Morgunblaðið - 30.03.2008, Side 18

Morgunblaðið - 30.03.2008, Side 18
18 SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is Líf og dauði skilja þær að,aldarfjórðungur í aldri ogeflaust himinn og haf íflestum skilningi. Báðar voru þó leikkonur og annálaðar feg- urðardísir. Sú sem enn er ofar moldu, hin næstum sjötíu og fimm ára gamla, breska leikkona, Joan Collins, skrifaði í vikunni aldarminningu í The Times um bandarísku leikkon- una og goðsögnina, Bette Davis, sem hefði orðið eitt hundrað ára 5. apríl nk. Þar upplýsir Collins að Davis hafi verið sér fyrirmynd og að af henni hafi hún lært að vera tæfa. Eða rétt- ara sagt að túlka tæfu eins og hún segir í greininni og vísar m.a. til túlk- unar sinnar á erkitæfunni Alexis Carrington í framhaldsmyndaflokkn- um Dynasty sem vinsæll var á níunda áratugnum og áhorfendur elskuðu að hata. Flísin og bjálkinn Það orð hefur farið af Collins með- al samstarfsmanna í kvikmynda- bransanum í áranna rás að sjálf sé hún sama tæfan í raunveruleikanum og á hvíta tjaldinu. Og þá þykir mörg- um nóg um prímadonnustælana og hrokann, sem hún hefur tileinkað sér. Af minningargreininni má hins vegar ráða að Collins sjái frekar flísina í auga náungans en bjálkann í auga sínu. „Hún [Bette Davis] var skjátæfa löngu áður en slíkar komust í tísku. Hún var sterk, þver og sjálfbirgings- leg kona í hörðum bransa þar sem karlar réðu lögum og lofum. Kollegar hennar lutu í duftið fyrir ógnvekjandi mönnum eins og Jack Warner, Harry Cohn og Louis B. Mayer, æðstu stjórnendum kvikmyndaveranna. Hún var alls ekki falleg samkvæmt hinum viðurkennda Hollywood- staðli. Aftur á móti var hún í senn dularfull, heillandi, stórkostleg og af- ar reið kvikmyndaleikkona. Önnur eins stjarna hefur síðan ekki sést á hvíta tjaldinu,“ byrjar Collins grein sína og rekur síðan í stórum dráttum leikferil Davis og hvernig leiðir þeirra lágu saman. „Ég varð þeirra forréttinda aðnjót- andi að vinna með Davis í minni fyrstu Hollywood-mynd, Meydrottn- ingunni (The Virgin Queen) árið 1955. Davis lék hinn sköllótta einvald, Elísabetu I. …“ skrifar Collins og lýsir íburðarmiklum og einkar óþægi- legum klæðnaðinum og þykka, hvíta farðanum, sem Davis þurfti að hafa á andlitinu meðan á tökum stóð. Svolít- ið fannst Collins samt draga úr mik- ilfengleikanum að sjá Davis rigsa fram og til baka í fullum skrúða keðjureykjandi í hvert skipti sem hlé varð á tökum. Collins gerir því raun- ar skóna að lífstykkið, stífi hálskrag- inn og aðrar hryllingsflíkur hafi átt mikinn þátt í hve Davis var alltaf í vondu skapi. Logandi hræddar þjónustustúlkur Sjálf lék hún eina af hirðmeyjum drottningar, lafði Beth Throgmorton, sem var leynilega ástfangin af Sir Walter Raleigh, rétt eins og Elísabet I. „Þær fimm sem léku þjón- ustustúlkur drottningar voru á aldr- inum 18 til 21 árs, og logandi hrædd- ar við Bette, sem var vön að gelta reiðilega á okkur fyrir smáyfirsjónir eins og að vera með tyggjó.“ Collins nefnir atvik þar sem hún átti að hnýta rauða satínborða á skóm drottningar og varð í fyrsta skipti fyrir barðinu á tæfuskap Davis: „Þegar ég beygði mig niður virtist fótur hennar fá sjálfstætt líf, hann spriklaði bara og að lokum sparkaði hann mér þvert yfir herbergið.“ Bette Davis 100 ár frá fæðingardegi Bette Davis . STJÖRNUR» Joan Collins Í vor fagnar Collins 75 ára afmæli sínu. Ein tæfan dregur af annarri dám Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Með hnitmiðuðum snúningiog vippu skildi hannaumingja bakvörðinneftir úti við hornfána og var skyndilega kominn inn fyrir víg- línu andstæðingsins. En leiðin að markinu var drjúg og hina varnar- mennina dreif að eins og gamma úr öllum áttum. Hann hélt eigi að síður ró sinni og blekkti þá alla með ein- faldri mjaðmahreyfingu. Ekki nóg með það, markvörðurinn stökk eins og froskur út í teig og skildi um leið allt eftir opið. Hefur greinilega gert ráð fyrir sendingu, karlanginn. Okk- ar maður lét ekki segja sér það tvisv- ar, heldur renndi knettinum af yf- irvegun í tómt markið. Þvílíkt jafnvægi. Nadia Comãneci hefði ekki gert betur á tvíslánni í gamla daga. Þessi mikilúðlega rispa Miralems Pjanić, bosníska ungstirnisins hjá Metz í frönsku fyrstu deildinni, gegn Strasbourg fyrir skemmstu er með því kostulegasta sem greinarhöfund- ur hefur séð á velli í langan tíma. Einföld en ótrúleg tækni og undir- strikar hvers vegna það er ekki spurning hvort heldur hvenær Pja- nić , sem verður átján ára á miðviku- daginn, gengur til liðs við eitt af stærstu félögum Evrópu. Flúði föðurlandið ungur Pjanić fæddist í Kalesija í Bosníu- Herzegóvínu 2. apríl 1990. Þá voru viðsjárverðir tímar á Balkanskagan- um og pilturinn flutti ungur ásamt foreldrum sínum og tveimur systk- inum til Lúxemborgar, eins og svo margir landar þeirra á þeim tíma. Snemma kom í ljós að sá hnöttótti lá vel fyrir Pjanić og sumarið 2006 var hann valinn í landslið heima- manna skipað leikmönnum 17 ára og yngri fyrir Evrópumótið í Lúxem- borg. Liðið reið ekki feitum hesti frá því móti, fremur en þessi litla þjóð á að venjast, en Pjanić vakti mikla at- hygli fyrir fimi sína og framsækni. Hann skoraði líka eina mark Lúx- emborgara á mótinu, lyfti knettinum af löngu færi yfir spænska mark- vörðinn, Sergio Asenjo að nafni. Síðar sama ár gerði Pjanić sér lítið fyrir og skoraði fernu í 5:5-jafntefli gegn ungmennaliði Belga. Þegar hér er komið sögu var mönnum ljóst að Pjanić ætti bjarta framtíð fyrir sér og bosnískir fjöl- miðlar hófu að fjalla lofsamlega um hann og hvetja þarlend knatt- spyrnuyfirvöld til að láta piltinn sér ekki úr greipum ganga líkt og Zlatan Ibrahimović og fleiri leikmenn á sín- um tíma. Raunar eru þessi mál ekki alveg sambærileg því enda þótt foreldrar Ibrahimović séu báðir bosnískir fæddist hann sem kunnugt er í Sví- þjóð og sýndi því aldrei sérstakan áhuga að klæðast búningi bosníska landsliðsins. Það hefur Pjanić hins vegar gert og í samtali við bosnískt dagblað síð- astliðið haust tók hann raunar af öll tvímæli í þeim efnum: „Mig langar bara að leika fyrir Bosníu-Herzegó- vínu.“ Enda þótt Pjanić hafi leikið með ungmennalandsliðum Lúxemborgar er það ekki bindandi þegar kemur að aðallandsliði. Því fór þó fjarri að gatan væri greið. Pjanić var valinn í landslið Bosníu skipað leikmönnum 21 árs og yngri í september á síðasta ári en fékk ekki að leika þar sem hann hafði ekki lengur bosnískt vegabréf undir höndum. Sparkyfirvöld þar í landi gerðu þegar ráðstafanir til að bæta úr því en málið tafðist í nokkra mánuði. Í millitíðinni gengu Frakkar og Lúxemborgarar með grasið í skónum eftir Pjanić, þeir fyrrnefndu vildu fá hann í 21 árs landslið sitt en þeir síðarnefndu í sjálft a-landsliðið. En talað var fyrir daufum eyrum. Piltinum var ekki haggað. Forsetinn gekk í málið Fjölmiðlar fóru mikinn meðan á töfinni stóð, einkum í Bosníu, og Bosníumaðurinn Miralem Pjanić, leikstjórnandi Metz, er nýjasta stjarnan í frönsku knattspyrnunni og þykir líklegur til að ganga í raðir eins af stærstu félögum álfunnar, jafnvel þegar á komandi sumri Reuters Framtíðin Miralem Pjanić glímir við annað undrabarn, Karim Benzema miðherja Frakklandsmeistara Lyon. Búist er við því að stórliðin í Evrópu berjist um krafta þeirra í sumar. Hvar skyldu þeir félagar hefja leik í haust? KNATTSPYRNA» Bosníudjásnið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.