Morgunblaðið - 30.03.2008, Page 27

Morgunblaðið - 30.03.2008, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 27 göngu fjárhagslegs eðlis. Það er nánast ekkert talað um hvort rann- sóknirnar séu nógu góðar og hvað þá að fjallað sé um þá óvissu hvort vísindaniðurstöðurnar muni bæta heilsu almennings. Það þykir mér sjálfum forvitnilegt. Hversu góð vís- indi eru þetta – og eru þetta þau vís- indi sem best eru til þess fallin að bæta heilsufar jarðarbúa? En það er bara ekkert í umræðunni hjá ís- lenskum fjölmiðlum.“ Persóna Kára og frásagnir hans af ÍE – Eru það einhverjir, öðrum frem- ur, sem þér virðast stjórna um- ræðunni hér á landi á þessu tímabili sem þú greinir, 2000 og 2004? Stefán segist ekki sjá á bak við fréttirnar eða fréttatilkynningar Ís- lenskrar erfðagreiningar og geti því aðeins túlkað út frá þeim. ,,Ég get ekki svarað því hver stjórnar um- ræðunni, það sem mig grunar er að þetta sé það sem fréttamenn telji fréttnæmt.“ Hann segir að auk fjölmiðlaefnis sem byggist beint og óbeint á frétta- tilkynningum frá ÍE eða öðru frum- kvæði fyrirtækisins hafi verið sér- staklega áhugavert að rýna í viðtöl við Kára Stefánsson. ,,Ég veit ekki hvor á frumkvæðið, hann eða fjöl- miðlarnir, en bæði Fréttablaðið, Morgunblaðið og útvarpsstöðvarnar hafa birt löng viðtöl við Kára.“ – Fannst þér þau snúast um pen- ingalega hlið Íslenskrar erfðagrein- ingar/Decode, um erfðafræði eða persónu Kára? ,,Fyrirfram og þegar ég renndi yfir viðtölin í fyrsta skipti hafði ég áhyggjur af því að þar væri óþarfa áhersla lögð á persónu Kára. Hins vegar fannst mér ekki vera um slíkt að ræða þegar ég las viðtölin ná- kvæmlega. Hinu er ekki að leyna að bæði í þessum viðtölum og öðru ís- lensku fjölmiðlaefni virðist vera allt að því frumspekileg samsemd milli fyrirtækisins Decode og Kára Stef- ánssonar. Þegar fjallað er um fyr- irtækið birtast iðulega ljósmyndir af honum, hann er alltaf með og hann fær alltaf að segja frá, jafnvel þótt það sé bara lítil klausa. Kári er sama sem fyrirtækið og hann kemur fram í öllum viðtölum og segir frá. Og þegar hann segir frá þá er inntak frásagnarinnar á þessa leið: Við er- um að gera stórkostlegar rann- sóknir sem menn úti í heimi eru hrifnir af, þetta mun skila sér í nýj- um lyfjum og batnandi heilbrigð- isþjónustu. Markaðurinn er stór og gróðavonin mikil. Hann nefnir ekki alla þessa liði í hvert skipti en þetta er frásögnin, stefið sem má lesa út úr þessu. Stef sem er gegnumgang- andi í viðtölum. Ég er ekki að segja að Kára beri skylda til að syngja annað stef en það ótrúlega er að þetta verður að stefinu ÍE í fjöl- miðlum. Og blaðamenn virðast ekki gera tilraun til þess að spyrja um það gagnrýninna spurninga.“ Bregðast vísindamenn í gangi umfjöllunarinnar? Stefáni verður tíðrætt um að jafn- vel þótt slegnir séu varnaglar í um- fjöllun Íslenskrar erfðagreiningar fari lítið fyrir þeim og fréttamenn spyrji nánast aldrei út í þá sam- kvæmt greiningu hans á fréttum og umfjöllun fjölmiðla um fyrirtækið og Kára Stefánsson á umræddu tíma- bili. ,,Undantekningarlaust er það bara geymt eða gleymt. Það er aldr- ei gagnrýni, hvorki í sama viðtali, né, sem væri alveg jafngott, í sér- stakri umfjöllun. Varnaglarnir verða aldrei að þema. Þetta var önnur meginniðurstaðan af rannsókninni minni. Gagnrýni Mannverndar fékk vissulega að komast að í fjölmiðlum en henni var aldrei fylgt eftir. Heim- spekingar eða aðrir fræðimenn halda jafnframt á lofti sínum efa- semdum og fá að koma þeim að í fjölmiðlum en fjölmiðlar taka það ekki inn í umræðuna, Það verður aldrei fyrirsögn á næstu grein, það veitir aldrei innblástur að umfjöllun frá nýju sjónarhorni. Sýnin er alltaf sú sama, það er stefið úr frétta- tilkynningum ÍE og viðtölum við Kára.“ – Hefurðu myndað þér einhverjar skoðanir eða skýringu á hvers vegna svo sé? ,,Varðandi Mannvernd grunar mig að mörgum hafi þótt málflutn- ingur samtakanna ofsafenginn. Mannvernd hefur örugglega fengið einhverju áorkað en á vissan hátt held ég að mörgum hafi verið illa við þá vegna þess hvernig sumir þar fluttu mál sitt. Meðan gagnagrunns- málið var til umræðu sögðu um 20.000 manns sig úr hinum fyrirhug- aða gagnagrunni og ég held að Mannvernd hafi haft þar mikil áhrif en eftir það verður ekki séð að blaðamenn hafi notað rök Mann- verndar til áframhaldandi umræðu um erfðavísindi. Varðandi hvers vegna blaðamenn gera sér ekki mat úr þessu verður mér svarafátt. Er hugsanlegt að fjölmiðlarnir geri sér ekki grein fyr- ir að það þurfi að fjalla um fleiri hliðar á málinu heldur en þær sem ÍE og fjármálaspekúlantarnir bera á borð? Eða, svo maður reyni að vera jákvæðari í garð fjölmiðla, þá getur verið að þeir geri sér að ein- hverju leyti grein fyrir því, en að þá skorti svolítið bolmagn til þess að taka á því. Þekkingargeirinn á Ís- landi er lítill, og þá er ég alls ekki bara að tala um blaðamannastéttina heldur jafnframt þá aðila sem hún getur sótt stuðning og þekkingu til. Álitsgjafarnir eru ekki margir í vís- indageiranum. Hæfir álitsgjafar liggja ekki á lausu og í þessum geira störfuðu þeir mjög margir hjá Ís- lenskri erfðagreiningu eða áttu í samstarfi við fyrirtækið. Ég gæti trúað að blaðamenn sem hefðu viljað fjalla um þessi mál á annan hátt en raun ber vitni, hafi verið í dálitlum vanda, því að þeir hafi ekki fengið stuðning frá þekkingarsamfélaginu. En þetta eru bara getgátur.“ Stefán segir þó þekkt úr nýlegum rannsóknum að blaðamenn á al- menningsfjölmiðlum erlendis séu ekkert mjög ágengir þegar spyrja skal gagnrýninna spurninga um nið- urstöður vísindamanna á sviði erfða- fræði og líftækni. ,,Rannsóknir sýna að fjölmiðlar gera það ógjarnan nema þeir njóti stuðnings annarra vísindamanna, þeir þurfa sem sagt stuðning álitsgjafa. Fréttaflutningur úr heimi vísindanna er að verulegu leyti endurtekning á sjónarmiðum vísindamannanna sjálfra, og jafnvel virðast fjölmiðlar hafa tilhneigingu til að vitna síður í ummæli þar sem vísindamennirnir gera grein fyrir óvissu eða ágreiningi varðandi eigin rannsóknir og væntingar til þeirra. Erlendis er þekkingarsamfélagið þó mun stærra og oft auðveldara að fá viðbrögð, ólíkar skoðanir en hér heima.“ Stefán segist velta því fyrir sér hvort yfirborðslegur fréttaflutn- ingur hafi færst í aukana vegna samþjöppunar á fjölmiðlamarkaði og aukinnar áherslu á viðskiptasjón- armið. ,,Erlendis hafa menn séð merki um slíkt. Sem dæmi má nefna nýlega rannsókn á fréttaflutningi dagblaða af erfðarannsóknum í Que- bec í Kanada á tímabilinu frá 1992 til 2001. Í ljós kemur að á þessu tímabili dregur úr umfjöllun um sið- ferðilega þætti erfðarannsókna, en að sama skapi er lögð aukin áhersla á fjármálahliðina. Mesta athygli vekur að í greinum sem rekja má til fréttastofa utan fjölmiðlanna sjálfra ber meira á fyrirvaralausri bjartsýni og sjaldnar er fjallað um siðferðileg álitamál heldur en í greinum sem blaðamenn hafa skrifað sjálfir.“ Mikilvægt að ræða um meðferð á afurðum erfðarannsókna – Hvað gerist ef umræðan sem fram fer í fjölmiðum byggist um of á jákvæðum frásögnum hags- munaaðila á borð við Íslenska erfða- greiningu og eina óvissan sem fjallað er um lýtur að því hvort rannsóknirnar skili fjárhagslegum arði? ,,Ég held að það sé hægt að færa rök fyrir því að fjölmiðlar bregðist að einhverju leyti skyldu ef þeir taka erfðavísindi ekki á dagskrá á breiðari grundvelli. Í dag eiga sér stað margvíslegar rannsóknir sem geta breytt miklu fyrir mannkyn, og það þarf að taka siðferðilega afstöðu til þess sem við eigum í vændum. Ef lítil eða engin umræða á sér stað og ef samfélagið heldur ekki vöku sinni eru minni líkur á að okkur takist að höndla það sem út úr rannsókn- unum mun koma.“ Stefán tók í rannsókn sinni einnig viðtöl við vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og þátttakendur í rannsóknum þeirra og báðir hópar töldu fulla þörf á að samfélagið byggi sig undir hagnýtingu erfðavís- inda. ,,Báðir hópar sjá ýmis vand- kvæði á að hagnýta þessa þekkingu, höndla hana og lýsa eftir því að sam- félagið búi sig undir hana m.a. með umræðu.“ – Hvaða vandkvæði eru þau þá að tala um? Hverju hafa þau áhyggjur af? ,,Ég tók viðtölin árið 2001, áður en blikur voru á lofti um að Íslensk erfðagreining myndi þurfa að segja upp fjölda starfsmanna. Framtíð fyrirtækisins virtist björt, en áhyggjuefnin voru samt til staðar. Það má segja að þau hafi skipst í nokkra flokka. Viðmælendur mínir veltu í fyrsta lagi fyrir sér hvernig ætti að með- höndla vitneskju um sjúkdóms- áhættu eins og t.d. greiningarpróf. Hvenær á að leggja slík próf fyrir fólk og hvenær ekki? Hvernig tekst manneskja, sem fær vitneskju um að hún sé í tvöfalt meiri áhættu en meðalmanneskjan á að þróa með sér ákveðinn sjúkdóm, á við það? Nið- urstaðan þarf ekki að þýða að hún fái sjúkdóminn – aðeins að hún sé í tvöfalt meiri áhættu en samt gæti líf hennar farið að snúast um sjúkdóm sem hún er ekki með og mun kannski aldrei fá. Vísindamennirnir sjálfir nefndu að þekkingin væri ekki alltaf til góðs – hún gæti stundum verið eins og að skjóta sjálfan sig í fótinn. Þeir nefndu að fyrirtæki í þessum geira gætu gert of mikið úr niðurstöðum og markaðsett af hörku greining- arpróf sem ef til vill hefðu takmark- að notagildi fyrir almenning. Það sem mér fannst hins vegar athyglisvert er að bæði meðal vís- indamannanna og þátttakendanna, komu fram áhyggjur sem tengjast sjúkdómsvæðingunni. Þekking myndi hlaðast upp, fólk fengi að vita um sjúkdómsáhættu a,b,c og d en hvað ætti fólk svo að gera við þetta allt saman? Á fólk að lifa lífi sínu í samræmi við niðurstöður úr 30 mis- munandi greiningarprófum. Eða eins og einn sagði: „Er ekki hætta á að menn verði veikir af áhyggj- um?““ – Í hverju liggur lausnin? Í því að takmarka eða banna eða ...? Hvern- ig bregðumst við við svona viðamik- illi þekkingu sem hleðst upp? ,,Nú spyrðu á mörkum þess sem nokkur maður getur svarað í dag, þrátt fyrir að framtíð okkar virðist að verulegu leyti vera undir því komin að við lærum að höndla þá þekkingu og möguleika sem tækni og vísindi færa okkur. Nú hleðst upp þekking á líffræðilegum ferlum varðandi sjúkdóma. Oft nýtum við þessa þekkingu til góðs. Stundum eigum við hins vegar erfitt með að höndla þessa þekkingu. Meðal ann- ars þurfa menn að átta sig á því að ekki er allt gull sem glóir, að allur vandi verður ekki leystur með með læknisfræðilegum aðgerðum. Að horfast í augu við að það er ýmis vandi í tilverunni. Það var til dæmis annað sem kom fram í viðtölunum sem enn er ónefnt og viðmælendur höfðu áhyggjur af. Þeir töluðu um að jafnvel þótt allt myndi ganga vel og allt væri vel heppnað sem kæmi út úr erfðarann- sóknum þá mætti það ekki verða til þess að það gleymdist að horfa á fé- lagslegar orsakir sjúkdóma og þján- inga. Það má ekki gleyma því að fá- tækt og eymd er frumorsök margra sjúkdóma og að erfðavísindi muni útrýma fátækt eða þunglyndi er náttúrulega blekking vegna þess að bölið í mannlífinu er oftar en ekki út af hegðun okkar, heimsku eða græðgi. Báðir hóparnir komu inn á þetta. Á sama hátt kemur til dæmis ekkert í staðinn fyrir hreyfingu, ekkert lyf, en hreyfingarleysi er bersýnilega ein af orsökum sjúk- dóma eins og offitu og sykursýki 2. Samfélagið má ekki láta ofurtrú á erfðavísindin draga úr viðleitninni til þess að skapa heilsusamlegt um- hverfi. Þetta þarf að ræða til þess að þroska meðvitundina um það.“ Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja. Firma Consulting leggur áherslu á persónulega og faglega þjónustu með áherslu á gæði, trúnað og traust í vinnubrögðum sínum. Firma Consulting veitir m.a. eftirtalda þjónustu: • Aðstoð við kaup og sölu fyrirtækja á Íslandi. • Aðstoð við kaup og sölu fyrirtækja erlendis í samstarfi við sérhæfð fyrirtæki á því sviði. • Aðstoð við sameiningu fyrirtækja. • Aðstoð við verðmat á fyrirtækjum. • Aðstoð við gerð kaupsamninga. • Rekstrarráðgjöf. Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík, GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665, Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskipta- fræðingur og löggiltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endur- skoðunarstörfum, sem rekstrar- ráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgefandi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smárahvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Magnús er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) Við finnum kaupendur og seljendur að fyrirtækjum Námskeið við félagskvíða unglinga • Ertu feimin(n)? • Áttu erfitt með að kynnast fólki? • Finnst þér erfitt að tala við ókunnuga? Nánari upplýsingar má finna á www.kms.is en námskeið við félagskvíða fullorðinna, ofsakvíða og heilsukvíða eru einnig á döfinni. Tíu vikna námskeið er að hefjast á vegum Kvíðameðferð- arstöðvarinnar undir stjórn sálfræðinganna Sóleyjar D. Davíðsdóttur og Margrétar B. Þórarinsdóttur. Kenndar verða leiðir til að draga úr kvíða í samskiptum, auka fé- lagsfærni og sjálfstraust. Skráning fer fram á kms@kms.is eða í síma 822-0043 og lýkur 2. apríl n.k. M b l 9 87 99 7

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.