Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 2
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is RAKEL Árnadóttir, 28 ára Grafar- vogsbúi, fékk langþráðan draum sinn uppfylltan á mánudaginn þeg- ar hún hitti Friðrik krónprins og átti spjall við hann í Náttúrugripa- safni Íslands. Rakel hefur um árabil heillast af dönsku konungsfjölskyld- unni, þó sérstaklega krónprinshjón- unum. Dönsku talar hún vel og jafn- vel af slíkri kunnáttu að Danir héldu hana danska í einni Danmerk- urheimsókn hennar um árið. Sveif heim til sín Bréfaskipti höfðu átt sér stað milli Rakelar og krónprinsins í að- draganda fundar þeirra og hafði hún haft samband við danska sendi- ráðið til að kanna möguleikana á því að sjá krónprinsinn á meðan hann væri hér í heimsókn sinni. Hún gerði þó ekki kröfu um að eiga spjall við hann, en þegar til kast- anna kom, fékk hún ekki aðeins að sjá hann heldur einnig að tala við hann og það á alþýðlegum nótum. Haft var á orði að Rakel hefði að því loknu ekki farið akandi heim til sín, heldur svifið, enda ánægjan engu lík. „Mér fannst mjög skemmtilegt að hitta hann. Ég reyndi að gæta mín á því að fara ekki yfir í ensku þegar ég talaði við hann, heldur halda mig við dönskuna,“ segir hún. „En ég var dálítið pirruð yfir því að Mary væri ekki með,“ segir hún og hlær innilega. „Ég fór að fylgjast með Friðriki og Mary þegar þau kynntust árið 2000 en fylgist reyndar með allri konungsfjölskyldunni. En aðal- áherslan er á Friðrik, Mary og börn- in þeirra.“ Á ensku eða dönsku? Rakel segir að hún hafi hugsað töluvert um hvort samtalið við krónprinsinn myndi fara fram á dönsku eða ensku en hún hafði gert sér ákveðna hernaðaráætlun í því sambandi. Ef hann yrti á hana á dönsku gæti hún svarað strax á dönsku og stjórnað framhaldinu, en verra væri ef hann byrjaði á ensku, því þá ætti hún á hættu að falla í þá gryfju að svara á ensku, nokkuð sem hún hafði lítinn áhuga á. Og úr varð að samtalið fór fram á dönsku. Sýndi Rakel prinsinum húðflúr, danska þjóðfánann, á hendi sér og vakti það athygli hans. „Ég ávarp- aði hann með fornafni sínu en sagði ekki „prins“ og hann virtist ekkert pirraður yfir því,“ segir hún. Sögðu vitni að spjalli þeirra að krónprins- inn hefði verið afar alúðlegur á fundinum. Aðspurð segist Rakel vilja hitta alla krónprinsfjölskylduna ef hún ætti þess kost. Um hina áströlsku Mary krónprinsessu fer Rakel fögr- um orðum og er hún þeirrar skoð- unar að hún sé nauðalík konu Jóa- kims prins, bróður Friðriks, hvort sem makaval bræðranna sé með- vitað að þessu leyti eður ei. Heimsækir Vorrar frúar kirkju Á Danmerkurferðum sínum hef- ur Rakel þann sið að heimsækja Vorrar frúar kirkju þar sem brúð- kaup Friðriks og Mary fór fram og varla þarf að taka fram að hún kann fæðingardaga hjónanna og barna þeirra utan að. Til stendur að Rakel fari til Dan- merkur í lok júlí og hefur hún stofn- að ferðasjóð sem öllum er heimilt að styrkja. Reikningsnúmerið er 515- 14-611114 kt.: 1106805629. Langþráður draumur Rakelar Árnadóttur um að hitta Friðrik krónprins rættist „Fannst mjög skemmtilegt að hitta hann“ Morgunblaðið/Golli Rakel „Ég ávarpaði hann með fornafni sínu en sagði ekki „prins“ og hann virtist ekkert pirraður yfir því,“ segir Rakel Árnadóttir, mikil áhugakona um dönsku konungsfjölskylduna, einkum krónprinshjónin Friðrik og Mary. Konunglegur fundur Vel fór á með Rakel og Friðriki krónprinsi. 2 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Klapparstígur 33 101 Reykjavík Iceland t. +354 551 3666 f. +354 578 3667 info@i8.is www.i8.is BIRGIR ANDRÉSSON in memoriam Sýningunni lýkur laugardaginn 10. maí Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is BJÖRN Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórð- arson heilbrigðisráðherra undirrituðu í gær samning sem tryggir fé til að standa undir rekstri meðferðargangs í fangelsinu á Litla-Hrauni þar sem fangar sem það kjósa fá hjálp til að vinna sig út úr vítahring andfélagslegs hugarfars, afbrotahegðunar og vímuefnamisnotkunar. Fangar sem dvelja á ganginum fá víðtækan stuðning og einstaklingsmið- aða ráðgjöf, segir í tilkynningu. Leggur hvort ráðuneytanna fyrir sig fram 7,5 milljónir, alls 15 milljónir, sem dugir fyrir rekstrinum út þetta ár. Fá áfram meðferð Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is FULL samstaða er um það í borgar- stjórn að velja Sundagöng, þ.e. leið I, þegar valið um Sundabraut stendur á milli leiðar I og III. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður borgarráðs ítrekaði þetta á opnum fundi um Sundabraut í ráðhúsinu í gær og sagði leið I betri þótt hún væri dýrari en leið III sem Vegagerðin mælti með. Fjölmennt var á fundinum. „Þegar þessar tvær tillögur eru bornar saman hvað varðar þá fram- tíðarsýn sem við viljum sjá í umferð- armálum borgarinnar, þá finnst mér leið I bera af,“ sagði Vilhjálmur. „Hún er vissulega dýrari,“ bætti hann við. „Það er auðvitað það, sem ráðamenn eru að velta fyrir sér og það er skiljanlegt. Auðvitað munar um níu milljarða króna þegar horft er til þeirrar miklu upphæðar sem þetta kostar. Vegagerðin mælir með leið III og ég skil það ósköp vel. Vegagerðin horfir kannski þeim aug- um á framkvæmdina að leið III dugi og þess vegna mæla þeir með henni. En þarna erum við ekki sammála. Ég veit ekki af hverju við erum ekki sammála.“ Í máli Jónasar Snæbjörnssonar umdæmisstjóra Vegagerðarinnar kom fram að leið I, Sundagöng, kosti 32 milljarða en leið III 23 milljarða. Kostir leiðar I fram yfir leið III eru minni heildarumhverfisáhrif og betri landnýting. „Við vitum að jarðganga- leiðin er í meiri sátt við íbúasamtök og leiðir til minni umferðar á austur- hluta Miklubrautar og mið- og norð- urhluta Sæbrautar. Þá mun hún ekki trufla siglingaleiðir.“ Um kosti leiðar III fram yfir leið I sagði Jónas að fyrst og síðast fælust þeir í minni kostnaði, þ.e. minni stofn- og rekstrarkostnaði. „Þar með er meiri arðsemi og við teljum að það sé minni óvissa um stofnkostnaðinn.“ Leið III mun leiða til minni um- ferðar á Ártúnsbrekku, Höfðabakka og Gullinbrú og þá hefur verið reikn- að út að minni heildarakstur verður á gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins. „Þar með auðvitað minni útblástur og slíkt. Á leið III er þá auðveldara að vera með göngu- og hjólaleiðir.“ Kristján Möller samgönguráð- herra sagði á fundinum að í gær hefði verið haldinn fyrsti fundur samráðshóps samgönguráðherra og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. „Þessum hópi er ætlað að vinna að framtíðarskipulagi á höfuðborgar- svæðinu í víðum skilningi. Fundur- inn var góður og gagnlegur og lofar góðu,“ sagði hann. Borgarstjórn vill leið I þótt hún sé dýrari Gangaleiðin kostar níu milljörðum meira en leið III Morgunblaðið/Golli Íbúafundur Dagur B. Eggertsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Jónas Snæbjörnsson og Kristján Möller samgönguráðherra í Tjarnarsalnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 125. tölublað (08.05.2008)
https://timarit.is/issue/286535

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

125. tölublað (08.05.2008)

Aðgerðir: