Morgunblaðið - 17.04.2008, Page 20

Morgunblaðið - 17.04.2008, Page 20
Kímileg afgreiðslukona áflugvellinum í PuertoPlata hristir höfuðið neit-andi þegar norrænn ferða- langur spyr um rakakrem í landi þar sem húðkrem vill ekki festast á hör- und. Við erum stödd í hinu klukku- lausa Dóminíska lýðveldi í Karíbahaf- inu í miðjum marsmánuði. Hvítir og kuldahrjáðir menn frá löndum eins og Íslandi og Kanada eru komnir til paradísareyjar til að verða brúnir og fyrir eru dökkir sem forðast sólina eins og heitan grautinn. Þetta er und- arlegur staður þar sem flestir eru blendingjar, eða kaffi með mjólk eins og innfæddur leiðsögumaður lýsti hörundi sínu. Hvíti minnihlutahóp- urinn, mjólkin, stjórnar landinu að miklu leyti og hér þykir eftirsókn- arvert að vera sem hvítastur, mjólk- urhvítum hörundslit fylgir virðing. „Kaffið“ í landinu, svarti minnihlut- inn, á svo langan veg í að verða „mjólk“. Einhver undarleg þversögn er í þessu öllu saman; í sjálfri paradís er saman komið fólk sem vill ekki vera nákvæmlega það sem það er – sem er kannski mannsins saga – en það er önnur saga. Haítí-ógnin í vestri Hispaníóla nefnist eyjan öll og hún á sögu um harðstjórn og þrældóm og enn ríkir eymd á Haítí sem er 1⁄3 hluti eyjunnar. Rúmlega tuttugu milljónir manna búa í löndunum til samans og straumur ólöglegra Haíta liggur inn í fyrirheitna nágrannalandið sem býð- ur upp á betra líf á gjöfulum ökrunum. Laun verkamanna þar eru þó ekki nema um tíu þúsund íslenskar krónur á mánuði á meðan fólk í hærri stöðum eins og læknar er með um 60 þúsund. Hjá Dóminíkum flæðir allt í dásam- legum ávöxtum landbúnaðarins ásamt sykri, rómuðu rommi, kaffi og tóbaki en vandi Haítí, sem er annað fátæk- asta lands heimsins, liggur sumpart í því hversu gróðursnautt landið er eft- ir að íbúar þess brenndu allt landið til að mótmæla ógnarstjórn og því rignir þar bara nokkrum sinnum á ári. Við hættum okkur ekki til Haítí og raunar er bannað að fara þangað í skipulegar ferðir með ferðamenn. Stór hópur Íslendinga kom sér hins vegar vel fyrir á vernduðu svæði á íðilfagurri Dorada-ströndinni rétt fyrir utan Puerto Plata á norður- ströndinni þar sem flest hótelanna eru með allt innifalið og 18 holu golf- völlur liðast um svæðið. Aðstaðan á hótelinu okkar, Puerto Plata Village, var til fyrirmyndar og við gátum valið úr ágætum veitingahúsum innan hótelgarðsins og sötrað kælandi drykki á tveimur börum. Ilmur kó- kósins lá alls staðar í lofti og ennþá eimir af gómsætum ananas í munni enda var uppskerutími hans. Dóminísk „síesta“ er nauðsyn Sjálf Paradísareyja var heimsótt sem reyndist vera pínulítill „sandhóll“ með ótal ferðamönnum en svaml í náttúrusundlauginni allt í kring og grunnköfun innan um litskrúðuga hlýsjávarfiska í kóralrifjum rétt fyrir utan er ógleymanleg upplifun. Á leið- inni sáum við Dóminíska lýðveldið í hnotskurn út um rútugluggann en þá gefst tækifæri til að sjá hið raunveru- lega land. Hvarvetna sást kyrrð íbú- anna: Barn hallar sér upp að vegg, hundur liggur undir tré, kona stendur grafkyrr í dyragætt og litlir hópar sitja í einni sólarpásunni við veginn, það er augljóst að „síesta“ er nauðsyn í þessu heita landi. Einhverjum ís- lensku „veðurfræðinganna“ tókst að kría út hitatölu: „35°C í forsælu!“ Nokkur raki er líka í loftinu og ekki allra að vera enn blautur eftir að hafa þurrkað sér eftir sturtuna. En það er ekki bara rósemd íbú- anna sem blasti við manni heldur líka glaðværð fólksins sem endurspeglast í litadýrð, gríðarhröðum takti me- rengue-tónlistarinnar og einstaklega léttu skapi – „það er eins og þau séu á einhverju“, sagði einn staðfastur ferðalangur. Vestræn gildi hafa að mörgu leyti ekki tekið sér bólfestu í þjóðarsálinni – marglit hús til að fæla burtu illa anda gefa slíkt a.m.k. ekki til kynna. Það er samt erfitt að átta sig á þessu landi því mitt í hjátrúar- legri og tímalausri veröldinni lifir lífs- gæðakapphlaup góðu lífi, mjög marg- ir fara um á nýjum og fínum bílum innfluttum frá Ameríku (Ameríku- framleiddar Toyotur eru annar hver bíll á götunum og þá iðulega lúxus- bílar eins og Land Cruiser og Camry) og gsm-eign er nánast eins almenn og á Íslandi! Ruslið eins og brauðskortur? Sennilegast sá maður ekki mestu fátæktina en samt sem áður voru líka flottir jeppar á sykurökrunum. Nóg var samt af hreysunum og ruslið meðfram vegunum er hreint og beint yfirgengilegt, heilu ruslhrúgurnar og einstaka úldin dýrahræ. „Getur allt þetta fólk ekki farið að tína upp rusl- ið?“ spurði einn kaffibrúnn ferða- félaginn, mjólkurhvítur að innan, og beindi spjótum sínum að öllum þeim sem virtust ekki hafa neitt fyrir stafni yfir hádaginn. – Athugasemdin minnti örlítið á fleyg orð hinnar frönsku Mariu Antoinette þegar hún heyrði af hungursneyð þegnanna sinna: „Af hverju borðar aumingja fólkið ekki bara kökur?“ – Ef betur var að gáð var margt þetta aðgerðalausa fólk að selja ým- iss konar nauðsynjavöru eins og vatn og ávexti og þraukaði þannig til að eiga fyrir salti í grautinn dag hvern. Yfirstandandi samfélagsbreyting sviptir einnig marga vinnunni. Land- búnaðurinn er enn mikilvægasta at- vinnugrein landsins en sú vinna þykir mörgum nútíma Dóminíkum ekki nógu eftirsóknarverð og leita þess vegna í borgirnar sem veldur því að fátækrahverfin rísa og atvinnuleysi eykst. Dóminíska lýðveldið er draumur í dós en hann er kannski ekki alltaf raunverulegur, draumurinn sem birt- ist á vernduðu ferðamannaslóðunum. Safírblátt hafið við blaktandi pálma- blöð er hins vegar engin lygi. Mis- brúnir Íslendingar voru lygilega þol- inmóðir í löngu ferðalaginu heim sem tók allt að hálfan sólarhring með klukkutíma stoppi í Halifax í Kanada. Að bjóða fullvöxnu fólki upp á fóta- pláss fyrir smábörn kemur furðulega fyrir sjónir í ljósi þess að þetta sama fólk er talið þurfa vernd í kaffibrúnu paradísarlandi. thuridur@mbl.is Morgunblaðið/ÞuríðurSólarsæla Marsmorgunn á Dorada-ströndinni er algjör unaður. Vefja í vindil Tóbaksframleiðsla er umsvifamikil í Dóminíska lýðveldinu og það var stórkostlegt að fylgj- ast með þrautþjálfuðum starfsmönnunum. Á bak við sjást tóbakslaufin í þurrkun. Leita í skuggann Dæmigert götulíf í bænum Sosúa. Heimamaður gerir að ávöxtum með sveðjuna á lofti og kyrrlátir áhorfendur fylgjast með. Hvarvetna má sjá mótorhjólamenn sem bjóða far gegn gjaldi. Undir pálmablöðum Öðruvísi stemning á meðal ferðamanna á Para- dísareyjunni. Verra var að á eyjunni er engin salernisaðstaða! Mjólkurhvít verða kaffi- brún í paradís Hér eru engar klukkur og engir lofthitamælar enda þarf ekki að mæla eitt né neitt í þessari tímalausu paradís; pálmatrén, hvítu strendurnar og steikjandi sólin eru komin til að vera. Þuríður Magnúsína Björnsdóttir heimsótti Dóminíska lýðveldið á dögunum. |fimmtudagur|17. 4. 2008| mbl.is daglegtlíf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.