Morgunblaðið - 30.03.2008, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 30.03.2008, Qupperneq 38
38 SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Sími 530 6500 Glæsilegt fullbúið frístundarhús 92,6 fm og geymsla 12.0 fm alls 104,6 fm. í landi Tjarnar Bláskógarbyggð. Húsið er fullbúið en án eldunartækja. Heitt vatn er komið og tilbúið til tengingar. Stór verönd er í kringum húsið, gert er ráð fyrir heitum potti á veröndinni. Allar nánari uppl veitir Daniel á skrifstofu Heimilis. KÖTLUÁS BLÁSKÓGARBYGG SUMARHÚS – HEILSÁRSHÚS Nýtt hús á góðum útsýnisstað við Út- hlíð í Biskupstungum. Aðalhúsið og gestahúsið mælast um 175 fm. Húsið er á steyptum grunni og hitalagnir eru í steyptri gólfplötu, bæði heitt og kalt vatn og rafmagn er til staðar en á eftir að tengja. Öll inntaksgjöld eru greidd. Sumarhúsið er byggt úr 210 mm þykk- um límtrésbjálkum, mjög gott einangr- unargildi. Á veröndinni er aukahús/gestahús sem er hluti af eigninni. Í aukahúsinu er gert ráð fyrir geymslu, sánu og svefnherbergi með baði. Í kringum sumarhúsið er verönd, alls um 250 fm, gert er ráð fyrir heitum potti. Möguleg kaup í núverandi ástandi eða algjörlega fullbúið án gólfefna. DJÁKNAVEGUR Í ÚTHLÍÐ Í einkasölu Heilsárshús í byggingu í Hraunborgum Grímsnesi. Húsið er 100 fm auk 8 fm gestahús og reistur verður 100 fm sólpallur í kring um húsið. Áætlað er að húsið skilist fullbúið að utan, fokhelt, einangrað og plastað að innan. Þetta er ein- ingabústaður fluttur inn frá Svíþjóð. Allt efni fylgir til að klára bústaðinn frá grinda- efni til innréttinga skv. fyrirliggandi skilalýsingu á skrifstofu. SKIPASUND GRÍMSNESI ÖLL SKIPTI MÖGULEG Nýr fullbúinn sumarbústaður 76,4 fm með svefnlofti. Í húsinu eru auk svefn- lofts 2. herbergi, eldhús, stofa og bað- herbegi. þá fylgir uppsett 14 fm gesta- hús með svefnherbergi og baði með sturtu. Og annað hús sem er ca 10 fm og hugsað sem geymsla. Í kringum húsið er 82 fm verönd með heitum potti. Húsið stendur á 6049 fm kjarrivaxinni lóð og er laust til afhendingar. Verðtilboð. MÚLABYGGÐ BORGARFIRÐI Nýtt 110 fm sumarhús á góðum útsýn- isstað rétt ofan við Háskólann Bifröst. Húsið stendur á stórri lóð og möguleg kaup á lóðinni við hliðina. Mikið útsýni, auðveldar samgöngur, þjónusta, versl- un, laxveiði og nýr golfvöllur auka alla tómstundamöguleika. Húsið selst í nú- verandi ástandi, fullbúið að utan með 110 fm sólpalli og einangrað og plastað að innan. V. 22,0 m. Áhv 10,0 m. BIRKIHRAUN VIÐ BIFRÖST Gott mikið endurbætt einbýlishús á einni hæð. Húsið stendur á stórri 800 fm lóð með möguleika til stækkunar með viðbyggingu. og byggingu bíl- skúrs. Við húsið er timburverönd til suðurs og stór bakgarður og fallegt út- sýni. Stutt út í náttúruna og í margar gönguleiðir. Húsið hefur verið mikið endurbætt nýlega, svo sem nýjar hurðir og gólf- efni, eldhúsinnrétting og ný tæki ásamt baðherbergi og hluti af pípulögn. Nýlegir gluggar og gler í suðurhlið. Í húsinu eru tvö svefnherbergi, forstofa, þvottahús og geymsla, baðherbergi, opið eldhús og stór stofa. V. 14,9 m. Áhv 8,7 m. HÁBREKKA ÓLAFSVÍK Lóðirnar eru frá 6500 fm að stærð. Það má byggja allt að 150 fm sumar - heilsárs- hús og 25 fm gestahús. Heitt og kalt vatn verður skaffað af sveitarfélaginu og lagt að lóðarmörkum. LÓÐIR Í LANDI FELLS VIÐ ARATUNGU BLÁSKÓGARBYGGÐ Úthlíð 16 Glæsileg 7 herbergja – neðri sérhæð Opið hús í dag frá kl. 14-16 Glæsileg 150 neðri sérhæð á þessum eftirsótta stað í Hlíðun- um auk sér geymslu í kjallara. Hæðin skiptist í forstofu, stórt hol, rúmgott eldhús, 4 herbergi, bjarta stofu, borðstofu, sjón- varpsherbergi og baðherbergi. Suðursvalir út af einu herbergi. Aukin lofthæð og franskir gluggar í stofu. Garður nýhellulagður á allri framhlið hússins ásamt annarri hliðinni. Góð eign sem vert er að skoða. Laus fljótlega. Verð 49,9 millj. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. Verið velkomin. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. Vel skipulögð 101 fm 4ra herb. íbúð á 11. Hæð Íbúð 1104 auk sér geymslu í kjallara. Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, rúm- góða stofu, 3 herbergi og baðher- bergi. Útgangur á suðursvalir úr stofu og hjónaherbergi. Sameigin- legt þvottahús á efstu hæð. Frá- bært útsýni. Laus strax. Verð 29,5 millj. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 13-14. Sölumaður verður á staðnum. Verið velkomin. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Sólheimar 27 4ra herb. útsýnisíbúð á 11 hæð Opið hús í dag frá kl. 13-14 Tjarnarmýri 13 – Seltj.nesi Góð 2ja herb. íbúð Opið hús í dag frá kl. 14-16 Falleg 59 fm 2ja herb. íbúð á 2. hæð í nýlegu fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu á jarðhæð og stæði í lokaðri bílageymslu. Björt stofa með útgengi á suðursvalir, rúm- gott herbergi með skápum, góð borðaðstaða við eldhús og bað- herbergi, flísalagt í gólf og veggi. Sameiginlegt þvottaherbergi á hæðinni. Stutt í alla þjónustu. Verð 22,5 millj. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. Íbúð merkt 0202. Verið velkomin. FANNBERG FASTEIGNASALA ehf. ÞRÚÐVANGI 18 - 850 HELLU Guðmundur Einarsson, lögg. fasteignasali Jón Bergþór Hrafnsson, viðskiptafræðingur Sími 487 5028 LÓÐ Í RANGÁRÞINGI Til sölu er lóð undir íbúðarhús í landi Selás í Rangárþingi ytra, stærð 30.021 fm. Lóðin er staðsett við Landveg skammt frá Laugalandi í Holtum. Lóðin er á svæði sem er deiliskipulagt fyrir íbúðarhúsabyggð. Heimilt er að reisa á henni íbúðarhús allt að 250 fm, bílskúr, allt að 60 fm og hesthús allt að 300 fm. Kominn er vegur, raflögn og kal- davatnslögn að lóðarmörkum. Fallegt útsýni. Verð kr. 3.600.000. Nánari upplýsingar og myndir á www.fannberg.is SPANÓNEFNDIN hefur komist að nið- urstöðu og samkvæmt henni telst það nú staðreynd að brotið var á drengjum sem dvöldust að Breiðu- vík. Og hvað svo? Eða hvað halda menn? Að allir þeir drengir sem nú eru lifandi eða liðnir hafi komist klakklaust frá þessari reynslu? Ég get bent á eitt dæmi um hið gagnstæða. Ég á bróður sem ráfar um stræti Reykjavík- urborgar í leit að húsnæði. Ég veit að hann hefur aldrei borið sitt barr eftir vistina á Breiðuvík. Hann var beittur grófu líkamlegu og andlegu ofbeldi þar. Í dag er hann er í mismunandi ástandi. Stundum er hann drukkinn, stund- um edrú og stundum skítugur og illa til reika eftir neyslutúra. Hann hefur átt samastað í gistiskýlinu við Þing- holt. En þar eru menn í misjöfnu ástandi, svo auðveld- lega fuðrar upp í þræði ofsa og reiði í mannlegum sam- skiptum. Lalli lenti í slíkri glímu og var auðvitað vísað út. Ég hef um nokkurn tima gert tilraunir til að tala við ráðamenn borgarinnar í leit að lausn á vanda bróður míns. Mér hefur verið lofað úrræðum sem ekki hafa stað- ist. En ég gerði eina tilraun enn. Þetta var miðvikudaginn 13. mars sl. og ég man að ég hugsaði þegar ég ók að heiman : – Já, það er sá þrettandi, skyldi eitthvert óhapp gerast í dag? Og viti menn, það óhapp átti sér stað í formi viðtals við Jórunni Frímannsdóttur borgarfulltrúa! Þegar við höfðum heilsast vinalega bar ég upp erindi mitt. Jú, hún kannaðist við mig og vissi líka um vandamál bróður míns. – Já það er rétt hjá þér – sagði hún að menn sæju það að Lárusi hefði hrakað gífurlega núna síðast- liðna mánuði. – Henni fannst það mjög sorglegt – sagði hún – en þvi miður hún gæti ekkert gert. Ég var hálfgáttuð á þessum við- brögðum hennar og hváði. Hún fór aftur yfir þá möguleika sem eru í stöðunni, að hennar mati: – Njáls- gatan, nei, þar er fullt. Gist- iskýlið? Já, alveg rétt hann er í banni þar! Gámar, jú það væri möguleiki. En vandinn er að þeir eru ekki tilbúnir enn og enginn veit hvenær þeir verða tilbúnir. Auk þess get ég nú ekki getað lof- að neinu um vist þar. Ég ræð engu hvort eð er. Ég er bara póli- tíkus. Ég benti henni á að Lalli hefði vistast í rúm fjögur ár að Breiðu- vík og minnti hana á nefndarálit Spanónefndarinnnar. Jú, hún kannaðist við það. En virtist ekki sjá nein tengsl þar á milli. Mér er efst í huga að spyrja eft- ir þetta viðtal: Gerir þessi stjórnmálamaður sér ekki grein fyrir orsökum og afleið- ingum? Gerir hún sér ekki grein fyrir að það eru ekki allir sem lifa af vosbúð og erfiðan aðbúnað í bernsku? Jú, Jórunn benti réttilega á í ofangreindu viðtali að það væri erfitt að hjálpa mönnum sem vildu ekki hjálpa sér sjálfir. En hér er ekki spurningin um það. Hér er um að ræða fársjúkan mann sem kann ekki fótum sínum forráð og getur ekki hjálpað sér sjálfur. Hér er um að ræða einstakling sem hefur dvalist lungann úr lífi sínu inni á stofnunum. Fyrstu fjórtán ár ævinnar var það fyrir tilstuðlan barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Næstu 40 árin hefur hann dvalist í fangelsi. Hver hafa afbrotin verið. Jú, hnupl og eiturlyfjaneysla. Hann hefur setið af sér alla sína dóma. En hvenær ætla yfirvöld Reykjavíkurborgar að greiða hon- um þá skuld sem þau eiga honum að gjalda? Sitja af sér dóminn sem forverar þeirra eftirlétu þeim? Er það ekki á skjön við allt réttlæti að manni sem hefur verið með- höndlaður á þennan hátt af yf- irvöldum skuli ekki vera gjört eitt- hvert fleti til að fleygja sér í? Það er annað sem sló mig í þessu viðtali. En það var þessi al- gjöri skortur á virðingu fyrir og skilningi gagnvart mannlegri eymd og niðurlægingu. Það var eins og að horfa á holdi klædda auðvaldshyggjuna gráa fyrir járn- um með yfirskrifitina: Þeir hæf- ustu lifa af. Ég vona innilega að viðbrögð og viðhorf Jórunnar Frímannsdóttur séu einsdæmi af hálfu stjórnmála- manna og að borgaryfirvöld stuðli að mannúð í framkvæmd í borg- inni. Úrræðaleysi borgaryfirvalda við neyð heimilislausra útigangsmanna Rósa Ólöf Ólafíudóttir skrifar um fund sinn með Jórunni Frí- mannsdóttur um vanda bróður hennar, Lárusar Svavarssonar, sem er útigangsmaður » Gerir hún sér ekki grein fyrir að það eru ekki allir sem lifa af vosbúð og erfiðan að- búnað í bernsku? Höfundur er hjúkrunarfræðingur og kennari Rósa Ólöf Ólafíudóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.