Morgunblaðið - 24.02.2008, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 41
MIRALE
Síðumúla 33
108 Reykjavík
sími: 517 1020
Opið
mán.–föstud. 11–18
laugardag 11–16
sunnudag 13–16
www.mirale.is
20% afsláttur af öllum Kartell vörum
opið í dag 13–16
dagar
kr. 6.320,-
áður kr. 7.900,-
Tilvalin fermingagjöf
NIÐURSTAÐA nokkurra sér-
fræðinga í pallborði viðskiptaþings
um að Ísland ætti sér í raun bara
tvær leiðir í gjaldeyrismálum sínum
er athyglisverð. Ekki vegna þess að
hún væri í nokkru samræmi við
þær staðreyndir sem varpað var
fram í afar fróðlegum fyrirlestrum
þingsins og enn greinarbetri
skýrslu Viðskiptaráðs. Miklu frekar
vegna þess að niðurstaðan var
dæmi um það ógnarjafnvægi sem
umræðan um stöðu krónunnar hef-
ur ratað í og að báðar þær „leiðir"
sem sérfræðingarnir ræddu um eru
fullkomnlega útópískar og óraun-
hæfar og er þá tímabært að ég upp-
lýsi hverjar þessar leiðir eru.
Hreiðar Már Sigurðsson banka-
stjóri hafði hér orð fyrir hópnum og
taldi að Ísland ætti sér bara tvær
leiðir í þeim vanda sem steðjar nú
að hagkerfinu, annars vegar að
halda í krónuna sem lögeyri og
gera hana betri og hins vegar að
ganga í ESB og taka upp evru. Af
hinni ágætu skýrslu Viðskiptaráðs
er samt augljóst sem vitað var fyrir
að innganga í ESB mun taka að
minnsta kosti 4 ár frá því að þjóðin
samþykkir aðild í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Ef tekið er mið af reynslu
Norðmanna og fleiri þjóða er ljóst
að frá því að þjóðþing samþykkir
aðild til þess að þjóð gerir það í
allsherjaratkvæðagreiðslu líða að
minnsta kosti 5 og jafnvel allt að 15
ár.
Dómsmálaráðherra hefur reynd-
ar bent á þá augljósu staðreynd að
á þeim tíma muni pólitískir bræður
berjast og flokkakerfi riðlast. Við
lok þeirrar þrautagöngu getur
niðurstaðan reyndar hæglega verið
sú sama og hjá Norðmönnum að við
Íslendingar yrðum fjær aðild en
nokkru sinni líkt og svo ágætlega
er komið fyrir þeim frændum okkar
nú.
Þegar rætt er um leiðir í hag-
fræðilegum vandamálum eru at-
burðir sem kannski geta átt sér
stað eftir 10 ár ekki umræðuefni og
í raun og veru í fáum fræðigreinum
nema þá helst jarðfræði.
Hin leiðin sem bent var á að Ís-
lendingar geti haldið sig við krón-
una hér eftir sem hingað til er held-
ur ekki lausn í skilningi annarra en
þeirra sem lausir eru undan jarð-
legum skilningi hlutanna. Það er
öllum sem hlýða á fréttir ljóst að
erlendir gjaldmiðlar, einkum evra,
lauma sér nú bakdyramegin inn í
íslenskt hagkerfi af áður óþekktum
skriðþunga. Það er því tómt mál um
að tala að krónan verði allsráðandi
á komandi tímum þó svo að stjórn-
völd geti áfram kosið að hún verði
eini viðurkenndi lögeyrir ríkisins.
En eins og skýrt kemur fram í
skýrslu Viðskiptaráðs um krónuna
hefst þá á næstu misserum óform-
leg evruvæðing sem hagfræðingar
eru sammála um að sé versta
mögulega niðurstaða í gjaldeyr-
ismálum þjóðarinnar. Samkvæmt
skýrslunni er fyrsta stigi evruvæð-
ingar í reynd náð í hagkerfinu og
þó svo að ekki sé eins og skýrslu-
höfundur nefnir sjálfgefið að hún
gangi lengra verður af lestrinum að
telja það í meira lagi sennilegt.
Hitt eru miklar ranghugmyndir
að leiðirnar séu bara tvær og helg-
ast af sama vandamáli og Tryggvi
Þór Herbertsson forstjóri Askar
Capital orðaði svo skemmtilega í
pallborðsumræðunum þegar hann
ræddi þá tilhneigingu Íslendinga að
þegar mál koma til umræðu hvort
sem það er kvótakerfi í sjávar-
útvegi eða staða krónunnar þá
verði allir sérfræðingar í málinu.
Það er rétt enda hluti af lýðræðinu
og það er líka nauðsynlegur hluti af
lýðræðinu að þegar kemur að um-
ræðu um stórpólitískum málum
verða allir pólitískir, líka hagfræð-
ingar og bankastjórar. Hvorki
stjórnmálamenn né sérfræðingar
mega nokkurn tíma einoka um-
ræðuna.
Ástæðan fyrir því að hagfræð-
ingar tala sig nú sumir hverjir nið-
ur á að bara séu til tvær leiðir er
það ógnarjafnvægi umræðunnar
sem ríkir milli stjórnarflokkanna í
landinu. Af þeim tveimur dregur
umræðan dám. Í annarri fylking-
unni bregðast menn við eins og
óttasleginn strúturinn og vonast til
að meðan höfuðið er ofan í þeim
sandi að segja að krónan sé og sé
og sé, þá muni vandamálið hverfa á
meðan. Í hinni fylkingunni er glóp-
urinn sem vonast til að meðan
strúturinn truflar þá ekki með sitt
höfuð í sandinum takist þeim að
skapa óformlega evruvæðingu og
þar með jarðveg Evrópusambands-
aðildar. Báðir eiga þessir armar
ríkisstjórnarinnar og þjóðar-
umræðunnar sameiginlegt að láta
óvart hin raunverulegu efnahags-
legu vandamál samtímans lönd og
leið enda telja þeir sig hafa mikil-
vægari málum að sinna!
Eins og rakið er ítarlega í
skýrslu Viðskiptaráðs eru leiðirnar
í gjaldmiðlamálinu raunar fjöl-
margar og ég rakti þær lítillega í
grein í Morgunblaðinu 17. febrúar
síðastliðinn sem birtist einnig á
heimasíðu undirritaðs, bjarnih-
ardar.blog.is
Ógnarjafnvægi
gjaldeyrisumræðunnar
Bjarni Harðarson fjallar um
gjaldeyrismál » Í fylkingunni er
glópurinn sem von-
ast til að meðan strút-
urinn truflar þá ekki
með sitt höfuð í sand-
inum takist þeim að
skapa óformlega evr-
uvæðingu...
Bjarni Harðarson
Höfundur er alþingismaður.