Morgunblaðið - 30.03.2008, Page 60
60 SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
um hana, enda hefur Badu umfaðm-
að þær tónstoðir rækilega, og er
einn helsti boðberi þess sem hefur
verið kallað nýsálartónlist. Þá hefur
hún höfðað sterkt til afrískt ættaðra
Bandaríkjamanna í ræðu sem og riti
og þá sérstaklega í gegnum klæða-
burð. Badu á þannig vildarmenn í
hverju horni og nokkur synd að
framleiðslan á tónlist hefur ekki ver-
ið meiri en raun ber vitni.
Austur, vestur og suður
Badu er með sanni „to cool for
school“ eins og segir í Ameríkunni.
Manneskjan er svo ofursvöl að
manni er stundum til efs að hún sé
mennsk. Fötin og tónlistin, allt er
þetta eitthvað svo „rétt“ og borg
eins og Dallas er orðin svöl í huga
þess sem skrifar – bara af því að
Badu býr þar nú um stundir en þar
fæddist hún árið 1971. Annars hefur
hún aðallega dvalið í New York þar
sem hún haslaði sér upprunalega
Erykah Badu hefur meitlaðtil algerlega einstakanferil á þeim rúmum tíuárum sem hún hefur
starfað en um leið hefur hún náð að
höfða til margra og ólíkra hópa.
Rokkararnir og indíliðið fíla hana, en
á fyrstu plötunni, Baduizm, mátti
heyra tilraunakennda tóna, hálfgert
tripphopp eiginlega. Hún nýtur virð-
ingar hjá hipphoppurunum, enda sú
list einn af meginþráðunum í sköpun
Badu og hefur hún reynst liðsmaður
góður í að efla hana og kynna. Gaml-
ir blús-, djass- og sálartónlist-
arhundar flaðra meira að segja upp
völl, vann t.a.m. með Philadelphia-
sveitinni Roots og öðrum aðfluttum
rappara, Common, en þau áttu um
tíma í sambandi (Common á rætur í
Chicago). Roots, Common og Badu
tilheyra þá laustengdum hópi lista-
manna sem kalla sig Soulquarians
(D‘Angelo, Q-Tip, Talib Kweli og
Mos Def tilheyra einnig
þessum hópi). Badu
tengist þó líka rappsenu
Suðurríkjanna, Dirty
South-stefnunni svoköll-
uðu (Outkast, Goodie
Mob) og á hún barn með
Andre 3000 úr Outkast,
strák sem heitir Seven.
Mikið harmaljóð var
kveðið um samband
Andre og Badu með lag-
inu „Green Eyes“ sem
er að finna á annarri
plötu Badu, Mama‘s Gun
(því var svo svarað í Out-
kast-laginu „Ms. Jack-
son“). Badu býr í dag
með The D.O.C., rapp-
ara sem er fæddur í
Dallas en ferill hans fór í
gang á Vesturströnd-
inni, og var hann m.a.
meðlimur í N.W.A um
hríð. Þau eiga saman
dótturina Puma. Þræðir
hinnar hógværu Badu liggja því víða
um amerískar rappgrundir, eru í
austri, vestri og suðri.
Þríleikur
Áðurnefnd Baduizm sló óforvar-
andis í gegn árið 1997 og vakti mikla
athygli á Badu. Platan hefur nú náð
þrefaldri platínusölu og Badu varð
óðar kyndilberi nýju sálartónlist-
arinnar eða „nu-soul“. Tónleikaplata
kom út sama ár, en Badu var ófrísk
að Seven þegar upptökur stóðu yfir
og þykir söngur Badu einstaklega
nakinn og tilfinningaþrunginn.
Næsta hljóðversplata var svo Ma-
ma‘s Gun, sem býr yfir nokkuð líf-
rænni hljóm en forverinn. Við tóku
svo skáldlegar þrengingar, Badu var
andlaus en hjó á hnútinn með
Worldwide Underground (2003) sem
var skilgreind sem stuttskífa þrátt
fyrir að vera ellefu laga. Ástæðan er
aðallega sú að platan var tekin upp á
tiltölulega miklu spani og þjónaði
kannski meira þeim tilgangi að losa
um stíflu en að standa sem „alvöru“
verk. Einhvern veginn svona er hin
opinbera skýring a.m.k.
Fréttir af New Amerykah plöt-
unum fóru svo að berast í fyrra og
hafði fyrsta platan vinnuheitið Kab-
bah til að byrja með. New Amery-
kah mun verða þríleikur og er næsti
skammtur væntanlegur í júlí á þessu
ári. Dómar fyrir fyrstu plötuna eru
byrjaðir að trítla inn og eru flestir
yfirmáta jákvæðir; og eru menn á
því að hér sé komið besta, en um leið
súrasta verk Badu til þessa.
Drottningin snýr aftur
arnart@mbl.is
Langt er um liðið síðan eiginleg breiðskífa með
Erykuh Badu leit dagsins ljós eða full átta ár.
Þögnin var rofin í vikunni með breiðskífunni New
Amerykah Part One (4th World War).
TÓNLIST Á SUNNUDEGI
Arnar Eggert Thoroddsen
Rætur Erykah Badu hefur komið víða við.