Morgunblaðið - 24.02.2008, Side 42

Morgunblaðið - 24.02.2008, Side 42
42 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. Borgartúni 22 • 105 Reykjavík • Fax 5 900 808 fasteign@fasteign.is • www.fasteign.is 5 900 800 Mikið endurnýjuð 114 fm, 4ra herb. endaíbúð á 8. hæð (efstu) í vel við- höldnu fjölbýlishúsi. Íbúðin er öll parketlögð. Glæsilegt útsýni. Nánari lýs- ing: Forstofa, sjónvarpsherbergi, eldhús, stór og björt stofa. Útsýnissvalir frá suðvestri til norðurs. Tvö svefnherb. og hjónaherb. með góðum skápum. Baðherb. með baðkari/sturtu. Sameiginlegt þvottahús og sérgeymsla. Verð 26,5 m. OPIÐ HÚS Í DAG KL. 15:30-16:30 ENGIHJALLI 11, 8F – LAUS STRAX M b l 9 74 57 7 OPIÐ HÚS Í DAG KL.15-16 BERGSTAÐASTRÆTI 48. EFSTA HÆÐ gengið inn frá Baldursgötu www.lundur.is • Sími 533 1616 • lundur@lundur.is OPIÐ FRÁ 8.30-17.00 • ÞJÓNUSTUSÍMI EFIR LOKUN 691 8616 • Fax 533 1617 Karl Gunnarsson, löggiltur fasteignasali. Suðurlandsbraut 10, 2 hæð 108 Reykjavík (f/ofan Blómastofu Friðfinns) FRÁBÆRT ÚTSÝNI NÁLÆGT MIÐBÆ. Björt og rúmgóð 5 herbergja efsta hæð í Þingholtum. Ágætar stofur og út- gengi úr þeim er á 36 fm þaksvalir að vestanverðu með möguleika á sól- skála-yfirbyggingu að hluta. Útsýni af svölum og úr stofum, og reyndar úr öllum vistarverum, er frábært. Nýtt tvöfalt gler er í flestum gluggum og raf- magn var endurnýjað fyrir 11 árum. Geymsluloft er yfir nær allri íbúðinni. Í kjallara er sameiginlegt þvottahús, einnig 12 fm vinnuherbergi með stór- um glugga að húsagarðinum og fullri lofthæð. Þar innaf er um 18 fm geymsla og við hliðina lítil geymsla undir stiga. Sameign er snyrtileg (nýtt rafmagn og nýmáluð), þak endurnýj- að fyrir 3 árum. Sundagarðar 2 – Til leigu Til leigu 2. og 3. hæðin í þessu glæsilega vel innréttaða húsi. Samtals um 1.000 fermetrar. Leigutími frá 1. apríl 2008. Fasteignafélagið Kirkjuhvoll Upplýsingar veitir Karl í síma 892 0160 - karl@kirkjuhvoll.com Lögg. fasteignasali Hrafnhildur Bridde Agnar Agnarsson Sigurberg Guðjónsson hdl. Hrafnhildur Bridde, lögg.fasteignasali 821 4400 534 2000 www.storhus.is Skógarhlíð 22 • 105 Reykjavík • Sími 534 2000 • Fax 534 2001 • www.storhus.is OPIÐ HÚS Í DAG Á MILLI KL. 16:30 - 17:00. BERGSTAÐASTRÆTI 43, 101 RVK. RÚMGÓÐ OG VEL SKIPULÖGÐ EFSTA HÆÐ Í TVÍBÝLISHÚSI ÁSAMT BÍLSKÚR. SVALIR OG HÁTT TIL LOFTS. Tvö svefnherbergi. Rúmgóð stofa með góðum gluggum og er eldhúsið opið inn í stofuna. Suð-vestur svalir með útsýni. Baðherbergi m/baðkari. Hátt til lofts. Íbúðin og geymslan eru um 89,3 fm og bílskúrinn 22,9 fm. VERÐ 36,9 MILLJ. LAUS FLJÓTLEGA !! ÞAÐ var skrýtinn leiðari sem Fréttablaðið birti mánudaginn 18. febrúar sl. og lítt virðist umræðan um flugvallarmálið ætla að þrosk- ast þar á bæ. Svo er að skilja á aðstoð- arritstjóranum að þó það sé „einfaldlega ekki hægt að ýta þessari ákvörðun á undan sér öllu leng- ur“ þar sem átt er við framtíð flugvallarins, gangi ekki að sú ákvörðun sé tekin meðan sitjandi borg- arstjóri sé hliðhollur vellinum! Ennfremur má skilja á lestri leið- arans að þessi borg- arstjóri sé í einhverjum einleik í þessu máli, sbr: „flugvallarmálið verði í pattstöðu næstu tvö árin, nánast í gíslingu eins manns sem er borgarstjóri í eitt ár“. Skammt hrekkur nú minni leiðarahöfundar, því það er ekki lengra síðan en hinn 25. janúar sl. sem lesa mátti á forsíðu sama blaðs þessa fyr- irsögn (reyndar í mýflugumynd): „Skoðanakönnun Fréttablaðsins: Vilja flugvöll í Vatnsmýrinni“, hvar á eftir fylgdi sú frétt að: „Tæp 60 prósent borgarbúa telja að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni“. Má því ekki meta það svo að borg- arstjórinn, Ólafur F. Magnússon, sé hér samstiga meirihluta borg- arbúa? Og hvað er þá rangt við það? Eða metur leiðarahöfundur málið þannig að meiru skipti af- staða þeirra sem þátt tóku í sam- keppni um skipulag Vatnsmýrar? Í leiðaranum er jafnframt gengið svo langt að ætla meirihluta „inn- an meirihlutans“ ásamt með jafn- vel öllum minnihluta borg- arstjórnar að ganga gegn þessu meirihlutaáliti borgarbúa, sem blaðið leiddi í ljós um daginn. Þó hef ég lítið sem ekkert séð eða heyrt um afstöðu þessa fólks síðan niðurstaða þessarar skoðanakönn- unar var birt. Og eigum við ekki alltént að gefa borgarfulltrúunum færi á að meta stöðuna upp á nýtt í ljósi þess sem þar kom fram? Skrýtið sem það er, þá bar eitthvað lítið á því að aðilar eins og borg- arfulltrúar væru innt- ir álits á þessari nið- urstöðu könnunarinnar, sem við lesendur hljótum þó að eiga heimtingu á. Loks er í leiðara þessum vakinn upp illkynjaður draugur, sem blessunarlega hefur verið til friðs undanfarið, sem er sú hugmynd að flytja innanlandsflugið til Kefla- víkur, og tekið fram að möguleiki á styttingu leiðarinnar þangað um Álftanes „virðist að minnsta kosti liggja ákaflega beint við“. Halda mætti að ekkert hafi verið fylgst með umræðunni um þetta atriði á ritstjórn Fréttablaðsins, svo hér er nauðsynlegt að tyggja á þessu eina ferðina enn. Meðal þess sem fram fer um Reykjavíkurflugvöll er sjúkraflug, og svo vill einnig til að öll okkar best búnu sjúkrahús, hvað varðar búnað og sér- fræðiþekkingu, eru umhverfis Vatnsmýrina – í Fossvogi og á Hringbraut. Ríflega helmingur þeirra útkalla í sjúkraflugi, þar sem flytja þarf sjúkling til Reykjavíkur eru skilgreind í fyrsta eða öðrum forgangi m.v. fjögur útkallsstig. Það þýðir að þau tilfelli eru metin sem lífsógn eða möguleg lífsógn og þar skiptir hver mínúta máli, enda mikil áhersla lögð á stuttan viðbragðs- tíma og að notuð sé hraðskreið flugvél. Nú skora ég á ritstjórn Fréttablaðsins að svara því hvern- ig koma á til móts við þá fjöl- mörgu einstaklinga sem nota þurfa þjónustu sjúkraflugsins, oft í kappi við tímann, til að lífslíkur eða batahorfur þeirra skerðist ekki vegna lengingar á flutnings- tíma þeirra, fari svo að þessi teng- ing okkar við bráðalæknisþjónustu í borginni hverfi úr Vatnsmýrinni. Eða er litið svo á að um sé að ræða ásættanlegan fórnarkostnað? Gjarnan mættu svo þeir borg- arfulltrúar sem hlynntir hafa verið færslu vallarins svara þessu líka. Fáein sannleikskorn dúkkuðu upp í téðum leiðara og langar mig að vekja athygli á tveimur þeirra. Þetta er annars vegar sú fullyrð- ing að spurningin um framtíð flug- vallarins „varðar ekki síður fram- tíð þeirra sem búa fjærst höfuðborginni og reiða sig á flugið í ferðum sínum til og frá Reykja- vík“. Hér er því vert að spyrja hvers vegna aðeins borgarbúar eru spurðir álits í þessu máli, þ.e. hvers vegna ekki við öll hin, sem eigum líka þennan flugvöll? Hins vegar segir svo um það þegar verðlaunatillögur um skipulag Vatnsmýrarinnar voru kynntar, og sem fara kunna fyrir lítið verði flugvöllurinn þar áfram: „Og þá var nú flugeldasýningin í vikunni sem leið til lítils“. Mikið rétt! Ranghugmyndir Frétta- blaðsins um Vatnsmýrina Þorkell Á. Jóhannsson skrifar um leiðara Fréttablaðsins um Reykjavíkurflugvöll »… hvers vegna að- eins borgarbúar eru spurðir álits í þessu máli, þ.e. hvers vegna ekki við öll hin, sem eig- um líka þennan flug- völl? Þorkell Á. Jóhannsson Höfundur er yfirflugstjóri Mýflugs og starfar við sjúkraflug.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.