Morgunblaðið - 24.02.2008, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 51
✝ Magnús Kjart-an Guðmunds-
son fæddist í
Reykjavík 16. jan-
úar 1924. Hann lést
á Landakotsspítala
2. febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Guðmundur
Guðmundsson skip-
stjóri, f. 16.12.
1894, d. 26.4. 1963
og Guðlaug Gríms-
dóttir húsfreyja, f.
21.7. 1890, d. 28.3.
1982. Systkini
Magnúsar eru Ásmundur, f.
1921, d. 2005, Guðmundur, f.
1923, Valtýr, f. 1925, d. 1991, og
Sverrir, f. 1927, d. 1965, Guð-
Guðnýju Reynisdóttur. Barna-
börnin eru 26, og barna-
barnabörnin eru fjölmörg.
Magnús ólst upp í Reykjavík
en fór á sjó aðeins 14 ára gamall.
Á árunum 1947-1948 stundaði
hann nám í farmanna- og fiski-
mannadeild Stýrimannaskólans.
Hann stundaði síðan sjómennsku
ýmist sem skipstjóri á bátum eða
stýrimaður á togurum á árunum
1949-1963. Árið 1964 kemur
hann alkominn í land. Hann byrj-
ar að starfa hjá Verktakafyr-
irtækinu Véltækni sem vélamað-
ur en síðar starfaði hann þar
sem verkstjóri og sprengimaður.
Á árunum 1982-1985 starfar
hann hjá Miðfelli sem sprengi-
maður. Á árunum 1986- 1990 var
hann lagermaður hjá Listsmiðj-
unni en síðustu árin starfaði
hann á Hrafnistu. Magnús hætti
störfum 70 ára að aldri.
Útför Magnúsar fór fram frá
Fríkirkjunni 8. febrúar.
mundssynir, og Lára
og Ferdina Stefanía
Bachman Ásmunds-
dætur (sammæðra),
f. 1917, d. 1968.
Sonur Magnúsar
og Elínar Fanný
Friðriksdóttur, er
Ágúst Jónsson
Magnússon, kvænt-
ur Kolbrúnu Lind
Eiríksdóttur, dóttir
þeirra er Kristín
Magnúsdóttir.
Magnús kvæntist
29. ágúst 1962 Hjör-
dísi Erlu Pétursdóttur, þau eiga
tvö börn, Kjartan og Erlu Stef-
aníu. Fyrir átti Hjördís Hörð
Oddgeirsson, Hauk Reynisson og
Elsku besti pabbi.
Ég vil þakka þér fyrir allt sem
þú hefur gert fyrir mig og börnin
mín þrjú á þinni lífsleið. Börnin
eiga öll svo jákvæðar minningar
um þig, þau urðu aldrei lyklabörn
samtímans þar sem þú tókst alltaf
á móti þeim eftir skóla. Ég naut
þeirra forréttinda að vera yngst og
geta búið í risinu hjá þér og
mömmu fyrir utan árin sem við
bjuggum í Kaupmannahöfn en þá
komu þið oft í heimsókn og studd-
uð við bakið á okkur, t.d á próf-
tímum. Það var alveg sama hvaða
ákvörðun ég tók varðandi framtíð
mína, þú studdir mig og barst virð-
ingu fyrir ákvörðun minni þó að þú
værir ekki alltaf sammála mér og
mínum ákvörðunum. Fyrir það hef
ég alltaf borið mikla virðingu fyrir
þér.
Þú varst yndislegur faðir í alla
staði og því var ég svo glöð yfir því
hvað ég gat sinnt þér og gefið þér
mikinn tíma á síðustu mánuðum
þínum sem þú þurftir því miður að
eyða á sjúkrahúsi. Það var alltaf
jafn gott að koma til þín alveg
sama hversu veikur þú varst, bara
smá fréttir af hinu daglega lífi okk-
ar komu þér til að brosa og já-
kvæðni þín og æðruleysi þitt var
með ólíkindum.
Þú varst ólíkur okkur að mörgu
leyti því þú barst ekki tilfinningar
þínar á torg. Þú varst þó búinn að
biðja um að kveljast ekki þegar
„stundin“ rynni upp og við það var
staðið en þú hafðir varla tekið
verkjatöflu alla þessa fimm mán-
uði. Þú varst dugnaðarforkur og
hafðir mætt mörgu mótlæti í lífinu
bæði í þínum uppvexti og síðar í
lífinu en þú efldist bara og mættir
því sem upp kom hverju sinni með
mikilli ákveðni og virtist alltaf geta
nýtt þér það á jákvæðan hátt. Ég
vona að ég hafi erft þennan góða
eiginleika þinn.
Allar okkar stundir og minning-
ar geymi ég með mér og börnum
mínum. Við erum búin að sitja og
skoða myndir síðustu ára og það er
ljúft að sjá hvað við höfum átt góð-
ar stundir öll saman stórfjölskyld-
an. Hvíl þú í friði elsku pabbi.
Þín dóttir,
Erla Stefanía.
Með örfáum orðum langar mig
að minnast þín, kæri Maggi. Þegar
ég rifja upp mín fyrstu kynni af
þér, sé ég hörkuduglegan, ósérhlíf-
inn mann sem starfaði á þeim tíma
sem jarðvinnuverkstjóri. Fyrstu
árin sem ég kynntist þér varst þú
nánast alltaf í vinnunni, svo ef ég
þurfti að hitta þig þá var þig helst
að finna einhvers staðar úti í
skurði með þinn vinnuflokk.
Þú tókst mér strax opnum örm-
um og á milli okkar myndaðist vin-
átta sem var mér mikils virði og ég
mun aldrei gleyma. Við áttum oft
skemmtilegar samræður um
stjórnmál, heimsmálin og annað
fréttnæmt efni sem við höfðum
báðir mjög gaman af. Við vorum
ekki alltaf sammála en virtum
skoðanir hvor annars.
Árin liðu og heilsunni fór smám
saman að hraka en jákvæðnin og
áræðnin var alltaf til staðar til að
vinna bug á því. Með breyttum lífs-
stíl tókst þér að eiga mörg yndisleg
ár eftir að starfsferli þínum lauk.
Þau eru ófá ferðalögin sem við
höfum farið saman á undanförnum
árum, bæði hérlendis og erlendis.
Það var sama hvort við fórum í
sumarbústað, á sólarströnd, eða í
ökuferð um Evrópu, alltaf varst þú
jákvæður þótt heilsan væri farin að
dvína. Jákvæðni þín gerði það að
verkum að við komumst allra okk-
ar ferða og notuðum til þess þau
hjálpartæki sem fengust þar sem
við vorum hverju sinni. Þú reyndist
börnunum mínum alltaf afskaplega
vel og hefur verið mikill vinur
þeirra í gegnum tíðina. Þeim
fannst alltaf jafn gaman að hafa
ykkur Dísu með í sumarfríin okk-
ar. Mér varð það hins vegar ljóst
eftir síðustu ferðina okkar sem var
síðastliðið sumar að það yrði sú
síðasta. Heilsan leyfði einfaldlega
ekki meira.
Með dugnaði og baráttu tókst
þér að berjast gegn þínum sjúk-
dómi í lengri tíma en nokkur hefði
trúað, en ert á þessari stundu lík-
lega hvíldinni feginn.
Ég þakka fyrir allar dýrmætu og
góðu minningarnar sem ég hef átt
með þér í gegnum tíðina.
Jónas.
Elsku afi, takk fyrir allar góðu
stundirnar heima hjá þér og ömmu
á Löngubrekkunni. Ég á margar
góðar minningar frá þeim tíma
þegar við sátum fram eftir kvöldi
og spiluðum eða horfðum saman á
sjónvarpið þegar ég fékk að gista
hjá þér og ömmu. Þú leyfðir mér
alltaf að velja hvað við horfðum á,
fyrir utan auðvitað þegar fréttirnar
voru að byrja, því ekki máttirðu
missa af þeim.
Það var alltaf gaman að koma í
heimsókn til ykkar ömmu og fylgj-
ast með ömmu þjóta um eins og
byssubrandur að gera hitt og þetta
meðan þú fylgdist með í rólegheit-
unum og hafðir lúmskt gaman af
öllum látunum. Það er gott að vita
að þú ert kominn á betri stað og að
þér líði vel eftir erfið veikindi síð-
ustu mánuði.
Við systurnar munum sakna þín.
Hrafnhildur.
Elsku afi, ég veit að þú varst
ekki mikið fyrir að úthella tilfinn-
ingum opinberlega en mig langar
nú samt til að minnast þess stóra
hlutverks sem þú gegndir í lífi
mínu í fáeinum orðum.
Alla mína æsku vissi ég varla
hvað húslykill var því að afi minn
var alltaf heima á Löngubrekk-
unni. Sú öryggistilfinning gleymist
aldrei. Þegar ég kom heim úr skóla
var þeyttur eða hristur Royal-búð-
ingur og spilað þar til allir komu
heim. Fréttatíminn ógurlegi hófst
síðan eftir kvöldmat og þá var eins
gott að vera ekki að trufla. Á ung-
lingsárunum voru þær ófáar ferð-
irnar sem hann afi minn keyrði í
MH og í Listaháskólann. Án þess
hefði ég ekki getað afrekað það
sem ég gerði á þessum árum. Þetta
er nú bara örlítið brot af því sem
ég gæti þakkað honum fyrir. Hann
var einfaldlega stór hluti af mínu
daglega lífi, allt frá fæðingu og þar
til ég flutti að heiman 18 árum síð-
ar. Hann veitti traust, stuðning og
skilyrðislausa væntumþykju. Ég
var einnig svo heppin að á síðustu
árum, eftir ég fluttist frá Löngu-
brekkunni, fór ég tvisvar til út-
landa með afa Magnúsi. Annað
skiptið til Spánar þar sem við nut-
um lífsins í botn og seinna skiptið í
síðustu ferðinni hans núna í sumar
þar sem hann kom og heimsótti
mig til Þýskalands. Eftir það veikt-
ist hann mikið og átti fimm mánaða
langa og erfiða baráttu á spítala.
Þegar ég var á landinu var það
nánast fastur liður á hverjum degi
að líta til hans og heyra það nýj-
asta í fréttum og fá veðurspána. Þá
gat ég einnig sagt frá deginum
mínum og við áttum góðar stundir
þrátt fyrir sorglegt umhverfi.
Ég mun alltaf sakna þín, elsku
afi minn. Takk fyrir allt.
Kveðja,
Guðný litla.
Magnús Kjartan
Guðmundsson
Útfararþjónusta
Davíðs Ósvaldssonar ehf.
Davíð Ósvaldsson
Útfararstjóri
S. 896 6988 / 553 6699
Óli Pétur Friðþjófsson
Útfararstjóri
S. 892 8947 / 565 6511
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og
frænka,
SVANDÍS JÚLÍUSDÓTTIR,
Skúlagötu 78,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi,
mánudaginn 18. febrúar.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík,
þriðjudaginn 26. febrúar kl. 13.00.
Karl Valur Guðjónsson, Díana Björnsdóttir,
Brynja Guðjónsdóttir, Sveinn Þór Hallgrímsson,
Júlíus Kristinsson, Lotte Knudsen,
Kristján Kristinsson,
Egill Kristinsson, Hafdís Ósk Gísladóttir,
barnabörn og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓNÍNA HANNESDÓTTIR,
Skálagerði 15,
Reykjavík,
áður til heimilis að Kolbeinsgötu 6,
Vopnafirði,
sem lést á Vífilsstöðum 14. febrúar verður jarðsungin frá
Bústaðakirkju mánudaginn 25. febrúar kl.13.00.
Hólmfríður Kjartansdóttir, Sigurður Adolfsson,
Inga Hanna Kjartansdóttir,
Kjartan Þórir Kjartansson, Áshildur Kristjánsdóttir,
Baldur Kjartansson, Hrönn Róbertsdóttir,
Erla Kjartansdóttir, Ágúst Borgþór Sverrisson,
börn og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
BIRNA HALLDÓRSDÓTTIR
Dalalandi 1,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík,
mánudaginn 25. febrúar kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Minningarsjóð Sóltúns hjúkrunarheimilis
sími 590 6000.
Laufey Vilhjálmsdóttir, Samir Bustany,
Halldór Vilhjálmsson, Bryndís Helgadóttir,
Sigríður Vilhjálmsdóttir, Þórarinn Þórarinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa
og langafa,
ÞÓRHALLS KRISTINS ÁRNASONAR,
skipstjóra
frá Kolbeinsvík.
Guðbjörg Sigrún Björnsdóttir,
Árni Ólafur Þórhallsson, Anna Marta Valtýsdóttir,
Halla Þórhallsdóttir, Magnús H. Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín,
MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hveragerði,
er látin.
Jarðsett verður í kyrrþey.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Sigmundur Bergur Magnússon.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar