Morgunblaðið - 17.04.2008, Page 44

Morgunblaðið - 17.04.2008, Page 44
Hún segist ætla að leggja peningana inn á banka og fara svo á nám- skeið … 49 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG horfði á yfir 40 Evró- visjón-myndbönd víðs vegar að úr Evrópu og svo lengst aftur í tímann á Íslandi og reyndi að finna leið sem ekki hefur verið farin áður,“ segir Baldvin Zophoníasson leik- stjóri myndbands við lagið „This Is My Life“ með Euro- bandinu sem verður frumsýnt á vefnum nova.is á hádegi í dag. „Þetta er svona lamba- gúllas með bernaise-sósu, þannig myndi ég lýsa þessu myndbandi af því að maður fær sér aldrei lambagúllas með bernaise-sósu,“ útskýrir leikstjórinn, myndbandið sé óhefðbundið og fullt af húm- or. „Þarna er til dæmis ákveðin aukapersóna sem kemur inn í þetta dæmi, per- sóna sem er mikill aðdáandi Eurobandsins. En þetta er líka markaðs- sett svolítið fyrir Youtube enda er stærsti markaðurinn fyrir þetta þar. Þannig að í byrjun látum við þetta líta út eins og það sé einhver strák- ur að búa til sitt eigið mynd- band heima hjá sér,“ segir Baldvin sem vill að öðru leyti ekkert gefa upp um innihald myndbandsins. Áhugasamir verða því hreinlega að skella sér á nova.is um hádegisbilið í dag. Lambagúllas með bernaise Myndband við This Is My Life frumsýnt í dag Eurobandið Regína Ósk og Friðrik Ómar.  Fyrstu tón- leikar Bjarkar Guðmundsdóttur af þrennum í Hammersmith Apollo í London fóru fram á mánu- daginn. Troðfullt var út úr dyrum og þóttu tónleikarnir takast með af- brigðum vel, eins og fram kemur í umsögn Árna Matthíassonar hér aftar í blaðinu. Á meðal þeirra sem fylgdust með tónleikunum voru hjónin Þorkell Jóelsson tónlist- armaður og Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) en dóttir þeirra er Valdís Þorkelsdóttir trompetleikari sem ásamt níu öðrum blásarastelpum hefur ferðast um allan heim með Björk. Þess má svo geta að blaða- menn tímaritsins Dazed & Confu- sed fengu að fylgjast með baksviðs þegar undirbúningur fyrir tón- leikana fór fram og því von á fróð- legri Bjarkar-grein í næsta blaði. Foreldrarnir flugu út á Bjarkartónleika  Fréttablaðið sagði frá því í gær að Birgir Örn Steinarsson myndi taka við starfi Atla Fann- ars Bjarkarsonar á 24 stundum, og hafa þar með yf- irumsjón með dægurmenningu. Áður hefur það svo komið fram að Atli sé að ganga inn í starf Birgis á Monitor. Fullkomin sætaskipti sem- sagt. Sæmilega traustar heimildir eru fyrir því að þeir félagar ætli að taka þennan dans sinn enn lengra. Birgir mun því taka við söngv- arastöðu Atla í hljómsveitinni Haltri hóru og hefja textagerðina þar á annað plan en Atli tekur við stjórninni í Maus og setur eilítinn ræflarokksbrag á popprokk henn- ar. Þetta segja gárungarnir a.m.k. Skipta líka um bönd Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is BJARNI Haukur Þórsson leikari neitar að svara því hvers virði hann sé, þegar blaðamaður spyr hann að því, þó svo hann frumsýni á morgun einþáttunginn Hvers virði er ég? „Þú verður bara að koma á sýninguna,“ segir Bjarni og hlær kvikindislega. Bjarni er þjóðkunnur fyrir einþáttunga sína, fyrst Hellisbúann, þá Pabbann og nú þann sem nefndur var í upphafi. Bjarni er höfundur verksins og tekur að þessu sinni á „bráðsmit- andi efnishyggju Íslendinga“ og hlífir engum, hvorki sjálfum sér, auðmönnum né almenningi. Hann hlífir ekki einu sinni styrktaraðila sýning- arinnar, sparisjóðnum BYR. „Ég er ekkert að predika,“ segir Bjarni en viðurkennir þó að hann taki fólk í smá kennslu- stund í raunverulegu gildi tilverunnar. „Ég geri aðallega grín að sjálfum mér en tek auðvitað fyrir peninga- og efnishyggju Íslendinga, geri stólpagrín að ykkur fjölmiðlafólki …“ Þó ekki menningardeild Morgunblaðsins? „ … nei, mínus menningar- og íþróttadeild. Fjölmiðlar eru auðvitað spegill samfélagsins og það sem birtist okkur í fjölmiðlum er auðvitað nákvæmlega það sem við erum að pæla í. Fjöl- miðlar eru fólkið og tala, fyrir utan menning- ardeildina að sjálfsögðu, bara um peninga og ég veit ekki alveg hvað er málið,“ segir Bjarni. Það sé hreint ótrúlegt hvað Íslendingar hafi í mörg hundruð ár verið helteknir af peningum. Íslend- ingar séu ekki kallaðir „Ítalir norðursins“ fyrir ekki neitt, þjóðin sé hádramatísk. „Ef það geng- ur vel erum við að sigra heiminn en ef illa geng- ur er Ísland að sökkva og það er ekkert þar á milli. Þetta er svona Ragnar Reykás-synd- rome.“ Auðmaður áhugasamur um virði Bjarna Bjarni segist hafa verið spurður að því af auðmanni einum, yfir snittum í boði hjá rík- isbubbum, hvers virði hann væri. Hann hafi ekki getað svarað manninum en velt spurning- unni mikið fyrir sér og endað með gamanleik í höndunum. „Það er engin ný saga eða sannindi að heilsan og fjölskyldan og börnin og allt það sé mikilvægara en hið efnislega. Enda erum við sem vinnum við að segja sögur eflaust aldrei að segja nýjar sögur heldur setja þær í nýja bún- inga. En þessi saga á hins vegar mjög vel við núna og mitt hlutverk er að setja hana í sem ferskastan búning,“ segir Bjarni um raunveru- leg gildi lífsins. Ríkt fólk sé ekki endilega vont fólk. Bjarni bendir á Al Gore, hann vilji heim- inum vel en sé samt sem áður vellauðugur. Hvers virði er ég? verður frumsýnt í Salnum í Kópavogi annað kvöld kl. 21. Sigurður Sig- urjónsson leikstýrir verkinu. Ítalir norðursins Bjarni Haukur Þórsson frumsýnir á morgun gamanleikinn Hvers virði er ég? Morgunblaðið/Frikki Fégræðgi Bjarni Haukur bjó sér til blævæng úr fimmþúsundköllum í útibúi sparisjóðsins Byrs í gær til að kæla sig aðeins niður. Peninga- og neysluhyggjan er allsráðandi á Íslandi, eins og sjá má. Brot úr Hvers virði er ég?: „Ég kalla íbúðalán „Bill Murray- lán“. Munið þið ekki eftir myndinni með Bill Murray, Groundhog Day? Hann vaknaði og það var alltaf sami dag- urinn. Þannig eru þessi lán. Munurinn á Groundhog Day og íbúða- lánum er auðvitað sá að myndinni lauk. Íbúðalánum lýkur ALDREI.“ Bill Murray-lán ■ Í kvöld kl. 19.30 Söngfuglar hvíta tjaldsins Söngleikjadívan Kim Criswell flettir söngbókum helstu lagahöfunda Bandaríkjanna frá gullöld söngvamyndanna og fetar í fótspor sönggyðja á borð við Judy Garland, Marilyn Monroe og Doris Day. Hljómsveitarstjóri: John Wilson Einsöngvari: Kim Criswell ■ Lau. 19. apríl kl. 14.00 Bíófjör - Tónsprotatónleikar Öll fjölskyldan skemmtir sér konunglega á þessum tónleikum þar sem tónlist úr kvikmyndum á borð við Stjörnustríð, Harry Potter, Mary Poppins og Simpsons hljómar. Trúðurinn Barbara kynnir tónlistina á sinn einstaka hátt. ■ Fim 9. maí kl. 19.30 PPP áttræður Íslenskt tónlistarlíf og ekki síst Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur í þakkarskuld við Pál Pampichler Pálsson og heiðrar hann áttræðan með þessum tónleikum þar sem flutt verður fimmta sinfónía Mahlers, sellókonsert Schumanns auk verks eftir afmælisbarnið. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.