Morgunblaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Góður vinur er horfinn yfir móðuna miklu. Með nokkrum orðum langar mig að minnast Ástvaldar Magnússonar, svila míns. Honum kynntist ég fyrir rúmum 50 árum er ég tengdist fjöl- skyldunni á Breiðabólstað á Fells- strönd. Vinátta okkar hjóna og Ást- valdar og Nennýjar konu hans var ætíð einlæg og trygg. Þau hjónin áttu oft leið vestur í Dali og dvöldu þar sumarlangt í sumarbústaðnum í Brekku. Oft litu þau inn á leið sinni þangað og voru þau ætíð aufúsu- gestir. Valdi var alltaf kátur og spaug- samur. Hann gerði að gamni sínu við börnin og átti auðvelt með að sjá spaugilegar hliðar á ýmsum hliðum tilverunnar. Mér er minnisstæð ein af fyrstu ferðum mínum vestur í Dali. Við urðum þá samferða þeim Nenný og Valda vestur, á leið í af- mæli tengdaföður míns. Farkostur- inn var Landroverjeppi, ekkert sér- lega þægilegt farartæki, en glatt var á hjalla í bílnum alla leiðina, sungið, látið fjúka í kviðlingum og sagðar gamansögur og hermt eftir af mikilli list, svo að ferðin varð öll hin skemmtilegasta. Þar komst ég að því hve auðvelt Valdi átti með að setja saman vísur og segja skemmtilega frá. Nokkrar vísurnar man ég enn. Tónlistin var ríkur þáttur í lífi Valda og fjölskyldunnar allrar. Hann hafði sjálfur mjög fal- lega söngrödd. Hann söng í hinum vinsæla kvartetti Leikbræðrum, Breiðfirðingakórnum og Karlakór Reykjavíkur, en söngferil hans að öðru leyti þekkja aðrir betur og geta eflaust rakið betur en hér er gert. Það mátti heita fastur liður að hann tæki lagið með Magnúsi syni sínum á tyllidögum stórfjölskyld- unnar frá Breiðabólstað. Tónlistin hefur einnig fylgt börnum hans og barnabörnum gegnum árin. Valdi var mjög hagur og vandvirkur og átti mörg handtökin í þeim íbúðum sem fjölskyldan bjó í gegnum tíðina. Eins gerði hann upp gamla muni og húsgögn af miklum hagleik svo þau urðu eins og ný. Mér er efst í huga okkar persónulegu kynni. Við hjón- in og fjölskyldan áttum ótal stundir með þeim Valda og Nenný og nutum gestrisni þeirra og hlýju. Við hjónin viljum þakka Valda trygga og einlæga vináttu í meira en hálfa öld og sendum börnum hans og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Við þökkum Valda samfylgdina og ég veit að hann hverfur nú inn í vorið sem vaknar í Dölum og vor- nóttin geymir í dögginni tveggja gengin spor. Blessuð sé minning Ástvaldar Magnússonar. Þrúður Kristjánsdóttir. Kær frændi og vinur hefur kvatt. Allt frá því að við fyrst munum eftir okkur hefur Valdi föðurbróðir okk- ar verið í námunda við okkur með sína hlýju og glaðlegu nærveru. Valdi hafði gott minni og sagði ein- staklega skemmtilega og lýsandi frá. Það er okkur ógleymanlegt þeg- ar við fórum með honum vestur í Fremri-Brekku í Saurbæ á áttræð- isafmæli hans og hann rifjaði upp atburði sem gerðust endur fyrir löngu á uppvaxtarárum þeirra bræðra. Þarna naut frásagnargáfa Valda sín sem aldrei fyrr, hann þekkti hverja þúfu og hvern stein og rifjaði upp sögur af fólki og atburð- um sem gerðust áratugum fyrr. Og þar var af nógu að taka. Bræðurnir í Brekku voru hugmyndaríkir og Ástvaldur Magnússon ✝ ÁstvaldurMagnússon fæddist á Fremri- Brekku í Saurbæj- arhreppi í Dalasýslu 29. júní 1921. Hann andaðist á Landspít- alanum í Fossvogi aðfaranótt fimmtu- dagsins 27. mars síðastliðins og var útför hans gerð frá Langholtskirkju 7. apríl. miklir hagleiksmenn. Vafalaust hafa að- stæður á afskekktu sveitaheimili ekki leyft að hægt væri að fá allt sem hugurinn girntist. En þá var bara að skapa það sjálfur úr því efni sem bauðst. Það vafðist ekki fyrir þeim bræðrum að smíða reiðhjól úr gjörðum og öðru því sem við höndina var. Eða að grafa fyrir sundlaug í túnjaðrinum og bjóða sveitungum til leiks. Valdi var listasmiður og afar vandvirkur. Honum var það líka mikið ánægjuefni að miðla af þeirri þekkingu sinni til okkar sem vorum skemmra á veg komin í iðninni. En það gat verið taugatrekkjandi þegar Valdi strauk fingrinum eftir fjölinni að loknu verki. Það voru ekki við- höfð mörg orð, en einhvern veginn alveg ljóst hvernig hafði tekist til. Vandvirkni hans lýsti sér í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Og fallegri rithönd höfum við ekki séð, nema ef þeir bræður kunni að hafa verið jafnokar á því sviði. Frændi okkar var ættfróður og kunni margar sögur af áum okkar langt fram í ættir. En ekki síður lét hann sér annt um samferðamenn sína og velferð þeirra og fylgdist vel með. Aldrei hitti hann okkur öðru vísi en að grennslast fyrir um hvernig okkur vegnaði. Og þegar yngsta systir okkar varð einhvern veginn útundan í fjölskylduboði þá tók Valdi til sinna ráða og lék sér við hana. Og svo er það söngurinn, sem var stór þáttur í lífi Valda, allt til hinstu stundar. Aldrei var haldin fjöl- skylduveisla öðru vísi en að þar væri spilað og sungið. Þar skein vand- virknin í gegn eins og í öllu öðru í lífi hans. Þegar við frændurnir í fjöl- skyldubandinu, sem við kölluðum Breiðagerðisbandið, tókum full- hressilega á því var Valdi fljótur að kippa í taumana. „Ekki svona sterkt strákar. Syngjum mjúkt og músík- alskt – og skýran textaframburð.“ Valdi var í kvartettinum Leik- bræðrum sem naut mikilla vinsælda meðan hann starfaði. Æ síðan var hann mikill áhugamaður um kvart- ettsöng og studdi og hvatti menn til dáða á þeim vettvangi með marg- víslegum hætti. Það er ómetanlegt að hafa notið frændsemi og vináttu Valda öll þessi ár. Minningarnar um hann og hans ástkæru Nenný, sem lést fyrir rúmu ári, eru okkur dýrmætar perl- ur. Við biðjum algóðan guð að styðja börn hans og fjölskyldur þeirra. Halldór, Ragnheiður, Lára, Ásthildur Gyða og Erna, börn Torfa og Ernu, og fjölskyldur þeirra. Við hjónin kynntumst Ástvaldi Magnússyni fyrst þegar við vorum á unga aldri, eða fyrir rúmum sextíu árum. Við nýkomin austan úr Rang- árvallasýslu til Reykjavíkur og byrjuð að búa þar, Ástvaldur og Guðbjörg Helga úr Dalasýslu. Við vorum nágrannar fyrstu búskapar- árin og með okkur tókst vinátta sem aldrei hefur borið skugga á. Árið 1956 sóttum við saman um bygging- arlóð undir tvíbýlishús í heimunum og fengum úthlutað lóð í Álfheimum 19. Ástvaldur útvegaði arkitekt og byggingameistara en við múrara- meistara. Við fengum leyfi hjá meisturunum til þess að vinna við bygginguna allt það sem við gætum leyst vel af hendi. Ástvaldur var fæddur smiður og tók hann að sér að reisa húsið frá grunni og smíða alla glugga í það. Við meðeigendur gerðum allt sem við gátum undir öruggri stjórn Ástvaldar. Eftir rúmt ár fluttum við í húsið. Aldrei féll styggðaryrði frá íbúum á neðri hæðinni en fallegur tenór húsbóndans með píanóleik frúarinn- ar barst gjarnan upp þegar færi gafst frá mikilli vinnu. Sumir lýsa upp æviveginn. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem við vorum þeim samtíða í Álfheimum og áfram höfð- um við samband, sama gleðin alltaf þegar við hittumst. Okkur er í fersku minni þegar Ástvaldur bauð okkur á konsert Karlakórs Reykja- víkur sem haldinn var í Ými. Áður en tónleikarnir byrjuðu sótti hann okkur og heima hjá þeim beið okkar veisla og spjall. Síðan fórum við saman í Ými. Þar söng Ástvaldur tenór með karlakórnum, sem söng af sinni alkunnu list. Í hléinu var Nenný heiðruð fyrir aðstoð við kór- inn, hún var þar undirleikari og einnig með Leikbræðrum, alltaf þegar með þurfti. Eftir konsert gekk Ástvaldur hægum skrefum að bíl sínum og ók okkur heim með miklum glæsibrag. Þau héldu svo áfram heim til sín, hann við stýrið en Nenný með fullt fangið af blóm- um í framsætinu. Þetta var síðasta skipti sem við vorum fjögur saman. Við þökkum þeim og börnum þeirra allar björtu minningarnar og vottum afkomendunum okkar dýpstu samúð. Ingibjörg og Ingólfur. Þeir tínast í burtu einn og einn „strákarnir okkar“ sem luku prófi í Samvinnuskólanum við Selvogsgötu árið 1944. Við vorum 36 talsins, „strákar og stelpur“. Það var glaður og samheldinn hópur. Af sjáanleg- um ástæðum er hann ekki lengur svipur hjá sjón. Nú kveðjum við einn þeirra, félaga okkar Ástvald Magnússon. Að honum er mikil eft- irsjá. Útgeislun hans og hlýja var sérstök. Hann var mjög háttvís og heldur til hlés í framkomu, en fyllti þó stórt rými þar sem hann var. Því verður skarðið stærra sem myndast við brotthvarf hans í okkar hópi, sem hefur staðfastlega hist á fimm ára fresti í rúm 60 ár og reyndar oft- ar nú á seinni árum. Í þessum bekkjarteitum hefur Ástvaldur verið ómissandi. Hann sá um sönginn, stjórnaði honum af festu og fjöri. Oftast lagði konan hans okkur lið, tónlistin var þeim sameiginleg ástríða. Hún spilaði undir á píanó og taldi ekki eftir sér að spila svo lengi sem við vildum syngja. Og var það stundum ansi lengi. Hún hét Guðbjörg Helga Þórðardóttir en hún lést 22.2. 2007. Eftir þann missi varð Ástvaldur aldrei samur. Þegar ég hugsa til hans fylgir alltaf tónlist og söngur. Hann var ungur maður þegar hann stofnaði söngkvartettinn Leikbræður ásamt fleirum. Þeir urðu strax afar vinsæl- ir og landskunnir. Í Karlakór Reykjavíkur starfaði hann og söng áratugum saman. Ég tel víst að samstarfsmenn og söngfélagar í gegnum árin muni minnast hans og rekja störf hans og lífshlaup, það læt ég þeim eftir. Ég veit að ég tala máli okkar allra skólafélaga Ástvalds, sem höfum átt samleið með honum frá því að við öll vorum ung og stöndum nú eftir og kveðjum þegar hann leggur í ferð- ina miklu. Við þökkum honum vin- áttu, tryggð og ljúfan söng sem við nutum með honum. Við biðjum hon- um fararheilla. Ég fullyrði að þær ferðabænir eru ósviknar. Börnum Ástvalds og öðrum aðstandendum sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Auður Thoroddsen. Kveðja frá Karlakór Reykjavíkur Enn á ný er höggvið skarð í þann stóra hóp manna sem komið hafa að starfi Karlakórs Reykjavíkur. Ástvaldur Magnússon, mikils metinn félagi, er fallinn frá á 87. ald- ursári. Hann gekk til liðs við kórinn árið 1964 og starfaði með honum um áratugaskeið, uns hann flutti sig yf- ir í kór eldri félaga. Með þeim söng hann þar til hann dró sig í hlé á síð- asta ári. Hann söng 2. tenór og minnast fé- lagar hans þess hve músíkalskur hann var og öruggur. Sönggleði hans fékk líka útrás í söngkvartett- inum Leikbræðrum, sem hann skip- aði ásamt Torfa bróður sínum sem ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og tengdadóttur, SOFFÍU THORARENSEN frá Akureyri, Álfkonuhvarfi 61, Kópavogi. Kjartan Tómasson, Elísabet Kjartansdóttir, Jón Örn Pálsson, Ármann Kjartansson, Klara Eiríka Finnbogadóttir, Lára Guðleif Kjartansdóttir, Gunnar Magnússon, Elísabet Sigurðardóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS V. ARNKELSSONAR fyrrv. kaupmanns, Hrafnistu, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu í Reykjavík. Sigríður Símonardóttir, Valgerður Kr. Gunnarsdóttir, Guðmundur Sv. Sveinsson, Símon Á. Gunnarsson, Guðrún M. Benediktsdóttir, Kristján Gunnarsson, Sjöfn Sigþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, LAUFEY MAGNÚSDÓTTIR frá Enni í Viðvíkursveit, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 19. apríl kl. 14.00. Sigurberg Hraunar Daníelsson, Guðný S. Kristjánsdóttir, Eindís G. Kristjánsdóttir, Haraldur Þór Jóhannsson, Ragnhildur Kristjánsdóttir, Magnús Antonsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, sonur og bróðir, ÚLRIK ÓLASON organisti, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 9. apríl. Honum verður sungin sálumessa í Kristskirkju í Landakoti föstudaginn 18. apríl og hefst athöfnin kl. 13.00. Margrét Árný Halldórsdóttir, Andri Úlriksson, Ásdís Kjartansdóttir, Halldór Óli Úlriksson, Hildigunnur Helgadóttir, Örn Úlriksson, Inga Dóra Þorkelsdóttir, Óli E. Björnsson, afabörn og systkini. ✝ Þökkum af heilum hug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EINARS GUÐLAUGSSONAR, Húnabrauð 30, Blönduósi. Minningin lifir. Ingibjörg Þ. Jónsdóttir, Skarphéðinn H. Einarsson, Sigrún Kristófersdóttir, Jón Karl Einarsson, Ágústa Helgadóttir, Kári Húnfjörð Einarsson, Ingunn Þorláksdóttir, Magdalena Rakel Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.