Morgunblaðið - 24.02.2008, Side 44
44 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÉG VIL þakka séra Gunnari Jó-
hannessyni tilskrif hans sem birtust
hér í Morgunblaðinu þann 20. febr-
úar sl., gott að vita til þess að ein-
hver skuli nenna að lesa þessa pistla
mína sem ég hef fengið birta hér í
blaðinu.
Vont þykir mér hvað
Gunnari virðist í nöp
við mig persónulega.
Ekki nenni ég að telja
upp allt það sem hon-
um verður á að segja
miður gott um mig,
verst þykir mér þó að
vera kallaður haturs-
maður kristninnar. Ég
er hatursmaður ofbeld-
is og óréttlætis, eins og
eflaust Gunnar sjálfur
og við eigum það
sameiginlegt að hafa
mikinn áhuga á kristni og sögu
hennar. Að hatast við trúarskoðanir
annarra er mér fjarri.
Mér er reyndar heldur í nöp við
kristið siðgæði enda virðist felast í
því mjög eindregin mannfyrirlitning
eins og birtist greinilega í skrifum
Gunnars. Í fyrri pistli mínum ásak-
aði ég hann einmitt með óbeinum
hætti um slíkt og ljóst af tilsvari
Gunnars að ég hafði ekki rangt fyrir
mér. Maðurinn er „auðsjáanlega“
fallinn, segir Gunnar, og þá vænt-
anlega dýpra en Bubbi um árið.
Gunnar er reyndar góður maður
og mannfyrirlitning hans er tillærð,
hann telur sig þurfa á henni að halda
til að réttlæta siðaboðskap trúar
sinnar. Ég veit að hann er ekki
svona innst inni og fyrirgef honum
fúslega geðvonsku hans í minn garð.
Enda er varla auðvelt að vera
prestur, að hafa helgað ævistarfi
sínu og vera á fullum launum við að
verja vafasaman boðskap á veikum
grunni. Ég finn til með sveitaprest-
inum sem hefur allt of mikinn tíma
til að hugsa á endalausum akstri um
fjarlægar sóknir, góðir menn sem
vilja vel hljóta að vera í mikilli sál-
arkreppu í þessu starfi.
Misskilningur leiðréttur
Gunnar misskilur skrif mín þar
sem ég bendi á að kristið siðgæði
hafi ekki virkað sem skyldi í sögu-
legu samhengi. Þótt vissulega megi
lesa það úr orðum mínum, með ein-
beittum vilja, að ég hafi gefið í skyn
að kristni væri orsakavaldur óhæfu-
verka þá var það alls ekki það sem
ég vildi segja. Heldur
hitt að kristinn siðferð-
isboðskapur hefur eng-
an veginn megnað að
koma í veg fyrir óhæfu-
verkin. Hann hefur
núna haft hátt í 2000 ár
til að sanna sig og mis-
tekist.
Vandinn er auðvitað
sá að kristið siðgæði
setur manninn í annað
sæti og telur hann
ómerkilegan pappír.
Slík nálgun getur haft
óhugnanlegar afleiðingar í för með
sér ef hún nær sinni öfgafyllstu
mynd eins og Gunnar bendir rétti-
lega á og við sáum illu heilli gerast
víða um heim á 20. öldinni.
Kristinn siðaboðskapur reyndist
gagnslaus gegn þessum öfgum, best
sást það þegar allar kirkjudeildir
beinlínis studdu nasismann í Þýska-
landi, þessari kristnu þjóð sem braut
alla ramma mannvonskunnar svo
um munaði. Hinn kristni siðaboð-
skapur var máttlaus þegar á reyndi,
eins og svo oft áður.
Vont siðferði?
Kristilegt siðferði er því miður
ekki bara gagnslaust heldur jafnvel
beinlinis vont siðferði. Gunnar sýnir
þetta svo um munar, þessi ljúfi ein-
staklingur og mannvinur í raun telur
það skyldu sína í orði að halda því
fram að maðurinn sé í eðli sínu vond-
ur – og notar þá í rökréttu framhaldi
persónulegar árásir sem vörn fyrir
málstað sínum. Viðmælandi hans,
yfirlýstur trúleysinginn, hlýtur að
vera vondur!
Þarna sækir Gunnar í hugarrann
biskups og er þá illa komið fyrir góð-
um dreng. Leiðtogi kristinna á Ís-
landi er einmitt á þeirri skoðun að
ókristið fólk geti ekki elskað eins og
alvöru fólk, það geti ekki glaðst eins
og alvöru fólk, geti ekki fundið til
með náunganum eins og alvöru fólk.
Þó að biskup átti sig ekki á því sjálf-
ur (vona ég) þá leiðir svona orðræða
af sér ofbeldi. Andstæðingurinn er
málaður sem ómennsk vera, siðferð-
isboðskapurinn setur guð ofar
manninum – er þá ekki hinn ó-
mennski trúleysingi þar fyrir neðan?
Fimmtungur þjóðarinnar er trú-
laus samkvæmt skoðanakönnun
Biskupsstofu. Vont fólk. Milljarður
jarðarbúa eru íslamstrúar. Vont
fólk. Flestir jarðarbúar eru hund-
heiðnir eða trúlausir. Vont fólk.
Valheyrnin kemur sér vel
Til allrar hamingju eru Íslend-
ingar valheyrnir þegar kemur að
trúarsetningum, eins og sjálfsagt
flestir jarðarbúar. Valheyrnin leyfir
mönnum að velja það úr sem þeim
finnst gott en þykjast ekki heyra
hitt. Fullorðnir einstaklingar þroska
með sér gott siðferði byggt á þeim
trausta grunni nútímasamfélags að
maðurinn sé ofar öllu, réttur hans til
lífs og lima og hamingju, frelsi hans
til orðs og æðis. Fullorðnir ein-
staklingar taka sjálfstæðar ákvarð-
anir um líf sitt, þar á meðal trú sína.
Kennivald er ekki lengur ægivald.
Ætli prestarnir hafi ekki áttað sig
á því að þeir ná ekki lengur eyrum
fullorðinna og ætla sér þess vegna
að herja á skólana, börnin og ung-
lingana? Núna eru prestar í næsta
nágrenni við séra Gunnar að reyna
að „ísmeygja“ sér inn í framhalds-
skólana, senda smeðjuleg bónarbréf
til skólastjóra og kennara þar sem
boðið er til „samstarfs“. Um hvað?
Menntun ungmenna? Nei, ætli það
sé ekki um stöðugildi guðfræðinga í
samfélagi sem afkristnast svo hratt
að atvinnuleysisvofan er tekin við af
heilögum anda í hugum presta þjóð-
kirkjunnar.
„Dýpra en Bubbi“
Brynjólfur Þorvarðarson svar-
ar grein Gunnar Jóhann-
essonar prests
»Kristilegt siðferði er
ekki bara gagns-
laust heldur beinlínis
vont eins og sést þegar
kristnir snúast því til
varnar.
Höfundur stundar nám við KHÍ.
Í FRUMVARPI til nýrra laga
um meðferð sakamála er meðal
annars að finna ákvæði um aðgang
að dómum. Um þau hefur spunnist
nokkur umræða. Takast þar á það
viðhorf að aðgangur að gögnum
eigi að vera opinn og það viðhorf
að hann skuli takmarkaður.
Fyrrnefnda viðhorfið snýr með-
al annars að frelsi fjölmiðla til að
fjalla um dómsmál, þar á meðal
með birtingu nafna á
sakborningum. Síð-
arnefnda viðhorfið
snýr að því að sak-
borningar, vitni og
brotaþolar geti notið
leyndar um hagi sína,
til dæmis um nær-
göngular upplýsingar
úr læknisvottorðum
sem ekki hafa áhrif á
niðurstöðu máls.
Þessi viðhorf kunna
að virðast ósamrým-
anleg. Svo er þó ekki.
Það á að vera unnt að
samrýma annars veg-
ar hagsmunina af
greiðu aðgengi að
upplýsingum og hins
vegar hagsmunina af
leynd um upplýs-
ingar.
Þetta hefur verið
reynt í Danmörku.
Þar eru dómar reynd-
ar ekki birtir á vefsíð-
um dómstóla öðruvísi
en svo að persónu-
auðkenni hafi verið
afmáð. Í því felst þó
ekki að algjör leynd
ríki um nöfn þeirra
sem koma við sögu í dómsmálum.
Það er vegna þess að þinghöld í
Danmörku eru opin eins og í öðr-
um réttarríkjum, auk þess sem
allir geta, í eitt ár frá því að dóm-
ur fellur, fengið af honum afrit.
Fjölmiðlar geta fengið aðgang að
eldri dómum en að auki mega þeir
ávallt fara yfir alla dóma sem fall-
ið hafa síðustu fjórar vikurnar.
Upplýsingar um viðkvæm einka-
málefni, sem eðlilegt er að fari
leynt, eru þó afmáðar.
Hér skal ekki fullyrt um hvort
hinar dönsku reglur séu með öllu
hafnar yfir gagnrýni og hvort þær
séu of frjálslegar eða of strangar.
Þær eru hins vegar athyglisvert
dæmi um hvernig leitast má við að
gæta jafnvægis milli ólíkra hags-
muna sem tengjast birtingu og af-
hendingu dóma.
Slíkt jafnvægi er meðal annars
mikilvægt sé litið á málið frá því
sjónarhorni að dæmdir menn eigi
einhvern tímann að fá uppreisn
æru ef svo má segja. Með því er
átt við að menn, sem snúa á rétta
braut í lífinu, eigi að geta vænst
þess að einhvern
tímann fyrnist yfir
brot þeirra – að
minnsta kosti ef þau
eru ekki þeim mun
alvarlegri.
Reglur um saka-
skrá ríkisins hér á
Íslandi og víðar hafa
lengi byggst á þessu
viðhorfi. Yfirleitt
fyrnast því upplýs-
ingar um brot út af
sakavottorði eftir til-
tekinn tíma. Dæmdir
menn geta þá fram-
vísað hreinu sakavott-
orði þegar þeir sækja
um vinnu og við svip-
aðar aðstæður – að
því gefnu þó að þeir
hafi ekki fengið á sig
annan dóm.
Ef engar takmark-
anir eru á því hvernig
refsidómar eru birtir
og afhentir missa
þessar reglur marks.
Birting allra refsi-
dóma á netinu – án
þess að persónu-
auðkenni séu afmáð –
getur til dæmis verið
varasöm, einkum ef unnt er að
leita eftir nöfnum sakborninga.
Eðlilegt er því að í lögum og
reglum sé tekin sem skýrust af-
staða til vægis hinna ólíku hags-
muna sem tengjast birtingu og af-
hendingu dóma. Þetta
úrlausnarefni er of brýnt til að
það sé látið undir höfuð leggjast.
Aðgangur
að refsidómum
Þórður Sveinsson fjallar
um frumvarp til nýrra laga um
meðferð sakamála
Þórður Sveinsson
» Það á að vera
unnt að
samrýma ann-
ars vegar hags-
munina af
greiðu aðgengi
að upplýsingum
og hins vegar
hagsmunina af
leynd um upp-
lýsingar.
Höfundur er lögfræðingur.
Fréttir í tölvupósti
SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR
ÞEKKT GJAFAVÖRUVERSLUN Í EIGIN HÚSNÆÐI
Gjafavöruverslunin ART FORM sem
starfrækt hefur verið frá árinu 1997
er til sölu. Verslunin er rekin í eigin
húsnæði sem er 104,8 fm að stærð
og staðsett á frábærum stað á horni
Skólavörðustígs og Týsgötu. Eigin
innflutningur að stórum hluta.
Umboð fyrir þekkt vönduð vörumerki.
Rekstur verslunarinnar og
fasteignin seljast saman.
Nánari uppl. veittar á skrifstofu.
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505.
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is
Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
Rúmgóð 3ja - 4ra herbergja íbúð á efri
hæð í tveggja hæða fjölbýlishúsi.
Aðeins eru fjórar íbúðir í stigahúsinu.
Mjög gott ástand á húsi og íbúð.
Stórar suð-vestursvalir. Parket og flísar
á gólfum og góðar innréttingar.
STÆRÐ 121,6 FM VERÐ 25,9 MILLJ. EIGNIN ER LAUS VIÐ KAUPSAMNING.
TEKIÐ ER Á MÓTI ÁHUGASÖMUM
Í DAG MILLI KL. 16 - 17.
OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUDAG MILLI KL. 16-17
HRAUNBÆR 102G – EFRI HÆÐ
Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040
kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is
Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013
jöreign ehf
Kristinn Valur Wiium Ólafur Guðmundsson
sölumaður s. 896-6913 sölustjóri s. 896-4090