Morgunblaðið - 24.02.2008, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 24.02.2008, Qupperneq 66
66 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MEÐ SINNI fimmtu mynd skrifar leikstjórinn Paul Thomas Anderson sig á meðvitaðan hátt inn í bandaríska kvikmyndasögu. Forverar og áhrifavaldar Blóð mun renna (There Will Be Blood) eru skýrir en líkt og í fyrri mynd- um sínum á Anderson hér í samræðum við hefðina. Metn- aðurinn er hins vegar af öðrum toga en áður því efniviður- inn er djúpstæðari og árangurinn allt annar. Eftir langa viðdvöl í póstmódernískum hliðarveruleika í myndum á borð við Boogie Nights, Magnolia og Punch Drunk Love er sem Anderson hafi skipt algjörlega um fagurfræðilega þungamiðju og þematískt áhugasvið. Hann er orðinn rammklassískur, harmrænn og á löngum köflum ofur-realískur. Breytingarnar fara Anderson vel. Það er e.t.v. vafasamt að líkja listferli við lífsgönguna, og nýjum verkum við þroskaskref, en það er freistandi í þessu tilfelli. Anderson skilar af sér sínu langsterkasta verki til þessa, kvikmynd sem er djörf og knýjandi, út- hugsuð og gædd táknrænum skírskotunum og tekur fyrri verkum leikstjórans svo langt fram að hér á kannski þroskahugtakið síður við en hugmyndin um stökkbreyt- ingu. Þungamiðja myndarinnar er síðan ægileg og ógleym- anleg frammistaða Daniels Day-Lewis í hlutverki Daniels Plainview. Myndin er saga hans um leið og hún er í vissum skiln- ingi saga þeirra afla sem mótuðu Bandaríkin á öndverðri tuttugustu öldinni. Plainview er fátækur námumaður sem svífst einskis og er gæddur járnvilja sem jaðrar við hið ómannlega. Með tímanum verður hann voldugur olíujöfur eftir að hafa lagt umhverfið, náttúruna og aðra menn und- ir sig. Söguþráðurinn, sem spannar þriggja áratuga skeið (frá því laust fyrir aldamótin og fram á ofanverðan þriðja áratuginn), er bæði fjölskyldusaga og dæmisaga. Að- ferðafræði leikstjórans er raunsæisleg um leið og fram- vindan er slitin í sundur með reglulegu millibili en Day- Lewis skapar myndinni þann öxul sem hún hverfist um. Hann er í nærri því hverju einasta atriði og túlkun hans á Plainview líkist helst einhvers konar efnislegri fyllingu á ímynduðu rými þar sem skálduð persóna verður hold og blóð, en tækifæri til að sjá leikara í þessum ham á hvíta tjaldinu eru sjaldgæf. Day-Lewis bókstaflega rífur með- leikara sína með sér í stigvaxandi brjálæðið, og þá ekki síst Paul Dano í hlutverki hins heittrúaða Eli Sunday. Kvikmyndin fer hægt af stað og framvindan er róleg en það er titillinn sem skapar óttablandna eftirvæntingu hjá áhorfendum. Og það eru endalokin, efning loforðsins, sem vekur spurningar og efasemdir og reyndust að mínu mati ekki sá magnaði endahnútur sem þeim er ætlað að vera. Dýr merkurinnar KVIKMYND Háskólabíó og Sambíóin Álfabakka Leikstjórn og handrit: Paul Thomas Anderson. Aðalhlutverk: Daniel Day-Lewis, Paul Dano, Dillon Freasier, Ciaran Hinds. Bandaríki, 158 mín. Blóð mun renna (There Will Be Blood) bbbbn Ógleymanlegur „Þungamiðja myndarinnar er síðan ægileg og ógleymanleg frammistaða Daniels Day-Lewis í hlutverki Daniels Plainview.“ Heiða Jóhannsdóttir BANDARÍSKI leik- arinn Jack Nicholson telur að hann eigi skil- ið Óskarsverðlaun fyr- ir töluvert öðruvísi af- rek en almennt tíðkast að verðlauna í Holly- wood. Nicholson sem hefur þegar unnið til þrennra Ósk- arsverðlauna á ferl- inum segir að hann myndi glaður taka við öðrum verðlaunum þó það væri ekki fyrir annað en þrákelkni hans við að vera til leiðinda. Nicholson mun af- henda verðlaun á sunnudaginn þegar Ósk- arsverðlaunaafhendingin fer fram í Kodak-höllinni í Los Angeles en þar hyggst hann nýta tímann vel. „Hvað get ég sagt, ég er Óskars-maður. Og hvað á maður að gera annað en að njóta þess að horfa á all- ar þessar fallegu konur sem þar verða saman komnar?“ Í sama viðtali viðurkennir þessi mikla stjarna að hann hafi næstum blindast af öllum ljós- myndaflössunum þegar hann mætti í fyrsta skipti til Ósk- arsverðlaunanna árið 1970 þegar hann var tilnefndur til verðlauna sem besti aukaleik- ari í kvikmyndinni Easy Rider. „Þarna voru þeir í hundr- aðatali. Ég blindaðist næstum því við að telja þá alla og hugs- aði með mér: Guð minn al- máttugur, er ég virkilega staddur hérna? Mér tókst það.“ Á skilið verðlaun fyrir leiðindi Í stuði Jack Nicholson er ekki beinlín- is þekktur af leiðindum. Reuters
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.