Morgunblaðið - 30.03.2008, Qupperneq 58
58 SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Gísli Jónsson, dr.med., sérfræðingur í hjartalækningum
og lyflækningum hefur opnað læknastofu
í húsi Lækningar að Lágmúla 5, Reykjavík.
Tímapantanir alla virka daga milli kl. 9-16
í síma 590 9200.
Netfang: gisli.jonsson@laekning.is
www. laekning.is
NÁMSAÐSTOÐ
á lokasprett inum
fyrir vorpróf in
Innritun í síma 557 9233 frá kl. 17-19 virka daga • Álfabakka 12
Nemendaþjónustan sf. www.namsadstod.is
HÉR ER á ferðinni þokkaleg kvik-
mynd um tvo lánlausa írska leigu-
morðingja. Þeir þurfa að dvelja í
tvær vikur í Belgíu eftir misheppn-
að verkefni. Ken (Brendan Glee-
son), sá eldri, setur sig í túr-
istastellingar og nýtur fegurðar
Brugge. Ray (Colin Farrell), sá
yngri, vill bara fá sér í glas og
drekkja sorgum sínum.
Leikskáldið Martin McDonagh
skrifar og leikstýrir myndinni.
Hann hefur gaman af því að láta
persónurnar blaðra alveg enda-
laust. Stundum er það fyndið. Oft
ekki. Hann drepur einnig á veiga-
meiri mál inni á milli. Heiður og
prinsipp. Himnaríki og helvíti.
Verst er að myndin gliðnar í sund-
ur undan ofgnótt hugmynda, og
Colin Farrell er ekki rétti leikarinn
til að tjá djúpa sektarkennd og þrá
eftir syndaaflausn. Þá er gamli
Gleeson betri. En honum, og meira
að segja Ralph Fiennes með lág-
klassahreim, tekst ekki að bjarga
myndinni, jafnvel þótt Fiennes líti
enn þá út eins og Voldemort þar
sem hann eltist við Farrell um
stræti borgarinnar með byssuna á
lofti. Það þyrfti meiri töfra hér til
að gera myndina grípandi. Kannski
McDonagh hefði átt að láta ein-
hvern annan leikstýra.
Glæponar í helvíti
Byssubrandur Colin Farrell leikur lánlausan leigumorðingja í kvikmynd
Martins McDonagh sem líður fyrir ofgnótt hugmynda, að mati gagnrýnanda.
Anna Sveinbjarnardóttir
KVIKMYND
Regnboginn
Leikstjóri: Martin McDonagh. Leikarar:
Brendan Gleeson, Colin Farrell, Ralph Fi-
ennes. Bretland/Belgía. 107 mín.
In Bruges
bbmnn
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn