Morgunblaðið - 24.02.2008, Síða 36
36 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
26. febrúar 1978: „Með við-
brögðum nokkurra forystu-
manna verkalýðshreyfing-
arinnar við
efnahagsráðstöfunum rík-
isstjórnarinnar er bersýnilega
stefnt að því að skapa ástand
óvissu og öryggisleysis í efna-
hags- og atvinnumálum.
Launþegar vita ekki á hverju
þeir eiga von og öryggisleysið
veldur því að atvinnurekst-
urinn getur ekki gert ráð fyrir
að áætlanir sem gerðar eru
um reksturinn standist. Er
slíkt óvissuástand launþegum
í hag?
Þeirri spurningu verður að
svara neitandi. Yfirgnæfandi
meirihluti launþega hefur
áhuga á og hagsmuni af því að
festa og öryggi ríki. Fólk vill
búa við góð lífskjör og þau lífs-
kjör hafa náðst á ný á síðustu
misserum. Það er hagsmuna-
mál launafólks að takast megi
að halda þessu lífskjarastigi.
Það tekst ekki ef ólöglegar að-
gerðir verkalýðshreyfing-
arinnar valda stórkostlegri
röskun í þjóðfélaginu. Það er
hagsmunamál launafólks að
næg atvinna haldist í landinu.
Ef ríkisstjórnin hefði ekki
gripið til ráðstafana í efna-
hagsmálum hefðum við staðið
frammi fyrir mjög alvarlegu
atvinnuleysi í vor og sumar.
Þetta vita foringjar verkalýðs-
samtakanna en neita að við-
urkenna það opinberlega.“
28. febrúar 1988: „Armando
Valladares, sendiherra
Bandaríkjanna hjá Mannrétt-
indanefnd Sameinuðu þjóð-
anna í Genf, er lifandi tákn
þess, að unnt er að lifa af hin-
ar hræðilegustu ofsóknir og
pyntingar. Í 22 ár mátti hann
dúsa í fangelsum Fidels Cast-
rós, kommúnistaleiðtoga á
Kúbu, vegna þess eins að
hann hafði ekki sömu skoð-
anir og Castró. Fyrir tilstilli
samtaka eins og Amnesty Int-
ernational og stjórnmála-
manna víða um lönd og ekki
síst vegna afskipta Francois
Mitterrands, Frakklands-
forseta, var Valladares sleppt
úr haldi á árinu 1982. Á síð-
asta ári skipaði Ronald Reag-
an þennan margpínda mann,
sem aldrei tapaði sjálfsvirð-
ingu sinni af því að hann sótti
styrk í trúna á Jesú Krist,
sendiherra Bandaríkjanna hjá
Mannréttindanefnd Samein-
uðu þjóðanna. Þar heldur Val-
ladares áfram að berjast gegn
ógnarstjórn Fidels Castrós og
fyrir rétti til handa þeim, sem
ofsóttir eru um heim allan.“
1. mars 1998: „Mikil um-
ræða hefur farið fram um
menntamál í þjóðfélaginu í
kjölfar niðurstöðu hinnar al-
þjóðlegu TIMSS-könnun á
stærðfræði- og raun-
greinaþekkingu framhalds-
skólanema í 21 landi. Íslenskir
nemendur urðu í þriðja sæti í
könnuninni og hafa menn ým-
is lýst ánægju sinni með þá
frammistöðu eða bent á fyr-
irvara sem verði að hafa á
könnuninni. Þórólfur Þór-
lindsson, prófessor við Há-
skóla Íslands, benti á í viðtali
við Morgunblaðið í gær að erf-
itt sé að bera saman náms-
árangur milli landa í fram-
haldsskólum vegna þess hvað
skólakerfin eru ólík. Gögn
könnunarinnar leyfi því ekki
að draga skýrar ályktanir um
það hvort íslensku nemend-
urnir eru í þriðja, fjórða eða
fimmta sæti.“
Úr gömlum l e iðurum
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
VIÐURKENNING
Nú liggur fyrir opinber viður-kenning íslenzka ríkisins áþví að rekstur hins svonefnda
Breiðavíkurheimilis hafi á köflum ver-
ið eitt allsherjarhneyksli.
Jafnframt er ljóst, að vistmönnum
þar verða greiddar skaðabætur eins
og vera ber.
Það er líka sjálfsagt að þeir verði
beðnir formlega afsökunar. Í samtali
við Morgunblaðið í gær segir einn vist-
manna, Páll Rúnar Elísson, að hann
fari fram á „að Alþingi Íslendinga
biðjist afsökunar og þykir mér per-
sónulega að forseti Alþingis ætti að sjá
um það – ég fer þá fram á, að hann
nefni nafnið mitt. Þá mundi ég loksins
geta snúið blaðinu við.“
Þetta er sjálfsögð krafa. Alþingi á
með formlegum hætti að biðjast afsök-
unar á því að líf þeirra, sem þarna voru
vistaðir á tilteknum tíma hefur að
verulegu leyti verið eyðilagt. Og við
lifum bara einu sinni.
Því ber jafnframt að fagna, að Geir
H. Haarde forsætisráðherra hefur fal-
ið nefndinni, sem rannsakaði Breiða-
víkurmálið, að starfa áfram og fjalla
um önnur vist- og meðferðarheimili.
Það verður að hreinsa þetta mál allt
út.
Það hefur verið erfitt fyrir almenna
borgara á Íslandi að skynja og skilja,
að þessir atburðir hafi raunverulega
gerzt í samfélagi okkar. Og þess vegna
er sú spurning áleitin, hvort einhverj-
ar hliðstæður sé að finna á okkar dög-
um. Er það alveg víst að svo sé ekki?
Breiðavíkurmálið er stór og alvar-
legur blettur á því samfélagi, sem við
höfum byggt upp á síðustu áratugum.
Það er blettur, sem ekki er með
nokkru móti hægt að afmá.
En afsprengi hvers konar samfélags
er Breiðavíkurmálið? Það er afsprengi
samfélags, sem fyrir hálfri öld kallaði
þá sem nú er taldir þroskaheftir fá-
vita.
Það er afsprengi þjóðfélags, sem
fyrir hálfri öld útskúfaði geðsjúkum
með þeim hætti að í hverri einustu
fjölskyldu á Íslandi var farið með það
sem feimnismál ef einhver meðlimur
fjölskyldunnar var geðsjúkur. Þögnin
ríkti en hvíslað í mörgum hornum.
Hvar er Breiðavík að finna á okkar
dögum?
Er hana að finna í afstöðu okkar til
fanga? Er hana að finna í afstöðu okk-
ar til útigangsmanna? Það væri barna-
legt að halda, að okkur hafi tekizt að
útrýma öllum fordómum úr eigin
huga. En það er úr fordómum sem at-
burðir af því tagi sem urðu í Breiðavík
spretta.
Í Breiðavík brást eftirlitið, sem átti
að hafa með heimilum sem þessum.
Þau eru til í dag. Er eftirlitið fullkom-
ið?
Við eigum engan annan kost en
spyrja okkur þessara spurninga og
leita svara. Það væri óhugnanlegt ef
nýtt Breiðavíkurmál kæmi upp eftir
hálfa öld og snerti okkar samtíma.
Nefnd dr. Róberts Spanó hefur unn-
ið mikilvægt starf með Breiðavíkur-
skýrslu sinni. Í skýrslu nefndarinnar
er jafnvel að finna nýjar upplýsingar
um harðræði, sem vistmenn voru
beittir og ekki hafa komið fram áður.
Þótti þó mörgum nóg um miðað við
þær upplýsingar, sem fyrir lágu.
Nú þurfa Alþingi og ríkisstjórn að
ljúka þessu máli með viðeigandi hætti.
Fébætur eru áreiðanlega í hugum
þess fólks, sem hlut á að máli, minna
málið. En þær eru þó staðfesting á því
að íslenzkt samfélag viðurkennir sök
sína og þess vegna eru þær sjálfsagð-
ar.
Kjarni málsins er það, sem haft var
eftir Páli Rúnari Elíssyni hér að fram-
an, að hann fari fram á að forseti Al-
þingis nefni nafn sitt.
Það þarf að gerast með skýrum og
afdráttarlausum hætti og um það
hljóta alþingismenn að geta sameinast
sem einn maður.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Á
forsíðu 24 stunda var fyrr í þessum
mánuði sagt frá því á forsíðu að
ráðist hefði verið á mann í Reykja-
vík og hann kallaður arabi. Í Dan-
mörku hefur gengið yfir íkveikju-
faraldur vegna þess að dönsk
dagblöð birtu á ný skopteikningar af Múhameð
spámanni. Ástæðan fyrir birtingunni var sú að
danska lögreglan handtók þrjá menn, sem grun-
aðir eru um að hafa ætlað að myrða einn af tólf
teiknurum, sem teiknuðu skopmyndir af Múhameð
í Jyllands-Posten 30. september 2005. Í kjölfarið á
þeirri birtingu kom til mótmæla í garð Dana um
allan hinn múslímska heim. Nú er aftur mótmælt
víða um heim.
Í Hollandi er deilt um höfuðklúta og slæður. Í
Frakklandi eru höfuðklútar og slæður bannaðar í
skólum. Jack Straw, fyrrverandi utanríkisráð-
herra Bretlands, hleypti af stað miklu fári 2006
þegar hann skrifaði grein um hvað sér þætti
óþægilegt að ræða við kjósendur sína þegar þeir
hylja andlitið. Í Tyrklandi geisar deila um höfuð-
klúta sem aldrei fyrr. Í augum Vesturlandabúa er
höfuðklúturinn tákn kúgunar kvenna. Í Tyrklandi
er höfuðklúturinn þrætueplið í deilunni um að-
skilnað hins veraldlega og trúarlega. Í dagblaðinu
International Herald Tribune var fyrir nokkru
vitnað í Fatma Benli, tyrkneskan lögmann, sem
hefur barist fyrir réttindum kvenna í Tyrklandi.
Hún gengur með höfuðklút: „Ég gæti sagt ykkur
frá heimilisofbeldi, heiðursmorðum, þeim hluta
refsiréttarins, sem mismunar konum,“ sagði hún.
„En við getum ekki hreyft okkur í þessum málum.
Við erum föst í höfuðklútnum.“ Í þessum mánuði
var samþykkt í Tyrklandi að konur mættu vera
með höfuðklúta í háskólum og þurfti til þess stjórn-
arskrárbreytingu.
Andstæðingar laganna óttast að konur verði
neyddar til þess að hylja sig þegar lögin taka gildi
og segja að þau beri vitni tilraun núverandi rík-
isstjórnar til að blanda í auknum mæli saman trú
og pólitík. Recip Tayyip Erdogan forsætisráð-
herra segir hins vegar að konum muni verða frjálst
að klæðast að vild og ætlunin með breytingunni sé
að auka frelsi og lýðræði, ekki hið gagnstæða.
Fyrir nokkrum vikum lagði forustumaður ensku
biskupakirkjunnar, Rowan Williams, erkibiskup af
Kantaraborg, til að ensk lög tækju að hluta til ísl-
amskra laga, sharia. Þessar hugmyndir hafa vakið
harðar deilur.
Umræðan í Hollandi í kjölfarið á morðunum á
stjórnmálamanninum Pym Fortuyn og kvik-
myndagerðarmanninum Theo Van Gogh snýst um
það að fjölmenningarþjóðfélagið hafi beðið skip-
brot. Umræðan í Frakklandi eftir óeirðir, sem
ítrekað hafa brotist út í hverfum innflytjenda þar í
landi, snýst um það að stefna samlögunar sé komin
í strand. Þetta eru þær tveir leiðir, sem farnar hafa
verið í innflytjendamálum. Fjölmenningarmódelið
má kenna við Bretland og samlögunaraðferðina við
Frakkland.
Samfélag í samfélaginu
M
illjónir múslíma búa í Evrópu
um þessar mundir og þeim fer
fjölgandi. Á forsíðu tímaritsins
The Economist fyrir nokkru
síðan var vísað á umfjöllun um
múslíma í Evrópu með orðinu
Evrabía. Melanie Phillips, blaðamaður á Daily Ma-
il, kallaði bók sína um fyrirbærið Londonistan.
Umræðan hefur fallið í þann farveg að íslam og hið
veraldlega samfélag fari ekki saman og nú verði að
segja hingað og ekki lengra. Vestrænt samfélag
geti ekki látið það viðgangast að grundvallarrétt-
indi séu fótum troðin.
Þetta er vitaskuld hárrétt. Ótækt er að gefa af-
slátt af mannréttindum af tillitssemi við menningu
eða trúarbrögð. Það jafngildir því að tilteknir ein-
staklingar í samfélaginu séu sviptir þeim réttind-
um vegna þess eins hvaða hópi þeir tilheyra. Það
gengur ekki að konur njóti ekki lögbundinna og
stjórnarskrárvarinna réttinda vegna þess eins að
þær búi í samfélagi innflytjenda úr röðum músl-
íma. Mikið hefur verið skrifað um kúgun kvenna,
„hinna réttlausu dætra Allah“ eins og það var orð-
að í Der Spiegel, í innflytjendasamfélögum í Evr-
ópu. Í Tyrkjasamfélögum þýskra stórborga er
staða kvenna mun verri en almennt gerist í Tyrk-
landi. Konum er jafnvel meinað að ganga mennta-
veginn og þýskunám er dulbúið sem hannyrð-
anámskeið til þess að konur geti menntast á laun,
svo dæmi sé tekið. Í Þýskalandi geta skilin á milli
samfélaganna verið svo skörp að tala má um tvo
heima og samgangurinn á milli þeirra er mjög tak-
markaður. Þessi skil er að finna víðar í Evrópu.
Innflytjendahverfi í Hollandi eru kölluð diska-
hverfi og er þá vísað til þess að diskar til að taka á
móti gervihnattasendingum eru á hverjum svölum.
Inni á heimilunum er ekki fylgst með hollenskri
umræðu heldur útsendingum frá landi upprunans.
Það býr í öðrum heimi.
Gagnrýni á þessi viðhorf innflytjenda hefur
komið fram með mjög afdráttarlausum hætti. Einn
þekktasti gagnrýnandinn er Ayan Hirsi Ali, sem
kom hingað til lands á bókmenntahátíð í fyrra.
Hún er talsmaður samlögunar. Innflytjendur eigi
að taka upp gildi þess samfélags, sem þeir setjast
að í.
Umræða á villigötum
S
purningin er hins vegar hvort þessi
umræða sé á villigötum. Stenst sú
fullyrðing að íslam sé þess eðlis að
trúarbrögðin geti ekki þrifist í ver-
aldlegu samfélagi frekar en önnur
trúarbrögð? Er íslam svo frábrugðið
kristni eða gyðingdómi, svo dæmi séu tekin? Ekki
má gleyma því að milljónir múslíma búa í Evrópu
og langflestir hafa þeir lagað sitt daglega líf að því
samfélagi, sem þeir eru hluti af. Þeir hafa ákveðið
að rækta trú sína í einkalífinu, en vera jafnframt
þátttakendur í hinu veraldlega samfélagi, rétt eins
og kristnir menn. Þeir hafa sætt sig við að þeirra
viðhorf munu ekki í einu og öllu verða endurspegl-
uð í löggjöf samfélagsins og sætta sig við það. Þeir
sætta sig til dæmis við það að þeirra trúarlega af-
staða til skírlífis og framhjáhalds sé ekki refsiverð
með lögum án þess að grípa til ofbeldis til að knýja
fram breytingar á því, rétt eins og kristnir menn
eru margir andvígir fóstureyðingum, en grípa ekki
til ofbeldis (nema í undantekningartilvikum) held-
ur láta sér nægja að andmæla þeim innan ramma
opinnar umræðu. Þessir múslímar eiga margir í
erfiðleikum í umræðum samtímans og mæta jafn-
vel fordómum vegna þess að þeir eru allir settir
undir einn hatt.
Í hinni skekktu umræðu verður málflutningur
þeirra sem vilja ganga lengst í að koma á íslömsku
ríki mest áberandi. Skoðanir, sem eiga heima á
jaðrinum, eru eignaðar öllum múslímum. Herskáir
talsmenn íslamskra öfgaskoðana stela umræðunni
og andstæðingar þeirra eigna þeim sviðið. Það er
kannski kaldhæðnislegt að oft eiga þeir hópar
kristinna manna og múslíma, sem í umræðunni
virðast í mestri andstöðu, samleið, til dæmis í af-
stöðu sinni til hjónabands og sambúðar samkyn-
hneigðra.
Hinir hófsömu verða á milli
H
ófsamir múslímar eru beittir
þrýstingi og jafnvel vændir um
svik af íslamistunum og brenni-
merktir af gagnrýnendum ísl-
ams. Fyrir vikið einangrast þeir
og eiga erfiðara með að koma
málstað sínum á framfæri. Stundum er talað um að
það standi íslam fyrir þrifum að þar hafi aldrei átt
sér stað siðbót eins og varð í kirkjunni og áður-
nefndur Jack Straw er meðal þeirra, sem segja að
þetta sé vandi íslams. Þá gleymist að í katólsku
kirkjunni átti sér aldrei stað nein siðbót, en hún
hefur samt lagað sig að hinu veraldlega samfélagi –
vegna þess að hún átti ekki annars kost. Í íslam
hefur mikil umræða um þessi efni átt sér stað og
íslamskir guðfræðingar hafa sett fram kenningar
um það hvernig íslam geti þrifist í veraldlegu sam-
félagi. Þá skapast þrýstingur innan samfélags
múslíma í slíku samfélagi að þeim verði gert kleift
að iðka trú sína í sátt við umhverfi sitt.
Það virðist oft gleymast að ekki er langt síðan
ítök kirkjunnar voru mun meiri í vestrænu sam-
félagi en nú er. Kirkjan losaði ekki sjálfviljug um
tök sín, heldur neyddist til þess. Þetta gerðist ekki
með sama hætti alls staðar í Evrópu. Annars vegar
urðu siðaskiptin í Norður-Evrópu, en hins vegar
fór fram rimma milli katólsku kirkjunnar og yf-
irvalda í Suður-Evrópu. Þessi átök snerust hins
vegar ekki um að útrýma trúnni, heldur að hætt
yrði að skilgreina þjóðfélagið út frá trúnni og iðkun
hennar. En þótt ríkisvaldið hafi orðið veraldlegt í
hinum vestræna heimi, er trúin ekki alltaf langt
undan. Það þarf ekki einu sinni að líta út fyrir land-
steinana til marks um tengsl ríkis og kirkju á Vest-
urlöndum.
Með hvaða hætti er íslam frábrugðið öðrum
trúarbrögðum ef þau trúarbrögð fá ekki þrifist í
veraldlegu samfélagi?
Eitt vandamálið í umræðunni um íslam er til-
hneigingin til að leggja að jöfnu trú og menningu,
að það að halda trúnni jafngildi því að halda í sína
menningu. Málsvarar íslams vilja hins vegar hefja
trúna yfir einstaka menningarheima og telja hana
altæka rétt eins og þeir sem boða kristna trú. Þá
má líka spyrja í hvaða menningu liggja rætur hins
Laugardagur 23. febrúar
Reykjavíkur