Morgunblaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ „ÞETTA er langþráður samningur enda hefur hann verið þrjú ár í und- irbúningi,“ segir Eyþór Guðjónsson, framkvæmdastjóri Fjöreflis ehf., sem í gær undirritaði samning við Reykjavíkurborg um afnot af land- spildu í Gufunesi til að koma upp af- þreyingar- og þjónustumiðstöð. „Markmið þessa samnings er að lyfta afþreyingarmöguleikum lands- manna upp á annað og hærra plan. Hugmyndin er sú að skapa þarna af- þreyingargarð þar sem allir aldurs- hópar geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Eyþór og bendir á að Fjörefli ehf. hyggist starfrækja ým- iss konar afþreyingarstarfsemi í Gufunesinu svo sem hópefli, heilsu- rækt og skemmtun fyrir fyrirtæki, félagasamtök, skóla og einstaklinga á öllum aldri jafnt utan sem innan- dyra. „Þarna verða strandblaks- vellir, hjólabrettabrautir, þrauta- brautir, fótboltavellir, frisbí- og klifurvellir. Einnig er fyrirhuguð æf- ingaaðstaða fyrir golfáhugamenn bæði innan- sem utandyra,“ segir Eyþór og leggur mikla áherslu á að garðurinn eigi að nýtast jafnt borg- arbúum, landsbyggðinni og erlend- um ferðamönnum sem leið eigi um landið. „Garðurinn gerir Reykjavík þannig t.d. skemmtilegri heim að sækja.“ Opnaður strax í sumar Að sögn Eyþórs verður á næstu vikum farið í það af krafti að hanna nýja afþreyingargarðinn og er stefnt að því að opna hluta hans strax í sumar. Aðspurður segir hann stefnt að því að garðurinn geti, þegar hann verði fullbúinn, tekið á móti tugum þúsunda gesta á ári. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur rekið frí- stundamiðstöðina Gufunesbæ frá árinu 1998. Vettvangur starfsemi Gufunesbæjar er frítími allra Graf- arvogsbúa, en megináherslan er lögð á barna- og unglingastarf. Áhersla er lögð á að bjóða upp á fjöl- breytt og áhugavert frístundastarf en Gufunesbær hefur m.a. umsjón með öllum sjö félagsmiðstöðvunum í Grafarvogi og átta frístundaheim- ilum við alla grunnskóla í Graf- arvogi. Að mati Eyþórs eru aðstæður í Gufunesi mjög góðar til iðkunar úti- vistar. Á svæðinu er m.a. gamli bóndabærinn, hlaðan og súrheys- turninn sem nýttur er til veggjaklif- urs og auk þess er golfvöllur á tún- unum við Gufunesbæinn. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg telja forsvars- menn þar að með samningnum við Fjörefli muni útivistarstarfsemi á svæðinu eflast til muna og fjöl- breyttari valkostir verða í boði fyrir alla aldurshópa. Samningurinn sem undirritaður var í gær er tímabundinn og gildir í 15 ár. Upphaf afnotatíma er 1. jan- úar 2008 og lok er 31. desember 2023. Við lok leigutíma framlengist samningurinn sjálfkrafa í tíu ár í senn nema landeigandi eða afnota- hafi tilkynni um breytingu þar á. Segir garðinn gera Reykjavík skemmtilegri heim að sækja Morgunblaðið/Brynjar Gauti Skemmtigarður Undirritaður hefur verið samningur um afnot af landspildu í Gufunesi. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri stendur á milli hjónanna Eyþórs Guðjónssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur, eigenda Fjöreflis. ÖKUMENN mega ekki vera á nagladekkjum eftir 15. apríl sam- kvæmt reglugerð en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun þó gefa fólki svigrúm til að skipta yfir á sumardekk fram að næstu mán- aðamótum. Heimilt er að vera á nagladekkj- um eftir 15. apríl ef snjór og hálka eru á vegum og mun lögregla taka mið af því. Hins vegar beinir hún þeim til- mælum til ökumanna innan höf- uðborgarsvæðisins að taka nagla- dekkin undan ef aksturinn er bundinn við höfuðborgarsvæðið fram að mánaðamótum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skipti Ökumenn þurfa að huga að dekkjaskiptum á næstunni. Nagla- dekkjatím- inn liðinn AKUREYRI Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur og Skapta Hallgrímsson „EFTIR því sem ég kemst næst er þetta rétt frétt,“ segir Brynj- ólfur Sigurjónsson, formaður Fé- lags frímerkjasafnara, um sjald- gæft íslenskt frímerki sem selja á á uppboði í New York 16. maí. Fram kom á Fréttavef Morg- unblaðsins, mbl.is, á mánudag, að um væri að ræða yfirstimplað fimm aura frímerki frá árinu 1897, en frímerkið er sagt vera eina heila merkið úr þessari útgáfu sem vitað er um. Maður í Eyjafirði áttaði sig á því, þegar hann sá fréttina á mbl.is, að hann ætti líklega sams konar frímerki eða mjög svipað. Var reyndar búinn að gleyma frí- merkjunum en hyggst nú láta verðmeta þau. Einungis eitt merki þekkt Brynjólfur segir að á svo- nefndum Facit-lista, sem er sænskur verðlisti yfir frímerki, komi fram að einungis sé þekkt eitt frímerki frá árinu 1897 með stórum yfirprentuðum þrem. Líka voru gerð frímerki með minni yf- irprentun. Brynjólfur segir að yfirprent- unin hafi verið gerð vegna þess að þriggja aura upplagið af frímerkj- unum hafi klárast árið 1897. „Menn brugðu þá á það ráð að yf- irstimpla næsta gildi fyrir ofan með því að letra „þrír“ á merkin.“ Þetta hafi verið fyrsta yfirstimpl- unin á íslensku frímerki. Verðbréfasalinn Bill Gross ætl- ar að selja frímerkin sem verða boðin upp í maí. Andvirði frí- merkjanna rennur til góðgerð- arstofnunar, tengdrar Columbia- háskóla í New York sem hagfræð- ingurinn Jefrrey Sachs stýrir. Brynjólfur segist gera ráð fyrir að gott verð geti fengist fyrir ís- lenska merkið. „Ég yrði ekki hissa á því að sjá það fara á um það bil milljón íslenskra króna,“ segir hann. Upplagið af merkjum sem voru yfirprentuð hafi verið afar lítið. Kannaðist við merkið Fréttin um frímerkjauppboðið á mbl.is vakti athygli Einars Bene- diktssonar bílstjóra sem búsettur er í Eyjafirði. Einar hefur um ára- bil átt gömul frímerki, sem líklega eru úr fórum annars hvors afa hans, en hann á einnig frímerki sem hann fann fyrir algjöra til- viljun í skjalaskáp sem hann keypti gamlan fyrir 20 árum en hefur ekki hugmynd um hvaðan er kominn. Þar var t.d. frímerkið sem hann telur svipað því sem fer á uppboð vestanhafs. „Afi minn, Einar Árnason, var fjármálaráðherra á fyrri hluta síð- ustu aldar. Hinn afi minn var séra Gunnar Benediktsson og þetta er áreiðanlega komið frá öðrum hvor- um þeirra,“ segir Einar um þann hluta frímerkjasafnsins sem hann hefur átt lengur. Einari fannst hann kannast við merkið á mbl.is og tók sig til og leitaði að merkj- unum sem hann fann í skápnum góða um árið. Eitt merkjanna reyndist samskonar því sem hann sá á myndinni á mbl.is en það er þó ekki yfirstimplað. Hann segir um að ræða fimm aura merki, en Einar á einnig þriggja aura merki. Hann hyggst nú láta skoða frímerkin og fá úr því skorið hversu verðmæt þau kunni að reynast. Sjálfur er Einar enginn sér- stakur áhugamaður um frímerki. „Ekki nema áhuginn fari að kvikna núna,“ segir hann hlæj- andi. Það var fyrir tveimur áratugum sem Einar keypti umræddan skáp í verslun á Akureyri sem seldi ým- iskonar notaðan varning. „Þetta er níðþungur skjalaskápur úr járni. Greinilega gamall og leit satt að segja ekkert sérlega vel út! En ég keypti hann til þess að geyma eitt- hvert dót í.“ Fann hátt í 200 frímerki Skápurinn er opnaður þannig að hurðunum er rennt út. Einar missti einhverju sinni gögn úr einni hillunni, náði sér í vasaljós til þess að finna þau aftur og sá þá glitta í eitt frímerki í skápnum. „Ég náði mér í flísatöng til að ná í það og endaði með því að plokka á milli 150 og 200 frímerki úr skápnum! Þau lágu í lítilli rauf inni á milli sleðanna í skápnum.“ Einar keypti á sínum tíma bók undir frímerkin sem hann fann. „Mér fannst þetta svo sem ekkert voðalega spennandi fyrst en vissu- lega dálítið sérstakt. Ég var búinn að steingleyma þessum frímerkj- um en mundi allt í einu eftir þeim þegar ég sá fréttina um frímerkið sem á að fara á uppboðið,“ sagði Einar í gær. Gamalt frímerki á eina milljón?  Sjaldgæft „yfirstimplað“ frímerki frá 1897 gæti selst á eina milljón króna á uppboði í New York í næsta mánuði  Maður í Eyjafirði fann svipað frímerki fyrir tilviljun í gömlum skáp fyrir 20 árum Verðmæt? Frímerkin sem Einar fann í skjalaskápnum góða, sem hann keypti notaðan á sínum tíma. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Safnið Einar Benediktsson í Eyjafirði með frímerkjabókina sem hann keypti á sínum tíma þegar hann fann gömlu frímerkin í skjalaskápnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.