Morgunblaðið - 30.03.2008, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Erlent | Fælingarstefna Ísraela felst í að hindra árásir Palestínumanna með hótun um refsingar í krafti hernaðarlegra
yfirburða en hún virðist ekki virka. Stjörnur | Hollywood-stjarnan Bette Davis kenndi Joan Collins hvernig á að fara að
því að vera tæfa. Knattspyrna | Miralem Pjanić kann að leika fyrir botnliðið í frönsku deildinni en tilþrif hans benda til glæstrar framtíðar.
VIKUSPEGILL»
Eftir Daoud Kuttab
Daglega leggja Ísraelar prófstein áfælingarstefnu sína á Gaza-svæðinuog reyna að hindra árásir með ótt-anum við refsingar í krafti hernað-
arlegra yfirburða. Vaxandi ofbeldi milli Ísraela
og vígamanna á Gaza gefur ekki aðeins til
kynna að fælingin virki ekki, heldur einnig að
virkni hennar velti á að siðferðisleg grundvall-
aratriði séu virt.
Sumir sérfræðingar í öryggismálum og tals-
menn þess sem kallast réttlátt stríð færa rök
að því að svo geti verið að ekkert sé að athuga
við fælingarstefnu í tilfellum þar sem líf og ör-
yggi almennra borgara verður ekki fyrir bein-
um áhrifum. Hótunin um hefnd, sem hernaðar-
leg áhrif stefnunnar byggist á, er gefin í skyn
og skilyrt. Þegar hins vegar ekki er lengur
hægt að gera greinarmun á fælingarstefnunni
og „hóprefsingu“ (collective punishment) –
sem er bönnuð samkvæmt grein 33 í fjórða
Genfarsáttmálanum – er mun ólíklegra að með
henni náist tilætlaður árangur.
Ísraelar herða aðgerðir
Ísraelar, sem í september 2005 drógu lið sitt
einhliða í útjaðar Gaza, hafa leitast við að koma
í veg fyrir að palestínskir andspyrnumenn
vörpuðu sprengjum inn á sitt landsvæði.
Skömmu eftir að þeir sendu lið að nýju að
landamærum Gaza takmörkuðu Ísraelar sam-
bandið milli Gaza og Vesturbakkans verulega
og það sama átti við um flutninginn á vörum til
og frá Gaza. Þegar þing hliðhollt Hamas var
kosið í frjálsum og sanngjörnum kosningum í
janúar 2006 leiddu Bandaríkjamenn og Ísrael-
ar herferð til að koma í veg fyrir að allir bank-
ar, þar á meðal arabískir og íslamskir bankar,
ættu samskipti við nýju stjórnina.
Ísraelar hafa markvisst hafnað endurtekn-
um umleitunum Hamas um vopnahléssáttmála
gegn því að umsátrinu um Gaza verði létt.
Skoðanakannanir, sem fyrirtækið Dialog hefur
gert og birst hafa í ísraelska dagblaðinu Haa-
retz, hafa sýnt að 64% Ísraela styðja opinberar
viðræður við Hamas. En Ísraelsstjórn og her-
inn neita og kalla Hamas hryðjuverkasamtök
til að þau öðlist ekki trúverðugleika, þótt áður
hafi sömu aðilar samið við Hezbollah í Suður-
Líbanon þrátt fyrir að þeir telji að þar séu
einnig „hryðjuverkasamtök“ á ferð.
Fælingartilraunir aldrei skilað árangri
Ísraelar virðast telja að þeirra eini kostur sé
að herða tökin í Gaza. Í nafni fælingar hafa
ferðir fólks og flutningur á vörum nánast alveg
verið stöðvaður. Samt hefur palestínska and-
spyrnan brugðist við með fleiri sprengjuárás-
um. Ísraelskar aftökuherferðir gegn víga-
mönnunum hafa aðeins leitt til þess að
Palestínumenn hafa orðið ágengari í aðgerðum
sínum. Reyndar hafa fælingartilraunir Ísraela
aldrei skilað tilætluðum árangri en leitt til þess
að umsátrið hefur verið hert í þeirri von að með
þeim hætti mætti veita einhvers konar rot-
högg.
Niðurstaðan er augljóst tilfelli hóprefsingar
á einu af þéttbýlustu svæðum heimsins þar
sem búa 3.823 einstaklingar á hverjum ferkíló-
metra. Þegar John Dugard, sérlegur erindreki
Sameinuðu þjóðanna í mannréttindum, heim-
sótti Gaza sagði hann: „Gaza er fangelsi og Ísr-
aelar virðast hafa hent lyklinum.“
Í janúar hófu Ísraelar til dæmis að nota ein-
okun sína á eldsneyti til að refsa Palestínu-
mönnum, ákvörðun sem samtökin Mannrétt-
indavaktin (Human Rights Watch) fordæmdu
mánuði síðar. Joe Stork, yfirmaður málefna
Mið-Austurlanda hjá Mannréttindavaktinni,
hafnaði þeirri röksemdafærslu Ísraela fyrir
eldsneytisskerðingunni að með henni ætti að
þvinga vopnaða hópa Palestínumanna til að
hætta eldflauga- og sjálfsmorðsárásum. Að
sögn Storks hefur „skerðingin alvarleg áhrif á
borgara, sem koma hvergi nálægt þessum
vopnuðu hópum og brjóta gegn einni af grund-
vallarreglunum um stríð“.
Fordæmdi „ýkta og
óhóflega beitingu valds“
Með sama hætti sá Ban Ki-moon, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, knúinn til
þess eftir að 100 Palestínumenn höfðu fallið í
loftárásum Ísraela á Gaza í mars að „fordæma
ýkta og óhóflega beitingu valds sem hefur leitt
til þess að fjöldi borgara hefur látið lífið og
særst, þar á meðal börn“.
Þrátt fyrir yfirlýsingu framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna báru Ísraelar við sjálfs-
vörn þar sem loftárásirnar voru gerðar eftir að
eldflaugaárásir frá Gaza urðu einum ísr-
aelskum borgara að bana í landamærabænum
Sderot. Í bók sinni Stríðsglæpir (Crimes of
War) segir Michael Byers, lagaprófessor við
Duke-háskóla, að beiting valds í sjálfsvarnar-
skyni „megi ekki vera óréttmæt eða úr hófi
fram“, og hvað snertir viðbúnar aðgerðir verði
nauðsynin að vera „bráð, yfirþyrmandi þannig
að ekki sé neitt val um leiðir og enginn tími til
umhugsunar“.
Mistókst í Líbanon og ekki
líklegra til að takast á Gaza
Í raun blanda Ísraelar ítrekað saman sjálfs-
vörn og fælingu og nota hóprefsingu til að ná
fram hernaðarlegum markmiðum. Þessi hug-
mynd um fælingu mistókst í Líbanon 2006 þeg-
ar Ísraelar þurftu að fallast á vopnahlé fyrir
milligöngu Sameinuðu þjóðanna og hún er
engu líklegri til að bera árangur á Gaza.
Reyndar er það svo að skoðanakannanir, sem
gerðar hafa verið á Gaza sýna að stuðningur
við Hamas sveiflast upp á við í hvert skipti sem
Ísraelar herða aðgerðir sínar.
Alþjóðasamfélagið verður að bregðast hratt
við til að þvinga Ísraela til að láta af fæling-
arstefnu sinni og fá þá í staðinn til að vinna að
því að ná samkomulagi sem getur leitt til þess
að báðir aðilar hætti árásum. Aðeins slíkt sam-
komulag getur greitt fyrir því að hefjast megi
handa við að leggja grunninn að pólitískri
lausn sem getur bundið enda á bæði umsátrið
um Gaza og hernám palestínsks landsvæðis til
frambúðar.
Umsátur Ísraela um Gaza
Aðgerðir Ísraela gegn íbúum Gaza flokkast undir hóprefsingu og eru á skjön við Genfarsáttmálann
Við hverja árás Ísraela eykst stuðningur við Hamas Fælingarstefna Ísraela virkar ekki
Reuters
Umsátur Palestínskur drengur í flóttamannabúðunum Khan Younis á Gaza horfir út um gat í
steinvegg. Ólgan meðal Palestínumanna vegna aðgerða Ísraela á Gaza fer vaxandi.
ERLENT» Í HNOTSKURN»Samkvæmt nýrri skoðanakönnun styð-ur afgerandi meirihluti Palestínu-
manna eða 84% árásina á rabbínaskóla í
Jerúsalem 6. mars þegar átta ungir menn,
flestir á táningsaldri, létu lífið.
»Könnunin sýnir einnig meiri stuðningen áður við að skjóta sprengjum á ísr-
aelska bæi frá Gaza eða 64%.
»75% aðspurðra í könnuninni sögðu aðviðræður milli Ehuds Olmerts, for-
sætisráðherra Ísraels, og Mahmouds
Abbasar, leiðtoga Palestínumanna, myndu
engu skila og þeim ætti að slíta.
»Khalil Shikaki, sem gerði könnunina,skýrir niðurstöður hennar með því að
slík örvænting og reiði hafi gripið um sig
eftir aðgerðir Ísraela, sérstaklega árás-
irnar á Gaza þegar 130 manns féllu, og nú
þyrsti fólk í hefnd. Reiðin hafi ekki verið
jafn mikil síðan önnur uppreisnin, sem
kölluð er intifada, blossaði upp eftir 2000
og hefur hann áhyggjur af því sem í vænd-
um er.
Höfundur er verðlaunaður palestínskur blaða-
maður og um þessar mundir gistiprófessor í
blaðamennsku við Princeton-háskóla.
Copyright: Project Syndicate, 2008.
www.project-syndicate.org
» Ég hef fengið tvö gul spjöldeins og þeir segja í fótbolt-
anum.
Kristján Eiríksson , fyrrverandi stýri-
maður, sem tvisvar hefur fengið heila-
blóðfall , en 600 Íslendingar greinast með
heilablóðfall á hverju ári.
» Við viljum vekja athygli áþeirri staðreynd að Kína er
stærsta fangelsið í heiminum.
Robert Menard , formaður samtakanna
Fréttamenn án landamæra, sem berjast
fyrir tjáningarfrelsi , en hann og fleiri í
samtökunum mótmæltu stefnu kín-
verskra stjórnvalda í Tíbet með því að
trufla athöfn þegar ólympíueldurinn var
tendraður í Ólympíu í Grikklandi.
» Í allri hreinskilni sagt seturað mér ótta við þá tilhugsun
eina að vera eilíflega til.
Halldór Þorsteinsson , skólastjóri Mála-
skóla Halldórs, í aðsendri grein um trú-
mál í Morgunblaðinu.
» Í rauninni er þetta tilskammar fyrir íslenska rík-
ið.
Þorlákur Hermannsson , formaður
LAUF, Landssamtaka áhugafólks um
flogaveiki, en sl . tvö ár hefur ekki verið
hægt svo vel væri að taka flogaveika í
rannsókn á taugadeild Landspítalans
vegna manneklu.
» Það vantar meiri þjónustuvið alla okkar sjúklinga-
hópa.
Elías Ólafsson , yfirlæknir á taugadeild
LSH.
» Þetta er mesta hækkun semhefur verið ákveðin í einu
lagi af bankanum síðan núver-
andi fyrirkomulag peningamála
var tekið upp 2001, sem sýnir
auðvitað hinn mikla þunga sem
býr að baki ákvörðuninni.
Davíð Oddsson , formaður bankastjórnar
Seðlabankans, eftir að bankinn hækkaði
stýrivexti sína um 1,25 prósentustig og
breytti reglum til að auka lausafé á mark-
aði.
» Mér líst satt að segja mjögilla á þetta. Þetta ber vitni
um taugaveiklun.
Vilhjálmur Egilsson , framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, um vaxtahækkun
Seðlabankans.
» En síðan var þetta uppi íhillu eins og hvert annað
glingur.
Kona, sem hafði afnot af hjólhýsi, sem
fauk í ofviðri um áramótin í Kjósarhreppi
þar sem brak þess lá á víð og dreif, þ. á m.
höfuðkúpa.
» Þetta er hroðalegt ástand.Ég fylgist með þessu af at-
hygli og sé þetta oft á þjóð-
vegum þegar ég er á ferðinni.
Kristján Möller samgönguráðherra um
afstöðu sína ti l slælegs frágangs á farmi
flutningabifreiða á vegum landsins.
» Torfusamtökin telja óvið-unandi að fyrirtæki sem
hyggjast hagnast á fram-
kvæmdum í miðbænum taki
borgina í gíslingu.
Úr ályktun Torfusamtakanna þar sem
stjórnin lýsir yfir áhyggjum af örri fjölg-
un þeirra húsa sem standa mannlaus og
eru í niðurníðslu í miðbæ Reykjavíkur.
Ummæli vikunnar
Höfðinglegar móttökur Breskir fjölmiðlar fjölluðu mikið um heimsókn
Nicolas Sarkosy Frakklandsforseta og Cörlu Bruni, konu hans ,til Bret-
lands. Líktu þeir Bruni ýmist við Díönu prinsessu eða Jackie Onassis. Bret-
ar virtust láta sér vel líka, en einn dálkahöfundur að ætti að hann að láta
draga sig á tálar, vildi hann frekar að Bruni gerði það en Sarkosy. Hér tek-
ur Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, á móti Bruni og Sarkozy að
Downing-stræti 10.
Reuters