Morgunblaðið - 17.04.2008, Síða 41

Morgunblaðið - 17.04.2008, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 41 Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8.15, opin smíðastofa og handavinnustofa kl. 9- 16.30, boccia kl. 9.30, helgistund kl. 10.30, leikfimi kl. 11 og myndlist kl. 13.30. Uppl. í síma 535-2700. Bólstaðarhlíð 43 | Slökunarnudd sími 535-2760, hárgreiðsla, böðun, lífsorkuleikfimi, almenn handavinna, myndlist, morgunkaffi/dagblöð, fóta- aðgerð, hádegisverður, bókband, kaffi. Dalbraut 18-20 | Postulínsnámskeið kl. 13-16, leiðb. Hafdís. Lýður og harm- onikkan kl. 14, guðsþjónusta kl. 15.10, sr. Bjarni Karlsson, annan hvern fimmtudag. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13 í Stangarhyl 4. Félag kennara á eftirlaunum | EKKÓ- kórinn æfir í KHÍ kl. 17. Nýjar raddir velkomnar. Félagsheimilið Gjábakki | Ramma- vefnaður, almenn leikfimi og málm- og silfursmíði fyrir hádegi, bókband og róleg leikfimi kl. 13, bingó kl. 13.45, og myndlistarhópur kl. 16.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handavinna kl. 9, ganga kl. 10, hádeg- isverður, brids og handavinna kl. 13, jóga kl. 18.15. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Bókband kl. 10, gönguhópur kl. 11, Vatnsleikfimi kl. 12.40, karlaleikfimi kl. 13, boccia og handavinnuhorn kl. 13, námskeið í bútasaumi, síðasti tími fyrir vorsýningu, gler- og leir kl. 13. Óperukvöld í Garðabergi kl. 17, Aida eftir Verdi. Félagsstarf Gerðubergs | Helgistund í umsjá sr. Guðmundar Karls Ágústs- sonar kl. 10.30. Frá hádegi eru vinnu- stofur opnar, m.a myndlist og perlu- saumur. Á morgun kl. 10.30 er fjölbreytt leikfimi o.fl. (frítt) í ÍR heim- ilinu v/Skógarsel, á eftir er kaffi og spjall. Hraunbær 105 | Handavinna og postulínsmálun kl. 9, boccia kl. 10, leikfimi kl. 11, hádegismatur, félagsvist kl. 14, kaffi. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, leikfimi kl. 11.20, tréskurður kl. 13, bingó kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Hannyrðir kl. 9- 16 hjá Jóhönnu, boccia kl. 10, böðun fyrir hádegi, hádegisverður. Fé- lagsvist kl. 13.30, vinningar og kaffi- veitingar í hléi. Hársnyrting. Hæðargarður 31 | Listasmiðjan; út- skurður, bútasaumur, glerlist, postu- lín, frjáls verkefni. Ókeypis tölvu- kennsla á miðvikud. og fimmtud. Línudans, Bör Börsson, söngur, þegar amma var ung og afi líka, brids, skap- andi skrif, félagsvist, hláturklúbbur, framsögn. Leikfimitilboð á þriðjud. kl. 9.15. Uppl. 568-3132. Korpúlfar Grafarvogi | Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug á morgun kl. 9.30 og Listamiðjan á Korpúlfs- stöðum er opin kl. 13-16. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu- stund og spjall kl. 9.45, boccia, karla- klúbbur kl. 10.30, handverks- og bókastofa opin – postulínsmálun. Námskeið kl. 13, boccia kvennaklúbb- ur kl. 13.30, kaffiveitingar kl. 14.30. Hárgreiðslustofa, sími 552-2488. Norðurbrún 1 | Smíðastofan opin kl. 9-16, vinnustofa í handmennt opin leiðb. Halldóra kl. 9-16, leirlist- arnámskeið leiðb. Hafdís kl. 9-12, boccia kl. 10. Sími 411-2760. Sjálfsbjörg | Skák kl. 19 í félagheimili Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fóta- aðgerðir kl. 9-10, boccia kl. 9 15-14, aðstoð v/böðun kl. 9 15-15.30, handa- vinna kl. 10-12, spænska framh. kl. 11.45, hádegisverður, kóræfing kl. 13, leikfimi kl. 14.30, kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bókband, glervinnsla, morgunstund, boccia, handavinnustofan opin, hár- greiðslu og fótaaðgerðarstofan opin allan daginn, upplestur kl. 12.30, spil- að kl. 13. Uppl. í síma 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Bænastund og samvera kl. 10, salurinn opinn kl. 13, leikfimi kl. 13.15, félagsvist kl. 14.15, kaffiveitingar. Kirkjustarf Áskirkja | Opið hús, söngstund með organista kl. 14. Kaffisopi á eftir. Klúbbur 8 og 9 ára barna kl. 17 og TTT-starfið kl. 18. Efni beggja fundanna er „Furðufatadagur“ (allir komi með furðuleg föt). Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl. 10-12, leikfimi ÍAK kl. 11, bænastund kl. 12, 6-9 ára starf kl. 16-17, Meme juni- or kl. 19.30-21.30. digraneskirkja.is. Dómkirkjan | Opið hús í safn- aðarheimilinu Lækjargötu 14a kl. 14- 16, kaffi og spjall. Kvöldkirkjan er opin kl. 20-22, bænastundir kl. 20.30 og 21.30, prestur á staðnum. Hægt er að kveikja á bænarkerti og eiga kyrrláta stund. Grafarvogskirkja | Foreldramorgunn kl.10-12, fræðandi samverustund, kaffi, djús og brauð fyrir börnin. TTT fyrir 10-12 ára kl. 15-16 í Víkurskóla. Grensáskirkja | Hversdagsmessa með Þorvaldi Halldórssyni kl. 18-19. Bænin, orð guðs og altarisganga eru uppistaða messunnar. Hversdags- messan einkennist af kyrrð og ein- faldleika. Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun. Léttur máls- verður í safnaðarsal eftir stundina. Háteigskirkja | Samvera með Taizé- sniði kl. 20. Gengið inn í þögnina. Ljúfir bæna- og íhugunarsöngvar, Guðs orð, ilmur og lifandi ljós. Alt- arisganga, fyrirbæn og smurning. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bænastund á íslensku kl. 20, bæna- stund á ensku og grunnfræðsla krist- innar trúar. Allar stundir eru opnar hverjum sem vill. Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venjulega. Línudans á föstudögum kl. 15. Hláturhópur hittist kl. 13. Opið kl. 9-16. Uppl. 568-3132. Kristniboðsfélag kvenna | Fundur í dag kl. 17. Gestur er Þórdís Klara Ágústsdóttir. Bænastund á undan fundi kl. 16.30. Laugarneskirkja | Morgunbæn kl. 8, kyrrðarstund kl. 12, orgeltónlist í kirkjuskipi kl. 12-12.10. Að bænastund lokinni, kl. 12.30, er léttur málsverður í boði í safnaðarheimilinu. Helgistund í félagsaðstöðunni á Dalbraut 18 og 20 kl. 15. Sr. Bjarni talar. Neskirkja | Foreldramorgnar kl. 10- 12. Tannheilsa ungra barna, Margrét S. Þórisdóttir tannfræðingur sér um efnið. Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 22. Tekið við bænarefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. Biblíulestur síðasta fimmtudag í mánuði kl. 21, opið öllum. Morgunblaðið/Ómar Hallgrímskirkja Orð dagsins: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7.) Tónlist Gamla Bókasafnið í Hafnarfirði | Í Gamla bókasafninu verða haldnir rokk- tónleikar með hljómsveitunum Unchas- tity, Furry Strangers og Wistaria fimmtudaginn 17. apríl. Húsið verður opnað kl. 19.30 og byrja tónleikarnir um áttaleytið. Ingólfsskáli | Fyrri vortónleikar Jóru- kórsins á Selfossi verða í Ingólfsskála á Efstalandi, Ölfusi kl. 20.30 og verður kaffihúsastemning. Gestir eru sunnlenski tónlistarmaður Ólafur Þórarinsson (Labbi) og tenórinn Halldór Unnar Óm- arsson. Uppákomur Bókasafn Kópavogs | Rússnesk vika hefst með erindi kl. 17.15 sem Sergey Gushin sendiráðsritari heldur: „The Philosophy of the Russian Space Exp- loration“. Sýnd verður rússnesk fræðslu- mynd um geimferðir. Kaffiveitingar og enginn aðgangseyrir. Einnig er dagskrá laugard. og sunnud. Fyrirlestrar og fundir Átthagafélag Múlahrepps | Fundur verður laugardaginn 19. mars kl. 13.30 í Konnakoti, Hverfisgötu 105. Félagsheimili Samtakanná78 | FAS, samtök foreldra og aðstandenda sam- kynhneigðra halda opinn fræðslu- og umræðufund kl. 20 um reynslu fyrri maka samkynhneigðra, í fundarsal Þjóð- arbókhlöðu á 2. hæð. Fyrirlesarar eru dr. Árelía E. Guðmundsdóttir og S. Sía Jónsdóttir ljósmóðir. Háskóli Íslands, VRII, Hjarðarhagi 2-6, stofa 157 | Fundur um áhrif hnatt- rænnar hlýnunar á verkfræðina verður kl. 16. Trausti Valsson, prófessor við- verkfræðideild HÍ, talar um Yfirlit yfir áhrif hlýnunar. Næstur talar Gísli Viggósson forstöðumaður á Sigl- ingastofnun um Öldurannsóknir er varða olíuvinnslu í sjó og umskipunarhafnir. Seinastur talar Óli Grétar Blöndal Sveinsson deildarstjóri hjá Landsvirkjun Power um um Áhrif hlýnunar á orku- málin. Landakot | Fræðslunefnd Rann- sóknastofu í öldrunarfræðum heldur fyr- irlestur kl. 12.15 í kennslusalnum á 7. hæð á Landakoti. Hallgrímur Magnússon öldrunargeðlæknir fjallar um svefntrufl- anir hjá öldruðum. Sent út með fjarfund- arbúnaði. Skaftfellingafélagið í Reykjavík | Mál- þing um skógræktarreit Skaftfellinga- félagsins í Heiðmörk verður haldið í gamla bænum að Elliðavatni (aðkeyrsla frá Rauðhólum) kl. 20. Saga reitsins rakin, sýndar myndir frá upphafsárum gróðursetningarinnar og tillögur að göngustígum í reitnum. Frístundir og námskeið Klúbbhús Íslenska fjallahjólaklúbbsins | Námskeið í reiðhjólaviðgerðum fyrir byrjendur – frítt námskeið. Farið verður yfir algengustu viðgerðir og stillingar á hjólinu. Stilling gíra og hvernig megi herða út í legur í sveifarhúsi og nöfum og stýrislegu. Slit á keðju mælt. Almenn yfirferð og útskýring á drifbúnaði. Stutt yfirferð á stillingu bremsa. Skráning á fbjorgvinsson@actavis.is AFMÆLI báðum að rita svo ágæt verk um feður sína, skáldin á Fjalli og Sandi, að fáir munu eftir leika. Þá hefir ættfræðingurinn Indriði unnið slíkt þrekvirki með bókum sínum um ættir Þing- eyinga að það eitt myndi teljast prýði- legt æviverk venju- legs manns. En ef til vill er hann minnis- stæðastur sem félags- málagarpurinn óþreytandi, ræðumaðurinn sem flutti íslenskt mál af einstakri snilld, hugsjónamaðurinn sem sá lengra og kafaði dýpra en flestir. Fundinum er ekki lokið og okkur vinum Indriða og bræðrum gefst nú sérstakt tækifæri til að þakka honum allt sem hann „var og vann“. Ef að líkum lætur mun fundinum við Indriða ekki heldur ljúka þegar hann hverfur til ann- arra heimkynna. Orð hans og at- hafnir munu lifa í hugum okkar og það sem meira er: Bestu verk hans munu tala til fólks meðan íslensk tunga er töluð og þjóð vor man uppruna sinn og ætterni. Ólafur Haukur Árnason. Fundinum er ekki lokið. Síðasta rit- gerðin og ekki sú sísta í Indriðabók, sem gefin var út til heiðurs Indriða Indr- iðasyni á áttræðisaf- mæli hans, heitir Að loknum fundi. En fundinum er alls ekki lokið, fundinum með leiðtoganum góða, bróður og vini, Indr- iða. Enn stígur hann sínum „fæti á fold“, ungur í anda, sköru- legur og djúpvitur þó að aldargam- all sé. Enn getur hann miðlað úr heilnæmum þekkingarbrunni sín- um. Enn bregður hann lit og ljóma á tilveruna hvar sem hann birtist. „Hvar skal byrja“ ef minnast skal óvenjulangs starfsdags Indr- iða Indriðasonar? Kornungur setti hann saman smásagnasafn á nokkrum vikum af því að hann hafði ekki annað að gera. Hlaut það góðar viðtökur. Síðar gerðist hann listfengur ritgerðasmiður og er gott dæmi um það prýðileg og fróðleg ritgerð um föður hans, skáldið Indriða Þórkelsson. Merki- legt er að þeim frændum, Indriða og Þóroddi Guðmundssyni, tókst Indriði Indriðason dagbók Í dag er fimmtudagur 17. apríl, 108. dagur ársins 2008 Íslandsmót iðngreina fer fram áföstudag og laugardag í forsalgömlu Laugardalshallarinnaren mótið er haldið samhliða sýningunni Verki og viti sem fram fer í nýju Laugardalshöllinni. Tryggvi Thayer er verkefnisstjóri hjá Iðnmennt, sem skipuleggur keppnina: „Markmiðið með Íslands- mótinu er að vekja athygli á þeim tækifærum sem felast í námi og starfi í ýmsum iðn- og starfs- greinum,“ segir Tryggvi. „Sú þróun hefur verið undanfarin ár og áratugi að iðnmenntun hefur ekki fengið eins mikla athygli og bóklegt nám. Á sama tíma er mikil þörf fyrir vel menntað iðngreinafólk í samfélag- inu, og spennandi atvinnu- og tekju- möguleikar sem bjóðast.“ Íslandsmótið er nú haldið með breyttu sniði. Ein helsta breytingin er sú að keppnin teygir sig yfir tvo daga, í stað eins áður og gefur það möguleika á að keppendur fáist við meira krefjandi verkefni: „Um ein- staklingskeppni er að ræða, og geta sigurvegararnir átt kost á því að keppa í Evrópumóti og heimsmóti iðnnema,“ segir Tryggvi en mótið er núna opið bæði iðnnemum og einnig þeim sem nýlokið hafa námi og eru undir 22 ára aldri, nema í snyrti- fræði þar sem miðað er við 24 ára há- marksaldur. Í ár verður keppt í ellefu greinum: málmsuðu, trésmíði, pípulögn, bíla- iðngreinum, múrverki, málaraiðn, dúklagningu, hársnyrtingu, snyrti- fræði, rafvirkjun og upplýsinga- og fjölmiðlagreinum. „Einnig verða kynningar á fleiri námsgreinum, t.d. fatahönnun og rafeindavirkjun, svo að gestir í Laugardalshöll geta fræðst um hátt í 20 iðngreinar,“ seg- ir Tryggvi. „Alls verða keppendur tæplega 80 talsins, og tveir til þrír dómarar í hverri grein.“ Finna má nánari upplýsingar um keppni föstudagsins á slóðinni is- landsmot.skillsiceland.is. Keppni hefst kl. 9 á föstudagsmorgni, en formleg setning keppninnar verður kl. 11 þegar Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra setur mótið. Verð- launaafhending mun fara fram kl. 16.30 á laugardag. Ókeypis er inn á mótið og allir vel- komnir. Menntun | Keppt í ellefu greinum á Íslandsmóti iðngreina um helgina Æsispennandi iðngreinar  Tryggvi Tha- yer fæddist í Tex- as 1968. Hann lauk stúdents- prófi frá Kvenna- skólanum 1990, BA-prófi í heim- speki frá HÍ 2003 og MA-prófi í stjórnsýslu al- þjóðl. menntunar frá Háskólanum í Minnesota 2007. Tryggvi starfaði hjá Rannsóknarþjónustu Háskól- ans, síðar hjá CEDEFOP í Grikk- landi, og hjá Mennt 2001-2004. Frá 2006-2007 starfaði hann hjá Al- þjóðaskrifstofu háskólastigsing og hefur verið verkefnisstjóri hjá Iðn- mennt frá áramótum. Tryggvi er kvæntur Hlín Gylfadóttur nema og eiga þau eina dóttur. FRÉTTIR MÁLÞING um íslenskukennslu er- lendis, þýðingar, bókmenntakynn- ingu og norræna málstefnu verður haldið í Þjóðarbókhlöðunni föstu- daginn 18. apríl kl. 14-17. Íslensk málnefnd, Bókmenntasjóður og Landsbókasafn Íslands – Háskóla- bókasafn bjóða til málþingsins. Fram kemur í tilkynningu m.a. að meðal þess sem rætt verður á þinginu er kennsla íslenskra barna erlendis og tvítyngi, íslensku- kennsla við erlenda háskóla, þýð- ingar á íslenskum bókmenntum á önnur tungumál og bókmennta- kynning, íslenskt mál og norræn málstefna. Frummælendur verða Annette Lassen, dósent í dönsku við HÍ, Jón Gíslason, stundakennari í íslensku við HÍ, Philip Roughton, þýðandi, rithöfundurinn Sjón og Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri í Laugalækjarskóla. Almennar um- ræður verða að loknum fram- söguerindum. Málþing um íslenskukennslu erlendis ÞRIÐJA og síðasta ferðakynning Ís- lenskra fjallaleiðsögumanna í vetur verður haldin í kvöld kl. 20. Kynn- ingin verður í höfuðstöðvunum á Vagnhöfða 7 í Reykjavík. Þema kvöldsins er fjallgöngur á framandi slóðum, segir m.a. í tilkynningu. Ein- ar Torfi Finnsson segir m.a. frá fjall- göngu á Toubkal en þangað verður farið 6.-13. september nk. Kynning fjalla- leiðsögumanna RANGLEGA var haft eftir íbúa í Kópavogi í frétt á sunnudag að al- gengt sé að bréfburðarpokar séu skildir eftir í anddyri fjölbýlishúss sem hann býr í. Hið rétta er að íbú- inn sagði það hafa verið algengt þar til hann kvartaði yfir því til Póst- og fjarskiptastofnunar. Þá hafi það hætt en svo byrjað að gerast aftur og hafi gerst 1-2 sinnum á þessu ári. Beðist er velvirðingar á því hversu seint þessi leiðrétting birtist. LEIÐRÉTT Var algengt en er það ekki lengur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.