Morgunblaðið - 24.02.2008, Page 67

Morgunblaðið - 24.02.2008, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 67 LÍK ungra menntskæl- inga lágu eins og hráviði í skúmaskotum Mennta- skólans í Reykjavík á föstudaginn og af um- merkjunum mátti skilja að einhver hræðileg dýr hefðu króað þá af og sog- ið úr þeim blóðið allt til síðasta blóðdropa. Svo hræðilegt var það þó ekki heldur gjörn- ingur nokkurra leikara í leikfélagi Menntaskólans í Reykjavík, Herranætur, á ferð. Leikfélagið frum- sýndi á föstudaginn leik- ritið Nosferatu: Í skugga vampírunnar. Leikritið er byggt á kvikmyndinni Shadow of the Vampire sem kom út árið 2000 en þar segir frá leikstjóra myndarinnar F.W. Mur- nau og tökuliði hans þar sem þeir ferðast til Tékkóslóvakíu í þeim til- gangi að búa til kvik- mynd um vampíruna Nosferatu, sem Max Schreck lék en Willem Dafoe lék í Shadow of the Vampire. Mun þetta vera í 163. skipti sem Herra- nótt setur upp leiksýn- ingu. Lærði skólinn blóði drifinn Árvakur/Golli Illa klæddir Sumir nemendanna komust út en þar lyppuðust þeir niður blóðlausir í kuldanum. Í rusli Þessi menntskælingur var króaður af við ruslatunn- una og ætti að verða öllum subbum víti til varnaðar. Hvimleitt Mikil röð mynd- aðist víst á annarri hæð þar sem fólk beið grun- laust eftir lyftunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.