Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 43
ER PLÁSS FYRIR
STARFSFRAMA
TVEGGJA EINSTAKLINGA
ÁSKORANIR OG TÆKIFÆRI
Á ÞÍNU HEIMILI?
13. MAÍ 2008
MANNAUÐUR er samstarfsverkefni
Háskólans í Reykjavík, Landsbankans, Deloitte,
Árvakurs og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.
Landsbankinn er meginstyrktaraðili verkefnisins.
Á ráðstefnunni verður fjallað um þær áskoranir og tækifæri sem sambýlisfólk stendur frammi fyrir
þegar báðir aðilar eru í fullri vinnu; ásamt lausnum fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Dagskrá
Starfsframi – áskoranir og rannsóknir á fjölskyldustefnum fyrirtækja
Dr. Steven Poelmans, prófessor við IESE háskólann í Barcelona
Kaffihlé
Reynslusögur
Ágústa Johnson, framkvstj. Hreyfingar og Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra;
Ragnhildur Ágústsdóttir, forstöðum. þróunarsviðs Tals og Júlíus Ingi Jónsson, vörumerkjastj.
Vífilfells; Halldóra Traustadóttir, markaðssviði Glitnis og Ólafur Stephensen, ritstjóri 24 stunda;
Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðs og gæða HR og Árni Sigurjónsson,
skrifstofustjóri skrifstofu forseta Íslands.
Áskoranir og lausnir sem rata inn á borð sálfræðinga
Andrés Ragnarsson, sálfræðingur
Pallborðsumræður
Léttar veitingar að ráðstefnu lokinni
Fundarstjóri: Eva María Jónsdóttir
Verð: 5000 kr. fyrir einstaklinga
4000 kr. fyrir pör (60% afsláttur)
Skráning á www.mannaudur.is
14:00
15:30
15:45
16:25
16:35
17:00
G
O
TT
F
O
LK
GRÍNMYNDIN Superbad fær
flestar tilnefningar, eða fimm tals-
ins, til MTV-kvikmyndaverð-
launanna sem afhent verða í Kali-
forníu hinn 1. júní næstkomandi.
Juno kemur næst með fjórar tilnefn-
ingar. Tilnefningarnar eru í sam-
ræmi við þá hefð MTV að verðlauna
helst léttar og vinsælar myndir sem
koma ekki til álita á virðulegum
verðlaunahátíðum á borð við óskar-
inn.
Helstu tilnefningar í ár eru eftir-
taldar:
Besta mynd
Juno
Transformers
Pirates of the Caribbean: At
World’s End
I Am Legend
Superbad
National Treasure: Book of
Secrets
Besti leikari
Will Smith (I Am Legend)
Shia LaBeouf (Transformers)
Denzel Washington (American
Gangster)
Matt Damon (The Bourne
Ultimatum)
Michael Cera (Juno)
Besta leikkona
Ellen Page (Juno)
Keira Knightley (Pirates of the
Caribbean: At World’s End)
Katherine Heigl (Knocked Up)
Amy Adams (Enchanted)
Jessica Biel (I Now Pronounce
You Chuck and Larry)
Besta illmennið
Johnny Depp (Sweeney Todd:The
Demon Barber of Fleet Street)
Denzel Washington (American
Gangster)
Angelina Jolie (Beowulf)
Topher Grace (Spider-Man 3)
Javier Bardem (No Country
For Old Men)
Besti koss
Shia LaBeouf og Sarah Roemer
(Disturbia)
Amy Adams og Patrick Demp
sey (Enchanted)
Daniel Radcliffe og Katie Leung
(Harry Potter and the Order of
the Phoenix)
Ellen Page og Michael Cera
(Juno)
Briana Evigan og Robert Hoff
man (Step Up 2 The Streets)
Léttar og
vinsælar
Superbad Fær flestar tilnefningar.
BRESKI rithöfundurinn J.K. Rowling hefur
fengið það lögfest að ljósmyndir sem teknar
voru í leyfisleysi af syni hennar yrðu aldrei
birtar aftur í fjölmiðlum. Myndirnar voru tekin
með aðdráttarlinsu úr mikilli fjarlægð. Lög-
fræðingar Rowling telja þetta tímamótadóm.
Málinu hafði áður verið vísað frá dómi en
Rowling og eiginmaður hennar áfrýjuðu þeim
úrskurði. Í yfirlýsingu frá þeim hjónum segir
að þau geri sér grein fyrir frægð Rowling í
kjölfar Harry Potter-bókanna en þau vilji engu
að síður að börn þeirra lifi eðlilegu fjölskyldu-
lífi og fái frið fyrir fjölmiðlum. Dómsúrskurð-
urinn sé því þýðingarmikill fyrir framtíð
barnanna.
Einn dómara sagði það óvefengjanlegan rétt
hvers barns að fá frið fyrir ókunnugum ljós-
myndurum, hvort sem það ætti fræga foreldra
eða ekki. Myndirnar umræddu voru teknar í
nóvember 2004, af syni þeirra hjóna, David, en
þá var hann tveggja ára. Hjónin voru í göngu-
túr með David sem sat í kerru. Sunday Ex-
press tímaritið birti myndir af þessum göngu-
túr. Rowling og eiginmaður hennar, Neil
Murray, lögsóttu í kjölfarið útgefanda blaðs-
ins, Express Newspapers, og ljósmyndastof-
una Big Pictures.
Lögbann á myndir
af syni Rowling
Reuters
J.K. Rowling Vill að óprúttnir ljósmyndarar
láti börn sín í friði.
FIMM listamenn hafa lagt fram tillögur sínar
að kennileiti í Kent-sýslu á Englandi, sk.
Ebbsfleet-kennileiti, sem á að sjást úr lofti, frá
vegi og úr lest. Turnar-verðlaunahafinn Mark
Wallinger er einn tillögusmiða og leggur hann
til að reistur verði risavaxinn, hvítur hestur, 33
sinnum stærri en meðalhestur á beit.
Hestur þessi myndi líta hnarreistur yfir
Ebbsfleet-dal, skammt frá austurmörkum
Stór-Lundúnasvæðisins. Tilkynnti verður um
vinningstillöguna í haust og stefnt að því að
lokið verði við kennileitið árið 2010.
Fleiri Turner-verðlaunahafar eiga tillögur
að kennileiti, þau Richard Deacon og Rachel
Whiteread.
Whiteread leggur til að reist verði fjall með
litlu húsi ofan á, Deacon leggur til risavaxinn
stálskúlptúr og franski listamaðurinn Daniel
Buren leggur til að reistur verði turn úr kubb-
um sem geislar muni skína í gegnum. Skúlp-
túrinn Christopher Le Brun vill reisa risavax-
inn disk með væng innan í, og vísar það til
guðsins Merkúrs úr rómverskri goðafræði.
Hvíti hesturinn Tillaga Turner-verðlauna-
hafans Mark Wallinger að risahesti í Kent.
Lagt til að risa-
hestur rísi í Kent