Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
✝ Kristinn Bjarna-son fæddist í
Reykjavík 11. ágúst
1930. Hann and-
aðist á Hrafnistu í
Hafnarfirði 9. febr-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Gíslína Guð-
rún Kristinsdóttir
húsmóðir, f. í
Reykjavík 2. febr-
úar 1909, d. 18. apr-
íl 1935 og Bjarni
Kristjánsson vöru-
bílstjóri, f. á Bolla-
stöðum í Hraungerðishreppi í Ár-
nessýslu, 13. nóvember 1904, d.
16. febrúar 1984. Seinni kona
Bjarna var Jórunn Kristinsdóttir,
systir Guðrúnar, f. í Reykjavík 2.
febrúar 1910, d. 5. janúar 1996.
Jónsdóttur, f. 18. febrúar 1929.
Börn þeirra eru: 1) Bjarni, f. 18.
apríl 1951, sambýliskona Eva
Kaaber, f. 7. júlí 1948. Bjarni á
þrjú börn frá fyrra hjónabandi:
Áslaugu Sóleyju, f. 7. október
1978, Kristin, f. 29. desember
1981 og Bergdísi, f. 28. september
1989. 2) Jórunn, f. 24. september
1952, maki Þórður B. Guðjónsson,
f. 24. júlí 1956, sonur þeirra er
Júlíus Andri, f. 25. febrúar 1990.
3) Jón Örn, f. 10. október 1968,
maki Hanna María Arnórsdóttir,
f. 17. júlí 1969. Þau eiga þrú börn:
Kristlaugu Veru, f. 8. júlí 1996,
Markús Hávar, f. 6. desember
1998 og Bessa Thor, f. 4. apríl
2005.
Kristinn vann mestan sinn
starfsaldur við verslunarstörf en
einnig vann hann um áratugs
skeið sem ráðgjafi hjá SÁÁ. Krist-
inn var jarðsunginn frá Fríkirkj-
unni í Reykjavík 18. febrúar, í
kyrrþey að ósk hins látna.
Fóstursystir Guð-
rúnar og Jórunnar
var Kristín Krist-
insdóttir Gardner, f.
24. október 1927, d.
26. febrúar 2001. Al-
systkin Kristins voru
Guðrún Erla, f. 17.
september 1932,
maki Ingólfur Ólafs-
son, og Gunnar
Bjarni, f. 7. október
1933, d. 1. september
1986, maki Guðrún
Valgerður Ein-
arsdóttir. Samfeðra
var Jón Haukur, f. 5. september
1941, maki Elsa Jónsdóttir. Fyrir
átti Jórunn soninn Ragnar Foss, f.
27. ágúst 1934, d. 4. ágúst 1935.
Kristinn kvæntist hinn 6. sept-
ember 1950 Kristlaugu Vilfríði
Nú þegar þú ert farinn, steyma
fram minningar um liðnar stundir
og atburði í lífi okkar. Þú barst
ómælda umhyggju fyrir velferð
barna þinna. Ekki fór það fram hjá
okkur frekar en öðrum þeim sem
til þín leituðu um ráð eða aðstoð.
Oft var búið að gera hlutina áður
en beiðnin var fram borin. Alltaf
var hægt að leita til þín og ávallt
hafðir þú ráð undir rifi hverju. Þér
var svo margt til lista lagt því
hæfileika fékkst þú í ríkum mæli í
vöggugjöf.
Enginn ræður fullkomlega sínu
ferðalagi hér á jörðu og því verður
vegferð okkar misjafnlega skrykkj-
ótt og torsótt. Við glímum enda-
laust við hvernig við getum gert
hlutina betur og brugðist við erf-
iðleikum lífsins. Þetta er kryddið í
tilverunni sem gerir okkur öll svo
einstök. Eftir að hafa tekist á við
böl Bakkusar og unnið sigur, hjálp-
aðir þú mörgum að takast á við
þennan sjúkdóm sem ráðgjafi hjá
SÁÁ.
Á þeim næstum þremur áratug-
um sem tengdasonurinn hefur til-
heyrt fjölskyldunni dundu mörg
heilsufarsleg áföll á þér og oft var
það tæpt. Enda var það haft sem
fleipur eftir að tengdasonurinn
kom í fjölskylduna að tengdapabbi
hefði oftar en tölu yrði á fest verið
við dauðans dyr. Þess vegna var
erfitt að trúa því þegar kallið kom.
Þá standa eftir ófáar minningar
um heimsóknir ykkar til fjölskyld-
unnar er við bjuggum erlendis.
Þegar farið var í þína uppáhalds-
skemmtun, að ráfa um antík- og
skranmarkaðina, torg og stræti
stórborganna, virða fyrir sér
mannlífið, kíkja í búðarglugga og
týnast í einstaka búð. Það var
aðdáunarvert að upplifa hversu
fróður þú varst um marga hluti og
útsjónarsamur. Þú varst fljótur að
sjá hvað hægt væri að gera úr
hlutum, sem í augum okkar hinna
var bara drasl. Þegar heim var
komið og búið að laga og pússa,
var draslið orðið að fínasta stofu-
djásni.
Þú áttir auðvelt með að tala við
annað fólk og var tungumálið ekki
hindrun ef því var að skipta. Okkur
er minnisstætt eitt atvik þegar við
vorum í einum af okkar mörgum
sunnudagsbíltúrum. Við tókum eft-
ir því að aðrir bílstjórar voru farnir
að gjóa illilega til okkar augunum
og sumir létu í sér heyra með því
að þeyta bílflautuna. Kom í ljós að
þú, sem sast í aftursætinu, varst
kominn í hrókasamræður á fingra-
máli við bílstjóra annarra bifreiða
og tjáðir þig óhindrað þegar þér
mislíkaði umferðarmenning þeirra.
Sem barnabarn var ekki amalegt
að búa í útlandinu og fá afa og
ömmu í heimsókn. Ekki var verra
að koma heim í frí. Þá voru afi og
amma alltaf búin að fylla ísskápinn
af allskonar góðgæti og trónaði þar
í efstu hillu stór súkkulaðikaka. Því
ekki fór afabarnið frekar en aðrir
varhluta af því að á efri árum gerð-
ist hann afi mikill áhugamaður um
mat og matargerðarlist. En það
var líka gott að láta gauka að sér
sælgæti þegar lítill maður kom í
heimsókn því yfirleitt var það í því
magni að afgangur var þegar búið
var að metta lítinn maga.
Elsku pabbi, tengdafaðir og afi,
Guð geymi þig.
Jórunn, Þórður og Júlíus Andri.
Elsku pabbi, nú hefurðu kvatt
okkur eftir erfið veikindi og ég
verð að segja hetjulega baráttu. Þú
hugsaðir alltaf um þína. Sá hæfi-
leiki þinn að hitta alltaf á að
hringja þegar maður var rétt kom-
inn inn úr dyrunum var ótrúlegur.
Stundum var maður frekar stutt-
aralegur á móti en í dag er þetta
eitt af því sem ég sakna hvað mest.
Er ég lít til baka og fer yfir árin
sem við höfum átt saman þá koma
alltaf upp í hugann ferðalögin sem
ég fór í með ykkur mömmu á
sumrin í hústjaldið „stóra“, helg-
arferðirnar á Laugarvatn þar sem
við fórum út á vatnið á bát, í guf-
una o.fl. Við fórum meira að segja
hringinn í kringum landið strax
sumarið sem hringvegurinn var
opnaður með Sigga frænda og fjöl-
skyldu. Það er ekki síst vegna
þessara minninga sem ég hef sjálf-
ur lagt mikið upp úr því að fara
með mína fjölskyldu í svona fjöl-
skylduferðir. Þú varst með ein-
dæmum fjölhæfur maður hvort
sem var með höndunum eða hug-
anum. Ég man eftir þér smíðandi
húsgöng, réttandi hjálparhönd til
allra í fjölskyldunni hvort heldur
var við málun, flísalögn eða við
veggfóðrun. Þú söngst oft opinber-
lega, m.a. á Borginni svo ekki sé
minnst á alla skartgripina sem þið
mamma smíðuðuð úr hvaltönnum
og selduð. Þegar ég hugsa til baka
sé ég að þessir hlutir hafa haft
mikil áhrif á okkur systkinin í þá
átt að gera okkur sjálfstæð og gefa
okkur trú á að við gætum alltaf
bjargað okkur sjálf. Meira að segja
eftir að heilsan fór að bregðast
þér, sastu á stól og sagðir mér til í
flísalögninni heima hjá mér svo að
meistaralega tókst til. Ég man eft-
ir laugardagsmorgnunum þar sem
við fórum upp á verkstæði til
Sverris til þess að bóna bílinn og
að sjálfsögðu með Mjallarbóni,
skrítið hvað svona litlir hlutir geta
setið fastir í minningunni hjá
manni.
Síðan komu barnabörnin og betri
og kærleiksríkari afa held ég að
barn geti varla eignast. Þau voru
fljót að finna hvernig átti að
stjórna þér, fá þig til að gera og
kaupa hitt og þetta svo ekki sé
minnst á allt það Smarties sem þau
hafa innbyrt hjá ömmu og afa.
En núna er þessu lokið hjá þér
og ég veit að þú varst farinn að
bíða eftir að þessu lyki. Síðustu
rúmlega tvö árin voru búin að vera
þér erfið, rúmfastur og nánast
ósjálfbjarga búandi á sjúkrastofn-
unum bíðandi eftir að komast á
einhvern fastan stað. Á seinni
hluta síðasta árs fékkstu loksins
inni á Hrafnistu í Hafnarfirði og
sást sjálfsagt fyrir þér eins og við
öll að þarna gætuð þið mamma
verið næstu árin, þú á sjúkradeild-
inni en hún í húsunum við hliðina,
þangað sem þið höfðuð flutt tæpu
ári áður en þessi örlagaríku mistök
áttu sér stað. En svona getur lífið
tekið óvænta stefnu og nú þegar
við höfum kvatt þig á þann hátt
sem þú hafðir sjálfur óskað veit ég
að þú ert ánægður og heldur áfram
að fylgjast með okkur þó svo að við
komum ekki til með að heyra rödd
þína í símanum.
Takk elsku pabbi fyrir allt sem
þú hefur kennt mér, þrátt fyrir að
ég viti að þetta er þér mikill léttir
þá er þetta mikill missir fyrir okk-
ur Hönnu og krakkana sem dýrk-
uðu þig og dáðu alla tíð. Ástar-
kveðja elsku pabbi.
Þinn
Jón Örn.
Margs er að minnast við andlát
og útför Kristins Bjarnasonar. Við
vorum systkinasynir og nánir vinir
frá barnæsku, fæddumst og ólumst
upp á sömu torfunni í Vesturbæn-
um í Reykjavík, bjuggum oftsinnis
undir sama þaki en stundum
snertispölur í milli. Systkini okkar
og við vorum eins og einn systk-
inahópur á uppvaxtarárunum og
þau sterku tengsl hafa aldrei
breytzt.
Kristinn var elsta barn foreldra
sinna og líkur þeim báðum í lund,
þótt hann hafi að líkindum líkzt
mun meir móður sinni, er dó ung,
og móðurafa, bæði að lunderni og
útliti. Sem ungur maður var hann
hávaxinn, grannur, dökkhærður og
fríður sýnum, svo að athygli vakti.
Snemma kom í ljós, að honum var
ýmislegt til lista lagt, umfram okk-
ur hin. Hann hafði fallega söng-
rödd og stundaði söngnám um hríð
á fullorðinsárum. Einnig stundaði
hann nám í málaraiðn og um skeið
smíðaði hann skartgripi með ágæt-
um árangri. Einkum hafði hann þó
glöggt auga og áhuga fyrir fata-
gerðarlist og var lengi vel verzl-
unarstjóri hjá fataverzlun í borg-
inni. Sjálfur var hann alltaf hið
mesta snyrtimenni í klæðaburði og
útliti, hver sem efnin voru.
Kristinn stundaði að mestu
verzlunarstörf fram undir miðja
ævi, að hann gerðist fjölskylduráð-
gjafi hjá SÁÁ. Fram að því hafði
hann ekki alltaf farið vel með sig
og jafnvel misboðið heilsu sinni á
stundum. En nú brá mjög til hins
betra í lífi hans, og reyndar sífellt
betur er frá leið, samfara því sem
hann virtist njóta sín til fullnustu í
hinu mikilvæga nýja starfi. Hygg
ég, að þar hafi margir af hans
beztu eðliskostum komið fram og
skjólstæðingar hans notið góðs af.
Hefur þá farið saman lífsreynsla
hans og hjálpfýsi, samfara mildi og
skilningi. Hann var jákvæður og
úrræðagóður maður og þess vegna
hefur hann áreiðanlega alltaf lagt
kapp á að efla bjartsýni og kjark
skjólstæðinga sinna fremur en hitt.
Kristinn var svo lánsamur að
kynnast Vilfríði konu sinni ungur
að árum. Hún er frábær kona, sem
var honum ómetanlegur styrkur
alla tíð. Þau eignuðust saman ynd-
islega fjölskyldu og fallegt heimili,
sem var honum virkisborg, hvenær
og hvernig sem á stóð. Það var
honum mikils virði. Nokkur síðustu
árin voru honum erfið, bæði vegna
slysfara og sjúkdóma. Þá gekkst
hann undir margar erfiðar skurð-
aðgerðir og mátti stundum vart á
milli sjá hvernig færi. En hægt og
sígandi hafði hann sig upp úr
hverjum öldudalnum á fætur öðr-
um.
Eftir að hafa verið samfellt á
sjúkahúsum nokkur síðustu árin
var hann ánægður með að vera
nánast kominn í heimahöfn, er
hann fluttist á sjúkradeild Hrafn-
istu fyrir um ári síðan. Íbúð hans
og Vilfríðar er undir sama þaki og í
nánum tengslum við deildina. Því
gat hann verið á sínu heimili þegar
heilsan leyfði, rétt eins og Vilfríður
gat setið hjá honum dægrin löng á
sjúkradeildinni. En eftir margra
ára sjúkdómsstríð var þrekið á för-
um og smám saman fjaraði undan
honum. Í lokin leið hann út af, lú-
inn og þreyttur, umkringdur sínum
nánustu. Einmitt þannig held ég að
hann hafi viljað hafa endalokin.
Fari hann vel í Guðs friði.
Sigurður E. Guðmundsson.
Kristinn Bjarnason
✝ Jón Bjarnasonfæddist í
Reykjavík 11. októ-
ber 1920. Hann lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni 10.
febrúar síðastlið-
inn.
Foreldrar hans
voru hjónin Guð-
laug Magnúsdóttir
og Bjarni Jónsson
frá Vogi. Systkini
Jóns eru öll látin.
Alsystkini voru
Bjarni, Magnús,
Helga og Guðlaug. Hálfsystkini
af fyrra hjónabandi Bjarna voru
Sigríður, Þórsteinn og Eysteinn.
Jón kvæntist 20.9. 1947 Krist-
ínu Haraldsdóttur, f. 16.1.1917,
dóttur Haraldar Árnasonar
kaupmanns og konu hans Arn-
dísar Bartels. Börn þeirra eru: 1)
Guðlaug, f. 23.8. 1948, d. 3.2.
1999, gift Ásgeiri Pálssyni. Börn
þeirra eru a) Jón Páll, f. 29.3.
1976 og b) Rósa, f.
10.7. 1978, gift
Birni Gunnlaugs-
syni. 2) Bjarni, f.
17.9. 1949, kvæntur
Ásthildi Helgu
Jónsson. 3) Har-
aldur, f. 9.4. 1952,
d. 26.1. 1953. 4)
Haraldur Örn, f.
11.12. 1954, kvænt-
ur Öglu Ástbjörns-
dóttur. Börn þeirra
eru a) Ástbjörn, f.
5.4. 1993 og b)
Kristín, f. 22.11.
1995.
Jón bjó alla tíð í Reykjavík.
Hann var stúdent frá MR 1939
og lauk lögfræðiprófi frá HÍ
1945. Hann var í starfi löglærðs
fulltrúa við borgardómaraemb-
ættið til ársins 1954 en rak upp
frá því eigin lögmannsstofu.
Útför Jóns Bjarnasonar var
gerð frá Dómkirkjunni 19. febr-
úar sl.
Snemma á sunnudagsmorgun,
hinn 10. febrúar, tilkynnti pabbi
mér andlát afa míns, Jóns Bjarna-
sonar. Daginn áður hafði ég heim-
sótt hann ásamt föður mínum og
systur; honum væri haldið sofandi,
sagði læknirinn. Svipurinn á Rósu
frammi á gangi var ráðvilltur, ör-
væntingarfullur, og gaf það sem
við vissum bæði, hið óumflýjanlega,
til kynna; nú yrði þetta að líkindum
einungis spurning um daga. Þetta
reyndist síðasta heimsóknin.
Næsta morgun var afi látinn.
Þegar ráfað er um minnið tengj-
ast fyrstu minningar mínar um afa
Hótel Holti. Á bílaplaninu sunnan
við hótelið fékk ég mína fyrstu
kennslu í norrænni goðafræði. Afi
þuldi upp nöfnin á goðunum og
skepnum þeirra og ég skyldi leggja
á minnið, fyrr færum við ekki
heim. Ferðir niður á Tjörn til að
gefa öndunum og í Hljómskála-
garðinn til að skoða stytturnar af
Jónasi og Ólafi Thors koma einnig
upp í hugann. En það sem mér
þótti allra skemmtilegast var þegar
við fórum í fótbolta á vellinum fyrir
ofan Kvennó. Það kom mér á óvart
hvað þetta roskinn maður gat verið
leikinn með knöttinn.
Minningar mínar um afa eru
einnig afskaplega tengdar heimili
þeirra ömmu á Bergstaðastrætinu.
Ég kunni vel við afslappað og dálít-
ið fastheldið borðhald. Sú fágun og
yfirvegun sem ríkti þar var í full-
komnu samræmi við persónuleika
afa. Það ásamt kímni hans og
galsaskap hefur mér alltaf fundist
lýsa honum einna best. Á mennta-
skólaárum mínum var ég nokkuð
tíður gestur á Bergstaðastrætinu
og barst þá oft í tal sá menntaskóli
sem við gengum báðir í. Og þegar
afi innti mig eftir framtíðaráform-
um var ljóst að ekki var spurt af
kurteislegri og vélrænni skyldu-
rækni heldur af sönnum áhuga og
alúð. Á þessum tíma færðist hann í
fang það stórvirki að bæta hæð of-
an á húsið á Bergstaðastrætinu og
vann ég hin ýmsu smáverk í hæð-
inni tvö sumur. Fljótlega uppgötv-
aði ég hve laginn og útsjónarsamur
hann var í tengslum við ýmis
vandamál sem þörfnuðust úrlausn-
ar. Eitt sinn spurði ég hann út í
þetta og hann svaraði því til glott-
andi að hann hefði ekki alltaf verið
lögfræðingur. Og í raun gat maður
ekki annað en dáðst að þessari
eljusemi hjá afa. Í þessu ásamt
öðru sem hann tók sér fyrir hendur
var ljóst að aðgerðaleysi og hangs
var honum lítt að skapi. Og því
fylgdi hann eins lengi, og sennilega
lengur, en heilsan leyfði. Hann
skilaði svo sannarlega sínu, og gott
betur en það.
Ekki þurfti að dvelja lengi í ná-
vist afa og ömmu til að uppgötva
hve gömlu hjónunum þótti óskap-
lega vænt hvoru um annað. Eftir
öll ár þeirra saman einkenndust öll
samskipti þeirra af hlýju og vænt-
umþykju. Þessum tveim manneskj-
um þótti vænna hvorri um aðra en
hér verður greint frá með góðu
móti. Og það eru þessar stundir,
þessi augnablik sem innihalda fal-
legustu minningarnar um afa. En
nú er afi minn, Jón Bjarnason, fall-
inn frá. Eitt af því fáa sem hægt er
að gera á slíkum stundum er að
láta hugann reika og gefa sig á
vald minningunum þar sem jafnvel
þær allra smæstu, einar sér, geta
reynst mörgum okkar paradísar-
ígildi.
Jón P. Ásgeirsson.
Jón Bjarnason