Morgunblaðið - 17.04.2008, Side 23

Morgunblaðið - 17.04.2008, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 23 UMRÆÐAN ÉG STARFAÐI í áratugi við fasteignasölu. Var oft spurður um líklega þróun fasteignaverðs. Fólk vildi vita hvenær væri best að selja eða kaupa. Maður reyndi að svara slíkum spurningum gáfu- lega. En ég hætti því fljótt. Mér varð ljóst að um það var engu hægt að spá. Óvissuþættirnir voru svo margir. Fiskafli, gengisfell- ingar, kjaradeilur, veður, stjórn- málaástandið, vextir, atvinnu- ástand, kaupmáttur, lóðaúthlutanir, lánamöguleikar, breytilegar vinsældir bygging- arsvæða, sálarástand þjóðarinnar – og svo margt, margt fleira. Allt spilaði þetta inn í verðlag fast- eigna. Enginn hafði yfirsýn yfir alla þessa þætti. Ekki einu sinni Seðlabankinn! Þetta er nákvæmlega eins í dag. Ég veit ekki hvað Seðlabank- anum gengur til með spá sinni um 30% raunlækkun fasteignaverðs. Trúi því tæpast að spáin sé brella, þó bankinn glími við vanda – en vísindi eru þetta ekki. Ragnar Tómasson Spá – eða brella? Höfundur er lögfræðingur. NÚ FER í hönd sá tími sem fram- in eru flest hryðjuverk gegn landinu í formi sinubruna. Er slík aðgerð rétt- lætanleg? Sinubruni í besta falli gagnslaus. Sinubrennsla hefur verið stunduð lengi með misjöfnum ár- angri. ,,Í Majo vildi bóndinn á Langholti í Flóa, Hallur Jónsson að nafni, brenna sinu af þeirri jörð, og sem hann lagði eldinn í, læsti hann sig víðara út á annarra manna jarð- ir, svo hann brenndi lönd á næstu 13 jörð- um.“ Eftir þetta drekkti hann sér. Sjáv- arborgarannáll. Þegar sina er brennd mynd- ast mikill hiti þannig að ljóst er að mikil orka hverfur út í busk- ann auk þess sem reykurinn getur valdið skaða og óþægindum þeim sem ekki ganga heilir hvað varðar heilsu í öndunarfær- um. Talið var að orkan sem losnaði í brun- anum á Mýrunum árið 2006 hafi numið 200 MW þegar mest var. Auk þess er reykjarlyktin sterk og getur setið lengi í lofti og sem lykt af fötum. Talið var að þar hafi brunnið um 100 km2 af landi. Þingvallavatn er rúmir 80 km2. Sinueldarnir á Mýrum eru líklega þeir mestu í Íslandssög- unni. Eldarnir fóru yfir um tvöfalt stærra svæði en byggt er í Reykja- vík. Hér er einnig um mikla loft- mengun að ræða og mikið kolefni fer út í andrúmsloftið. En það er hlutur sem skoða verður vandlega vegna hlýnunar jarðar. Sinubruna ætti því að banna alfar- ið. Skaðsemi sinubruna er alvarleg loftmengun, auk þess að bæta lítið landgæði. Sé litið á búskaparhætti eins og þeir eru í dag hefur landnotkun tekið mikl- um breytingum á liðnum áratugum. Búin verða sérhæfðari, þ.e. eingöngu eða að mestum hluta með „hreinan“ bústofn nautgripa, sauðfjár eða hrossa og sauðfjár saman. Beitarnýting er því orðin allt önnur en var. Sé land þurrt þegar brennt er geta þúfur og börð brunnið og opnað sár er leiða til uppblásturs á viðkvæmum svæðum. Aukinn uppblástur er ekki það sem við þurfum í dag en í varnir gegn uppblæstri er varið talsverðum fjármunum til Landgræðslu ríkisins. Ég efast stórlega um að Land- græðslan vilji sjá bruna í löndum sín- um. ,,Sinubruni um vorið og brunnu löndin víða mjög til skemmda og skaða, skógar og hrifhrís, því það bar svo við, eldurinn varð óvíða stilltur“. Skarðsannáll. Á seinni árum hafa landeigendur verið hvattir til skógræktar og hafa margir þeirra snúið sér í miklum mæli að slíkri landnotkun. Veitt er fjárframlag til þeirrar ræktunar í formi styrkja til plöntukaupa, gerð vegslóða, girðinga, skipulagningar lands og e.t.v. fleira. Þessi stuðn- ingur hefur stuðlað að mikilli gróðursetningu trjáplantna á liðnum ár- um. Þegar kveikt er í sinu verður ekki séð með vissu hvaða land brenn- ur. Vindátt getur breyst og eldur leitað til ann- arra átta en í upphafi var ætlað. Oft verður lítt við ráðið hvert eld- urinn fer og aðgerðir til slökkvistarfs erfiðar bæði hvað varðar vatns- söfnun og aðkomu þannig að lítt verður við ráðið (samanber brun- ann á Mýrunum). Ég ætla engum að brenna land nágrannans vilj- andi en oft verður því ekki forðað ef af stað er farið. „Eldurinn hljóp í skóginn. Brann sá skóg- ur fyrst allur, er Ölkofri átti, en síðan hljóp eldur í þá skóga, er þar voru næstir, og brunnu skóg- ar víða um hraunið. Er þar nú kallað á Sviðn- ingi“ (Ölkofra saga). Með friðun lands og plöntun á skógi getur orðið mikil sinumyndun en bruni á slíku landi hefur mikið tjón í för og margra ára starf fer þar fyrir lítið. Ætla má að kostnaður á ha lands í bændaskóg- rækt sé um kr. 200.000. Af því eru framlög í ýmsum myndum um 95%. Það eina „jákvæða“ við sinubruna er að landið fær fallegan grænan lit ef brennt er á góðum tíma og er að einhverju aðgengilegra fyrir beit- arpening, annað jákvætt verður vart sagt um þessa aðgerð og vildi ég sjá að alfarið yrði bannað að brenna sinu. Eg veit ekki hvort uppskera verður nokkuð meiri þó brennt sé. Sveitarfélög hafa ályktað gegn sinu- bruna, samanber tillögu Eyjafjarð- arsveitar: „Sveitarstjórn Eyjafjarð- arsveitar vill að gefnu tilefni lýsa því yfir að hún telur sinubrennur í þéttri byggð eins og víða er í sveitarfé- laginu og næsta nágrenni þess engan veginn ásættanlegar. Hún telur að slíkar brennur brjóti í raun alltaf gegn ákvæðum laga nr. 61/1992, um sinubrennur og meðferð elds á víða- vangi, sbr. 2. gr. þeirra laga sbr. einnig ákvæði í reglugerð við þau lög þar sem m. a. segir að aldrei megi brenna sinu þar sem almannahætta stafar af.“ Bruna á sinu á að banna undantekningalaust og vona eg að landbúnaðarráðherra komi slíku banni á með nýrri lagasetningu hið fyrsta og helst á þessu ári. Það væri fróðlegt að sjá skoðanir manna á þessu máli. Sinubruni – hryðju- verk í meðferð lands Ævarr Hjartarson skrifar um sinubruna Ævarr Hjartararson » Sinubruni hefur lengi tíðkast á vorin en er í besta falli gagnslaus. Hætta er á gífurlegu tjóni í skóglendum. Sinubrennu ætti alfarið að banna með lögum. Höfundur er fyrrverandi ráðunautur í Eyjafirði. Á ÞESSARI öld má reikna með að íbúum jarðarinnar fjölgi um ein- hverja milljarða. Þetta hefur margar ófyrirséðar hliðarverkanir og vanda- málin verða umfangsmeiri og flóknari að leysa. Líklega verð- ur það ærið verkefni að brauðfæða þjóðir heimsins enda ýmis teikn á lofti hvað það varðar. Eitt af grundvall- armarkmiðum hverrar sjálfstæðar þjóðar er að framleiða sem mest af matvælum í sínu eigin landi. Íslendingar flytja nú þegar inn mjög mik- ið af þeim mat sem þjóðin þarfnast. Sé þjóð öðrum háð um matvæli sem nemur 70-80% hitaeininga er tæplega hægt að tala um sjálfstæði á því sviði. Matvælafrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi og kveður á um innflutn- ing á hráu kjöti stefnir landbún- aðinum og allri atvinnu honum tengdri í mikla hættu. Í umræðunni að undanförnu hafa menn sett upp falsaðar tölur og meta lítils dýra- vernd, vörugæði, umhverfissiðfræði og þjóðmenningu og tala einungis um það hvað matarverð muni lækka í krónum talið. Landbúnaður á Íslandi býr við ým- is forréttindi og m.a. það að landið er eyja sem er langt úti í hafi í góðri fjar- lægð frá loftmengun Evrópu þar sem mengun eykst hraðar en meng- unarvarnir. Íslenska vatnið er ein af auðlindum þessa lands en milljónir dýra í heim- inum hafa ekki aðgang að hreinu vatni. Gríðarlegur fjöldi þeirra þarf að drekka úr drullupollum til þess að lifa eða fær vatn úr menguðum jarð- vegi. Sömu dýr eru fóðruð á jurtum sem hafa verið meðhöndlaðar með skordýraeitri en efna- notkun í landbúnaði er vaxandi í mörgum heimsálfum. Það væri ósanngjarnt að segja að ekki sé vel hugsað um skepnur í Evrópu en því miður er þar oft farið framhjá dýraverndunarlögum og búfénaður treðst í þröngum stíum og get- ur ekki lagst til hvíldar. Sömu dýr eru e.t.v. flutt á milli landa þúsundir kílómetra til slátrunar í hitasvækju og illa loftræstum bílum. Þá gengur sýkt kjöt og ósýkt kjöt kaupum og sölum og milliliðir reyna að græða peninga með því að breyta upprunamerkingum. Það fólk sem stundar landbúnað á Íslandi í dag er opið fyrir framförum og nýjungum og vill starfa í sátt við þjóðina og taka þátt í því að brauð- fæða hana. Verkþekking er mikil í starfsgreininni og byggðin í landinu skiptir alla máli og störf í sveit skapa störf í þéttbýli. Verð á matvælum er víða mjög hækkandi og á þessum vetri hafa áhyggjur af brauði heimsins vaxið hjá mörgum þjóðum sem ef til vill geta leitt til átaka og enn hærra verðs. Uppskerubrestur af völdum flóða og þurrka veldur vandamálum og rækt- un korns til eldneytisframleiðslu hef- ur haft áhrif á verðmyndun matvæla. Sjálfstæð þjóð eins og Íslendingar hlýtur að vilja framleiða sem mest sjálf en fyrir landbúnaðinn og neyt- endur er það mikið óöryggi að búa við óheftan innflutning á hráu kjöti. Þar er ekki bara átt við sjúkdómahættu fyrir innlendan búpening heldur líka hrun í byggðum landsins og það er ekkert sjálfsagt að allur matur finnist alltaf í hillum búðanna um ókomna framtíð. Íbúar landsins vilja innlenda framleiðslu og því er það gegn þjóð- arvilja að fara að flytja inn hrátt kjöt sem fórnar ímynd okkar og sérstöðu. Ég skora á forystumenn af- urðastöðva, bænda, neytenda og verkalýðsfélaga að taka höndum saman til þess að koma í veg fyrir að gerð verði mistök sem erfitt verður að bæta fyrir því fátt er mikilvægara en að standa vörð um okkar innlendu matvælaframleiðslu. Íslendingar hljóta að geta flutt út landbún- aðarvörur undir merkjum hreinleika þó svo að þeir flytji ekki inn hrátt kjöt. Flestar þjóðir verja sinn land- búnað og mættum við taka Nýsjá- lendinga okkur til fyrirmyndar í þeim efnum. Stöndum vörð um innlenda matvælaframleiðslu Atli Vigfússon er á móti innflutningi á hráu kjöti » Þegar rætt er um matarverð þarf líka að tala um dýra- vernd, vörugæði, umhverfissiðfræði og þjóðmenningu. Atli Vigfússon Höfundur starfar við landbúnað. www.svfr.is Fyrsta flokks veiði ÍS L E N S K A /S IA .I S /S V F 4 19 73 04 /0 8 NORÐURÁ Í BORGARFIRÐI Fegurst íslenskra laxaveiðiáa. Fyrsta flokks þjónusta í veiðihúsinu við Rjúpnahæð. Nokkrar stangir lausar í júní. LAXÁ Í AÐALDAL – Nes og Árnes Mesta stórlaxasvæði landsins á opnum markaði í fyrsta sinn í yfir 30 ár. Huggulegt veiðihús við Árnes með þjónustu. Laust 21.-24. ágúst – eina lausa hollið. LAXÁ Í KJÓS Stutt frá Reykjavík – glæsileg aðstaða. Laust 22.-25. júní – eina lausa hollið. LANGÁ Á MÝRUM Ein gjöfulasta laxveiðiá landsins. Gott veiðihús með þjónustu. Opnun 20.-22. júní er laus sem og nokkrir dagar í september. Kynnið ykkur málið og verðið kemur þægilega á óvart. Allar upplýsingar á heimasíðu okkar www.svfr.is og í síma 568 6050.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.