngur og fjarskipti, sérstaklega
gsm-samband og nettengingar, og
tryggja að byggðarlögin hafi styrk
hvert af öðru. Mig dreymir um að
Norðurland verði allt eitt atvinnu-
svæði í framtíðinni en það hefur að
vissu leyti tekist nú þegar á Austur-
landi. Vantar bara herslumuninn.
Það er mín tilfinning að hrepparígur
sé á undanhaldi, nú vill fólk taka
höndum saman og efla sína byggð.“
Norðausturkjördæmi er stórt í
sniðum og segir Höskuldur hagsmuni
fólks marga og misjafna. „Þetta starf
gerir manni ekki bara kleift að kynn-
ast fjöldanum öllum af fólki heldur
líka landinu sínu niður í kjölinn. Það
eru forréttindi.“
Enginn veit sína ævina...
Það er ekki alltaf tekið út með
sældinni að vera stjórnmálamaður og
stutt er síðan jafnaldri Höskuldar og
flokksbróðir, Björn Ingi Hrafnsson,
sagði af sér trúnaðarstörfum fyrir
flokkinn í borgarstjórn í kjölfar heitr-
ar umræðu um verk hans og persónu.
Kvaðst Björn Ingi ekki síst gera það
til að vernda fjölskyldu sína.
Höskuldur, sem á unga fjölskyldu
eins og Björn Ingi, vonar að hann
lendi aldrei í slíkum darraðardansi en
„enginn veit sína pólitísku ævina fyrr
en öll er“.
„Partur af skýringunni á því að
Björn Ingi sagði af sér er að and-
stæðingar Framsóknarflokksins vilja
helst halda uppi umræðu um eitthvað
allt annað en málefni og árangur
flokksins. Í þessu ljósi má segja að
þeir hafi unnið þá umræðu,“ segir
Höskuldur en viðurkennir þó að inn-
anflokksátök hafi vegið þungt líka.
„Það sem er erfiðast í pólitík er þegar
samherjar ráðast á mann og líklega
var það kornið sem fyllti mælinn hjá
Birni Inga. Þetta var mjög dapurleg
atburðarás. Ég held hins vegar að
þetta hafi verið einangrað tilvik og
við getum ekki átt von á fleiri svona
uppákomum í Framsóknarflokkn-
um.“
Höskuldur segir alltaf slæmt að
missa gott fólk úr flokknum. „Von-
andi snýr það fólk aftur seinna. Ég
hef raunar enga trú á öðru. En maður
kemur sem betur fer í manns stað og
fjöldi öflugs fólks hefur komið í stað-
inn fyrir þá sem hafa horfið af sjón-
arsviðinu.“
Framsókn mun auka fylgi sitt
Síðustu Alþingiskosningar voru á
heildina litið vonbrigði og ekki hefur
blásið byrlega fyrir Framsóknar-
flokknum í skoðanakönnunum síðan.
Höskuldur er samt sem áður sann-
færður um að flokkurinn muni ná sér
á strik. „Ég er bjartsýnn á framtíðina
vegna þess að grunnurinn er góður.
Rætur Framsóknarflokksins eru
sterkar og flokkurinn hefur söguna
og hefðina með sér. Við eigum líka
gott fólk úti um allt land sem er tilbú-
ið að leggja á sig mikla vinnu í þágu
flokksins. Við þingmennirnir höfum
verið á fundaherferð um landið að
undanförnu og þar hef ég skynjað
mjög mikla jákvæðni í okkar garð.
Við höfum fengið hvatningu, hrós og
hæfilegar skammir. Góðir hlutir ger-
ast hægt og ég er sannfærður um að
við munum auka fylgi okkar jafnt og
þétt þegar líður á kjörtímabilið og ná
góðum árangri í næstu kosningum.“
Fermingin Höskuldur ásamt föður sínum, séra Þórhalli heitnum Höskulds-
syni, á fermingardaginn í Akureyrarkirkju. Þórhallur féll frá árið 1995.
orri@mbl.is
» Það þarf að styrkja
stoðir þingsins og
persónulega myndi ég
vilja sjá mun fleiri frum-
vörp frá þingmönnum.
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Virðing
Réttlæti
Á þriðjudaginn, 26. febrúar, verður nýgerður kjarasamningur
VR og Samtaka atvinnulífsins kynntur.
Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica hótel og hefst kl. 19:30.
Einnig bryddum við upp á þeirri nýjung að sýna fundinn beint á netinu, á www.vr.is.
Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta og kynna sér samninginn eða smella sér á
www.vr.is og fylgjast með fundinum í beinni.