Morgunblaðið - 30.03.2008, Síða 40

Morgunblaðið - 30.03.2008, Síða 40
40 SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SENDIHERRAR hafa það hlut- verk að reka erindi þjóðar sinnar á erlendri grund og þeir hlíta stefnu þeirra ríkisstjórna sem eru við völd hverju sinni. Í Morgunblaðinu birt- ist nýlega grein eftir Shomrat sendi- herra Ísraels þar sem gerð var tilraun til að réttlæta fjöldamorð Ísraelshers á íbúum Gaza-svæðisins og öðr- um herteknum svæð- um sem „varn- araðgerðir“. Það er ekki öfundsvert hlut- skipti að hafa það að atvinnu að réttlæta stríðsglæpi enda bera skrif sendiherrans þess merki. Frú Shomrat fer út í fáránlegar ásakanir á hendur íslenskum fjölmiðlum þar sem öllu er snúið á hvolf. Hún ásak- ar sjónvarpið og aðra fréttamiðla um að segja ekki frá bænum Sderot, en menn minnast þess að fáir staðir hafa eins verið í sviðsljósinu og þessi litli bær sem byggður var eftir her- nám nærri Gaza-strönd. Ekki síst þegar utanríkisráðherra fór í sína ferð síðastliðið sumar til Ísraels og Vesturbakkans. Þá var ekki greint frá neinu eins rækilega og heimsókn ráðherrans til Sderot, sjónvarpið var með fleiri fréttir og fréttaauka þaðan. Fréttamaður sjónvarps, sem fylgdi ráðherranum, greindi frá látlausum eldaflaugaá- rásum á bæinn og sagði hundruð manns hafa farist og þúsundir særst. Eitthvað fór þetta úr böndunum, því að hér var dregin upp mjög ýkt mynd, þótt nógu slæmt sé fyrir íbúana í Sderot að geta átt von á heima- tilbúinni Qassam-flaug, einskonar fljúgandi rörsprengju, hvenær sem er. Sannleikurinn var hins vegar sá að það höfðu engin hundr- uð manna farist heldur um það bil einn á ári undanfarinn áratug. Að snúa sannleik- anum á hvolf Í fréttum sjónvarps- ins var hins vegar ekki greint frá bakgrunni andspyrnu- hópsins sem skotið hafði Qassam- flauginni og var frá Beit Hanoun, þéttbýlum bæ sem orðið hefur fyrir miskunnarlausum árásum Ísr- aelshers þar sem heilu íbúðarhúsin hafa verið sprengd í loft upp og fjöldi barna og fullorðinna farist. Sendiherrann sneri sannleikanum á hvolf í sinni grein. Þegar Ísraelsmaðurinn fórst í Sderot miðvikudaginn 27. febrúar þá var það fyrsta mannfallið af völdum slíkra Qassam-flauga í þá níu mán- uði sem liðnir voru frá því að um- sátrið um Gaza hófst og alger inni- lokun íbúanna varð að veruleika. Samfara innilokuninni hafa allan tímann átt sér stað eldflauga- og sprengjuárásir úr lofti og af sjó, sem og skriðdrekainnrásir. Fjöldi óbreyttra íbúa, þar á meðal börn og unglingar, hefur látist í þessum morðárásum. Árásarherinn sem ræðst þannig á íbúðahverfi í þeim yfirlýsta tilgangi að fella „vígamenn“ er að fremja stríðsglæpi. Stjórnvöldin sem ábyrgðina bera eru Ísraelsstjórn sem samkvæmt Genfarsáttmálanum og alþjóðalögum ber að tryggja ör- yggi íbúana. Það er svo hið aumk- unarverða hlutskipti Shomrat sendi- herra og annarra slíkra að réttlæta árásir Ísraelshers og kalla þær „varnaraðgerðir“. Í vikunni frá því Ísraelsmaðurinn fórst í Sderot féllu 127 manns í árásum Ísraelshers. Sendiherrann finnur að því að fjölmiðlar skuli hafa kallað þetta hefndaraðgerðir en ekki varn- araðgerðir. Ísraelsher kallaði árás- irnar Aðgerðina Heitan vetur (Operation Hot Winter), og sendi- herrann hefur rétt fyrir sér að því leyti, að hér var í sjálfu sér ekki um að ræða viðbrögð við þessari einu Qassam-eldflaug, því að slík hern- aðaraðgerð á sér að sjálfsögðu lengri undirbúning. Dauði Ísraelsmannsins varð hins vegar átylla, ekki síst gagnvart almenningsálitinu heima fyrir, til að grípa til svo grimmilegra aðgerða. Að allir séu seldir undir sömu sök Ég er sammála sendiherranum þegar hann segir það rangt og vill- andi að lýsa ástandinu sem „víta- hring“ og segja alla selda undir sömu sök. Það hlýtur að vera rangt að setja jafnaðarmerki á milli kúg- ara og hins kúgaða, þegar annars vegar er eitt mesta herveldi heims og hins vegar þjóð sem er varn- arlaus gagnvart slíku ofurveldi og hefur búið við grimmúðlegt hernám þess í meira en 40 ár. Stefna Ísraelsstjórnar hefur frá upphafi fyrst og fremst verið mótuð af síonisma og þar er ekki gert ráð fyrir Palestínu eða palestínskri þjóð. Ef tilvist hennar er yfirleitt við- urkennd, þá á hún að víkja fyrir þeim sem Jahve gaf landið. Aðskiln- aðarstefna byggð á trúarbrögðum varð grundvöllur Gyðingaríkisins Ísraels (The Jewish State of Israel) eins og það var nefnt í upphafi fyrir 60 árum. Þjóðin sem fyrir var í Palestínu, kristnir og múslimar, mátti víkja og jafnvel sjónarmið gyðinga, sem fyrir voru og búið höfðu í landinu frá alda- öðli, máttu sín lítils í hinu nýja ríki. Meira en helmingur þjóðarinnar hraktist á flótta og æ meir er þrengt að þeim sem eftir urðu. Landránið heldur áfram og stöðugt stækka landtökubyggðirnar. Haldið er áfram byggingu hins ólöglega að- skilnaðarmúrs og gettó verða til. Þjóðernishreinsun er í gangi á Vest- urbakkanum og þjóðarmorð blasir við á Gaza. Gamalt orðtæki heyrist stundum þegar rætt er um framferði Ísr- aelsstjórnar: Sjaldan veldur einn þá tveir deila. Þetta máltæki er ekki al- gilt og á ekki alltaf við fremur en mörg önnur. Eða er einhver sem vill hafa það á orði, þegar minnst er út- rýmingarstefnu nasista gegn gyð- ingum? Eru báðir seldir undir sömu sök? Nei, og það á heldur ekki við þegar horft er upp á framferði Ísr- aelshers og ríkisstjórnar Ísraels gagnvart hinum innfæddu íbúum Palestínu, bæði á Gaza-strönd og á Vesturbakkanum. Það framferði minnir orðið á útrýmingarstefnu, þótt hún sé hægfara í samanburði við hryllinginn í Evrópu á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Að réttlæta stríðsglæpi Sveinn Rúnar Hauksson gerir athugasemdir við málflutning sendiherra Ísraels í Morg- unblaðsgrein » Það er ekki öfunds- vert hlutskipti að hafa það að atvinnu að réttlæta stríðsglæpi enda bera skrif sendi- herrans þess merki. læknir Höfundur er læknir og formaður Fé- lagsins Íslands-Palestínu. OPIÐ HÚS VATNSSTÍGUR 9 Í dag sunnudaginn 30 mars milli kl 14-16 er Margrét með opið hús fyrir áhugasama sem vilja koma og skoða áhugaverða eign á frá- bærum stað í eldra húsi í 101 hverfinu. Um er að ræða miðhæð og kjall- ara í þessu fallega eldra húsi. Gengið inn frá Veghúsastíg. EIGNIN ER LAUS TIL AFHENDINGAR VIÐ UNDIRRITUN KAUP- SAMNINGS. 197 fm einbýlishús með 30 fm bílskúr eða samtals 227 fm. Húsið er á tveimur hæðum, hæð og ris, mjög opið og bjart. Á neðri hæð er forstofa, setustofa, borðstofa, arinstofa, eldhús, búr, þvottahús, svefnherbergi og salerni með sturtu. Á efri hæð eru fjögur svefn- herbergi, baðherbergi og sjónvarpshol. Góður garður, endurnýjuð hellulögn að hluta til. Að utan er húsið klætt hvítum steini sem er mjög fallegur og kallar ekki á neitt viðhald. Sérstæður bílskúr með nýju epoxí gólfi. Gott hús í góðu standi. Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030. Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar. ☎564 1500 30 ára EIGNABORG Fasteignasala Hæðarsel 12 Reykjavík EKKI er endilega tekið út með sældinni að búa í besta landi ver- aldar. Að vera ung/ur í dag er hæg- ara sagt en gert; vera í námi eða ný- skriðin/n úr skóla, að koma sér upp heimili og á leið út í lífið. Ísland er nefnilega ekki aðeins best í heimi! – það er líka dýrast í heimi! Ungt fólk sem orðið er langþreytt á að búa inni á foreldrum, hefur ný- lokið námi, og á því ekki lengur rétt á stúdentaíbúð, er illa sett. Íslenskur húsnæðismarkaður er ekkert lamb að leika sér við. Lífsins ómögulegt er fyrir ungmenni að kaupa sitt fyrsta heimili nema búa svo vel að eiga sterka bakhjarla með fulla vasa af gulli til að leggja þeim lið. Hin mæta hindrun í hverjum vegi. Ekki er hlaupið að því að kaupa íbúð nema eiga í vasanum nokkrar millur fyrir fyrstu útborgun, og þær eiga fáir strax eftir útskrift. Leigumarkaðurinn er ekki mikið bjartari. Hann er blóðugur. Fyrir fleiri tugi þúsunda má leigja kústa- skáp í miðbænum. Ungmenni ráða því ekki við að leigja íbúð í Reykja- vík meðan safnað er upp í fyrstu út- borgun íbúðar. Eftir leigu og nauð- synleg útgjöld er ekkert eftir til að leggja fyrir. Og fleira kemur til. Í Reykjavík eru vega- lengdir langar, al- menningssamgöngur fátæklegar og ekki gert ráð fyrir hjólandi umferð. Bíll er því nánast nauðsyn í ís- lenskri veðráttu, sér í lagi fyrir barnafólk. Honum fylgja svo bílalán, tryggingar, bensínkostnaður og annað viðhald. Þrátt fyrir hreina vatnið, ferska loftið og ástvini sem á Íslandi bíða, hika Ís- lendingar sem stundað hafa nám er- lendis við að snúa aftur heim að námi loknu þar sem hér er mun erf- iðara en víða að koma undir sig fót- unum eftir nám. Fólk flytur jafnvel af landi brott án þess að hafa nám í huga heldur beinlínis til að hefja mannsæmandi líf á viðráðanlegu verði. Staðreyndin er sú að unga fólkið er að flýja land! Stefnan er gjarnan tekin á hin Norðurlöndin þar sem ungu fólki bjóðast betri möguleikar á að hefja lífið. Tökum frændur okkar Dani sem dæmi. Þar er skólaganga frí þar til háskólanámi lýkur svo nemar safna ekki skuldum á námstímanum. Hér fara skólagjöld hinsvegar óðum hækkandi og vaxandi umræða er um aukna einkavæðingu menntunar. Þá er leiguhúsnæði ódýrara úti. Á sambærilegum leiguíbúðum í miðbæ Kaupmannahafnar og Reykjavík- urborgar munar frá 50.000 krónum á mánuði og upp úr. Úti er heilbrigð- isþjónusta ókeypis og húsaleigu- og barnabætur töluvert hærri en hér. Matur og almennur heimilisrekstur eru einnig hagstæðari í Danmörku. Til að mynda kemur hjólið í stað bíls, sem er talsvert ódýrara farartæki. Þegar allt kemur til alls er talsvert erfiðara að lifa á Íslandi en t.d. í Danmörku. Má Ísland við því að missa unga fólkið með þann mannauð sem nýst gæti íslensku atvinnulífi og þjóð- félagi? Hvernig er hægt að gera Ís- land að fýsilegri stað til að búa á? Hvernig er hægt að hjálpa unga fólkinu að fóta sig betur? Framtíð landsins er í húfi! Landsflótti unga fólksins Unnur María Birgisdóttir og Eygló Árnadóttir skrifa um erf- iðleika ungs fólks við að koma fótunum undir sig á Íslandi » Staðreyndin er sú að unga fólkið er að flýja land! Unnur María Birgisdóttir Höfundar eru nemar sem hyggja báð- ir á landsflótta síðar á árinu Eygló Árnadóttir MORGUNBLAÐIÐ er með í notkun móttökukerfi fyrir aðsendar greinar. Formið er að finna við opnun forsíðu fréttavefjarins mbl.is vinstra megin á skjánum undir Morgunblaðs- hausnum þar sem stendur Senda inn efni, eða neðarlega á forsíðu fréttavefjarins mbl.is undir liðnum Sendu inn efni. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvu- pósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að skrá sig inn í kerf- ið með kennitölu, nafni og netfangi, sem fyllt er út í þar til gerða reiti. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Þeir, sem hafa hug á að senda blaðinu greinar í umræðuna eða minningargreinar, eru vinsamlegast beðnir að nota þetta kerfi. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greina- deildar. Móttökukerfi aðsendra greina ókeypis smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.