Morgunblaðið - 17.04.2008, Síða 19

Morgunblaðið - 17.04.2008, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 19 AUSTURLAND Egilsstaðir | Á morgun hefst í Laug- ardalshöllinni í Reykjavík Íslands- mót iðngreina. Um 80 keppendur af öllu landinu taka þátt og keppt verð- ur í 11 iðngreinum. Meðal keppenda í grafískri miðlun er Grindvíkingurinn Tinna Ásgeirs- dóttir, 22 ára gamall nemi í grafískri miðlun hjá Héraðsprenti á Egils- stöðum. Hún segir að hringt hafi verið frá Iðunni fræðslusetri og sér boðin þátttaka. „Við erum fjögur sem keppum í þessari grein, mætum á staðinn í fyrramálið ásamt ljósmyndurum og dregið verður um hverjir raðast með hvaða ljósmyndara,“ segir Tinna. „Síðan eigum við að leysa eitthvert tiltekið verkefni sem fyrir okkur verður lagt. Það gæti t.d. verið að setja upp plakat, eða eitthvað í tengslum við netið. Mér finnst þetta bara mjög spennandi og gaman að fá að taka þátt.“ Tinna segist aðspurð hafa á til- finningunni að iðnmenntun sé af mörgum enn sett skör lægra en menntun til stúdentsprófs og finnst það mikil firra. Iðnnám gefi mjög víðtæka möguleika og öll menntun sé af hinu góða. Framtíðin er óhönnuð enn Tinna lærði grafíska miðlun í tvö ár í Iðnskólanum í Reykjavík og hef- ur verið á samningi hjá Héraðs- prenti í tæpt ár. Hún tekur sveins- próf í maí nk. Að því búnu ætlar hún að starfa hjá Héraðsprenti í ár til viðbótar, þar sem hún fæst við fjöl- breytt verkefni. Hún segist ekki vita hvort hún læri meira í sinni iðn eða skipti yfir í eitthvað allt annað. Framtíðin sé alveg óráðin. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Brött Tinna Ásgeirsdóttir, prentsveinn hjá Héraðsprenti á Egilsstöðum, keppir á Íslandsmóti iðngreina 2008 sem verður í Reykjavík um helgina. Tekur grafískri áskorun með gleði Seyðisfjörður | Barist var til síð- asta blóðdropa í síðustu og sjöttu umferð Íslandsmeistaramótsins 2008 í snjókrossi á Fjarðarheiði um liðna helgi. Fór keppnin fram við skíðasvæðið í Stafdal og voru þeir bræður Steinþór og Reynir Hrafn Stefánssynir frá Egils- stöðum búnir að undirbúa stór- glæsilega og erfiða braut, m.a. með liðsinni tveggja snjótroðara. Það rættist betur úr veðrinu en á horfðist í byrjun og var keppt í fimm flokkum. Talsverður fjöldi gesta fylgdist með sleðunum urra í brautinni og stundum gnast í tönnum þegar tæpt stóð. Steinþór hreppti 2. sætið í Meistaraflokki og Reynir Hrafn 3. sætið. Íslandsmeistari í flokknum er Jónas Stefánsson. Íslandsmeistari í kvennaflokki er Vilborg Daníelsdóttir, í ung- lingaflokki Bjarki Sigurðsson, í flokki 35 ára og eldri Gunnar Há- konarson og í sport-flokki Baldvin Þór Gunnarsson. Riðlarnir í snjókrossinu hafa í vetur farið fram í Reykjavík, við Mývatn, á Ólafsfirði, Akureyri, Húsavík og nú síðast ofan Seyð- isfjarðar. Íslandsmeistarar á Fjarðarheiði Kraftur Hörkukeppni vetursins í snjókrossi var til lykta leidd á Fjarð- arheiði um síðustu helgi. Sex mót hafa verið haldin frá því í janúar sl. Steinþór og Reynir Hrafn frá Egils- stöðum í 2. og 3. sæti í snjókrossinu Reyðarfjörður | Unnið er að því að fjarlægja sements- geyma sem verið hafa áberandi í bæjarmynd Reyð- arfjarðar und- anfarin ár. Þeir voru settir upp tímabundið í tengslum við bygg- ingu álversins sem nú er lokið. Á þessu svæði eru fyrirhugaðar miklar breytingar á næstu árum, ef hugmyndir sem lagðar eru fram í drögum að aðalskipulagi Fjarðabyggðar ganga eftir. Í stað iðnaðarsvæða er nú gert ráð fyrir miðbæjarsvæði. Aðeins utar, þar sem nú er fjöldi olíugeyma, er gert ráð fyrir íbúðabyggð, en at- vinnustarfsemi verður beint ann- að. Sementsturnarnir rúmuðu um átta þúsund tonn af sementi og samtals fóru um 250 þúsund tonn um sementsbirgðastöðina. Turn- arnir verða nú fluttir til Kal- iningrad í Rússlandi. Miðbær í stað sementsturna Egilsstaðir | 157 hreindýra- veiðileyfum hefur verið endur- úthlutað, en það eru leyfi sem ekki var greitt staðfestingargjald af til Veiðistjórnunarsviðs fyrir 1. apríl sl. Um er að ræða 63 leyfi á tarfa og 94 á kýr. Endurúthlutað er til þeirra sem lægstar tölur hafa í bið- röð umsækjenda sem ekki fengu leyfi í útdrætti. Verða þeir að stað- festa hvort þeir taka leyfin í önd- verðum maí. Veiðitímabilið hefst 1. ágúst og stendur til 15. september. Kvótinn er nú 1.333 hreindýr. Veiðileyfum endurúthlutað LANDIÐ Eftir Líneyju Sigurðardóttur Þórshöfn | Ærin Silfurlín frá Syðri- Brekkum kom í hús um helgina ásamt tveimur lagðprúðum dætrum sínum eftir veturlanga útigöngu. Þær komu ekki fram í göngum sl. haust en eigendurnir héldu þó í vonina því seigla er í sauðfénu á Langanesi. Um helgina voru menn á ferð úti á Langanesi og urðu varir við kind- ur rétt við eyðibýlið Læknesstaði og létu bændur vita. Þarna reyndist vera kominn kostagripurinn Silf- urlín, átta vetra ær sem alltaf hefur verið þrílembd og hafði hennar ver- ið sárt saknað. Henni hefur jafnan verið sleppt að vori með tvö lömb en það þriðja vanið undir aðra móð- ur. Lömbin voru vel fram gengin, spikfeit í góðum haustholdum, sagði Úlfar Þórðarson, bóndi á Syðri-Brekkum. Líklegt er að þau hafi gengið undir móður sinni fram undir áramót því hún var heldur rýrari, þó alls ekkert illa á sig kom- in en nokkuð byrjuð að ganga úr reyfinu. Snjólétt er oftast útfrá og greinilega er kjarngóður gróðurinn milli steinanna á Langanesi. Þetta vor mun ærin Silfurlín ekki bæta þremur lömbum í búið eins og áður, né heldur gimbrarnar henn- ar, því enginn hrútur hefur haldið sig á þeirra slóðum í vetur. Sprækar eftir útigöngu Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Borgarfjörður | Tekin hefur verið skóflustunga að nýjum leikskóla á Hvanneyri. Leikskólinn verður við Arnarflöt 1 á Hvanneyri og verður 587 m² en lóð skólans er 5.894 m². Lægsta tilboð var frá Nýverk ehf. í Borgarnesi. Þann 28. mars sl. undirrituðu Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri og Ólafur Axelsson hjá Nýverki undir verksamning verksins en hann hljóðar upp á 180.043.355 kr. Áætluð verklok eru í desember nk. Tvö börn úr leikskólanum Anda- bæ á Hvanneyri fengu að taka skóflustunguna, það voru þau Vignir Þór Kristjánsson og Ásdís Lilja Arnardóttir en þau verða bæði sex ára á þessu ári og koma því ekki til með að nota nýja leik- skólann því grunnskólinn bíður þeirra í haust. Eftir að fyrsta skóflustungan var afstaðin komu öll börn úr leikskólanum Andabæ og tóku skóflustungu með eigin skóflu og að endingu reyndi Valdís Magnúsdóttir leikskólastjóri á tækjahæfileika sína með því að taka skóflufylli af jarðvegi með gröfunni. Nýr leikskóli áHvanneyri Morgunblaðið/Davíð Pétursson BÆJARSTJÓRI Ölfuss, Ólafur Áki Ragnarsson, segir Lýsi hf. fara með rangt mál í fréttatilkynningu sinni. Sú tilkynning var send út vegna und- irskriftalista íbúa í Ölfusi sem beint var gegn starfsemi Lýsis í Þorláks- höfn. Bæjarstjórinn hefur vegna þessa sent frá sér eftirfarandi yfirlýs- ingu: „Lýsi hf. hefur sent frá sér frétta- tilkynningu vegna starfsemi fyrir- tækisins í Þorlákshöfn. Í fréttatil- kynningunni eru augljósar rangfærslur sem Sveitarfélagið Ölfus telur sig knúið til að svara. Um nokkurra ára skeið hefur Lýsi hf. starfrækt hausaþurrkun að Unu- bakka 26-28 í Þorlákshöfn með starfs- leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suður- lands. Starfsleyfi þessi hafa verið háð ákveðnum skilyrðum. Skilyrði þessi hefur fyrirtækið ekki uppfyllt en þrátt fyrir það hefur Heilbrigðiseft- irlit Suðurlands ítrekað endurnýjað starfsleyfi Lýsis hf. þrátt fyrir at- hugasemdir frá íbúum sveitarfé- lagsins og bæjaryfirvöldum í Ölfusi. Árið 2006 auglýsti Heilbrigðiseft- irlit Suðurlands starfsleyfi Lýsis hf. með ákveðnum skilyrðum til 18 mán- aða. Í skilyrðum þessum er m.a. kraf- ist hreinsunarbúnaðar til að fyrir- byggja lyktarmengun og mengun í fráveituvatni. Lýsi hf. gerði athugasemdir við auglýsingu á starfsleyfinu og í fram- haldi af því gaf Heilbrigðiseftirlit Suðurlands út starfsleyfi til 48 mán- aða. Sveitarfélagið kærði útgáfu leyf- isins til umhverfisráðuneytisins sem féllst á kæru sveitarfélagsins og stytti leyfið niður í 18 mánuði. Sveitarfélagið hefur ítrekað gert athugasemdir við starfsemi Lýsis hf. á svæðinu. Bæði hvað varðar lyktar- mengun, mengun í fráveitu og notkun húsnæðis án leyfis. Umsókn Lýsis hf. um uppsetningu þvottaturna hefur verið tekin fyrir og afgreidd í skipu- lags- og byggingarnefnd svo og bæj- arstjórn Ölfuss. Fyrirtækinu hefur verið bent á að til þess að geta tekið erindið til efnislegrar afgreiðslu þarf að liggja fyrir deiliskipulag af svæð- inu. Jafnframt var Lýsi hf. bent á heimild fyrirtækisins til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi. Í stað þess kærði Lýsi hf. afgreiðslu bæj- aryfirvalda í Ölfusi til úrskurðar- nefndar skipulags- og byggingar- mála. Þar sem málið bíður efnismeðferðar. Það er því alrangt sem kemur fram í fréttatilkynningu Lýsis hf. að fyr- irtækið hafi ekki fengið leyfi til upp- setningar á mengunarvarnarbúnaði. Það rétta er að Lýsi hf. hefur kosið að fara með málið í lögfræðilegt þrátefli í stað þess að vinna af heilindum með bæjaryfirvöldum í Ölfusi til að leysa langvarandi lyktarmengun frá fyrir- tækinu sem hefur staðið eðlilegri uppbyggingu í Þorlákshöfn fyrir þrif- um og valdið íbúum ómældum óþæg- indum og skaða.“ Augljósar rangfærslur Fimmtudagur 17.apríl Samvera eldri borgara kl. 15.00 Æskulýðskór Glerárkirkju syngur undir stjórn Ástu Magnúsdóttur við undileik Valmars Valjaots. Kaffiveitingar og helgistund. Allir velkomnir. GLERÁRKIRKJA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.