Morgunblaðið - 24.02.2008, Síða 26

Morgunblaðið - 24.02.2008, Síða 26
kvikmyndir 26 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ V ið erum að sjá teikn um merkilegar breytingar í kvikmyndaborginni, byltingu sem nær hing- að til Íslands sem ann- arra heimshorna. Það má segja að velgengni Miramax, framleiðslu- og dreififyr- irtækis hinna óháðu og framsæknu Weinstein- bræðra, hafi hleypt af stað skriðu sérsviða kvikmyndaveranna. Mira- max er nú í eigu Disney; Paramount Vantage merk- ið hýsir sérdeildirnar á þeim bæ; Universal rekur Focus Features, Columbia framleiðir listina undir SPC, Sony Pictures Classics; War- ner Indipendent Pictures (WIP) gefur óháðum kvik- myndagerðarmönnum tækifæri í höfuðstöðvum Warnerbræðra og hjá 20th Century Fox nefnist listræni armurinn Fox Searchlight, og hefur gengið best þeirra allra á und- anförnum árum. Hérlendis hafa verk frá sérdeild- unum einkum sett mark sitt á starf- semi Græna ljóssins (Searchlight, SPC, Miramax ofl.), og um þessar mundir eru Sambíóin að fara í gang með Gagnrýnandann, undir þeim hatti verður m.a sýnt efni frá WIP, Vantage og Focus Features. Í þessu sambandi er rétt að geta þes að myndir frá framangreindum fyrir- tækjum hefja gjarnan framleiðslu- ferlið í höndum óháðra (independent) framleiðenda og eru þá gjarnan seld- ar í sölusýningum á borð við Sund- ance og American Film Market. Undir þeim kringumstæðum geta verkin lent í öðrum höndum en hjá hefðbundnum umboðsaðilum hér- lendis. Það er gleðilegt að sjá hvernig sér- deildirnar eru búnar að heilla Aka- demíumeðlimina, sem hafa sniðgeng- ið kassastykkin í ár, brelluverk á borð við nýjustu myndina um Kóngulóarmanninn, Leðurblöku- manninn, Sjóræningja Karíbahafsins og annað framhaldsmyndafargan sem er ekki að segja neitt nýtt né frumlegt. Það gera þær hins vegar, No Country for Old Men og There Will Be Blood, sem báðar eru sam- vinnuverkefni Paramount Vantage og Miramx; Michael Clayton, sem er upphaflega framleidd af óháða ris- anum Summit Films, en dreift af Warner Bros; Juno sem er gerð af Fox Searchlight og breska myndin Atonement frá Focus, sem er eina myndin í ár framleidd utan Banda- ríkjanna í flokknum Besta mynd árs- ins. Betri tíð framundan Umskiptin þýða bjartari framtíð fyrir unnendur góðra kvikmynda. Ofangreindar myndir hafa gengið vel með Juno lang-fremsta í flokki. Sérdeildunum er að vaxa fiskur um hrygg og eru með fjölda væn- legra mynda í framleiðslu og undirbúningi og nú er kominn markviss farvegur fyrir þær hér heima. Aukinheldur höfum við öflug- ar og vel reknar kvikmyndhátíðir og –klúbba, það eiga allir að geta unað sáttir við sitt ef svo heldur fram sem horfir. Hollywood mun halda áfram að dæla afþreyingarmoði á heims- markaðinn, þar liggur gullið í jörðu. Unglingarnir halda viðskiptunum gangandi og á því er engin breyting fyrirsjáanleg. Poppkornsmyndirnar halda því áfram að vera yfirgnæfandi í bíósölunum, en það er komið heil- mikið rými fyrir þarfir fleiri áhorf- endahópa. Tvísýn úrslit Sá böggull fylgir skammrifi að í ár eru engar dæmigerðar „epískar“ stórmyndir, sem eru öðrum líklegri til að hreinsa upp verðlaunagripina. Það er ekki á færi dauðlegra manna að segja fyrir um hverjir standa uppi með Skara karlinn í höndunum í ár, sem gerir kvöldið óvenju spennandi og vonandi skemmtilegt. Það hefir allt gengið á afturfótunum í kvik- myndaborginni vegna verkfalls handritshöfunda, nú er nýb-+úið að leysa hnútinn, bíóaðsóknin hefur ver- ið mjög góð það sem af er árinu og vonandi verður dúndrandi stemning í kvikmyndaborginni á hápunkti kvik- myndaársins BESTA MYND ÁRSINS Mín tilfinning er sú að mjótt verði á mununum og bardaginn standi á milli tveggja frækinna ofbeldis- mynda, No Country for Old Men og There Will Be Blood. Þær hafa margoft komið við sögu á þessu kvöldi og er ekki lengra síðan en í fyrra að ein slík, The Departed, hirti heiðurinn. Coen-bræður eru ástsæl- ir, virtir og með mörg meistarverk að baki en aðeins einn Óskar í fartesk- inu (fyrir handrit Fargo). Bræðurnir sneru aftur úr óbyggðareisu mistaka með magnaðri kvikmyndagerð skáldsögunnar No Country for Old Men og geta unnið fjórfalt í ár. Ég veðja á þá, en Paul Thomas And- erson er með skæðan keppinaut þar sem er olíu- og illskudramað There Will Be Blood. Hin undurnotalega, frumlega, vel skrifaða og leikna Juno er í mestu uppáhaldi en hún á sjálf- sagt litla möguleika. Höfum í huga að hún nýtur miklu meiri vinsælda en hinar tvær samanlagt sem sýnir best álit fólks og hún er fyndin og laus við allt sem nefnist ofbeldi. Rétt er að geta þess að enn er ekki fullreynt á vinsældir There Will Be Blood, hún á enn eftir að fara í fulla dreifingu vestraMichael Clayton og Atone- ment eiga sjálfsagt minni möguleika. Ath. að þeim sigurstranglegasta í hverjum flokki er stillt efst – síðan koll af kolli. Merktu þína spá í ferninginn  No Country for Old Men (Mira- max og Paramount Vantage)  There Will Be Blood Paramount Vantage og Miramax  Juno (Fox Searchlight)  Michael Clayton (Warner Bros)  Atonement (Focus Features) Ef ég fengi að ráða: Juno Hverja vantar? Eastern Promises, Away From Her. BESTI LEIKSTJÓRI ÁRSINS Coen-bræður eru til alls líklegir og hafa ekki gert betur síðan þeir end- uðu 7 mynda sigurgöngu árið 1998 með The Big Lebowski. Varasamt er að afskrifa Anderson, hann er vel að sigrinum kominn, Reitmann (Thank You for Smoking) er á sömu slóðum og þeir fyrrnefndu, en kominn skemmra á leið. Stórkostlegur náungi og ein stæsta von Banda- ríkjamanna, hans tími mun koma en hlýtur að teljast ólíklegur en vissu- lega verðskuldaður sigurvegari í nótt. The Diving Bell and the But- terfly er enn ósýnd hérlendis.  Ethan Coen & Joel Coen - No Co- untry For Old Men  Paul Thomas Anderson - There Will Be Blood  Jason Reitman - Juno  Tony Gilroy - Michael Clayton  Julian Schnabel - The Diving Bell And The Butterfly Ef ég fengi að ráða: Coen-bræður Hvern vantar? David Cronenberg (Eastern Promises) BESTI KARLLEIKARI Í AÐALHLUTVERKI Viggó „frændi“ er hrikalega flottur en hann getur gleymt sigurvonum að þessu sinni. Daniel Day-Lewis hefur valdið mér martröðum og á enn einn stórleik sem illmennið og olíu- baróninn Daniel Plainview. Þá eru þrír höfðingjar ótaldir, gleymum ekki Depp og Clooney.  Daniel Day-Lewis - There Will Be Blood  Viggo Mortensen - Eastern Prom- ises  George Clooney - Michael Clayton  Johnny Depp - Sweeney Todd The Demon Barber of Fleet Street  Tommy Lee Jones - In the Valley of Elah Ef ég fengi að ráða: Daniel Day-Lewis. Juno Ellen Page þykir túlka ólétta unglingsstúlku afbragðsvel.  Friðþæging James McAvoy og Kiera Knightley leika elskendur sem hörmulegir atburðir verða til að stía í sundur. Blóð mun renna Daniel Day Lewis leikur athafnamann sem rambar á svartagull. Ekki grund fyrir gamla menn Mynd þeirra Coen-bræðra á mögu- leika á að vinna fjórfalt í ár.  Verkin fimm sem koma til álita sem „Besta mynd ársins“ í kvöld, boða at- hyglisverða byltingu í sögu verðlaunanna. Sæbjörn Valdimarsson er mjög sáttur við að þær eru allar framleiddar af sjálfstæðum listasmiðjum innan stóru kvikmynda- veranna í Hollywood, örmunum þar sem frum- leiki og gæði vega þyngra á metum en hugsanleg markaðshlutdeild og gróðavonir. » Velgengni „listrænu“ arma kvikmyndarisanna setur öðru fremur svip á 80. afhendingarkvöld Óskarsverðlaunanna. Sigurhátíð sérdeildanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.