Morgunblaðið - 24.02.2008, Síða 48
48 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
HELDUR er dapurlegt að fylgj-
ast með skrifum Halldórs Halldórs-
sonar, bæjarstjóra á Ísafirði og for-
manns Sambands sveitarfélaga, um
olíuhreinsunarstöð sem neyðarlausn
fyrir Vestfirðinga. Í grein sinni fyrr í
mánuðinum reyndi hann að varpa
ábyrgðinni á erfiðri stöðu Vestfirð-
inga yfir á umhverfissinna. Þeir
bæru ábyrgð á að lof-
orð um uppbyggingu
Vestfjarða hefðu verið
svikin. Hins vegar
forðaðist hann að
draga til ábyrgðar hina
raunverulegu söku-
dólga í þeirri alvarlegu
stöðu sem íbúar Vest-
fjarða standa frammi
fyrir.
Ábyrgð Sjálfstæð-
isflokksins
Er það ekki rík-
isstjórn Sjálfstæð-
isflokksins sem hefur farið með völd
í þessu landi nú samfellt í 17 ár? Sá
flokkur hefur átt forsætisráð-
herrann nánast allan þennan tíma,
sömuleiðis fjármálaráðherrann,
sjávarútvegsráðherrann, samgöngu-
ráðherrann og menntamálaráðherr-
ann. Sumir af þessum ráðherrum
hafa meira að segja verið þingmenn
Vestfjarða. Ríkisstjórn Sjálfstæð-
isflokksins, fyrst með Alþýðuflokkn-
um og síðan með Framsókn, ber
auðvitað ábyrgð á þeirri stefnu sem
framfylgt hefur verið gagnvart Vest-
fjörðum.
Og hvað hefur gerst? Árið 1991
voru íbúar Vestfjarða 9.740 en í árs-
lok 2007 eru þeir 7.309. Það er rík-
isstjórn Sjálfstæðisflokksins sem
ber ábyrgð á stöðugum niðurskurði
á framlögum til vegamála í fjórð-
ungnum og sviknum loforðum. Sama
ríkisstjórn ber ábyrgð á því að sjáv-
arbyggðirnar hafa misst burt réttinn
til að sækja sjó á fiskimiðunum fyrir
ströndum þeirra. Landaður afli á
Vestfjörðum var 99.367 tonn árið
1992, fór hæst árið 1996 í 110.146
tonn en síðustu 3 árin hefur hann
verið liðlega 40 þús. tonn. Hlutdeild
þeirra í heildarafla landsmanna hef-
ur fallið úr 9,32% 1991 í um 3% árið
2006.
Eindrægni er þörf
Nú þegar Vestfirðingar reyna enn
á ný að njóta sérstöðu sinnar með
fiskinn fyrir ströndinni til uppbygg-
ingar nýrri atvinnugrein, ferðaþjón-
ustu með sjóstangveiði, hlaupa
stjórnvöld til og setja
þeim stólinn fyrir dyrn-
ar. Samkvæmt til-
lögum sjávarútvegs-
ráðherra verður þessi
nýja atvinnugrein að
kaupa eða leigja kvóta
á uppsprengdu verði
fyrir sjóstangveiðina,
ef hann er þá yfirleitt
falur. Þessi krafa ráð-
herrans leggur þunga
byrði á nýja atvinnu-
grein og getur reynst
henni ofviða. Nú hafa
um 3.000 manns pantað
sjóstangveiði á þessu ári. Stjórnvöld
ættu að leggja þessari nýju grein lið
fremur heldur en að torvelda sókn-
armöguleika hennar.
Ég hef aldrei skilið linkuna í for-
ystumönnum Sjálfstæðisflokksins á
Vestfjörðum gagnvart ráðherrum
sínum í vegamálum. Dettur nokkr-
um Vestfirðingi í hug að Stein-
grímur J. Sigfússon eða einhver
annar þingmaður Vinstri grænna
hefði látið hafa sig í það að boða
frestun á vegaframkvæmdum á
Vestfjörðum til að slá á þenslu á suð-
vesturhorninu vegna stóriðjufram-
kvæmdanna umhverfis Reykjavík
og fyrir austan?
Svari hver fyrir sig í þeim efnum.
Ég hef hitt marga Vestfirðinga sem
vildu óska sér að Steingrímur J. Sig-
fússon hefði verið samgöngu-
ráðherra áfram. Þeir minnast harð-
fylgis hans þegar ákvörðun var tekin
um Vestfjarðagöngin og einnig það
að þau skyldu ná til Súgandafjarðar.
Áfram stóriðjulausir Vestfirðir
Vestfirðingar með Halldór Hall-
dórsson í fararbroddi vöktu lands-
athygli og virðingu á sínum tíma fyr-
ir yfirlýsinguna um stóriðjulausa
Vestfirði. Sú yfirlýsing vakti von í
brjósti allra þeirra sem vilja byggja
upp atvinnulíf sem byggist á fjöl-
breytni og nærfærni gangvart nátt-
úrunni og lífríkinu. Ég held einmitt
að þessi stefnumarkandi sýn fyrir
Vestfirðina hafi ráðið nokkru um að
Halldór var studdur til formennsku
Sambands sveitarfélaga. Óvinur
Vestfjarða var hins vegar blind stór-
iðjustefna ríkisstjórnar Sjálfstæð-
isflokksins og Framsóknarflokksins,
sem sá ekkert nema álver í hvern
fjörð.
Það er ábyrgðarhluti ef for-
ystumenn Vestfjarða taka nú þátt í
að kynda upp óraunhæfar væntingar
í uppbyggingu mengandi stóriðju í
fjórðungnum.
Svo sannarlega þarf að snúa vörn í
sókn í byggðamálum, en það verður
ekki gert með því að leggjast flatur
og gefast upp gagnvart þeim sem
telja að stóriðja sé lausnin á vanda
Vestfirðinga. Ég hvet bæjarstjórann
til að krefjast stefnubreytingar
stjórnvalda og berja frekar á Sjálf-
stæðisflokknum sem verið hefur við
stjórnvölinn undanfarin 17 ár. Því
miður virðist ekki um neina stefnu-
breytingu að ræða þar á bæ hvað
Vestfirðinga varðar.
Það er tími til kominn að Sjálf-
stæðisflokkurinn axli ábyrgð á verk-
um sínum í stað þess að íslensk nátt-
úra, lífríki og samfélög borgi áfram
brúsann af misgjörðum stjórnvalda.
Stóriðjulausir Vestfirðir
Jón Bjarnason fjallar um hnign-
andi stöðu Vestfjarða » Sjálfstæðisflokk-
urinn á að axla
ábyrgð á eigin gjörðum í
stað þess að íslensk
náttúra, lífríki og sam-
félög borgi brúsann af
misgjörðum stjórn-
valda.
Jón Bjarnason
Höfundur er þingmaður VG í Norð-
vesturkjördæmi.
HÆÐARGARÐUR
60 ÁRA OG ELDRI
Falleg og björt 2ja herb. 65
fm útsýnisíbúð á efstu hæð í
lyftuhúsi á þessum eftirsótta
stað við Fossvoginn. Úr íbúð-
inni nýturs fallegs útsýnis til
austurs, suðurs og suðvest-
urs. Svalir til suðurs. Mögu-
leiki er að fá keypt eða leigt
sér stæði í lokaðri bíla-
geymslu. Innangengt er í
þjónustumiðstöð á vegum
Reykjavíkurborgar.
Verð 29,0 millj.
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. - Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
Laugavegur - þakíbúð
Til leigu tvær 2ja herb. nýjar
og glæsilegar íbúðir.
Sér svalir og sér bílastæði.
Langtímaleiga kr. 170.000.-
Uppl. í s. 896-3420 eða
á klauf@simnet.is
Smárarimi 96, 112 Reykjavík
Opið hús í dag milli kl. 15 og 15.30
149,5 fm einbýlishús
við Smárarima í
Grafarvogi.
Nánari lýsing: Húsið er á einni
hæð með innbyggðum bílskúr
og skiptist í forstofu, hol, stofu,
eldhús, þrjú svefnherbergi,
þvottahús og geymsla innaf eld-
húsi, baðberbergi með sturtu-
klefa og hornbaðkari. Innan-
gengt er úr bílskúr í íbúð. Rúmgóður trépallur með girðingu. Verð 51 millj.
Nánari upplýsingar um eignina gefur sölufulltrúi Fasteignakaupa
Guðmundur Valtýsson 865 3022.
Erna Valsdóttir lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali.
Sími 515 0500 www.fasteignakaup.is
Fífulind 2 – 2. hæð – 201 Kópav.
OPIÐ HÚS í DAG KL. 15.00-15:30
4ra herb. endaíbúð á 2. hæð í snyrtilegu fjölbýli. Samtals109,3 fm. Eldhús
með rúmgóðri innréttingu. Parket á gólfum og flísar. Snyrtilegt baðherbergi.
Þrjú svefnherbergi. Góð eign í barnvænu hverfi, stutt í leikskóla og skóla.
Ásett verð 29,9 millj. Velkomin í opið hús í dag.
ÝMSIR hafa að undanförnu tjáð
sig um hvernig vænlegast væri að
bregðast við þeim mikla samdrætti
sem leitt hefur af margumræddum
kvótaniðurskurði. Flestir ef ekki all-
ir hafa horft á vandamálið frá sjón-
arhóli fiskvinnslunnar og þess fisk-
vinnslufólks sem sárt á um að binda
vegna þessara hremminga.
Ekki hvarflar að
mér að gera lítið úr
þeim vanda sem
fiskvinnslufyrirtækin
og starfsfólk þeirra
upplifa um þessar
mundir. Hins vegar tel
ég fulla ástæðu til þess
að beina athygli
manna að þeim bjarg-
ráðum sem talsmenn
vinnslunnar vilja beita
til að draga úr áfalli
skerðingarinnar. Í sem
skemmstu máli ganga
þær hugmyndir út á að
koma í veg fyrir áframhald á útflutn-
ing á ferskum fiski með þeim hætti
sem þróast hefur undanfarið og gef-
ið hefur góðar tekjur til handa við-
komandi útgerðum og sjómönnum.
Þ.e.a.s fórna skal þeim hluta innan
sjávarútvegsins sem býr við að-
stæður þar sem fullkomlega fara
saman hagsmunir útgerðar og sjó-
manna. Leggja skal stein í götu
þeirra sem reka veiðiskip þar sem
alfarið er lagt upp með það eina
markmið að fá eins mikil verðmæti
fyrir aflann og mögulegt er á hverj-
um tíma. Lesa mátti
grein í Morgunblaðinu
um daginn þar sem eft-
irfarandi mótvæg-
isaðgerðir voru tíund-
aðar. Númer eitt að
afnema vigtunarheim-
ild á afla erlendis, núm-
er tvö að breyta vigt-
unarreglum með þeim
hætti að gæði hráefn-
isins myndu rýrna
verulega og númer þrjú
að gámaálag skuli end-
urvakið. Þetta telur
höfundurinn mikilvægustu breyting-
arnar sem gera þurfi til bjargar fisk-
vinnslunni. Allt eru þetta hugmyndir
sem fela það í sér að kippa grund-
vellinum undan þeirri grein sjáv-
arútvegsins sem hvað mest gróska
hefur verið í að undanförnu. Til-
gangurinn helgar meðalið segir ein-
hverstaðar, en spurningin er hvort
svo hátti til í þessu tilviki.
Árni Bjarnason FFSÍ
Eins dauði er
annars brauð
Árni Bjarnason skrifar um sjáv-
arútvegsmál
Árni Bjarnason
» Allt eru þetta hug-
myndir sem fela það
í sér að kippa grundvell-
inum undan þeirri grein
sjávarútvegsins sem
hvað mest gróska hefur
verið í að undanförnu.
Höfundur er forseti FFSÍ.
MORGUNBLAÐIÐ er með í
notkun móttökukerfi fyrir að-
sendar greinar. Formið er að
finna við opnun forsíðu
fréttavefjarins mbl.is vinstra
megin á skjánum undir
Morgunblaðshausnum þar
sem stendur Senda inn efni,
eða neðarlega á forsíðu
fréttavefjarins mbl.is undir
liðnum Sendu inn efni. Ekki
er lengur tekið við greinum
sem sendar eru í tölvupósti.
Í fyrsta skipti sem formið
er notað þarf notandinn að
skrá sig inn í kerfið með
kennitölu, nafni og netfangi,
sem fyllt er út í þar til gerða
reiti. Næst þegar kerfið er
notað er nóg að slá inn net-
fang og lykilorð og er þá not-
andasvæðið virkt.
Ekki er hægt að senda inn
lengri grein en sem nemur
þeirri hámarkslengd sem gef-
in er upp fyrir hvern efn-
isþátt.
Þeir, sem hafa hug á að
senda blaðinu greinar í um-
ræðuna eða minning-
argreinar, eru vinsamlegast
beðnir að nota þetta kerfi.
Nánari upplýsingar gefur
starfsfólk greinadeildar.
Móttöku-
kerfi að-
sendra
greina