Morgunblaðið - 24.02.2008, Side 29

Morgunblaðið - 24.02.2008, Side 29
Samrýmdar Elma Lísa og Nína Björk ásamt þriðju systurinni, Tinnu Dögg. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 29 Nína Björk Elma Lísa er ein- staklega hæfileikarík manneskja og mikill dugnaðarforkur. Ég hef alltaf litið upp til hennar og er stolt af því að vera litla systir hennar Elmu. Ætli helsta einkenni hennar sé ekki persónutöfrarnir. Hún sjarm- erar alla upp úr skónum. Fólk er upp til hópa tilbúið að gefa henni aleiguna – og hefur gert það. Grínlaust! Einu sinni sem oftar varð strák- ur skotinn í Elmu. Mamma hans átti heildsöluverslun með snyrti- vörur og strákurinn gekk svo hraustlega á lagerinn að heild- salan fór hér um bil á hausinn! Elma var og er prinsessa. Hún varð landsfræg ung að aldri fyrir dans og fegurð. Allir strákar elsk- uðu hana. Þetta varð til þess að sumar stelpurnar í hverfinu öf- unduðu Elmu og töluðu illa um hana. Það fór ofboðslega í taug- arnar á mér og ég hafði mjög ríka tilhneigingu til að vernda hana og verja. Einu sinni var ég í strætó þegar einhverjar stelpur byrjuðu að tala illa um Elmu. Ég beið ekki boðanna, reis á fætur og sagði þeim til syndanna. Ég stóð að vísu ekki út úr hnefa á þessum tíma en kraftmikil röddin bætti upp fyrir smæðina. Ég gleymi þessu aldrei. Eins og gengur með eldri systur var Elma fyrirmynd mín í æsku og vinkonum mínum fannst hún geggjuð! Hún var mikil diskógella og algjör drottning á „eighties“- tímanum. Mér eru vængjagreiðsl- urnar og herðapúðarnir í fersku minni. Hvað var annars málið með þessa herðapúða? Þegar maður skoðar myndir frá þessu tímabili lítur fólk út eins og hraustustu ruðningskappar. En þetta var sjúklega flott í þá daga. Elma var alltaf að keppa í free- style-dansi og ég mátti ekki fyrir mitt litla líf missa af keppni. Mætti helst tveimur tímum á und- an öðrum til að ná besta sætinu. Ég hef allar götur síðan fylgst vel með því sem Elma er að gera. Elma sló alls staðar í gegn sem barn og unglingur. Einu sinni fór- um við með pabba til Mallorca, ætli Elma hafi ekki verið tólf ára og ég níu. Þar tróð hún upp sem dansari á hótelinu og víðar – utan auglýstrar dagskrár – og heillaði Spánverjana upp úr skónum.Var á endanum valin „Ungfrú Mallorca“. Elma Lísa er fædd til að koma fram. Það kom því ekki á óvart að hún skyldi leggja leiklistina fyrir sig. Hún er að mínu viti mjög vaxandi leikkona og fer til dæmis al- gjörlega á kostum í Baðstofunni, sem núna er verið að sýna í Þjóð- leikhúsinu, í hlutverki konu sem er gersneydd fegurð og persónu- töfrum. Þetta er gjörólíkt fyrri hlutverkum hennar og sýnir hversu fjölhæf hún er. Enda þótt Elma sé á hárréttri hillu liggja hæfileikar hennar á fleiri sviðum. Hún er til dæmis mikil viðskiptakona. Ég hef fylgst með henni selja verðlaust dót fyrir stórfé í Kolaportinu. Ef hún vildi gæti hún örugglega haslað sér völl í viðskiptum með góðum árangri. Elma er ákaflega metn- aðargjörn. Vill alltaf vera hæst og best. Ég man til dæmis hvað hún varð reið ef hún varð ekki hæst í bekknum á prófunum í gamla daga. Hún linnti heldur ekki lát- um fyrr en hún hafði farið á fund kennarans, vopnuð fallega svipn- um sínum og óhrekjandi rökum, og fengið hann til að hækka sig. Lundarfar Elmu er gott en hún hefur stórt skap. Er fljót upp en líka fljót að jafna sig og hún er alls ekki langrækin. Það er stór kostur. Elma á það einnig til að vera í sér heimi. Þá heyrir maður kannski ekki í henni í langan tíma. Hún meinar auðvitað ekkert með þessu en þar sem allir vilja hafa hana hjá sér væri einfaldast að klóna hana. Elma getur líka verið smámuna- söm, sérstaklega inni á heimilinu sínu. Þar er allt í röð og reglu og hún botnar ekkert í því þegar litlu frændsystkinin byrja að rífa og tæta. „Barnadót á að vera í barna- herberginu,“ segir hún þá jafnan af röggsemi. Elma er vel að merkja rosalega stjórnsöm og ég er sannfærð um að hún gæti orðið góður leikstjóri sýnist henni svo. Það fer fátt í taugarnar á mér í fari Elmu en ég verð þó að taka fram að hún kann ekki á klukku. Kannski lærir hún á hana seinna? Samt er henni alltaf fyrirgefið fyr- ir að koma of seint. Maður verður alltaf svo ánægður þegar hún er mætt. Elma er lítið fyrir drama og ber ekki tilfinningar sínar á torg. Per- sónuleg mál ræðir hún bara við fólk sem hún treystir. Hún getur líka verið mjög stórtæk varðandi gjafir og skrifar manni mjög falleg kort. Elma er mjög hreinskilin að eðl- isfari, segir alltaf sína meiningu og vill ekki hafa að talað sé illa um náungann. Hún fylgir alltaf hjartanu og er frábær mannþekkj- ari. Ég man hvað mér þótti skrýt- ið þegar ég var lítil að allir strák- ar sem ég varð skotin í voru kolómögulegir, að hennar áliti. Seinna gerði ég mér grein fyrir því að hún var bara að passa upp á mig, vildi bara það besta fyrir litlu systur. Við Elma erum mjög miklar systur og systur eru alltaf nánari en vinkonur. Við getum rifist eins og hundur og köttur án þess að það dragi dilk á eftir sér og ég veit að Elma verður alltaf til stað- ar fyrir mig ef á þarf að halda. Og ég fyrir hana. Elma Lísa á örugglega eftir að halda áfram að þroskast og eflast sem manneskja í framtíðinni og vaxa af verkum sínum. Og eitt hlutverk á hún eftir, móðurhlut- verkið. Það yrði stórkostlegt að sjá hana í því hlutverki og ekki væri verra að fá eins og eina litla Nínu... | orri@mbl.is Allir strákar elskuðu hana »Hún sjarmerar allaupp úr skónum. Fólk er upp til hópa tilbúið að gefa henni aleiguna – og hefur gert það. Grín- laust! Aðferðirnar er að finna í þessari bók. Febrúartilboð - 1990 kr. Vertu breytingin sem þú vilt sjá verða í heiminum með Ásmundi Gunnlaugssyni Uppbyggjandi og traust námskeið sem við höfum boðið upp á sl. 14 ár við góðan orðstír. Hentar þeim sem eiga við streitu, kvíða eða fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Hefst miðvikudaginn 27. febrúar. Kennt á mán. og mið. kl. 20.00 (7 skipti). Kennslustaður: Menningarmiðstöðin Gerðuberg. Jóga gegn kvíða Allar nánari upplýsingar og skráning á www.jogaskolinn.is og í síma 862 5563

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.