Morgunblaðið - 24.02.2008, Side 30
tungumál
30 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Á
hugi minn á hestum
kviknaði þegar ég var
strákur í sveit. Seinna
var ég kúskur í Breta-
vinnunni við gerð flug-
vallarins í Vatnsmýrinni og eins og í
sveitinni voru hestarnir bæði vinnu-
félagar og vinir.“
Magnús stundaði nám í Samvinnu-
skólanum og Menntaskólanum í
Reykjavík, fór í læknisfræði í Há-
skóla Íslands og framhaldsnám í
Þýzkalandi, þar sem hann starfaði í
nokkur ár í sjúkrahúsi Rauða kross-
ins í Wuppertal Elberfeldt.
Hann segist lítið hafa riðið út í
Þýzkalandi. Þó var þar lyfsali, sem
tók hann nokkrum sinnum með í
hesthúsið og útreiðar og hann fór á
eitt námskeið. Hann segist hafa orð-
ið hissa á þeim reginmun sem var á
reiðmennskunni heima og í Þýzka-
landi. „Við Íslendingar hölluðum
okkur ýmist aftur eða fram á hest-
inum og riðum með fæturna út í loft-
ið. Hvað sagði ekki skáldið:
Sit mig beinn og sittu rétt í söðul-hnakki,
af þér hverfur aðalsþokkinn,
ef þú lemur fótastokkinn.
Þjóðverjar ástunduðu aftur á móti
beina ásetu með fæturna að hest-
inum. Sem betur hafa íslenzkir knap-
ar lært slíka ásetu og nú má segja að
hún sé allsráðandi, enda allt annað
að sjá til hestamanna nú en áður.“
Þegar Magnús kom heim frá
Þýzkalandi 1965 til starfa á Borg-
arspítalanum ákvað hann að hella
sér út í hestamennskuna og fyrsta
hestinn keypti hann í maí 1966. „Ég
keypti hann á Bessastöðum og lét
hann heita Forseta. Þetta var í tíð
Ásgeirs Ásgeirssonar og þeir Hall-
dór Gunnarsson, sonur Gunnars
Bjarnasonar ráðunautar, og Sig-
urður Thoroddsen, barnabarn for-
setans, ráku tamningastöð á Bessa-
stöðum.“
Magnús segist hafa nefnt tvennt
við forráðamenn Fáks á þessum
tíma; þeir ættu að koma upp reiðhöll
og stuðla að því að orðum og orða-
tiltækjum um hesta og hesta-
mennsku yrði safnað. Hesta-
mennskan væri að breytast og því
mikil hætta á að gömul orð féllu í
gleymsku. „En ég talaði fyrir dauf-
um eyrum. Reyndar sögðu menn við
mig, að ég ætti ekki að láta nokkurn
mann heyra að ég ætlaði að ríða
hestum inni í húsi.
Svo reis fyrsta reiðhöllin röskum
tuttugu árum síðar og nú vilja menn
reiðhallir sem víðast.“
Vann til verð-
launa á Geisla
Magnús segist alltaf hafa verið vel
ríðandi meðan hann átti hesta. Þeir
voru tuttugu talsins, þegar flest var,
ekki allt reiðhestar, en Magnús lagði
áherzlu á að eiga góða ferðahesta og
fór á hverju sumri í ferðalög um
landið með félögum sínum.
„Einu sinni vorum við á leið frá
Húsafelli til Þingvalla. Þá mættum
við bíl og bílstjórinn stoppaði og
spurði, hvort við gætum bent sér á
staðinn, þar sem Reynistaðarbræður
urðu úti.
„Það var nú ekki hér, heldur á
Kili,“ sagði ég.
„Nú,“ sagði bílstjórinn. „Hvar er-
um við nú staddir?“
„Við erum á Skúlaskeiði.“
Þá leit bílstjórinn í kringum sig og
sagði svo: „Mikill gæðingur hefur
þessi Skúli verið!““
Einn keppnishest átti Magnús;
Geisla, sem hlaut verðlaun klárhesta
með tölti á Kjóavöllum ’69 og ’70.
Hann var leirljós, sem var uppá-
haldshestalitur Magnúsar. „Gamlir
skólabræður mínir úr MR höfðu það
í flimtingum sín í millum, að ég safn-
aði drapplitum hestum!“
En Magnús segir svo mikinn tíma
hafa farið í þjálfun keppnishestsins
að hann hafi orðið að láta annað sitja
á hakanum. Þar sem ferðalögin voru
hans líf og yndi hætti hann að þjálfa
Geisla til keppni.
– Áttu hesta enn?
„Nei, nú á ég bara hestastyttur,“
svarar hann brosandi og bendir út
um íbúðina, þar sem orðum hans sér
víða stað. Og myndir á veggjum. Og
hestabækur út um allt.
Skráð orð geymd
en ekki gleymd
Enginn tók við sér með orðasöfn-
unina svo hún beið Magnúsar, þegar
hann lauk læknisstarfi. Hann starf-
aði á Eyrarbakka og við heilsugæzl-
una á Selfossi til þess að hann varð
sjötugur 1995, var læknir á Litla-
Hrauni ’96-’99 og leysti þar af 2000
og 2001. Þá flutti hann til Reykjavík-
ur.
„Þegar ég taldi útséð um að ein-
hver myndi leggja fyrir sig orðasöfn-
unina ákvað ég að gera það sjálfur.
Ég byrjaði, þegar ég hætti hjá
heilsugæzlunni á Selfossi, og orðtók
fyrst íslenzkar orðabækur, svo ann-
að efni um íslenzka hestinn og loks
útlenzkar bækur líka. Ég hef líka
þýtt uppflettiorðin á sænsku, ensku
og þýzku.
Og skylt er mér að geta þess að ég
fékk að kynna mér gögn Karolínu
Einarsdóttur frá Miðdal, sem vann
að rannsókn á notkun íslenzka hests-
ins, en entist ekki aldur til þess að
ljúka henni.“
– Veiztu hvað uppflettiorðin eru
mörg?
„Nei, ég hef nú ekki talið þetta
þannig. En skráð orð eru geymd en
ekki gleymd! Ég sé fyrir mér að bók-
in verði upp á einar 1000 blaðsíður.
Það eru þarna líka gátur, máls-
hættir, vísur og stuttar frásagnir,
margar í léttari kantinum eins og
sagan af frú Hartel.
Hún var dönsk hestakona, keppti
meðal annars í tvígang á Ólympíu-
leikum og vann þar til verðlauna. En
þessi saga gerðist á hestamóti heima
í Danmörku. Frú Hartel vann þar til
fyrstu verðlauna, sem Knútur prins
afhenti. Þegar hún reið að stúkunni
og beygði sig fram til þess að taka
við verðlaununum fretaði hrossið
mikinn! Frú Hartel varð svo mikið
um, að hún fór að afsaka sig við
prinsinn. En hann svaraði: Þetta er
allt í lagi, frú Hartel. En hefðuð þér
ekki farið að afsaka þetta, þá hefði
ég bara haldið að það hefði verið
hesturinn!““
– Og vísur?
„Já, það eru nú til ósköpin öll af
hestavísum. Ég nefni eina úr kvæð-
inu Jarpi eftir Matthías Jochumsson:
Og í baki Edenlunds
ok þú berð sem áður.
Milli manns og hests og hunds
hangir leyniþráður.
Þegar Magnús flutti í bæinn og
sneri sér óskiptur að orðasöfnuninni
innritaðist hann í Háskóla Íslands og
ætlaði á námskeið í orðabókar-
fræðum. Það námskeið var hins veg-
ar ekki haldið, en hann fór á eitt
námskeiðið af öðru og endaði með
svo marga punkta, að hann útskrif-
aðist BA í íslenzku. „Haustið eftir að
ég útskrifaðist settu þeir loksins
orðabókarnámskeiðið á aftur og ég
fór nú á það, því til þess var leikurinn
gerður!“
Magnús segir margt hafa komið
sér á óvart, þegar hann fór að draga
að sér orð um hesta og hesta-
mennsku.
„Ég hef auðvitað lært heilmargt.
Mikill gæðingur hefur
þessi Skúli verið!
Árvakur/Árni Sæberg
Stórvirkur Magnús Sigurðsson hefur safnað orðum, vísum, gátum og sögum um hesta og hestamennsku.
Að lokinni læknisævi lagði hann á sig frekara há-
skólanám til þess að geta betur sinnt heimilda- og
orðasafni um hesta og hestamennsku. Nú á Magnús
Sigurðsson Orðfák með öllum tygjum og bíður útgef-
anda. Freysteinn Jóhannsson talaði við hann.
» „Hestakerra var áð-
ur fyrr dregin af
hesti, nú er hesturinn
settur á hestakerru,
sem bíllinn dregur.
Þannig breytist allt og
merking orða líka.“
(hesta-)-kaup, -s, - hk. ft. 1 (hästhandel,
-byte, horse trading, dealing, der Pferde-
handel, der Pferdetausch) hestaskipti, versl-
un eða skipti á hestum. Erlendis er mála-
rekstur vegna galla á hestum eða vanefnda
algengur og eru þessi mál í frekar föstum
skorðum. Þar er þáttur dýralækna í hesta-
viðskiptum mikill og jafnvel ekki seldur hest-
ur án vottorðagjafar. Úrslitavald er í höndum
dómstóla og dýralæknirinn er aðeins kallaður
til sem umsagnaraðili. Þegar í ljós kemur að
viðkomandi hestur er með einhverja galla, að
mati kaupanda, ber honum að tilkynna það
seljanda. Tilkynna skal seljanda um mögu-
legan galla, „án ástæðulauss dráttar“. Það er
nauðsynlegt að tilkynna seljanda um þetta
eins fljótt og hægt er, til að réttargangurinn
sé réttur. Best er að gera það skriflega. Við
kaup er tímasetning afhendingar og afhend-
ingarstaður mjög mikilvæg í dómsmálum.
Mikilvægt er að gera grein fyrir gallanum og
líklegum aldri hans,
– kaup hk. ft. 1 (hästbyte, horse dealing,
der Pferdetausch) hestaskipti. 2 hnefakaup,
hnefaleikur. „Er hann sjáanlegur eða leynd-
ur, er gallinn verulegur eða óverulegur“ og
annað sem kann að rýra gildi gripsins. Galli
telst leyndur ef hann uppgötvast ekki við
venjulega skoðun af hálfu kaupanda. Sem
dæmi um leyndan galla má nefna heymæði.
Spatt er verulegur galli og því hægt að láta
kaupin ganga til baka á þeim grundvelli.
Langvinn hófsperra telst verulegur galli.
Ágreiningur kaupanda og seljanda leysist oft-
ast með samkomulagi, en aðalatriði máls er
þó að vandamálið er lögfræðilegt og „álit“
dýralækna aðeins hluti af þeim gögnum sem
dómur byggist á. (HS, Hestah 1989/161-4).
Hestakaup geta verið með þrennum hætti, a)
að borgað sé fyrir hestinn umsamið verð, b)
höfð skipti á hestum að jöfnu, c) annar hestur
látinn ganga upp í kaupin og borgaður mis-
munur á verði hestanna, þ.e. „gefið á milli“,
stundum gerð hestakaup „að óséðu“, þ.e.
hvorugur aðilinn hefur séð þann hest sem
hann hefur gert kaup á eða haft í skiptum
fyrir annan. Sá sem oft skipti um hesta í
hestakaupum var fljótur „að lita upp“ fékk þá
oft hesta í öðrum lit en hinir fyrri voru.
Hestakaups vísa:
Þó á valhopp, vekurð, hlaup,
veðjuðu ei „túskildingum,
samt að hafa hestakaup
hugnaðist Íslendingum.
(St.G.St., Andvökur, III.b 1956: 357).
Skrítla: A. Hvað varð þér að orði þegar
hann Pétur strauk burt með konuna þína? B.
Ég sagði: „Það var gott; og ég náði mér þar
niðri á honum, því ég átti honum grátt að
gjalda; hann sveik mig í hestakaupum.“
„Skrítla: A. Hvað á hesturinn að kosta? B.
120 kr., það gaf ég fyrir hann og hreinn af-
skurður, að hann fari á je minna en 90 kr.,
það segi ég þér fyrirfram!“ (Almanak h. ísl.
þjóðv. 1903: 85) -kaup hk með ríkisábyrgð
(hästköp med ansvar från riket): „Hér er líka
rétt að fram komi að Háfeti, skjótti gæðing-
urinn hans Daníels, hafði komið nokkuð við
sögu í opinberri umræðu. Þannig var að hest-
urinn var svo dýr að Daníel varð að slá
bankalán til að geta keypt hann. Þegar setja
átti tryggingar fyrir láninu hjálpaði Jónas frá
Hriflu upp á sakirnar og gekkst ríkissjóður í
ábyrgð fyrir Daníel, enda þáði hann laun af
ríkinu. Mun þetta vera eini hestur Íslands-
sögunnar sem hefur verið keyptur með rík-
isábyrgð! “ (Valdimar J, Á fáki fráum 1992:
21). – kaupa- hugleiðing, -ar, -ar kvk. (die
Gedanken an Kaufen) það að hafa í huga að
kaupa hesta. – kaup-maður, manns, -menn
kk. (hästschackare, horse-dealer, horse co-
per, der Sachacherer) maður sem kaupir og
selur hesta.
Úr Orðfáki